Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 39
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 39 FYRIR stuttu voru skólaslit grunnskólans í Búðardal haldin hátíðleg í Dalabúð. Voru margir gestir enda ekki við öðru að búast því mæting hér er oftast mjög góð. Annar atburður var einnig á dagskránni en það var að Þrúður Kristjánsdóttir kvaddi sem skóla- stjóri, Guðrún Halldórsdóttir hef- ur verið ráðin skólastjóri og tekur hún við af Þrúði í haust. Þrúður hefur starfað hátt í 40 ár við skól- ann hér, fyrst sem kennari en síð- ar sem skólastjóri. Það verður erf- itt að sjá af henni sem skólastjóra en fólk vonast til að hún verði nú eitthvað viðloðandi skólann þótt hún hætti sem skólastjóri. Söngur á heimsmælikvarða Eftir að Þrúður talaði og veitti verðlaun þeim nemendum sem staðið hafa sig best í vetur gaf hún gestum kveðjugjöf. Gjöfin var söngur á heimsmælikvarða. Það var dóttir Þrúðar, Hanna Dóra Sturludóttir, sem söng sig inn í hug og hjarta gesta. Hanna Dóra býr í Þýskalandi og starfar þar við söng enda löngu orðin þekkt söngkona þar sem annars staðar. Eftir athöfnina í Dalabúð var haldið í grunnskólann og þar var sýning á verkum nemenda og kaffi og meðlæti fyrir fullorðna fólkið en einnig sá foreldrafélagið um að grilla pylsur ofan í smá- fólkið. Skólaslit grunn- skólans Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Hanna Dóra Sturludóttir syngur fyrir móður sína og aðra gesti. Margt var um manninn í grillinu enda lék veðrið við gesti. Búðardalur KIRKJUSTARF Í MESSU klukkan ellefu, sunnu- daginn 23. júní, fær Háteigskirkja góða gesti. Hér er um 60 manna hóp frá Normandale Lutheran-kirkju í Edina, Minn- esota, að ræða, sem skiptist í stóran kór, bjöllusveit og lúðrakvintett. Það er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prest- ur í Háteigskirkju, sem stýrir þess- ari messu. Messan verður hefð- bundin og á íslensku. Þessi stóri kór mun taka þátt í messu og sálmasöng – kórmeðlimir læra nú þessa dagana nokkra sálma á íslensku til þess að geta sungið með. Auk kórsöngsins mun lúðrakvintettinn blása í hljóðfærin á undan og eftir messu og bjöllukór Normandale-kirkjunnar mun spila. Messugestir mega því eiga von á öðruvísi tónlist heldur en þeir eiga að venjast í hefð- bundnum messum í Háteigskirkju. Þessi messa er eins og aðrar messur í Háteigskirkju öllum opn- ar. Rétt er að vekja athygli á því að í anddyri kirkjunnar liggja frammi messuskrár á enskri og þýskri tungu. Þessar messuskrár eru sér- staklega skrifaðar fyrir Háteigs- kirkju og auðvelda því ensku- og þýskumælandi gestum mjög að fylgjast með framgangi mess- unnar. Guests from Minnesota THE regular Sunday morning service 23rd June, at 11 a.m. in Há- teigskirkja, will be unusually fest- ive – because we are expecting a large party of visitors from Minnesota! This will be the choir, handbell choir and brass quintet from Normandale Lutheran Church in Edina, Minnesota. They will all take part in our worship, singing and playing under the dir- ection of their musical director, David Clarke. The service, with communion, will be in Icelandic as usual, but we offer a translation of the order of service and other information for our English-speaking visitors. We welcome you! Kór frá Minnesota í Háteigskirkju Háteigskirkja Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðarheimilinu Borgum. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI       1. 100 fm gott skrifstofuhúsnæði í mið- borginni. 2. 60 fm skrifstofuhúsnæði í góðu húsi í hjarta borgarinnar. 3. 400 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í virðulegu húsi. Mikil lofthæð. Lyfta. 4. 1.500 fm vel staðsett skrifstofu/þjón- ustuhúsnæði neðst í Borgartúni. Fal- legt útsýni til sjávar. 5. 900 fm gott skrifstofu- og lagerhús- næði við Garðatorg í Garðabæ (Hag- kaupshúsið). Næg bílastæði. Góð gámaaðstaða. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160, fax 562 3585. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf. verður haldinn þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 10.00 á skrifstofu félagsins á Nesbraut 1, Þorlákshöfn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykkt- um félagsins. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu þess. Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf. Aðalfundur Aðalfundur KR-Sports hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. júní 2002 í Kornhlöðunni, Bankastræti, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál löglega borin upp. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast til kaups Óska eftir að kaupa íbúð eða íbúðarhúsnæði sem þarfnast standsetningar eða mikilla endur- bóta. Upplýsingar í síma 849 7520. Staðgreiðsla í boði. TILKYNNINGAR s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, jólaskeiðar, gömul póstkort og ýmislegt fleira. Upplýsingar í síma 898 9475. Gvendur dúllari ehf. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 25. júní 2002 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Borgarheiði 19H, Hveragerði. Fastanr. 220-9938, þingl. eig. Hans Christiansen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Breiðanes, Gnúpverjahreppi. Landnr. 166542, þingl. eig. Kristjana Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Glitnir hf. Heiðmörk 42, Hveragerði. Fastanr. 221-0438, þingl. eig. Steindór Gestsson, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Sindra-Stál hf. Lágengi 21, Selfossi. Fastanr. 218-6572, þingl. eig. Jórunn Elsa Ingi- mundardóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., Keflavík. Litla-Fljót 1, Biskupstungnahreppi. Landnr. 167148, þingl. eig. Þórður J. Halldórsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Lóð úr landi Ingólfshvols, Ölfusi, matshl. 010107 (hús A), og matshl. 010108 (hús C), ásamt 15% hlutdeild í borholu í landi Sandhóls, þingl. eig. Gerpla ehf., gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf. Smiðjustígur 1, Hrunamannahreppi. Fastanr. 224-3688, þingl. eig. Björn H. Einarsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Kreditkort hf. Trausti ÁR-080, skipaskrárnr. 0133, þingl. eig. Spillir ehf., gerðarbeið- andi Byggðastofnun. Þórisstaðir, lóð nr. 10, Grímsness- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-8455, þingl. eig. Skúli Óskarsson og Rós Jóhannesdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf., Grindavík. Öndverðarnes 2, Grímsness- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-8648, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen, gerðarbeiðendur Grímsness- og Grafningshreppur og Tollstjóraembættið. Sýslumaðurinn á Selfossi, 19. júní 2002. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Lofgjörðarsamkoma í kvöld kl. 20. Hilmar Símonarson og Pálína Imsland stjórna. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomninir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður Valdimar Júlíusson Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi Bænastund kl. 20.30. Samkoma kl. 20:30. Högni Vals- son predikar. Lofgjörð, fyrirbæn- ir og samfélag. Allir velkomnir. Starf fyrir börn á aldrinum 4 til 10 ára. Ath. að unglingasam- koman fellur niður á morgun vegna útilegu í Húsafelli. Minn- um á opið hús kl. 20:00 á sunnu- dag. Farið verður í Efesusbréfið. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.