Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 19
Við biðjum viðskiptavini okkar
velvirðingar á lokun
vegna óviðráðanlegra orsaka.
Opnum aftur seinna í ágústmánuði
á sama stað með nýjum og glæsilegum vörum
sem nú þegar eru á leiðinni.
e x ó
Fákafen 9 - 108 Reykjavík
Sími 568 2866
ÞAÐ verður að teljast harla
óvenjulegt að þrír úr sömu fjöl-
skyldunni verði golfmeistarar á
sama móti. Það gerðist á meist-
aramóti GHR, Golfklúbbs Hellu í
Rangárvallasýslu, á dögunum.
Óskar Pálsson varð klúbbmeistari
karla, kona hans Katrín Björg Að-
albjörnsdóttir varð klúbbmeistari
kvenna og sonur þeirra Andri varð
klúbbmeistari drengja. Óskar er
reyndar formaður golfklúbbsins
og Katrín er gjaldkeri.
Þessa daga stendur Íslandsmótið
í golfi einmitt yfir á Strandavelli
milli Hellu og Hvolsvallar.
En hverju þakka þau þennan
góða árangur í golfi?
„Það er skemmst frá því að segja
að við höfum brennandi áhuga á
golfi og erum við æfingar 3–4 tíma
á dag á sumrin,“ segir Óskar, sem
byrjaði í golfinu 1979.
„Það var þannig að ég hafði spil-
að fótbolta í mörg ár og varð fyrir
því að skemma á mér hnéð. Þá
flutti ég af fótboltavellinum á golf-
völlinn og hef verið þar síðan. Lífið
er golf hjá okkur og það er frá-
bært fyrir fjölskyldur að stunda
þessa íþrótt. Samveran á vellinum
er góð, þar getum við spjallað og
rætt málin meðan við hreyfum
okkur og leikum spennandi leik.
Reyndar voru mín fyrstu kynni
af golfi þannig að ég var í sveit hjá
ömmu og afa á Heylæk þegar ég
var 11 ára. Þá komu menn í heim-
sókn að sunnan og ég man að okk-
ur fannst þeir voða skrítnir því
þeir voru með golfsett og fóru út á
tún að æfa sig. Þegar þeir voru
farnir þá fann ég eina golfkúlu og
amma segir mér að ég hafi tekið
göngustafinn hans afa og farið að
slá kúluna þangað til hún týndist.“
Katrín Björg fékk að kynnast
því hvernig það er að vera gift
golfara fyrstu árin í hjónabandinu.
„Ég þoldi ekki golf og gat ekki
hugsað mér að taka þátt í þessu því
Óskar var alltaf að æfa sig þegar
ég vildi hafa hann heima. En þegar
ég var búin að eiga börnin þrjú fór
ég að prófa og sé ekki eftir því. Ég
komst að því að þetta er mun
skemmtilegra en ég reiknaði með
og stóri kosturinn er sá að öll fjöl-
skyldan getur verið í þessu saman.
Segja má að nú miðum við allt okk-
ar líf við golfið, við miðum ferða-
lög okkar við golfvelli og þegar við
förum til útlanda þá förum við til
að spila golf.“
Klofvega á kerrunni
Andri var ekki hár í loftinu þeg-
ar hann fór að stunda golfið. „Þeg-
ar ég var tveggja ára fékk ég golf-
kylfu sem pabbi lét sérsmíða
handa mér og fór að æfa mig.
Fyrst sat ég reyndar klofvega á
kerrunni hans pabba þegar hann
var að æfa. Ég var sko ekki farinn
að ganga. En mamma segir að ég
hafi farið fyrsta hringinn tveggja
mánaða í vagninum mínum en ég
man nú reyndar ekki eftir því.“
Andri er nýkominn úr golfævin-
týri í Eyjum en þangað fór hann
einsamall með félögum úr GR.
Andra gekk svo vel þar að hann
var fluttur upp um flokk til að
hann gæti spilað með jafningjum,
en hann lenti síðan í fjórða sæti á
mótinu sem verður að teljast góður
árangur því hann var að keppa við
mun eldri stráka. Andri segir að
eini gallinn við golfið sé að það
rekist stundum á við fótboltann
sem hann æfir líka af miklu kappi.
Golfskáli í gamla
barnaskólahúsinu
Eins og áður segir er Óskar for-
maður GHR og var því ekki úr vegi
að spyrja hann um starf klúbbsins.
„Strandarvöllur hefur verið í mik-
illi uppbyggingu sl. tvö ár og ber
að þakka sveitarfélögunum hér
hve myndarlega þau komu að
stofnun rekstrarfélags um golf-
völlinn. Við festum kaup á gamla
barnaskólahúsinu hér á Strönd og
nú hefur húsið verið gert upp og
við höfum opnað glæsilegan golf-
skála með sal sem hefur stórkost-
legasta útsýni á Suðurlandi. Hér er
hægt að horfa á allan fjallahring-
inn, Tindfjöll, Bláfjöll og auðvitað
er sjálf Hekla í aðalhlutverki. Sal-
urinn er byggður þannig að segja
má að hægt sé að horfa 360 gráður
úr honum. Hér hafa klúbbfélagar
unnið gríðarmikið sjálfboðastarf,
skilað yfir 2.000 vinnustundum.“
– En hvað er svo framundan hjá
ykkur?
„Það er fyrst og fremst áfram-
haldandi uppbygging vallarins.
Við ætlum að draga fram meiri
„links“ eiginleika vallarins. Þessi
völlur er svokallaður strandvöllur
eins og vellirnir í Skotlandi sem
eru frægustu vellir í heimi. Þá er
verið að skipuleggja sumarbústað-
alóðir fyrir fyrirtæki og starfs-
mannafélög hér á svæðinu og síðar
verða einnig skipulagðar lóðir fyr-
ir einstaklinga sem við munum síð-
an leigja út.“
– Nú er landsmótið haldið hér,
er það ekki mikil átak ?
„Já, landsmótið er sá golf-
viðburður sem rís hæst á hverju
sumri, nú koma hingað 150 bestu
kylfingar af landinu og etja kappi
saman. Það verður sjónvarpað frá
mótinu á Sýn mótsdagana svo
segja má að við verðum í eldlín-
unni þessa daga og hápunkturinn
verður svo þegar Íslandsmeist-
arinn er krýndur á sunnudag. Und-
irbúningurinn gekk vel og hér eru
reglulega haldin sjálfboðaliða-
kvöld. Þá koma félagarnir saman
og vinna eina kvöldstund að marg-
víslegum verkefnum,“ sagði Ósk-
ar. Golfhjónin á Hvolsvelli voru þá
einmitt nýkominn heim eftir slíkt
vinnukvöld þar sem m.a. var unnið
við að laga göngustíga.
Lífið er golf hjá Óskari Pálssyni og fjölskyldu
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Golffjölskyldan áhugasama, Katrín Björg, Andri og Óskar, með verð-
launagripina sem þau unnu til. Á skjöldinn eru skráðir klúbbmeistarar
og sl. 23 ár hefur nafn Óskars verið letrað þar 20 sinnum.
20 sinnum klúbbmeist-
ari hjá GHR á 23 árum
Hvolsvöllur