Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 1
185. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. ÁGÚST 2002 KOMIÐ hefur í ljós, að bandaríski fjarskiptarisinn WorldCom taldi sér ekki aðeins ranglega til tekna 3,8 milljarða dollara, 326 milljarða ís- lenskra króna, heldur 7,1 milljarð dollara alls eða 608 milljarða kr. Við nánari skoðun fundust 3,3 milljarðar dollara eða 282 milljarðar kr. að auki. Fyrirtækið sagði í yfirlýsingu í fyrrakvöld, að bandaríska fjármála- eftirlitinu hefði verið skýrt frá þessari nýju stöðu en vegna hennar á að end- urskoða alla ársreikninga fyrirtækis- ins fyrir árið 2000. Þá kallar hún einn- ig á endurmat á eignum þess og er búist við, að verðmæti þeirra verði fært niður um 50,6 milljarða dollara, rúmlega 4.330 milljarða króna. Gæti það gert að engu vonir um að fyr- irtækinu megi bjarga en gjaldþrot þess yrði það mesta í bandarískri sögu. Þegar WorldCom fór fram á greiðslustöðvun í júní sl. mat það sjálft eignir sínar á 107 milljarða doll- ara, 9.160 milljarða kr., og skuldirnar á 41 milljarð dollara, 3.510 milljarða kr. Nú eru horfur á, að eignirnar verði færðar niður um helming og þar við bætist, að netfyrirtækið SBC Communications hefur beðið dómara í New York að tryggja, að það fái greitt fyrir þjónustu sína við World- Com. Fari önnur fyrirtæki að dæmi þess er talið, að rekstur WorldCom stöðvist. Varað við enn meiri ótíðindum Í yfirlýsingu WorldCom segir, að fjárfestar og lánardrottnar fyrirtæk- isins skuli búa sig undir frekari ótíð- indi þar sem ekki sé enn víst, að öll kurl séu komin til grafar. John Sidgmore, núverandi aðal- framkvæmdastjóri WorldCom, segir í viðtali, sem birtist í Washington Post í gær, að þeir Scott D. Sullivan, fyrr- verandi fjármálastjóri fyrirtækisins, og David F. Myers, fyrrverandi eft- irlitsmaður með fjárreiðum þess, hafi átt alla sök á bókhaldsblekkingunum. Þeir voru handteknir fyrir nokkrum dögum og hafa verið ákærðir fyrir margvísleg svik og fölsun. Í viðtalinu við Sidgmore var hann spurður hvort nýjustu upplýsingarn- ar breyttu einhverju um tilraunir til að bjarga WorldCom. „Að því gefnu, að við séum gjaldþrota, sé ég ekki, að þær breyti neinu,“ svaraði hann. Fátt virðist geta komið í veg fyrir gjaldþrot WorldCom Bókhaldssvikin enn meiri en talið var Washington. AFP. SARAH Baartman, sem var köll- uð „Hottintotta-Venus“ og sýnd nakin sem kynferðislegt viðundur í Bretlandi og Frakklandi á nítjándu öld, var borin til grafar í Suður-Afríku í gær. Joseph Little, höfðingi Khoisana, sem áð- ur voru kallaðir hottintottar, stjórnar hér greftrunarathöfninni í dal þar sem Baartman fæddist fyrir 213 árum. Sarah Baartman bjó í Höfða- borg árið 1810 þegar breskur skipslæknir bauðst til að taka hana með sér til London og sagði að hún gæti stórauðgast á því að sýna Evrópumönnum líkama sinn. Í Bretlandi var hún höfð til sýnis í fjölleikahúsum, söfnum, öld- urhúsum og háskólum. Henni var síðan þröngvað til vændis í Frakklandi og hún dó þar úr berklum 26 ára að aldri. Líkamsleifar Baartman voru til sýnis í Mannkynssafninu í París til 1974 og fluttar til Suður- Afríku í mars síðastliðnum eftir sjö ára samningaviðræður milli suður-afrískra og franskra stjórnvalda. „Sarah Baartman hefði aldrei átt að vera flutt frá ættjörð sinni og höfð til sýnis sem villimaður og viðundur,“ sagði Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, við um 7.000 manns sem voru við greftr- unina. „Það var ekki einmana afríska konan í Evrópu sem var villimaður, heldur þeir sem komu fram við hana af villimannslegri grimmd.“ Reuters „Hottin- totta- Venus“ grafin DICK Armey, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur látið í ljós andstöðu við „tilefnislaus- ar árásir“ á Írak og bendir það til þess að ágreiningur sé meðal repú- blikana um þá stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta að koma Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum að leyfa Saddam Hussein að vera með rosta, þenja sig og þvæla,“ sagði Armey, repúblikani frá Texas, í ræðu í fyrrakvöld. Armey varaði við því að Bandarík- in kynnu að einangrast á alþjóðavett- vangi ef ráðist yrði á Írak án þess að stjórn Saddams hefði ögrað Banda- ríkjunum með augljósum hætti. „Ef við látum til skarar skríða gegn Saddam Hussein, án augljósrar ögr- unar af hans hálfu, munum við ekki njóta stuðnings annarra ríkja sem kynnu að styðja réttlætanlegar að- gerðir gegn honum.“ Schröder útilokar þátttöku Þjóðverja í árásum á Írak Ný skoðanakönnun CBS-sjón- varpsins bendir til þess að tveir þriðju Bandaríkjamanna séu hlynnt- ir hernaði gegn stjórn Saddams, en þeir vilja að Bush leiti fyrst eftir samþykki þingsins og stuðningi vina- þjóða. Bush hefur lofað að ráðfæra sig við þingið og leiðtoga vinaþjóða áður en hann fyrirskipi árásir á Írak. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að ekki kæmi til greina að Þjóðverjar tækju þátt í hernaði gegn Írökum og ekkert gæti breytt þeirri afstöðu hans. Stuðningsmenn hernaðar gegn stjórn Saddams segja að Írakar séu að þróa gereyðingarvopn, sem geti ógnað grannríkjunum og Bandaríkj- unum. Neiti Saddam að hleypa vopnaeftirlitsmönnum á vegum Sam- einuðu þjóðanna inn í Írak sé það nógu mikil ögrun til að réttlæta árás- ir á landið. Armey er á öndverðum meiði og segir þetta ekki gefa tilefni til hernaðar. Sharif Ali, einn af leiðtogum Íraska þjóðarráðsins, samtaka út- lægra andstæðinga Saddams, ræddi í gær við embættismenn í Wash- ington. Hann sagði að Saddam nyti svo lítils stuðnings í Íraksher að ekki myndi koma til átaka ef Bandaríkja- menn réðust inn í landið. Írösku her- mennirnir myndu ekki berjast. Repúblikana greinir á um árásir á Írak Washington. AP, AFP. KRÁKAN Betty hefur komið bresk- um vísindamönnum á óvart með því að búa til verkfæri og slá þannig dýrum eins og simpönsum við. Er hún fyrsta dýrið sem vitað er að hafi búið af sjálfsdáðum til verkfæri í sérstökum tilgangi, að sögn vísinda- manna við Oxford-háskóla. Betty er í búri í rannsóknarstofu Oxford-háskóla þar sem rannsakað var hvort hún og önnur kráka, karl- fuglinn Abel, gætu náð lítilli fötu með fæðu upp úr tilraunaglasi, ann- aðhvort með beinum vír eða króki. Þegar fuglarnir höfðu reynt þetta fjórum sinnum stal Abel króknum og flaug í burtu, en kvenfuglinn greip þá til þess ráðs að beygja vír- inn og búa til krók. Krákan notaði hann síðan til að krækja í handfang fötunnar og ná henni upp. Henni tókst þetta í níu tilraunum af tíu. Karlfuglinn notaði hins vegar að- eins beina vírinn til að stinga í fæð- una. Vísindamenn við Oxford-háskóla sögðust hafa orðið steinhissa þegar þeir sáu krákuna búa til krókinn. „Þótt mörg dýr noti verkfæri er það óþekkt að dýr breyti hlutum í sér- stökum tilgangi til að leysa ný vandamál, án þjálfunar eða fyrri reynslu,“ sagði Alex Kacelnik, pró- fessor í atferlisvistfræði við Oxford- háskóla. Bandaríski fuglafræðingurinn Richard Banks, sérfræðingur í krákum, segir þetta óvænt tíðindi. Vitað sé að nokkrar fuglategundir hafi notað verkfæri án þess að hafa búið þau til. Simpansar í Afríku hafa sést velja og nota steina til að brjóta hnetur og vitað er að apar nota trjásprota til að veiða æta maura og termíta. „Verkfæragerð og -notkun hefur verið álitin meðal sérkenna æðri greindar,“ sagði Kacelnik. „Nú hef- ur fugl reynst búa yfir meiri kunn- áttu en mörg dýr sem eru skyldari okkur mönnunum.“ Krákurnar tvær eru af tegund- inni Corvus moneduloides sem lifir á eyjunni Nýju-Kaledoníu í Kyrrahafi. Kráka slær mannöpunum við Washington. AP, AFP. AP Krákan Betty með krók í gogginum á rannsóknarstofu í Oxford.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.