Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 21 sem enginn má missa af Upplýsingar og pantanir í síma 894 7664 www.himbriminn.is info@himbriminn.is ÚTSÝNIS-, FRÆÐSLU- OG GÖNGUFERÐIR ÆVINTÝRA- HAUSTLITAFERÐIR HAGNAÐUR Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. nam 474 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en tap á rekstrinum á sama tíma í fyrra nam 178 milljónum króna. Mestu munar um gengishagnað sem nam 306 milljónum króna, en árið áður var 491 milljóna króna gengistap. Þá voru fjármagnsliðir jákvæðir um 217 milljónir en voru neikvæðir um 493 milljónir á fyrri helmingi árs 2001. Rekstrartekjur námu tæplega 1,8 milljörðum króna samanborið við um 1,4 millj- arða á síðasta ári. Framlegð svipuð og í fyrra Rekstrargjöld voru í fyrra 938 milljónir en námu nú ríflega 1,2 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam því um 540 milljónum miðað við tæplega 419 milljónir króna í fyrra. Framlegðin, sem er hlutfall rekstr- arhagnaðar (fyrir afskriftir og fjár- magnsliði) af rekstrartekjum, breyttist hins vegar lítið. Framlegð var 30,5% á fyrri helmingi ársins samanborið við 30,9% 2001, og hef- ur því minnkað óverulega. Heildar- eignir námu 5,3 milljörðum króna en skuldir tæpum 3,8 milljörðum. Eigið fé nam um 1,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár nam 84,79%. Hluthafar fengu greiddan út 79 milljóna króna arð vegna árs- ins 2001. Eiginfjárhlutfall var 29,35% miðað við rúm 16% á síð- asta ári. Framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins – Gunnvarar hf., Ein- ar Valur Kristjánsson, kveðst ánægður með afkomuna og segir stjórnendur „þokkalega bjartsýna“ á að árið verði félaginu hagstætt. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. með 474 milljónir í hagnað SAMHERJI hf. hefur ákveðið að loka saltfiskverkun þeirri sem fyr- irtækið hefur rekið í Dalvíkurbyggð í lok september næstkomandi. Aðal- steinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu fyrirtækisins, segir ástæðuna þá að þorskkvóti Sam- herja verði skertur um 1.000 tonn á næsta fiskveiðiári og því hafi orðið að grípa til einhverra aðgerða. Þar sem hagkvæmara sé að loka saltfiskverk- uninni en að draga úr annarri land- vinnslu hafi þetta orðið niðurstaðan. Spurður um uppsagnir í tengslum við þessa breytingu segir Aðalsteinn að tíu menn vinni við saltfiskverk- unina. Þeim hafi verið sagt upp störfum, en jafnframt boðin störf annars staðar í fyrirtækinu, annað- hvort í Dalvíkurbyggð eða á Akur- eyri. Saltfiskverkun Samherja er á Ár- skógssandi sem er hluti af Dalvík- urbyggð og áður en Samherji og BGB-Snæfell sameinuðust var salt- fiskvinnslan hluti síðarnefnda fyrir- tækisins. Aðspurður segir Aðal- steinn þetta einu saltfiskverkun Samherja, en ekki sé óhugsandi að fyrirtækið hefji saltfiskverkun á ný ef aðstæður breytist. Samherji hættir saltfisk- vinnslu Brúðargjafalistar Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Hnífapör og matarstell frá Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739 Þumalína flutt á Skólavörðustíg 41 s. 551 2136

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.