Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 2

Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞrumufleygar Dóru tryggðu Íslend- ingum bronsið/B1 Kristján jafnaði metin á elleftu stundu/B2 8 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi hf. hefur sent Mengunarvörnum norska ríkisins (SFT) bréf þar sem það býðst til þess að fjarlægja olíu úr sjö tönkum af tíu um borð í Guðrúnu Gísladóttur KE-15 sem sökk við strendur N-Noregs 19. júní síðastlið- inn. Tæplega 900 tonn af síld eru einnig um borð í skipinu en útgerðin býðst ekki til að fjarlægja aflann. SFT mun svara því á morgun hvort þessar tillögur séu fullnægjandi. SFT hafði gefið útgerðinni frest til hádegis í gær til að koma með að- gerðaáætlun um hvernig yrði staðið að hreinsun flaksins. Trond Eilert- sen, lögmaður útgerðarinnar, segir að nú sé beðið viðbragða frá norsk- um yfirvöldum, hvort þau vilji að afl- inn um borð verði einnig fjarlægður og hvort þau sætti sig við að olían verði ekki öll fjarlægð. Hann segir að alls séu tíu olíutankar í skipinu, auð- velt sé að komast að sjö þeirra en erfitt sé að komast að þremur litlum tönkum sem geymi ekki mikið af ol- íu. „Við teljum þessa litlu tanka ekki skapa mengunarhættu og vonum að SFT muni samþykkja að það sé nóg að fjarlægja nánast 90% af olíunni um borð. Einnig vonumst við til að þurfa ekki að fjarlægja fiskinn,“ seg- ir Eilertsen. Á heimasíðu TV2 í Nor- egi var fjallað um þessi 900 tonn af síld sem tifandi tímasprengju sem skapaði hættu fyrir umhverfið. Eilertsen segir að samþykki SFT þessar aðgerðir verði hægt að hefja samningaviðræður við björgunarfyr- irtæki á næstunni. Ætlast sé til að björgunaraðgerðum verði lokið fyrir haustið. Samkvæmt norskum lögum mun íslenska útgerðin ekki borga meira en 12 milljónir norskra króna vegna björgunaraðgerðanna. Eilert- sen segir að miðað við þær tillögur, sem lagðar hafa verið fram, ætti kostnaðurinn að vera undir þeirri upphæð. Hann myndi þó fara yfir hana yrði lestin einnig tæmd. Vaktstjóri hjá SFT, Henry Bert- heussen, staðfesti í gær að bréfið hefði verið móttekið. Hann sagði að nú væri verið að skoða tillögur ís- lensku útgerðarinnar og að væntan- lega yrði tekin ákvörðun síðar í dag um hvort þær væru fullnægjandi. Eigendur Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Bjóðast til að fjarlægja um 90% olíunnar ANNA Bretaprinsessa tók á móti hryssunni Blökku fyrir hönd fatl- aðra barna í Bretlandi á sunnu- daginn, en henni fylgdi sérsniðinn hnakkur fyrir fötluð börn. Hryss- una gaf Landsmót ehf. fyrir hönd fatlaðra barna á Íslandi og á myndinni má sjá hvar prinsessan virðir búnaðinn fyrir sér. Sveinbjörn Sveinbjörnsson for- maður stjórnar Landsmóts ehf., Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís- lands og Jón Albert Sigurjónsson formaður Landssambands hesta- mannafélaga fylgjast með. Morgunblaðið/Þorkell Blökk til Bretlands ÍSLENSKA stúlkan sem slasaðist alvarlega í bílslysi skammt frá bæn- um Herning á Jótlandi á fimmtu- dagskvöld liggur enn í öndunarvél á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Árós- um, en að sögn móður hennar hefur líðan hennar verið stöðug allt frá því slysið varð og eru læknar hennar bjartsýnir á framhaldið. Vonast er til þess að unnt verði að vekja stúlkuna á næstu dögum. Að sögn móðurinnar marðist dótt- ir hennar á lifur og má því ekki hreyfa sig svo blæðing verði ekki. Að öðru leyti er líðan hennar góð eftir atvikum. Slysið varð þegar tveir bílar rák- ust saman á gatnamótum og var stúlkan, sem er átta ára, í bíl ásamt foreldrum sínum og tveimur systk- inum. Svo heppilega vildi til að hjúkrunarkona átti leið hjá og veitti hinni slösuðu fyrstu hjálp og endur- lífgaði hana eftir hjarta- og öndunar- stopp. Neyðarþjónustan í Herning lofaði frammistöðu hjúkrunarkon- unnar en það láðist að spyrja hana að nafni og því gátu fulltrúar neyðar- þjónustunnar ekki þakkað henni frammistöðuna. Eftir fréttaskrif í fjölmiðlum í Herning um helgina hafði konan svo samband í gær, mánudag. Hún gifti sig á laugardag og fylgdist því ekki með fjölmiðla- umræðunni. Íslenska fjölskyldan, sem var í sumarfríi í Danmörku þegar slysið varð, hefur fengið símanúmer hjá hjúkrunarkonunni og mun hafa sam- band við hana til að þakka henni. Slasaðist alvarlega í bílslysi á Jótlandi Líðan stúlkunnar góð eftir atvikum ALDREI hefur verið meiri aðsókn að Kennaraháskóla Íslands en á þessu ári. Alls bárust 1.611 nýjar umsóknir um skólavist fyrir næsta haust. Þar af sóttu 339 um fram- haldsnám og 1.272 um nám á ýmsum námsbrautum í grunndeild. Að sögn Ólafs Proppé, rektors KHÍ, munu um 2.300 nemendur stunda nám við skólann næsta haust og hafa þá aldr- ei fleiri nemendur verið við skólann. Helmingur nemanna er í fjarnámi. Ólafur segir að sjálfsagt séu fleiri en ein skýring á þessari auknu að- sókn að Kennaraháskólanum. „Ég geri ráð fyrir því að ofurlítið breytt ímynd kennarastarfsins, vegna kjaraumræðu og kjarasamninga hafi haft einhver áhrif,“ segir hann og kveðst vona að störf við kennslu og uppeldi í samfélaginu fái nú meiri at- hygli en áður. Ólafur bendir einnig á að þegar þrengist á vinnumarkaðn- um, eins og nú er, leiti fólk meira í nám, hvort sem er við Kennarahá- skólann eða aðra skóla. Ólafur segir að vegna aukinnar aðsóknar að skól- anum hafi stjórnendur hans þurft að vísa frá mörgum mjög vel hæfum umsækjendum. Það sé áhyggjuefni. Mikil aðsókn að Kennaraháskóla Íslands Samningarnir auka aðsókn ÚTIVISTARVERSLUNINNI Nanoq í Kringlunni hefur verið lokað vegna gjaldþrots sem nem- ur á annað hundrað milljónum króna og allt að 60 starfsmenn á launaskrá fyrirtækisins missa vinnuna. Íslensk útivist ehf., rekstraraðili Nanoq, mun senda sýslumanninum í Reykjavík gjaldþrotabeiðni í dag, sam- kvæmt ákvörðun sem tekin var í gær. Fundur var haldinn með starfsfólki í gær, á síðasta starfs- degi þess, þar sem staðan var kynnt og kom tilkynning um gjaldþrotið starfsfólki í opna skjöldu, þótt málalokin hefðu leg- ið í loftinu um nokkurt skeið vegna erfiðleika í rekstri fyrir- tækisins. Að undanförnu hefur árangurslaust verið reynt að komast hjá gjaldþroti fyrirtæk- isins. Stærsti kröfuhafinn vegna gjaldþrotsins er SPRON sem á yfir helming krafna vegna út- lána, og þá eiga innlendir og er- lendir birgjar kröfur á́ félagið. Nanoq lokað vegna gjaldþrots ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flutti konu á Landspítalann í Fossvogi í gær eftir að hún hafði dottið af hest- baki á Auðkúluheiði og slasast tals- vert að því er talið var. Við komu á sjúkrahúsið reyndust meiðslin þó minniháttar og var hún útskrifuð samdægurs. Konan var í hópi 30 hestamanna á heimleið af Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Hestakona flutt á slysadeild Á- og D-listinn á Blönduósi slitu formlega í gærkvöldi mánaðar gömlu samstarfi í bæjarstjórn. Ástæða samstarfsslita var að sögn Ágústs Þórs Bragasonar, forseta bæjar- stjórnar Blönduóss, fyrst og fremst ágreiningur um ráðningu bæjar- stjóra. Ágúst sagði að bæjarmál á Blönduósi væru núna á byrjunarreit og hvernig framhaldið þróaðist væri á þessu stigi í höndum H-lista, lista vinstri manna og óháðra, sem hefur starfað með D-lista sl. 12 ár að bæj- armálum á Blönduósi. Slitnaði upp úr sam- starfi á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.