Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 25
STJÓRNVÖLD á Kúbu segjast hafa
unnið fullan pólitískan sigur í ljósi
þess að næstum 99% kúbverskra
kjósenda hafi skrifað undir bæna-
skjal þar sem farið er fram á að ekki
verði gerðar breytingar á sósíalísk-
um stjórnarháttum á eyjunni.
Fjöldahreyfingar á Kúbu sem eru í
nánum tengslum við stjórnvöld söfn-
uðu undirskriftunum á þremur sól-
arhringum frá síðasta laugardegi og
fram á þriðjudag, og benda fyrstu
niðurstöður til þess að 8,1 af 8,2
milljónum skráðra kjósenda á Kúbu
hafi skrifað undir skjalið. Undirritun
þess fól í sér stuðning við stjórnar-
skrárbreytingu þess efnis að efna-
hagslegt, pólitískt og félagslegt kerfi
Kúbu verði gert „ósnertanlegt“.
Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, segir
bænaskjalið vera svar við stefnu-
ræðu George W. Bush Bandaríkja-
forseta í málefnum Kúbu er hann
hélt 20. maí sl. Þar sagði Bush að
hann hefði ekki í hyggju að aflétta
viðskipta- og ferðabanni á Kúbu
nema þar yrðu teknir upp lýðræð-
islegir stjórnarhættir.
Stjórnarandstæðingar á Kúbu
segja aftur á móti að undirskrifta-
söfnun stjórnvalda nú sé svar við
undirskriftasöfnun þeirra í síðasta
mánuði en meira en 11.000 manns
fór þá fram á þjóðaratkvæðagreiðslu
þar sem kjósendur yrðu spurðir að
því hvort þeir væru meðmæltir borg-
aralegum réttindum á borð við mál-
og fundafrelsi, rétti til að reka fyr-
irtæki, kosningaumbótum og sakar-
uppgjöf fyrir pólitíska fanga.
Vilja viðhalda sósíal-
ískum stjórnarháttum
Havana. AP.
NÝR forsætisráðherra Ungverja-
lands, Peter Medgyessy, viður-
kenndi í gær að hann hefði starfað
við gagnnjósnir í
fjármálaráðu-
neyti landsins á
árunum 1977–82
þegar kommún-
istar voru við
völd.
Medgyessy,
sem er leiðtogi
Sósíalistaflokks-
ins, sagði í ræðu á
þinginu að gagn-
njósnirnar hefðu tengst störfum
hans í alþjóðadeild fjármálaráðu-
neytisins, sem átti á þessum tíma í
leynilegum viðræðum um að Ung-
verjaland fengi aðild að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. „Ég aðstoðaði
við að koma í veg fyrir að erlendar
leyniþjónustur kæmust yfir ríkis-
leyndarmál,“ sagði hann.
Leiðtogar samstarfsflokks sósíal-
ista í stjórninni, Bandalags frjálsra
demókrata, íhuguðu að krefjast þess
að Medgyessy léti af embætti en til-
kynntu að þeir hefðu hætt við það til
að afstýra stjórnarkreppu.
Leiðtogar ungverskra hægri-
flokka sögðu hins vegar að Med-
gyessy væri ekki lengur stætt á því
að gegna embættinu.
Í ræðunni lagði forsætisráð-
herrann til að lögum yrði breytt til
að hægt yrði að birta leynilega lista
yfir alla þá sem voru á mála hjá
leyniþjónustu kommúnista. „Ef
stjórnarandstaðan hefur ekkert að
fela getur hún líka greitt atkvæði
með þessu,“ sagði hann.
Forsætisráðherrann viðurkenndi
gagnnjósnirnar eftir að íhaldssamt
dagblað birti skjöl sem það sagði
sanna að hann hefði starfað fyrir
leyniþjónustu kommúnista. Med-
gyessy kvaðst ætla að höfða meið-
yrðamál gegn blaðinu því lengi hefði
verið vitað að skjölin væru fölsuð.
Ungverski for-
sætisráðherrann
var gagnnjósnari
Búdapest. AFP.
Peter
Medgyessy
alltaf á föstudögum