Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 27
u Péturs
n hefur
stu skipta
nn skilar
sé hug-
betri en
fi af hug-
átti ég tal
mfríði Sig-
pp á Sól-
af hægri
samtalinu
skoðunar
æmi ein-
r mína
til á Sól-
og upp-
ar mikla
hennar,“
ostlegt af-
rs Svein-
eina væri
heimum í
ir. Móðir
að mað-
n gerði en
gði né því
g því ætti
skoða það
og lesti,
en verkin
Sesselja
á Brúsa-
stórri og
elst átta
einssonar
Kristínar
brosmild,
usöm við
akt sam-
dýranna á
ás á eftir
álengdar.
r líka ein-
ngu fyrir
fir. Þegar
Rudolfs
un, safn-
ur næðist
ma þegar
maði það
in tilfinn-
átti segja
eilbrigðis-
skólamál-
undvallar
n lagar að
og eigin
ð aldrei
skilningi
einhverj-
um. Þess
r mark á
um, hvort
estar eða
ráðherrar ef hún taldi sig vita bet-
ur. Og þegar fram liðu stundir
sannaði reynslan að hún hafði á
réttu að standa.
Sesselja Sigmundsdóttir var ekki
ung og óraunsæ draumóramann-
eskja þegar hún stofnaði Sólheima
1930, heldur sjálfstæð kona með
umtalsverða reynslu í farangrinum.
Hugmyndin að stofnun barnaheim-
ilis fyrir umkomulaus börn bærði
fyrst á sér þegar hún fór með Þórði
Thoroddsen lækni um bæinn í
spönsku veikinni 1918 sextán ára
gömul og líknaði og liðsinnti eftir
föngum á heimilum þar sem skap-
ast hafði neyðarástand vegna veik-
inda og dauðsfalla. Á þessum vikum
rann upp fyrir henni að fjöldi barna
bjó við óbærilegar aðstæður og fátt
um opinber úrræði.
Árið eftir fékk hún starf sem
matráðskona í danska sendiráðinu
á Íslandi og sinnti því með þeim
ágætum að sendiráðsritarinn bauð
henni starf í Kaupmannahöfn þegar
hann var fluttur til í starfi. Hún
þáði það og líkaði vel í Höfn, hikaði
þegar henni var boðið að flytjast
með hjónunum til Bern í Sviss, en
lét slag standa og vann þar í tvö ár.
Vinnuveitendur hennar sýndu
henni mikla velvild og vináttu, hún
eignaðist góða vini í öðrum sendi-
ráðum í Bern og öðlaðist innsýn í
umgengnisvenjur og starfshætti
fólks í utanríkisþjónustu.
Þegar hún sneri heim frá Sviss
hafði hún gert upp við sig hvernig
hún vildi verja lífi sínu. Foreldrar
hennar heyrðu nú fyrst um þann
ásetning hennar að setja á stofn
heimili fyrir umkomulaus börn. Bað
hún föður sinn að vera sér innan
handar við að finna jörð en það yrði
að vera hverjörð. Taldi að bærinn
myndi hugsanlega veita henni
styrk í þessu augnamiði því að það
þjónaði líka hagsmunum bæjarins
að setja á stofn slíkt heimili. Hún
hugsar sér að reka þar myndarlegt
bú og einnig margskonar fram-
leiðslu til að afla tekna. Í minnisbók
hennar frá þessum tíma er langur
minnislisti tengdur þessum áform-
um og þar stendur meðal annars
þessi setning: „Fyrir jólin – Hafa
alltaf miklar útstillingar, basar,
bögglauppboð. Hafa alltaf miklar
auglýsingar þegar útlendingar
koma. Tungumál. Verð, má til.“
Þessi orð endurspegla vel hvað
þessi hugsjónakona var jarðbundin
og hagsýn.
Næstu árin var Sesselja við nám
og störf í Danmörku og Þýskalandi.
Hún kynnti sér uppeldismál, hjúkr-
un barna, garðrækt, vefnað og
margs konar smávöruframleiðslu.
Eftir að hún varð fyrir tilviljun vitni
að ótvíræðum árangri kennsluað-
ferða Rudolfs Steiners ákvað hún
að kynna sér þær, fyrst í Þýska-
landi og síðan í Dornach í Sviss. Þar
kynntist hún þjálfun þroskaheftra
barna og viðhorfum til þeirra sem
þá voru óþekkt á Íslandi. Hún
kynntist einnig og vann með há-
menntuðum læknum, tónlistarfólki
og kennurum. Naut þess mjög að
umgangast þetta fólk og eignaðist
þarna ævivini. Fór alltaf öðru hvoru
til Dornach í áranna rás og var þar í
miklum metum. Þessi sterka og
kærleiksríka kona var því býsna
veraldarvön þegar hún stofnaði
Sólheima og þarf engan að undra að
hún kiknaði ekkert í hnjánum þó að
háskólalærðir kontóristar á Íslandi
byrstu sig við hana.
IV
Árið 1932, tveimur árum eftir
stofnun Sólheima, voru sett lög um
barnavernd á Alþingi. Sesselja
fagnaði mjög þeirri réttarbót sem
hún taldi þessi lög vera fyrir íslensk
börn en fljótlega kom í ljós að þeir
sem kjörnir voru til að fylgja þeim
eftir höfðu aðrar hugmyndir en hún
um hvernig reka ætti heimilið og
fóru nú að segja henni fyrir verkum
á ýmsum sviðum.
Næstu tvo áratugina skarst oft í
odda og stundum mjög alvarlega.
Helsti ásteytingarsteinninn var
fæði barnanna en ótækt þótti með
öllu að uppistaðan í því væri græn-
meti. Í engu var litið til heilsufars
barnanna sem var óvenju gott og
alls kyns kvilla sem hurfu eftir að
börnin höfðu verið á Sólheimum um
tíma. Annað helsta ágreiningsefnið
var sú ósvinna að fósturbörn heim-
ilisins þyrftu að hafa fyrir augum
þroskaheft fólk. Steininn tók úr
þegar unglingsdrengir á heimilinu
voru látnir aðstoða við umönnun
þroskaheftra þegar mannekla var á
staðnum. Um þetta sagði Sesselja í
svari sínu við einni af fjölmörgum
skýrslum og ákærum sem hún
þurfti að sóa tíma sínum í að svara á
þessum árum:
„Vanþroska börn hafa fullan rétt
á að umgangast algefin börn í dag-
legu lífi manna, og það gerir þeim
síðarnefndu engan skaða. Að heil-
brigðu börnin geti orðið fyrir þeim
áhrifum frá örvitum sem valdið geti
þeim hræðslu, forðast heimilið vit-
anlega stranglega.“
Fósturbörn Sesselju voru alin
upp við að hinir þroskaheftu jafn-
aldrar þeirra væru fallegar sálir í
erfiðum líkama en ekki fatlað fólk í
þeim skilningi sem ríkjandi viðhorf
gerði kröfu til.
Þessi barátta stóð í mörg ár og
allt tínt til í aðförinni að Sesselju.
Kennari sem kom til starfa á Sól-
heimum var yfirmáta alúðlegur við
annað starfsfólk og nágranna heim-
ilisins. Sagði í einkasamtölum að
ýmislegt mætti betur fara hjá Sess-
elju, ráðamenn í Reykjavík væru
ekki hrifnir og teldu nauðsynlegt að
losna við hana af staðnum. Hefðu
hvatt sig til að setja sig inn í mál
með það fyrir augum að taka við, ef
svo mætti verða. Sesselja vissi ekki
af þessum undirróðri fyrr en síðar
en lét þennan mann fara þegar
hann braut alvarlega af sér. Kenn-
arinn kærði hana til barnaverndar-
ráðs, sem nú hafði plagg í mörgum
liðum frá þessum umbótasinnaða
starfsmanni í höndum og nú var lát-
ið til skarar skríða. Formaðurinn
hélt rakleitt á fund Sesselju og
sagði að nú lægi fyrir kæra frá góð-
menninu og ekki um annað að ræða
fyrir hana en hætta, annars gengi
málið lengra. Hann væri þegar bú-
inn að ræða við yfirvöld um það sem
nú til dags kallast starfslokasamn-
ingur. Henni þótti þetta naumast
svaravert.
Næstu mánuði heldur stríðið
áfram og þegar upp er staðið hefur
barnaverndarráð formlega svift
hana réttindum til að stjórna heim-
ilinu og fengið menntamálaráð-
herra til að taka Sólheima leigu-
námi því að öðruvísi var ekki hægt
að reka hana af staðnum. Það var
gert með bráðabirgðalögum nokkr-
um dögum áður en þing kom saman
haustið 1946 og því bersýnilegt að
mikið lá á. Áður en lögin eru sam-
þykkt segir ríkisstjórnin af sér,
frumvarp um leigunám Sólheima
var ekki tekið aftur á dagskrá og
bráðabirgðalögin því úr gildi fallin.
Tveimur árum síðar, þann 19. apríl
1948, ógilti síðan hæstiréttur úr-
skurðinn um sviptingu leyfis Sess-
elju til forstöðu barnaheimilisins.
Meðan á öllu þessu stóð var daglegt
líf á Sólheimum eins og ekkert hefði
í skorist þó að eflaust hafi forstöðu-
konan oft legið andvaka um nætur.
Á öllum stigum málsins, allt fram
að setningu bráðabirgðalaganna,
hefði málið getað gengið til baka ef
Sesselja hefði gengið að skilmálum
barnaverndarráðs. En rauði þráð-
urinn í allri hennar baráttu var sá,
að þó að hún væri reiðubúin til að
ræða mál og eiga gott samstarf við
þetta fólk eins og annað þá sætti
hún sig aldrei við að opinberir að-
ilar né aðrir hefðu íhlutunarrétt um
innra starf Sólheima. Fólk sem vildi
ekki skilja hvað hún var að gera.
Með þeirri sannfæringu var hún
reiðubúin til að standa eða falla.
V
Sesselja giftist Þjóðverjanum
Rudolf Noah 17. mars 1949. Hann
var þá nýkominn til landsins eftir
níu ára aðskilnað þeirra, en hann
var sóttur af breskum hermönnum
til Sólheima á afmælisdegi Sesselju
5. júlí 1940 og fluttur í fangabúðir í
Bretlandi.
Noah, sem kom fyrst til Sólheima
árið 1935, var fínlegur listamaður,
menntaður í hljóðfæraleik, söng-
fræðum og uppeldisfræði. Hann
hafði einlægan áhuga á börnum,
lagði sig mjög fram um að glæða
hjá þeim fegurðarskyn og listsköp-
un og náði undraverðum árangri
með þroskaheftu börnin. Hann
varð smám saman hægri hönd
Sesselju, hún naut bersýnilega
samvista við hann og engum duldist
hvaða hug hann bar til hennar.
Enginn sá henni þó bregða þegar
hann var sóttur þennan sólskinsdag
í júlí og þau kvöddust með handa-
bandi í allra viðurvist. Daginn sem
hann sneri aftur fór hún til Reykja-
víkur til að taka á móti honum og
þegar þau komu til Sólheima voru
þau búin að gifta sig. Það var bjart
yfir Sólheimum þetta vor en bæði
Sesselja og Noah voru um margt
ólík fólkinu sem kvaddist níu árum
áður. Hún hafði gengið gegnum
þrengingar sem gerðu hana enn
sjálfstæðari og sterkari en áður, en
jafnframt tekið toll af heilsu henn-
ar. Áður voru þau samstarfsaðilar,
nú er hún ein stjórnandi enda er
hann kennari og listamaður og fer
aldrei í útiverk. Starfsemin á Sól-
heimum var orðin meira lituð af
fjármálum og ýmsum umsvifum
sem kom að vonum niður á listræn-
um og andlegum viðfangsefnum.
Noah vill að þau fari saman til út-
landa og starfi þar við tryggari af-
komu og skilning á því sem þau eru
að gera. Hún undrast að honum
skuli koma í hug að hún geti gengið
frá lífsstarfi sínu. Hann vill fá ung
börn til Sólheima, hafa þau í nokkur
ár og koma þeim til nokkurs þroska
en senda þau annað þegar þau hafa
lært það sem hægt er að kenna
þeim. Hann lítur á Sólheima sem
uppeldisstofnun og skóla en hún lít-
ur á staðinn sem heimili og íbúana
sem börnin sín. Í mars 1953, réttum
fjórum árum eftir að þau gifta sig,
fer Rudolf Noah frá Sólheimum
fyrir fullt og allt. Hún tekur það
mjög nærri sér en lætur hann fara.
Er hvorki tilbúin til að gera Sól-
heima að stofnun né fara með Noah
út í heim. Þau sjást aldrei aftur en
skrifast á þar til hann fellur frá árið
1967.
VI
Hvað sem líður því sem hér hefur
verið rakið um baráttu Sesselju fyr-
ir því sem hún trúði á og skilnings-
leysi og hörku ráðamanna, þá er al-
veg ljóst að þetta voru allt vandaðir
menn með einlægan áhuga á vel-
ferð þeirra barna sem uxu úr grasi
á þessum afskekkta stað, bæði
þeirra sem voru þroskaheft og
hinna. Hins vegar voru þeir auðvit-
að varðmenn ríkjandi viðhorfa og
treystu að vonum áliti lærðra lækna
og sálfræðinga. Þess utan hafa
menn yfirleitt beyg af því sem er
framandi og ótrú á því sem þeir
skilja ekki. En það kemur ekki í veg
fyrir að þeir hafi háværar skoðanir
á því.
Þó að Sesselja Sigmundsdóttir
hafi verið óvenjulega heilsteypt og
sterk kona var hún ekki hafin yfir
gagnrýni. Stjórnarformaður Sól-
heima er ekki heldur yfir gagnrýni
hafinn, ekki ráðherra, ekki formað-
ur Sólheimasamtakanna og ekki við
hin. Það er bara ekki þessi gagn-
rýni eða tilefni hennar sem skiptir
máli, heldur framgangur málsins
sem hér er til umfjöllunar: arfur
Sesselju Sigmundsdóttur og fram-
tíð Sólheima í Grímsnesi. Það er al-
veg ljóst að umfjöllun um staðinn,
dylgjur um óreiðu, skætingur í garð
stjórnarformannsins og hástemmd-
ar yfirlýsingar koma að Sólheimum
á þessum tímamótum eins og leiftur
frá liðnum tíma. Gleðin sem um
mann streymir yfir því að hafa átt
svona konu sem stækkaði umhverfi
sitt og var sannkallaður þjóðarsómi
ætti að vera ríkjandi á hennar heið-
ursdegi en ekki minningar um göm-
ul ónot sem hafa verið dubbuð upp í
nýjan búning.
Á Sólheimum er risið lítið þorp
sem á sér naumast hliðstæðu og er
talið elsti staður sinnar tegundar í
heiminum. Í einu virtasta tímariti
samtímans um umhverfismál, The
Ecologist, eru talin fjögur slík í
Evrópu og þar eru Sólheimar efstir
á blaði. Þetta er mikil viðurkenning
fyrir fyrsta íslenska umhverfissinn-
ann, Sesselju Sigmundsdóttur, en
einnig Pétur Sveinbjarnarson, sem
hefur fylgt eftir hugsjón og hug-
myndum frumherjans af dæma-
fárri trúmennsku. Í þessu litla dal-
verpi ólust venjuleg börn og
þroskaheft upp saman, fermdust
saman og unnu saman. Þroskaheft-
um sem öðrum var kennt að njóta
tónlistar, leiklistar og skapandi
vinnu. Það er því sérstaklega við
hæfi að þarna skuli vera kominn
höggmyndagarður, listaverk sem í
daglegu lífi blasa við augum þeirra
sem virkilega kunna að gleðjast yfir
formi og fegurð.
Þarna er rekin skógræktarstöð,
starfað við garðyrkju, kertagerð og
hvers kyns handmennt, færð upp
leikrit og söngleikir og þarna er
vagga lífrænnar ræktunar á Ís-
landi, ef ekki á Norðurlöndum. Í
samskiptum við fatlaða íbúa stað-
arins er sjálfsvirðing þeirra í
brennidepli en ekki fötlun þeirra.
Það er þessi heildarmynd og saga
staðarins, en ekki einhver einn
þáttur, sem gerir þenna blett svo
einstakan á Íslandi að ráðamenn
ættu að leiða þangað erlenda gesti
sína með meira stolti en á aðra
staði, að Þingvöllum einum undan-
skildum.
Ég er þess ekki umkomin að
leggja mat á skýringar sem nefndar
hafa verið til sögunnar á umrótinu
kringum Sólheima upp á síðkastið
en það sem ber í milli virðist vera
matsatriði. Með hliðsjón af sögu
Sólheima og því einstæða starfi
sem þar fer fram, finnst mér ekki
ósanngjarnt að ætlast til þess að
þetta mál sé leyst með siðuðum
hætti við fundaborð en ekki í fjöl-
miðlum.
Loks má velta fyrir sér, í fram-
haldi af þessu tiltekna máli, hvort
ekki sé tilefni til að skilgreina Sól-
heima með formlegum hætti sem
sérstakt þorp með ákveðnar vel út-
listaðar kvaðir, þar á meðal þjón-
ustu við fatlaða, og setja það á fjár-
lög sem slíkt. Enginn þarf að láta
sér til hugar koma að allir yrðu
ánægðir og sáttir við það frekar en
annað sem er einstakt og framandi
en þá verða þeir að höggva á hnút-
inn sem eru meira fyrir að leysa
vandamál en búa þau til. Þeir sem
þora.
Sesselja Sigmundsdóttir á góðri stund með börnum á Sólheimum.
Höfundur er rithöfundur.
Í tilefni aldarafmælis Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, forstöðu-
konu og stofnanda Sólheima, gaf Íslandspóstur út frímerki 16. maí sl.