Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LOTHAR Schmid, sem var yfirdóm- ari „skákeinvígis aldarinnar“ milli Borisar Spasskys og Bobbys Fisch- ers í Reykjavík 1972, afhenti í gær Skáksambandi Íslands afrit sem hann átti af skorblöðum einvígisins og ýmis skjöl því tengd. Á skor- blöðin voru leikir skáksnillinganna skráðir og þau gögn sem skjalfestu að Fischer varð heimsmeistari. Schmid kom til landsins í gær frá Þýskalandi til að vera viðstaddur málþing Skáksambandsins í Þjóð- menningarhúsinu í dag ásamt Boris Spassky og fleiri gestum. Hrannar B. Arnarsson, forseti Skák- sambands Íslands, veitti skorblöð- unum viðtöku ásamt Helga Ólafs- syni stórmeistara. Í tengslum við málþingið fer fram sýning á sama stað þar sem skor- blöðin verða til sýnis ásamt fleiri munum tengdum einvíginu fyrir 30 árum, m.a. sýnishorn af umfjöllun Morgunblaðsins um einvígið. Nefn- ist sýningin „Skákarfur Íslendinga og Einvígi aldarinnar“ þar sem einnig er vikið að skáksögu Íslend- inga til dagsins í dag. Hluti sýning- arinnar var í Ráðhúsinu sl. vetur. Stórkostlegir tímar Morgunblaðið átti samtal við Lothar Schmid í Þjóðmenningar- húsinu í gær þar sem hann tyllti sér í stól Fischers við skákborðið, sem er til sýnis með öðrum munum, og blaðamaður settist varlega í stól Spasskys. „Hér streyma minningar fram í hugann,“ sagði Schmid í upp- hafi samtalsins og var greinilega ánægður með að vera kominn til Ís- lands að nýju. Hann hefur ekki komið hingað síðan einvígið var háð í Laugardalshöllinni. „Þetta voru stórkostlegir tímar fyrir þrjátíu árum, ekki aðeins í skákheiminum heldur einnig í um- heiminum. Kalda stríðið var í al- gleymingi og þarna mættust við skákborðið fulltrúar austurs og vesturs, ef svo má segja. Einvígið er að mínu mati eitt hið mikilvægasta í allri skáksögunni, ekki síst með til- liti til aðstæðna í heimsmálum á þessum tíma. Þetta var ekki aðeins mikilvægur viðburður fyrir Íslend- inga heldur fyrir heiminn allan. Við getum líka verið þakklát Íslend- ingum fyrir að halda einvígið og gera það vel, “ sagði Schmid. Hann taldi einvígið hafa markað upphaf betri samskipta milli stór- veldanna. Þrátt fyrir vissa erfið- leika hefðu deilumál verið rædd og þau leyst. Hann væri því þakklátur bæði Spassky og Fischer fyrir þeirra framlag. Ánægjulegt væri að hitta Spassky á Íslandi en því miður væri Fischer fjarverandi, fáir ef nokkrir vissu hvar hann væri ná- kvæmlega niður kominn í heim- inum. Hótaði að mölva skákborðið „Hlutverk okkar dómaranna var mjög erfitt. Fylgdarmenn Spasskys voru erfiðir viðureignar, alveg eins og Bobby Fischer og hans menn. Einvígið var þrungið spennu. Þarna mættust tveir snillingar skáklistar- innar, þeir bestu í heiminum á þess- um tíma,“ sagði Schmid og rifjaði næst upp gang fyrstu skákanna, m.a. þegar hann varð að dæma Spassky sigurinn þegar Fischer mætti ekki til leiks í annarri skák- inni. Síðan hefði þurft að láta þriðju skákina fara fram í öðrum sal vegna kvartana Fischers og hans manna yfir myndavélum, sem þeir töldu vera of hávaðasamar, og fleiri atriðum. „Lögmaður Bobbys Fischers, Marshall að nafni, kom til mín og sagði að þeir vildu að þriðja skákin færi fram í hliðarsal í Laugardals- höllinni. Hann sagði Bobby finna fyrir óþægindum af myndavélunum og fleiru. Ég sagði þetta aðeins vera hægt ef hávaðinn væri svo mikill að hann truflaði einbeitingu Bobbys eða ef eitthvað væri í sjónlínu hans sem truflaði. Lögmaðurinn sagðist þá ætla að taka stóran hamar og mölva skákborðið. Mér fannst þessi framkoma ótrúleg og jafnframt leiðinleg, en ég spurði Spassky hvort hann vildi tefla í öðrum sal. Hann sýndi mikla íþróttamannslega framkomu með því að samþykkja þetta en var líka að færa fórn. Hann tapaði þriðju skákinni og átti erfitt uppdráttar eftir það,“ sagði Schmid. Hann sagðist hafa hitt Spassky nokkrum sinnum frá einvíginu 1972 en Fischer hefði hann ekki séð síð- an hann dæmdi skák þeirra Spass- kys í Svartfjallalandi fyrir tíu árum. Fyrstu árin eftir Reykjavíkur- einvígið hittust þeir nokkrum sinn- um, m.a. á heimili Schmids. Hvað skorblöðin varðaði sagðist hann vera ánægður og sáttur með að þau væru komin í varðveislu Ís- lendinga, þar ættu þau heima en ekki hjá gömlum manni eins og honum! „Þið megið eiga þau næstu hundrað árin eða jafnvel lengur, í minningu um magnað einvígi,“ sagði hinn aldni en glaðværi yfir- dómari að endingu í samtalinu yfir skákborðið, miðpunkt einvígisins fyrir þremur áratugum. Hluti af dýrgripum einvígisins Hrannar B. Arnarsson sagði við Morgunblaðið að gjöf Lothars Schmids væri ánægjuleg og afar mikilvæg. Skorblöðin væru hluti af þeim dýrgripum sem fylgdu einvíg- inu. Hann vildi hvetja alla áhuga- menn um skák að koma á mál- þingið, sem væri öllum opið, og þar gæfist einstakt tækifæri til að hlýða á flesta „aðalleikara“ einvígisins og spyrja þá spjörunum úr. Sömuleiðis sagði hann sýninguna mjög áhuga- verða, þar væri m.a. merkilegur forngripur frá Þjóðminjasafninu, svokallað hneftafl sem víkingar spiluðu á 11. og 12. öld og er forveri taflsins eins og það þróaðist hér og víðar um heim. Með mikilvæg- ustu einvígjum skáksögunnar Morgunblaðið/Jim Smart Lothar Schmid afhendir skorblöðin í Þjóðmenningarhúsinu í gær í hendur Hrannars B. Arnarssonar, forseta Skáksambandsins, og Helga Ólafssonar stórmeistara. Standa þeir við skákborðið og stólana sem Spassky og Fischer tefldu við fyrir 30 árum. Lothar Schmid, yfirdómari skákeinvígisins 1972, gaf Skáksambandinu skorblöð og fleiri skjöl tengd einvíginu BANDARÍSKI kvikmynda- leikarinn John Travolta hafði stutta viðkomu á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun. Að sögn starfsmanns flugumsjónar á Keflavíkurflugvelli lenti Tra- volta Boeing 707B þotu sinni í Keflavík um sexleytið og stopp- aði vélin í rúman klukkutíma, á meðan fyllt var á eldsneyti við Leifsstöð. Travolta var sjálfur við stjórnvölinn og yfirgaf hann ekki stjórnklefa vélarinnar. Stóð til að hann myndi stoppa hér „Það stóð til að hann myndi stoppa hér á landi en þegar hann flaug að var ákveðið að þetta yrði stutt stopp. Það fóru einhverjir frá borði úr áhöfn en ekki hann. Mér skilst að hann sé með fulla áhöfn en ég veit ekki hvað það voru margir í vél- inni,“ segir starfsmaðurinn. Áætlanir heimsferðar leikar- ans hafa raskast vegna bilana sem hafa verið í flugvélinni en til stóð að hann dveldi eina nótt hér á landi. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að Tra- volta hafi komið til Íslands frá Anchorage í Alaska og var ferð- inni heitið héðan til meginlands Evrópu. Þá segir að tveir ör- yggisverðir Travolta hafi verið hér á landi síðustu daga og meðal annars skoðað gististaði og hugsanlega áfangastaði. Reynt var að bóka herbergi á Hótel Keflavík en þar var fullt. Einnig segir að ætlunin hafi verið að fara í Bláa lónið. Travolta er í sérstakri ferð er nefnist á ensku „Spirit of Fri- endship“. Ferðin er farin á veg- um ástralska flugfélagsins Quantas í þeim tilgangi að bæta ímynd flugsins og boða frið í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári. Travolta stoppaði stutt JÓN Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið að ákveðin mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu þegar það tók rúmt ár að svara fyr- irspurn umboðsmanns Alþingis en tekur jafnframt fram að í áliti um álögð skipagjöld af gamla varðskip- inu Þór, sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær, sé umboðsmaður fulldómharður í garð ráðuneytisins. Hann segir margt koma til sem skýri þann drátt sem varð á að svara, m.a. annir í fámennu ráðuneyti, en um tuttugu manns starfa í samgöngu- ráðuneytinu að jafnaði. „Okkur finnst það of sterklega til orða tekið hjá umboðsmanni að við höfum ekkert svarað bréfum eða lát- ið vita af okkur. Við vorum í síma- sambandi við hann á þessum tíma en hér voru miklar annir í ráðuneytinu. Við vorum með í gangi tíu lög sem þurfti að gera breytingar á og við tókum þau í ákveðinni forgangsröð. Nú eru tvenn lög eftir. Hvað hafnar- gjöldin varðaði fór mikil vinna fram við þann lagabálk og við vorum að bíða eftir gögnum til að láta fylgja með í svari okkar til umboðsmanns. Samkomulag náðist heldur ekki í siglingaráði um sumar lagabreyting- ar og við gátum því miður ekki kynnt umboðsmanni niðurstöðurnar,“ seg- ir Jón Birgir. Reynum eftir bestu getu að svara öllum bréfum Aðspurður hvort umboðsmanni hafi verið gerð grein fyrir ástæðum þess að svo langan tíma tók að svara fyrirspurn hans segir Jón Birgir það hafa verið gert að hluta til. „Auðvitað á að svara öllum bréfum og við reynum það eftir bestu getu. Þessi mál sem nefnd eru í álitinu lýsa ekki vinnubrögðum okkar í ráðu- neytinu. Hér er duglegt fólk sem vinnur mjög vel. Þarna urðu því mið- ur mistök, eins og getur gerst, og ég er ekki að bera í bætifláka fyrir það,“ segir Jón Birgir. Í frétt frá samgönguráðuneytinu, sem send var út vegna álits umboðs- manns Alþingis, segir að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja skjót- ari afgreiðslu en varð í þeim málum tengdum ráðuneytinu sem umboðs- maður hefur fjallað um nýverið. Að- spurður hvaða ráðstafanir það eru segir Jón Birgir að í ráðuneytinu sé hver skrifstofustjóri gerður ábyrgur fyrir sínum málaflokki. Ákveðið hafi verið að einn skrifstofustjórinn bæti við sig því verkefni að fylgjast með bréfum sem dregist hefur úr hófi fram að svara í ráðuneytinu. „Svona mál geta farið á milli deilda hjá okkur án þess að mikið gerist. Við ætlum að tryggja það að eftir ákveðinn tíma verði öll bréf tek- in fyrir sem hefur dregist að svara og rekið verði á eftir þeim á venju- legum skrifstofutíma,“ segir Jón Birgir. Mistök gerð en óþarfa dómharka Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis um álit umboðsmanns borð við Falun Gong teljist til upp- lýsinga um einkamálefni einstak- linga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, nema sá samþykki sem eigi í hlut. Aftur á móti skuli leiðbeinandi upplýsingar efst á listanum vera opinberar, en þar kemur fram að fólkið á listanum er flokkað í tvo flokka, annars vegar þá sem áreið- anlegar upplýsingar og/eða gögn séu um að séu meðlimir í Falun Gong og hins vegar þá sem óstað- festar ábendingar séu um að við- komandi geti verið meðlimur í Fal- un Gong. Þurfi að kanna það nánar til dæmis með því að spyrja við- komandi. Í bréfinu til Flugleiða segir með- al annars að að mati ráðuneytisisns sé mjög mikilvægt að hindra komu mótmælenda úr hreyfingunni Falun Gong hingað til lands á tímabilinu 11.-16. júní og þar með að spara umstang við landgöngusynjun og sendingu viðkomandi til baka. „Er þess því farið á leit við yður, að því fólki sem skráð er á framangreind- an lista verði synjað um flugfar hingað til lands, enda yrði það hvort eð er stöðvað í Leifsstöð og endursent til sama lands og það kom frá,“ segir í niðurlagi bréfsins. ÚRSKURÐARNEFND um upp- lýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að bréf dómsmálaráðu- neytisins til Flugleiða vegna heim- sóknar forseta Kína hingað til lands í vor skuli gerð opinber, en Stöð 2 kærði synjun ráðuneytisins þess efnis. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að þótt bréfin hafi vissulega tengst öryggisráðstöfunum í tengslum við opinbera heimsókn er- lends þjóðhöfðingja hingað til lands sé þar ekki að finna neinar upplýs- ingar sem varði öryggi ríkisins þannig að mikilvægir almannahags- munir krefjist þess að þeim sé hald- ið leyndum. Við það mat nefnd- arinnar hafi meðal annars verið tekið tillit til þess að megininntak bréfanna hafi þegar verið gert kunngert opinberlega og að hinni opinberu heimsókn sé lokið. Nafnalistarnir ekki gerðir opinberir Nefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að nafnalistar sem fylgdu bréfi dómsálaráðuneytisins skuli ekki gerðir opinberir þar sem nefndin líti svo á að upplýsingar um trúarbrögð manna, svo og um aðild þeirra og afstöðu til hreyfinga á Úrskurðarnefnd um upplýsingamál Bréf ráðuneytis til Flugleiða gerð opinber

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.