Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ CARL A. Bergmann, úrsmiður á Laugavegi 55, hefur starfrækt verslun sína á þremur stöðum í Reykjavík í rúma hálfa öld. Sína fyrstu úrsmíðaverslun opnaði hann á Njálsgötu árið 1949 í „lítilli skonsu“, eins og hann segir sjálfur frá, en þar var hann með verslun fram til ársins 1963 þegar hann flutti á Skólavörðustíg 27 þar sem hann rak verslun næstu 27 árin á eftir. Aðspurður segist hann uphaf- lega hafa fengið áhuga á úrsmíði þegar hann var unglingur og tókst að gera við vekjaraklukku sem móðuramma hans á Ljósvallagöt- unni átti. Í framhaldinu var ákveð- ið að reyna að koma drengnum í læri og hóf Carl nám í Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1942 og lauk sveinsprófi 1946. Að loknu námi hélt hann til Danmerkur þar sem hann vann hjá frænda sínum í stuttan tíma en sneri að því búnu til Íslands og opnaði eigin úr- smíðaverslun sem hann hefur rek- ið síðan. Að sögn Carls hefur mikið breyst í verslunarrekstrinum frá því hann opnaði sína fyrstu búð. „Það var svo mikið að gera í úr- smíði á þessum árum að það tók kannski vikutíma að fá hreinsað úr,“ segir hann um upphafsárin á Njálsgötunni. Carl hreinsaði fjölmörg úr á dag á þessum árum en nefnir að í dag komi eitt og eitt úr sem þurfi að hreinsa og mest sé um að fólk þurfi að láta skipta um rafhlöður. Fyrstu kúnnarnir í versluninni voru starfsmenn Ölgerðarinnar en verslunin á Njálsgötu var í næsta nágrenni við hana. Mest var um úraviðgerðir en einnig voru seld úr. „Ég man að sá fyrsti sem bauð mér úr til sölu var Vilhelm heitinn Norðfjörð sem var að flytja inn Alpina-úr.“ Salan var lítil í fyrstu og úr- unum úthlutað á milli verslana. „Þegar þau komu var nánast biðröð eftir þeim og fólk þurfti að skrifa sig á biðlista eftir úrunum,“ bendir hann á. Börn og barnabörn fastakúnna koma við í versluninni Salan jókst smátt og smátt á Njálsgötunni og Carl fór að svipast um eftir nýju verslunarplássi. Árið 1963 opnaði hann verslunina á Skólavörðustígnum og tók yfir reksturinn hjá Óskari Gíslasyni gullsmið. „Það var þó nokkuð stökk. Þar var náttúrulega mikið af gullvöru sem hafði verið seld þar.“ Carl lagði áfram höfuðáherslu á sölu úra og úraviðgerðir en seldi einnig gullsmíðavörur. Á Lauga- veginn flutti hann árið 1990 þegar húsið á Skólavörðustíg var selt. Aðspurður segist hann ekki hafa haldið upp á neina sérstaka muni sem hafi fylgt honum á milli versl- ana. Í fyrsta lagi hafi verslunin á Njálsgötu verið lítil og ekkert sem hann gat tekið með sér þaðan. Með nýrri verslun fylgdu nýjar innrétt- ingar og þannig hafi bæði útlit verslunarinnar breyst mikið líkt og vörurnar sem þar eru seldar. Kúnnahópurinn hefur þó vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og sumir kúnnanna hafa fylgt honum alla hans tíð í verslunarrekstri. „Hingað hafa jafnvel komið börn og barnabörn sumra,“ segir hann. Meðal þeirra sem heimsótt hafa Carl í verslunina um árabil eru starfsmenn Rafveitunnar gömlu sem sumir hverjir léku með honum í Fram í fótbolta á árum áður. Carl lék með meistaraflokki Fram í knattspyrnu á árunum 1949–1956, aðallega í stöðu útherja. „Það eru ekki bara Framarar sem versla við mig. Það er þó nokkuð af KR-ingum, Vals- mönnum og Víkingum sem versla hér,“ segir hann. Gaman að selja tískuúr Meðal þess sem breyst hefur á þeim 53 árum, sem liðin eru síðan hann hóf rekstur, er verslunar- mynstur kúnnans. „Kollegar mínir hafa verið að gagnrýna mig fyrir að ég er með tvo stóla frammi í verslun hjá mér. Þangað koma ýmsir menn og spjalla við mig og setjast og kannski tefja mann,“ segir hann og hlær við. „Mér finnst það í raun allt í lagi. Maður liggur ekki yfir þessu eins og maður gerði. Maður hleypur í rafhlöðuísetningar, þótt inn á milli séu stærri viðgerðir sem maður þarf að gefa sér tíma í.“ Í dag er algengt að gert sé við á meðan beðið er og kúnnarnir stoppa stutt við, einkum þeir sem yngri eru, að sögn Carls. Úrvalið í versluninni hefur einn- ig tekið stakkaskiptum og það er löngu liðin tíð að menn skrifi sig fyrir úri eins og Njálsgötunni forð- um. „Maður verður oft hissa, miðað við úrvalið sem maður á, þegar fólk þarf að leita annað,“ segir hann og hlær. Alpina-úrin, sem Carl seldi í verslun sinni á Njálsgötunni, eru horfin úr hillunum og í staðinn eru seld tískuúr, Storm, DKNY og fleiri tegundir. „Það er gaman að sýna þau og selja af því að þau eru svolítið öðruvísi,“ segir hann og finnst engin eftisjá í gömlu úrunum sem oft héldust nær óbreytt svo árum skiptir, að eigin sögn. Þar fyrir ut- an selur hann einnig hefðbundin hágæðaúr eins og gengur og ger- ist. Carl verður 76 ára á þessu ári og segir óvíst hvað verði um versl- unina. Húseignin er nú til sölu og segist Carl jafnvel vera að íhuga að flytja verslunina enn einu sinni. „Ég er ekkert til í að hætta og meðan heilsan er í lagi sér maður til.“ Meðan á spjallinu stendur koma þýskir ferðamenn inn í versl- unina og skoða úrvalið. Ferða- mennirnir kaupa ekkert en líst vel á úrvalið. „Þeir hlaupa nú ekkert í þetta Þjóðverjarnir,“ segir Carl og skell- ir upp úr. Carl A. Bergmann hefur starfrækt úrsmíðaverslun í rúma hálfa öld Vill ekki hætta á meðan heils- an er í lagi Morgunblaðið/Sverrir Carl A. Bergmann úrsmiður í verslun sinni á Laugavegi. Minna er um það núorðið, að sögn Carls, að fólk láti hreinsa úr sín og meira um að viðskiptavinir láti skipta um rafhlöður á meðan beðið er. Miðborgin FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við gerð nýs hringtorgs við Suður- landsveg og Breiðholtsbraut við Rauðavatn. Að sögn Jóhanns J. Bergmann, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, hóf- ust framkvæmdir í byrjun júlí og hafa þær fram að þessu haft lítil áhrif á umferð um svæðið. Á næstu vikum má þó gera ráð fyrir einhverj- um töfum á umferð, að hans sögn, á meðan verið er að færa til gatnamót- in. Ráðgert er að framkvæmdum við hringtorgið ljúki 15. september nk. Að sögn Jóhanns verður verkið unnið í áföngum en í fyrstu verður umferð um Breiðholtsbraut færð inn á kafla sem búið er að malbika til hliðar að austanverðu á meðan unnið verður í hringtorginu að vestan- verðu. Þegar því er lokið verður um- ferð um hringveginn færð yfir á kafla sem þá verður lokið við að mal- bika og hafist handa við að vinna í núverandi hringvegi og kantinum næst Rauðavatni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýtt hringtorg við Suðurlandsveg og Breiðholtsbraut. Unnið að gerð nýs hringtorgs Rauðavatn UNDANFARNA þrjá áratugi hefur SÍBS, Samband íslenskra berklasjúk- linga, verið með skrifstofur sínar á Suðurgötu 8 og 10 í Reykjavík. Í gær var skrifstofunum lokað og um helgina flytur SÍBS starfsemi sína í Síðumúla 6 og opnar að nýju á þriðjudag. Að sögn Péturs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra SÍBS, er verið að ganga frá húsnæðinu í Síðumúla og hefur undirbúningur vegna flutning- anna gengið samkvæmt áætlun, að hans sögn. Það er Saxhóll ehf. sem kaupir Suð- urgötu 10 og einstaklingur sem kaup- ir Suðurgötu 8 og er heildarsöluverð á bilinu 60–70 milljónir, að sögn Péturs. SÍBS flutti starfsemi sína í húsin á Suðurgötu í maí árið 1973 en áður hafði SÍBS verið með skrifstofur á Bræðraborgarstíg 9 og happdrættis- umboð í Austurstræti 6. Með flutn- ingnum á Suðurgötu komst starfsem- in í fyrsta sinn undir eitt þak. Í húsnæðinu í Síðumúla verða auk skrifstofu SÍBS, aðalumboðs happ- drættis SÍBS og Reykjavíkurdeildar SÍBS, Landssamtök hjartasjúklinga, en innan þeirra vébanda er Neistinn, félag hjartveikra barna, Samtök lungnasjúklinga og Astma- og of- næmisfélagið. Að sögn Péturs verður aðstaðan mjög góð og hentugri að því leyti að hún er öll í einni byggingu á tveimur hæðum. Allt félagsstarf verður á jarð- hæð þar sem aðgengi er gott, að hans sögn. Pétur segir að það hafi staðið til að flytja starfsemina um nokkra hríð, m.a. vegna aðgengis innanhúss og þrengsla og vegna skorts á bílastæð- um í grennd og aðgengis að húsinu. SÍBS flytur starfsemi sína frá Suðurgötu um helgina Skrifstofan opnuð aftur í Síðumúla SÍBS hefur haft aðsetur á Suðurgötu 8 og 10 frá 1973. Með flutningnum þangað var starfsemin í fyrsta sinn færð á einn stað. Miðborgin NÓG verður um að vera á Árbæjar- safni um helgina. Í dag verða tónleikar á Lækjargötu 4, Árbæjar- safni, þar sem Hrafn Ásgeirsson leik- ur á saxafón og Davíð Þór Jónsson á píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Á sunnudag verða rifjuð upp gömul vinnubrögð við vinnslu mjólkur. Heimilisfólkið í Árbæ dregur fram strokka, byttur og skyrsíur og breytir mjólk í mat. Þá verður messa kl. 13.30. Tónleikar í dag kl. 14 Árbær Árbæjarsafn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.