Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi hf.
hefur frest þar til á hádegi í dag til að
skila tillögum um til hvaða aðgerða
verði gripið til að koma í veg fyrir
mengunarslys eftir að Guðrún Gísla-
dóttir KE-15 sökk við Lofoten í
fyrrinótt með 300 tonn af olíu og 870
tonn af frystri síld innanborðs.
Norsk björgunarfyrirtæki hafa boð-
ist til að skoða aðstæður á slysstað
og gera tilboð í að hífa skipið af hafs-
botni. Einnig kemur til greina að
dæla olíunni úr skipinu. Sjópróf fara
fram á föstudag í Svolvær á Lofoten
og eru fjórir úr áhöfninni enn á
staðnum, en hinir skipverjarnir
komu til landsins í gær.
Samkvæmt norskum lögum bera
eigendur skipa sem sökkva við
strendur Noregs allan kostnað af
slíkum framkvæmdum. Skipið var
húftryggt hjá Tryggingamiðstöðinni
hf. fyrir rúma tvo milljarða króna,
auk þess sem afli og veiðarfæri eru
tryggð hjá félaginu. Gera má ráð fyr-
ir að Tryggingamiðstöðin beri um
100 milljónir af kostnaðinum og end-
urtryggjendur það sem umfram fell-
ur. Þetta er sjöunda stórtjónið sem
fellur á félagið síðustu 3 ár, að sögn
Ágústs Ögmundssonar, aðstoðarfor-
stjóra Tryggingamiðstöðvarinnar.
Mengunarvarnir norska ríkisins
(SFT) gáfu Festi hf. frest til klukkan
14 að íslenskum tíma í gær til að
skila aðgerðaáætlun en eftir viðræð-
ur við útgerðina samþykktu Norð-
mennirnir að framlengja frestinn til
hádegis í dag. Lögum samkvæmt
getur SFT krafist frekari aðgerða
verði stofnunin ekki ánægð með til-
lögur útgerðarinnar og loks getur
hún yfirtekið aðgerðirnar á kostnað
íslensku útgerðarinnar. „Lögin gefa
okkur þennan möguleika en við von-
um að til þess þurfi ekki að koma.
Við vonum að útgerðin axli sína
ábyrgð, sem hún hefur gert og vinni
gott starf,“ segir Lars Drolshamm-
er, vaktstjóri hjá SFT.
Óttast enn olíumengun
Guðrún Gísladóttir liggur á um 40
metra dýpi, en skipið sökk öllum að
óvörum rétt fyrir klukkan 4 í gær-
nótt að íslenskum tíma. Enginn var
um borð þegar skipið sökk. Þegar
flæddi að um morguninn rann skipið
af skerinu sem það strandaði á og
kom þá í ljós að vatn hafði runnið inn
í skut skipsins, en gat kom á stafn
þess þegar það steytti á skeri á
þriðjudagsmorgun. Skipið sökk á
innan við tíu mínútum, að sögn
Drolshammers. Hann segir að skip-
stjóri skipsins hafi farið ásamt yf-
irvélstjóra um borð fyrr um nóttina
og lokað öllum vatnsþéttum dyrum
og hlerum. Þá hafi ekkert vatn flætt
inn í aftari hluta skipsins.
Norsk yfirvöld óttast enn olíu-
mengun frá skipinu en Drolshamm-
er segist bjartsýnn á að svo verði
ekki.
Útgerðarfélagið Festi hf. hefur frest til hádegis til að skila aðgerðaáætlun
Útgerðin ber allan kostn-
að af framkvæmdum
Ljósmynd/Skomvær III
Guðrún Gísladóttir KE-15 sökk á innan við 10 mínútum klukkan 3.45 í fyrrinótt að íslenskum tíma við strendur
Lofoten í Norður-Noregi. Sjópróf vegna strandsins fara fram á Lofoten á morgun, föstudag.
Mikið áfall/6
Í FORNLEIFAUPPGREFTRI
í Skálholti í gær kom í ljós
búnaður sem líklegt er talið
að geti hafa verið miðstöðv-
arkynding. Kyndingin er í
skólahúsi sem notað var á
18. öld, en húsið hrundi í
Suðurlandsskjálftanum
1784. Búnaðurinn sam-
anstendur af hallandi stokk
og holum hellukassa sem
stendur neðst í hallanum. Að
sögn dr. Orra Vésteinssonar
fornleifafræðings, eins af
verkefnisstjórum uppgraft-
arins í Skálholti, er líklegt
að á hellukassann hafi verið
settur ofn sem hitaði helluna
og þar með loftið undir
henni, og þaðan hafi það
verið leitt gegnum stokkinn
undir trégólf hússins. Ekki
er vitað til þess að útbún-
aður af þessu tagi og frá
þessum tíma hafi áður verið
grafinn upp á Íslandi.
Fornleifafundur í Skálholti
Miðstöðvarkynding
frá 18. öld fannst
Gamla skólahúsið í Skálholti. Framar-
lega fyrir miðju má sjá hellukassann,
en frá honum lá „hitaveitustokkur“ upp
hallandi gólfið. Á veggnum til hægri
eru leifar óns, en vinstra megin má sjá
göng inn í svefnskála Skálholtspilta. Eina skýringin / 31
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
DÆMI er um 631% verðmun á
vörum í níu heilsuvöruverslunum í
Kaupmannahöfn og Reykjavík, sam-
kvæmt verðkönnun ASÍ og Morgun-
blaðsins. Könnunin var gerð föstu-
daginn 1. júní sl. Mesti hlutfallslegi
verðmunurinn, 631%, á við hæsta
verð á kílói af gulrótum, sem var 876
krónur kílóið í Lífsins lind í Hag-
kaupum og lægst 120 krónur í stór-
versluninni ISO í Kaupmannahöfn.
Hlutfallslegur munur á hæsta og
lægsta verði á sojamjólk var 35–64%,
59% á lífrænni nýmjólk, 277% á
eggjum varphæna í lausagöngu og
98–122% á hrísgrjónamjólk. Lægsta
verðið á sojamjólk var í Fjarðar-
kaupum og á lífrænni nýmjólk, eggj-
um og hrísgrjónamjólk í Kaup-
mannahöfn. Þá mældist 267% munur
á hæsta og lægsta verði á spelti milli
heilsuvöruverslana Kaupmanna-
hafnar og Reykjavíkur og 368%
munur á hæsta og lægsta verði á
haframjöli.
Verðmunur á lífrænum agúrkum
var mestur 258% og reyndust þær
dýrastar í versluninni ISO í Kaup-
mannahöfn. Hæsta kílóverð á lífrænt
ræktuðum eplum var 215% hærra í
Reykjavík en lægsta verð í Kaup-
mannahöfn og á lífrænum appelsín-
um reyndist hæsta verð 241% hærra
hér heima en lægsta verð ytra. Þá
kostaði 500 ml flaska af ólífuolíu
1.131 krónu í Reykjavík og 555 krón-
ur í Kaupmannahöfn, sem er 104%
munur.
Þess má geta að Heilsuhúsið var
14 sinnum með hæsta verðið, Lífsins
lind í Hagkaupum 12 sinnum og
Blómaval 10 sinnum.
Verðkönnun í Reykja-
vík og Kaupmannahöfn
Dæmi um
631% verð-
mun í
heilsuvöru-
verslunum
277% verðmunur/22
LAGT verður til á fundi stofn-
fjáreigenda Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, SPRON,
föstudaginn 28. júní nk., að til-
lögu stjórnar sparisjóðsins um
hlutafjárvæðingu hans verði
hafnað.
Tveir stofnfjáreigendur,
Benedikt Jóhannesson og Ingi-
mar Jóhannsson, hafa sent
stjórn sparisjóðsins erindi þessa
efnis og er ástæðan sú að þeir
telja að með formbreytingu
sparisjóðsins í hlutafélag muni
stofnfjáreigendur bera skarðan
hlut frá borði.
Til vara gera Benedikt og
Ingimar tillögu um að sjálfs-
eignarstofnun, sem stjórn sjóðs-
ins leggur til að fara muni með
90% af atkvæðum hlutafélags-
ins, muni þess í stað fara með
5% atkvæðamagnsins eftir
formbreytinguna.
Ekki samstaða um hluta-
fjárvæðingu SPRON
Leggja til/C12
FIMM piltar voru í gær dæmdir til
að greiða sektir fyrir að hafa ásamt
fleirum stolið þremur golfbílum úr
geymslu Golfklúbbs Reykjavíkur á
Korpúlfsstöðum og síðan ekið þeim
þaðan, um Korpúlfsstaðaveg og það-
an á göngustíg að Geldinganesi.
Piltarnir játuðu allir brot sitt og
kváðust iðrast þess en enginn þeirra
hafði áður komist í kast við lögin. Þá
voru þeir allir ungir að árum þegar
brotið var framið og aðeins einn
þeirra hafði náð 18 ára aldri. Til
þessa var litið við ákvörðun refsing-
ar. Var þeim gert að borga sektir, frá
25.000 til 55.000 króna.
Sá sem hlaut hæstu sektina var
einnig dæmdur fyrir hylmingu með
því að aka tilgreindum mönnum og
flytja í sömu ferð sex kassa af bjór
sem hann vissi að þeir höfðu stolið.
Að launum hlaut hann eina kippu.
Bótakröfum Sjóvár-Almennra og
Golfklúbbs Reykjavíkur var vísað
frá dómi, en í dómnum segir að
skaðabótakrafa skuli ekki tefja með-
ferð sakamála. Hjördís Hákonar-
dóttir héraðsdómari kvað upp dóm-
inn. Hjalti Pálmason sótti málið fyrir
hönd lögreglustjórans í Reykjavík.
Sektaðir
fyrir að stela
golfbílum