Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kíktu inn á bílaland.is ÞAÐ hefur verið vont að vera Íslend- ingur síðustu vikuna eða svo. Ekki það að í stjórnmálalegu tilliti hafi verið hægt að hrópa húrra fyrir rík- isstjórninni og ráð- stöfunum hennar til þessa – en síðasta vika var óvenju slæm. Áður hafði ég verið miður mín vegna ESB- rifrildisins og fárán- legum sandkassaleik forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þar var almannafé sól- undað í skýrslur og kannanir sem voru til þess eins að rugla fólk í ríminu og draga úr tiltrú manna á viðurkenndum stofnunum eins og hagfræðistofn- un. En síðasta vika var alslæm og var hápunktur lágkúru íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson, sem einhverra hluta vegna hefur tekist að halda völdum á Íslandi í á annan áratug, hefur algerlega gengið fram af mér. Hann veður uppi og honum virðist ekkert vera heilagt. Flestir þekkja aðdraganda heimsóknar forseta Kína og þeirra aðgerða sem gripið var til okkur til verndar. Þar líkti Davíð Falun Dafa iðkendum við fótboltabullur og hryðjuverka- menn sem yrði að hafa stjórn á. Engum hefði dottið í hug að mót- mæla því þegar Bretar hindra vondar bullur í að fara á milli landa. Ægileg dæmi þess að ein- hver þessara leikfiminga hafi stigið á tána á lögreglu- mönnum úti í heimi voru dregin fram til þess að réttlæta að- gerðirnar – sem allir sjá að voru ekkert annað en undirlægju- háttur gagnvart Kín- verjum. Til þess að leggja áherslu á mál sitt fór Davíð í gamla saman- burðarleikinn hvað allt sé stærst og mest á Íslandi. Það að við ætluðum að hleypa inn 400 leikfimiiðkendum væri eins og að Bandaríkjamenn hleyptu inn 400.000 slíkum. Þá er líklega best að benda Davíð á það að fyrir framan Stjórnarráðið, mið- vikudaginn 12. júní, voru 30 ís- lenskir mótmælendur eða eins og 30.000 manns hefðu mætt til að mótmæla í Bandaríkjunum. Föstu- daginn 14. júní gengu rúmlega 2.000 manns frá Austurvelli og mótmæltu sem samsvarar 2 millj- ónum manna í Washington. Hluti mótmælendanna vildi sækja Davíð heim í Stjórnarráðið og má ætla að þeir hafi verið 500 eða 500.000 á bandaríska vísu. Eru þetta ekki skýr skilaboð um framhaldið? Davíð skilur ekkert í því hvernig fólki dettur í hug að þvælast þetta land úr landi til þess að mótmæla Kínaforseta. Þetta sé ýtið fólk og eigi greinilega nóg af peningum. Hann leyfir sér að gera grín að því fólki sem fer í mótmælasvelti vegna aðgerða íslenskra stjórnvalda. Tel- ur það undarlegt að fólk svelti sig í landi þar sem matargerð er ann- áluð. Þessi ummæli minna á það sem franska drottningin sagði fyrir rúmum 200 árum: „Fyrst fólkið á ekki brauð, af hverju fær það sér ekki bara kökur?“ Davíð Oddsson kallar síðan rúmlega 600 nafn- greinda Íslendinga gapandi froðu- snakka og fólk, sem allir eru löngu hættir að taka mark á, sökum þess að það mótmæli öllu án þess að hafa hundsvit á málavöxtum. Ég get ekki séð annað en að valdatími Davíðs Oddssonar sé að kveldi kominn. Áður en hann fer krefst ég þess að hann biðji mig og aðra froðusnakka og leikfimiiðk- endur afsökunar á ummælum sín- um. Hann hefur ekkert leyfi til þess að tala til mín eða annarra með þessum hætti á meðan hann er í klæðum forsætisráðherra. Þá á hann að tala fyrir munn þjóðarinn- ar og það er augljóst að svo er ekki. Enn alvarlegri eru niðrandi um- mæli hans um fólk sem kemur frá ríki þar sem aftökur, pyntingar og skerðing tjáningarfrelsis eru dag- legt brauð. Það má ljóst vera að Davíð Oddsson er ekki hæfur til þess að gegna því embætti sem honum hefur verið trúað fyrir alltof lengi. Má ég benda honum á að taka því eins og maður og segja af sér. Drottinn blessi föðurland vort… Grímur Atlason Mótmæli Ég get ekki séð annað, segir Grímur Atlason, en að valdatími Davíðs Oddssonar sé að kveldi kominn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. FYRIR tæpu ári voru stofnuð samtökin Landsbyggðin lifi. Í samþykktum þeirra kemur fram að stefnt er að því að mynda öflug landssamtök félaga og áhugamannahópa sem hafa það að markmiði að efla og styrkja ein- stakar byggðir og byggðarlög á þann hátt sem best verður við komið á hverjum stað. Á Norðurlöndunum hafa um alllangt skeið starfað framfarafélög áhugafólks vítt og breitt um hinar dreifðu byggðir. Þessi íslensku samtök – Landsbyggðin lifi – eiga sér fyrir- myndir á öllum hinum Norðurlönd- unum. Þau hafa myndað öflug lands- samtök í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í Svíþjóð halda samtök- in – Hele Sverige skal leva – reglu- bundið fjölsótt landsþing sem er stefnumarkandi og ráðgefandi fyrir byggðafélögin, en þar eiga um 600 fé- lög fulltrúa. Fyrir nokkrum árum var íslenskum fulltrúa tvívegis boðið að sitja byggðaþing Svía og þar voru einnig staddir fulltrúar hinna Norð- urlandanna. Þá gekkst framkvæmda- stjóri sænsku samtakanna fyrir að stofna sameiginlegu samtökin – Hele Norden skal leva (HNL). Þar sem ekki voru þá til hliðstæð landssamtök hér á landi var þátttaka frá Íslandi bundin við einstaklinga. Undanfarin fimm ár hefur Fríða Vala Ásbjörnsdóttir kennari tekið virkan þátt í HNL og jafnframt unnið að því að mynda hreyf- ingu áhugafólks á þessu sviði. Þau störf hafa nú borið þann árangur að nokkur áhugamanna- félög hafa verið stofnuð og fleiri slík eru í und- irbúningi. Eins og segir hér að framan náðist sá áfangi í fyrra að stofnuð voru á Akureyri samtök þess- ara félaga með nafninu Landsbyggðin lifi (LBL). Þeim voru sett lög og kjörin stjórn. Í lögunum segir m.a.: Markmið samtakanna er að vera samstarfs- vettvangur fyrir félög, áhugamanna- hópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja gott mannlíf í sinni heimabyggð. Jafnframt vinna að velferð og framförum í samvinnu við staðbundin þróunarfélög, áhuga- mannafélög, sveitarfélög, héraðs- nefndir og önnur samtök sem vinna að velferð byggðanna. Ennfremur segir: Samtökin eru landssamtök félaga, áhugamanna- hópa og einstaklinga. Sem dæmi um margþætta starfsemi sem sameigin- leg er félögum sem að þessum sam- tökum standa á Norðurlöndunum og íslensku samtökin LBL hafa markað sem sína stefnu má nefna: Vinna að þróun atvinnumála, aukinni fjöl- breytni, útbreiðslu tækninýjunga á sviði tölvu- og fjarskiptatækni, vernd- un náttúru- og menningarverðmæta og öðru sem til framfara horfir. Nú eru íslensku samtökin – Lands- byggðin lifi – orðin fullgildur aðili að Hela Norden skal leva. Við teljum það ávinning að ná samstarfi og samvinnu við hinar dreifðu byggðir á Norður- löndunum þar sem víða er við sömu byggðavandamálin að glíma. Þangað er eflaust hægt að sækja bæði reynslu og fyrirmyndir. Á þessu ári hefur Fríða Vala Ás- björnsdóttir, formaður LBL, ásamt stjórn unnið að kynningu samtakanna og stofnun nýrra áhugamannafélaga og fengið góðar undirtektir. Samtökin hafa hlotið jákvæðar undirtektir fjög- urra ráðuneyta. Landbúnaðar-, menntamála-, félagsmála-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hafa öll veitt þeim nokkurn styrk. Dagana 29.–30. júní hefur stjórn Landsbyggðin lifi skipulagt samnor- ræna ráðstefnu um byggðamál í Hrís- ey á Eyjafirði sem jafnframt er fyrsti aðalfundur LBL. Nú hafa 25 fulltrúar frá fjórum Norðurlandaþjóðum boðað komu sína á fundinn, sem sýnir áhuga þeirra á framgangi málefna dreifðra byggða og stuðning við okkar ís- lensku samtök. Fundurinn og ráð- stefnan eru öllu áhugafólki opin. Ný samtök áhugafólks um byggðamál Stefán Á. Jónsson LBL Landsbyggðin lifi, segir Stefán Á. Jónsson, hefur skipulagt norræna ráðstefnu um byggðamál í Hrísey. Höfundur er stjórnarmaður í LBL. LISTIR RÝMI er viðfangsefni banda- ríska myndlistarmannsins Mark Norman Brosseau sem nú sýnir í Galleríi Skugga. Brosseau hefur dvalið á Íslandi í tæpt ár á vegum Fulbright-stofnunarinnar og er þetta önnur sýning hans hérlendis. Sýninguna nefnir hann The Space Project eða Rýmis verkefnið. Rými hefur oft verið myndlist- armönnum hugfangið. Franski snillingurinn Yves Klein sýndi okk- ur árið 1958 að rými er afmarkað tóm þegar hann þreif Iris Clert galleríið að innan í tvo daga og bauð svo sýningargestum í „tómt“ rýmið. Á tíunda áratugnum gaf Hollendingurinn Stanley Brouwn okkur aðra sýn á hið afmarkaða tóm í verkum sem hann nefndi „Ímynduð rými“. Brouwn skráði ólíkar stærðir í fermetrum á blað sem hann hengdi við inngang sýn- ingarrýmis og gaf þannig sýning- argestum afmarkað rými sem var óháð því sjáanlega. Ímyndað rými Brouwn gat því verið stærra eða minna en sjálft rýmið sem honum hafði verið boðið að sýna í. Við innganginn í Galleríi Skugga hefur Brosseau hengt upp rúðu- strikuð blöð með 1.000 handskrif- uðum lýsingum á rými, eins og „Sjálfstætt rými“, „Dautt rými“, „Flókið rými“ o.s.fv. Brosseau er þar á svipuðum slóðum og Brouwn nema að ímynduð rými hans miðast við hugmyndir eða tilfinningu fyrir orðum en ekki stærðum. Til móts við orðin 1.000 sýnir listamaðurinn litlar abstrakt teikn- ingar unnar í ætingu. Þar sem rými er ekki til á tvívíðum fleti notar Brosseau hrynjanda í línum og formum til að skapa huglægt rými, nokkuð í anda listamanna eins og Agnes Martin og Brice Marden sem teljast til naumhyggju (mini- malism). Ætingarnar nefnir hann rýmis-tengdum nöfnum eins og „Tómt“, „Þétt“ og „Kosmískt“. Í kjallara gallerísins hefur lista- maðurinn málað form beint á veggi, loft og gólf sem minna á lituð ljós- brot. Sökum samspils á milli lita og rýmis virðast þau flökta þegar horft er á þau. Sýningargestur fær þar annarskonar sýn á samskonar hrynjanda og er í ætingunum. Í „Skápnum“ hefur Brosseau komið fyrir sýningu á litskyggnum af eldri verkum sínum. Myndunum er varpað „úr fókus“ á hringlaga spegil sem endurkastar þeim „í fókus“ á vegginn á móti. Listamað- urinn færir þannig skráðar minn- ingar í nýjan búning. Brosseau vinnur í hefðbundið og óhefðbundið efni í senn og leitar í stranga hugmyndarlist sem og lír- íska naumhyggju. Verkum hans fylgir tilfinning sem ég vil lýsa sem fínlegri viðkvæmni og segir eflaust meira um persónuleika listamanns- ins en afstöðu hans til viðfangsefn- isins. Sýningin er á heildina gef- andi en áhrifaríkast þykir mér stað-bundið rýmisverkið í kjallar- anum. Viðkvæmt rými Jón B. K. Ransu MYNDLIST Gallerí Skuggi Blönduð tækni. Galleríið er opið frá 13– 17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 23. júní. MARK NORMAN BROSSEAU Morgunblaðið/Jim Smart Verk Marks Normans Brosseau í Galleríi Skugga. SÝNINGIN Horfin býli og huldar vættir verður opnuð í Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn. Hér er á ferðinni byggðasögusýn- ing Snæfjalla- og Grunnvíkur- hreppa hinna fornu þar sem meg- ináhersla er lögð á að gefa gestum mynd af gönguleiðinni frá Unaðs- dal út ströndina og yfir Snæfjalla- heiði og til Grunnavíkur. Á sýn- ingunni verður unnt að heyra raddir fólks er bjó á þessum slóð- um, kveðskap, huldufólkssögur, draugasögur og fleira. Í tilefni af opnun sýningarinnar mun séra Baldur Vilhelmsson flytja hugvekju í Unaðsdalskirkju kl. 15 á laugardag þar sem félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni flytja stemmur úr Njólu Björns Gunn- laugssonar. Gísli Hjartarson flytur erindi í Dalbæ um gönguleiðir á svæðinu og Ólína Þorvarðardóttir fjallar um feril Jóns lærða sem samdi særingakvæðið Snjáfjalla- vísur á Snæfjallaströnd. Auk þess verður Svaðilfari með hestaferða- kynningu. Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, mun opna sýninguna. Rímnahátíð verð- ur um kvöldið með þátttöku félaga í Kvæðamannafélaginu Iðunni, Steindórs Andersen og Hilmars Arnar Hilmarssonar, Sigurðar Sig- urðarsonar, Ásu Ketilsdóttur, Ey- vindar P. Eiríkssonar o.fl. Bátsferð verður frá Ísafirði kl. 13. Farið verður til baka til Ísa- fjarðar um miðnætti og kl. 19 á sunnudagskvöldinu. Sýningin er samstarfsverkefni Sögumiðlunarinnar og Ferðaþjón- ustunnar Dalbæ, styrkt af mennta- málaráðuneytinu, Menningarborg- arsjóði, Framleiðnisjóði land- búnaðarins og Menningarsjóði félagsheimila. Sýningin í Dalbæ verður opin alla daga í sumar frá 10–18 og stendur til 20. ágúst. Huldu- og drauga- sögur á gönguleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.