Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur tekið við stjórnun aðgerða á vettvangi í Fákafeni 9 þar sem stór- bruni varð á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags. Aðstæður til slökkvistarfs voru mjög erfiðar og er ljóst að slökkviliðsmenn hafa unnið afrek með því að halda eld- inum og hitanum frá listaverka- geymslu Listasafns Reykjavíkur. Brunaskemmdir í kjallaranum, þar sem eldurinn kom upp, eru nær ein- ungis í lager Teppalands, en geymsla listasafnsins liggur að lag- er Teppalands. Einnig má þakka það, að ekki fór verr, því að vel var staðið að öllum brunavörnum í hús- inu. Jón Viðar Matthíasson varaslökk- viliðsstjóri segir að öllum mögu- legum aðferðum við slökkvistarf hafi verið beitt. „Til að eldur geti lifað þarf hita, súrefni og eldsmat. Við notuðum froðu og vatn á eldinn og sprautuðum kolsýru inn í teppa- lagerinn. Hún ryður í burtu súrefn- inu og kælir eldinn niður. Svo tók- um við heilu parketstæðurnar út og keyrðum 8–10 vörubíla á haugana til að minnka eldsmatinn.“ Jón Við- ar segir að aðgerðirnar hafi að mörgu leyti minnt frekar á rústa- björgun en slökkvistarf, þar sem loftbor, vörubílar og gröfur voru m.a. notuð. „Orðið eldsvoði er notað yfir svaka bruna, en ég myndi kalla þetta náttúruhamfarir. Þetta voru hamfarir, ég hef líkt þessu við að þurfa að slökkva eld í einbýlishúsi í gegnum bréfalúgu. Þarna vorum við að glíma við litlar ristar og að reyna að dæla inn í rýmið í gegnum þetta litla op. Það var ekki fyrr en við stækkuðum opið sem okkur fór að verða eitthvað ágengt.“ Geymsla Listasafns Reykjavíkur var við hlið Teppalandslagersins en þrátt fyrir að gat kom á vegginn, sem skildi þessi tvö rými að, voru mun minni skemmdir á listmunum og öðru í geymslu listasafnsins en menn óttuðust. Telur Jón Viðar að það sé einkum notkun kolsýrunnar að þakka. „Við teljum að gatið hafi komið tiltölulega seint í ferlinu, það var lítið brunnið fyrir innan gatið og því hefur hitinn ekki getað verið mikill þegar gatið var að myndast.“ Mikið lán hafi verið að veggurinn hélt svo lengi sem hann gerði. Segir Jón Viðar að einnig megi þakka það því að eldurinn þurfti að éta sig í gegnum þrjár parketstæður áður en hann náði að veggnum. Telur hann að hitinn hafi verið langt yfir 1.000° C þegar mest var. „Slökkvistarf gekk í raun eins vel og hægt var að óska sér. Eini lag- erinn sem er algjörlega brunninn er Teppalandslagerinn og má því segja að árangurinn sé mjög góð- ur.“ Góðar brunavarnir skiptu sköpum Brunavarnir í húsinu voru mjög góðar og segir Jón Viðar að það hafi einnig skipt sköpum. Steinullin, sem er mjög eldþolin, var fest með vír og varði því veggina á bak við. Hún stendur enn uppi þó hún sé að stórum hluta brunnin. Þá er ekkert op í kringum rör sem liggja í gegn- um brunaveggi. „Oft sér maður að menn hafa vandað brunaveggi mjög mikið en svo borað gat í gegnum hann til að leggja rörin og skilið eft- ir op í kringum rörin. Þá er gjarnan það fyrsta sem við sjáum þegar við mætum á vettvang að eldvarnar- hurð liggi á gólfinu. Hurðin sjálf er kannski mjög góð en festingin út í vegginn bagaleg. Hér skiluðu eld- varnarhurðir alveg sínu,“ segir Jón Viðar. Eins og fyrr segir er þó talið að eldvarnarhurðin að lager Teppa- lands hafi staðið opin. Á gangi kjallarans hafi þó verið stæður af parketi og öðru og eld- varnaeftirlit leyfi ekki að efni sé geymt utan geymslurýmis. Segja Geir Thorsteinsson og Þórhallur Andrésson, tveir eigenda hússins, að margoft hafi verið bent á það að bannað væri að geyma hluti á gang- inum. Eldsupptök eru enn óljós en lög- reglan byrjaði rannsókn sína í gær. Segir lögregla ómögulegt að segja til um hvenær rannsókninni verði lokið. Morgunblaðið/Þorkell Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri og Jón Viðar Matthíasson varaslökk- viliðsstjóri segja að brunavarnir hafi að miklu leyti verið til fyrirmynd- ar. Hér sýnir Hrólfur að eldþolin steinullin var fest með vír. Góðar brunavarnir björguðu því að ekki fór verr Slökkvi- starfið mikið afrek EIGENDUR húseignanna Fáka- fens 9 og 11 og eigendur fyrirtækja í húsunum tveimur funduðu í gær með slökkviliði, rannsóknarlögreglu og fulltrúum tryggingafélaga. Lang- flest fyrirtækin voru tryggð fyrir tjóni af völdum bruna og einhver þeirra eru einnig með rekstrar- stöðvunartryggingu. Þó eru 2–3 fyr- irtækjanna alls ótryggð, að sögn tveggja eigenda húseignarinnar í Fákafeni 9, Geirs Thorsteinssonar og Þórhalls Andréssonar. Eigendur hússins eru með skyldubrunatrygg- ingu og segja að samkvæmt trygg- ingaskilmálum ætti hún að ná yfir allt tjónið á húseigninni. Óljóst hvort rekstrinum verður haldið áfram Heildartjónið hefur enn ekki ver- ið metið en ljóst er að tjónið hleyp- ur á hundruðum milljóna króna. Gólfið í versluninni Saumalist, sem er fyrir ofan lager Teppalands þar sem eldurinn kviknaði, er ónýtt og er ljóst að ráðast þarf í miklar end- urbætur á húsinu. Segja Geir og Þórhallur að ráðist verði í uppbygg- ingu eins fljótt og kostur er. Segjast þeir telja að flest fyrirtækin í hús- inu myndu vilja halda rekstrinum þar áfram, en alls voru rúmlega 10 fyrirtæki rekin í Fákafeni 9 og ann- að eins í Fákafeni 11. Eggert Gunnarsson og Ragnheið- ur Valdimarsdóttir, eigendur Saumalistar sem er beint fyrir ofan lager Teppalands, voru að skoða ummerki eftir eldinn í gær. Hafa þau rekið búðina í þessu húsi í 14 ár, eða allt frá því húsið var byggt árið 1988. „Við erum bara lömuð, við vitum ekkert,“ sagði Eggert að- spurður um hvort þau hygðust halda rekstri áfram í húsinu. Þau eru tryggð fyrir tjóni af völdum brunans en hafa ekki rekstrarstöðv- unartryggingu, að hans sögn. Ragn- heiður var að afgreiða í búðinni þeg- ar eldurinn kviknaði og segir að hún hafi átt fótum sínum fjör að launa. Skyndilega hafi komið sprenging og allt hafi leikið á reiðiskjálfi í versl- uninni. Ingi Þór Jakobsson, eigandi hús- gagnaverslunarinnar Exó, segist staðráðinn í að opna verslunina eftir hálfan mánuð eða svo en fyrirtækið sé ágætlega tryggt. Við erum að fá mikið af nýjum vörum og munum opna aftur,“ sagði Ingi Þór. Skafti Harðarson segir ljóst að rekstur Teppalands muni halda áfram þrátt fyrir brunann, en Teppaland hefur verið í Fákafeni 9 frá því að nýir eigendur tóku við því 1997. Fyrirtækið sé með mjög góð- ar tryggingar, þar á meðal rekstrar- stöðvunartryggingu, og alltaf hafi verið gætt vel að tryggingamálum þess. Engan bilbug sé að finna á eigendum fyrirtækisins, þetta sé auðvitað mikið áfall en ekki sé ástæða til þess að leggja árar í bát. Skafti segir að ef í ljós komi að ekki hafi orðið varanlegar skemmdir á burðarvirki hússins reikni hann með því að geta opnað eftir viku til tíu daga. „Í dag erum við vel starf- hæfir til minniháttar afgreiðslu og móttöku pantana,“ sagði Skafti, en Teppaland rekur einnig verslun í Keflavík. Geirarður Geirarðsson, deildar- stjóri tjónadeildar hjá Sjóvá-Al- mennum, og Erlendur Fjeldsted, hjá Tryggingamiðstöðinni hf., segja að þau fyrirtæki sem voru með tryggingu á annað borð hafi flest bæði verið með lausafjár- og rekstr- arstöðvunartryggingu. Í tilfellum eins og þessum sé sjálfsábyrgð tryggingartaka nánast engin, í rekstrarstöðvunartryggingu geti hún verið allt að 1%. Þegar slökkvistarfi lauk náði vatnið mönnum í hné. Reyk- og vatnsskemmdir urðu einnig í lager- húsnæði í húseigninni Fákafeni 11 sem er við hlið Fákafens 9. Eigendur stefna að því að ráðast í uppbyggingu í Fákafeni 9 eins fljótt og kostur er 2–3 fyrir- tækjanna án tryggingar Morgunblaðið/Jim Smart Fundur var haldinn í gær með eigendum fyrirtækja í húsinu, slökkviliði, tryggingarfélögum og lögreglu. „ÞAÐ er mjög skrýtin tilfinning að fara inn í brennandi hús og vita ekki hvað bíður manns og auðvitað flýg- ur margt í gegnum hugann. Maður hugsar fyrst og fremst um að fara sér ekki að voða og taka hvert skref af öryggi, þá kemst maður í gegnum þetta,“ segir Ari Jóhannes Hauksson reykkafari, sem var einn þeirra fyrstu sem fór inn í brennandi húsið í Fákafeni á miðvikudag. Hann segir að þeir hafi gengið niður innkeyrsluna í kjallarann, sem var eina leiðin, og það eina sem þeir hafi vitað væri að bílskúrshurð væri fallin. „Við sáum að hurðin hékk í vírum og að eldur geisaði fyrir inn- an. Við slökktum þann eld sem við sáum og fórum og náðum í klippur til að klippa hurðina niður. Það er mikil óvissa að fara inn í brennandi hús um hvert næsta skref leiðir okk- ur, við reynum að fikra okkur lengra inn, en reynum að taka ekki mikla áhættu,“ segir Ari. Fljótlega byrjuðu reykkafararnir að dæla froðu til að reyna að vinna á eldinum sem þeir vissu þó ekki hvar væri. „Froðan gerir aðstæðurnar erfiðari en einungis reykurinn. Froðan umlykur okkur alla og við sjáum akkúrat ekki neitt og heyrum ekkert því froðan dempar svo hljóð- ið. Aðstæður voru vægast sagt magnþrungnar,“ segir Ari. Hann segir að hitinn hafi ekki ver- ið aðalvandamálið, heldur hversu lít- ið skyggni var og mikið af dóti í vegi fyrir þeim. Gott að menn séu aðeins hræddir „Að auki var það áhyggjuefni hjá okkur að loftið myndi hrynja niður. Í eitt sinn var ákveðið að reyna að sækja sem lengst inn. Við fórum fjórir inn saman og þegar við vorum komnir að dyrunum þar sem lista- verkin voru geymd, urðum við varir við mikið brak og bresti og dynk. Ákveðinn ótti greip um sig og við ákváðum að hörfa strax því við viss- um ekki hvort þetta var loftið eða eitthvað annað. Það voru engir séns- ar teknir og eftir þetta fórum við ekki meira inn og farið var að grafa holurnar,“ segir Ari. „Það getur verið gríðarlega óþægilegt að fara svona inn, menn eru þjálfaðir í þessu en auðvitað geta menn orðið hræddir, annað væri óeðlilegt. Það er bara gott ef menn eru aðeins hræddir, þá fara þeir varlegar,“ segir Ari. Aðspurður hversu mikinn hita reykkafarabúningar þola, segir hann að það sé ekki gott að búning- urinn þoli of mikinn hita. „Ef við er- um í búningi sem þolir mjög mikinn hita förum við lengra og lengra inn og leggjum okkur í meiri hættu. Við viljum finna aðeins fyrir hitanum. Hjálmurinn byrjar að bráðna við 2– 300° C og er það orðinn allt of mikill hiti, við viljum ekki sækja inn í svo mikinn hita.“ „Maður hugsar fyrst og fremst um að fara sér ekki að voða“ Morgunblaðið/Júlíus Ari Jóhannes Hauksson var einn af fyrstu reykköfurunum sem fóru inn í brennandi bygginguna á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.