Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 41
OPINN fundur í Evrópukynningu
Samfylkingarinnar verður á Akra-
nesi í kvöld, fimmtudaginn 20. júní.
Fundurinn er á Barbró og hefst kl.
20.30 Framsögumenn: Ágúst Ólafur
Ágústsson, sjávarútvegsmál; Svan-
fríður I. Jónasdóttir, byggðamál;
Bryndís Hlöðversdóttir, fullveldis-
og sjálfstæðismál. Fyrirspyrjendur:
Gísli Gíslason bæjarstjóri, Björn
Lárusson fréttamaður, Hjördís
Hjartardóttir kennari. Fundarstjóri:
Björgvin G. Sigurðsson.
„Kynningarferli Samfylkingarinn-
ar um Evrópumál heldur nú áfram
með þessum fundi og lýkur í október
með atkvæðagreiðslu félagsmanna
Samfylkingarinnar um það hvort
flokkurinn setur aðildarumsókn að
ESB á stefnuskrá sína.
Fram að þeim tíma fer fram viða-
mikið kynningarferli á kostum og
göllum hugsanlegrar aðildarum-
sóknar Íslands að Evrópusamband-
inu. Til grundvallar umræðunni ligg-
ur Evrópuúttekt Samfylkingarinnar
sem kom út í bókinni Ísland í Evr-
ópu. Bókin verður til sölu á fundun-
um," segir m.a. í fréttatilkynningu.
Evrópukynning
Samfylking-
arinnar
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 41
Útsölumarkaður
GK REYKJAVÍK
Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00
og laugardaga kl. 12:00 - 16:00
Verðdæmi:
allar buxur nú 2.000 kr. • allar skyrtur nú 1.500 kr.
allir jakkar nú 4.000 kr. • allar peysur nú 2.000 kr.
allar yfirhafnir nú 5.000 kr.
Síðumúla 6
Síðasta vikan - Höfum bætt við nýjum vörum
ÁRLEG sýning Hundaræktar-
félags Íslands verður haldin í
reiðhöll Gusts í Kópavogi um
næstu helgi, 22. og 23. júní.
Byrjar hún kl. 11 báða dagana
og er gert ráð fyrir að úrslit
liggi fyrir um kl. 16.30 á
sunnudag.
Sýndir verða yfir 200
hundar af 43 tegundum og
fjöldi barna og unglinga tekur
þátt í keppni ungra sýnenda.
Dómarar eru Kari Järvinen
frá Finnlandi og Ander Ced-
ersetröm frá Svíþjóð, sam-
kvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu.
Hundasýning
um helgina
varðveittar minjar en fornleifafræð-
ingar áttu von á. Sérstaklega hafa
minjar í svonefndri Biskupabúð
komið skemmtilega á óvart. Þar hafa
verið grafnir nokkrir könnunar-
skurðir sem sýna að þar er ekki um
að ræða eina stóra búðartóft heldur
margar búðir.
Gengið verður um þinghelgina og
rýnt í þær leifar sem nú sjást á yf-
irborðinu, en einnig verður skoðað í
könnunarskurðina sem fornleifa-
fræðingar hafa nú grafið. Gangan
hefst við útsýnisskífuna á Hakinu
klukkan 20 og endar við Biskupabúð
fyrir framan Þingvallakirkju.
ADOLF Friðriksson fornleifafræð-
ingur fjallar um fornleifarannsóknir
þær sem nú eru nýhafnar og standa
fram til ársins 2006 í fimmtudags-
göngu í dag, 20. júní, kl. 20.
Adolf Friðriksson er forstöðumað-
ur Fornleifastofnunar Íslands og
stýrir rannsóknunum ásamt Sigurði
Líndal prófessor. Rannsóknirnar ná
til Þingvalla og nokkurra annarra
fornra þingstaða. Markmið þeirra er
að leita svara við nokkrum grund-
vallarspurningum varðandi þinghald
til forna.
Frumrannsókn á Þingvöllum hef-
ur þegar leitt í ljós fleiri og betur
Fornleifarannsóknir
kynntar í fimmtudagsgöngu
FYRIRLESTUR um stefnumótun
finnska þjóðþingsins á sviði vísinda,
tækni og þekkingarstjórnunar verð-
ur í hádeginu í dag, fimmtudag, í
Borgartúni 6. Fyrirlesarinn er
Markku Markkula, þingmaður og
formaður nefndar finnska þjóðþings-
ins um þekkingarþjóðfélagið og for-
maður Finnska verkfræðingafélags-
ins.
Tvær nefndir finnska þjóðþingsins
fjalla um málefni vísinda- og
tækniþróunar og áhrif þeirra á þjóð-
félagsþróun í Finnlandi. Finnski lýð-
veldissjóðurinn, SITRA, heldur m.a.
námsskeið fyrir nýbakaða þingmenn
og hefur haft forgöngu um framtaks-
fjárfestingu í sprotafyrirtækjum á
sviði hátækni.
Hádegisfundurinn í dag er öllum
opinn.
Hádegisfundur
á vegum RANN-
ÍS og VFÍ/TFÍ
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ mánud. 10. júní
2002. 15 pör. Meðalskor 168 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 198
Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 187
Ólafur Ingvarsson - Halldór Magnússon 174
Árangur A-V:
Björn E. Péturss. - Alfreð Kristjánss. 196
Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 190
Þórarinn Árnas. - Sigtryggur Ellertss. 175
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 13. júní. 14 pör. Meðalskor 168
stig.
Árangur N-S:
Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 203
Sigtr. Ellertsson - Þórarinn Árnason 180
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 172
Árangur A-V:
Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 190
Elín Jónsdóttir - Soffía Theódórsdóttir 176
Hjálmar Gíslas. - Haukur Guðmundss. 171
Viggó Nordquist - Eysteinn Einarsson 171
Alheimstvímenningur
Spilað var í Alheimstvímenningi á
Akureyri eins og á Ísafirði og í
Reykjavík og í yfir 40 löndum um all-
an heim. 10 pör mættu og var staðan
á Akureyri þessi:
H.V. Reisenhus - Frímann Stefánss. 64,81
Herm. Huijbens - Steinarr B. Guðm. 58,80
Pétur Guðjónsson - Una Sveinsdóttir 58,33
Staðan breyttist svo heldur betur
þegar borið var saman á heimsvísu:
1. Pétur - Una 58,92%
2. Hans Viggó - Frímann 57,72%
3. Hermann - Steinarr 56,82%
Þriðjudaginn 11. júní var svo að
sjálfsögðu spilað í Sumarbridge og
þar urðu hlutskörpust af 12 pörum:
1. Pétur - Una 167
2. Gissur - Raghnhildur 165
3. Jónas - Anton 153
Spilað er á þriðjudögum í sumar í
Hamri, félagsheimili Þórs kl. 19:30.
Allir velkomnir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
FERÐAMÁLASKÓLINN í Kópavogi
útskrifaði 14 nemendur af ferða-
fræðibraut nýverið.
Nemendur voru ýmist á ferða-
fræðisviði eða hótelsviði og einn
nemandi lauk prófi af báðum braut-
um. Námið er starfstengt og hver
nemandi hefur lokið þriggja mánaða
starfsþjálfun í fyrirtæki.
Kennt hefur verið í Ferðamála-
skólanum síðastliðin 15 ár og hefur
námið sífellt verið lagað að þróun og
breytingum í þeirri ört vaxandi at-
vinnugrein sem ferðaþjónustan er.
Ferðamálaskólinn
brautskráir 14 nemendur
Í TILEFNI af Jónsmessu- og mið-
sumarshátíð á Eyrarbakka hefur
Rauða húsið á Eyrarbakka fengið
þekktan matreiðslumann frá Norð-
ur-Spáni, Emilio Gonzales Soto, til
sín. Emilio hefur gefið út fjórar mat-
reiðslubækur og er þekktur fyrir
matreiðslu á saltfiski og sjávarfangi.
Emilio Gonzales Soto verður gesta-
matreiðslumaður Rauða hússins
dagana 22.-24. júní.
Jónsmessuhátíð
á Eyrarbakka