Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 22

Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ POUL Nyrup Rasmussen, leiðtogi flokks danskra jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, reynir nú að endurnýja forystuna en and- stæðingar hans í flokknum saka hann um ofstopafullar aðferðir, að sögn Jyllandsposten. Ljóst þykir að gamlir stuðningsmenn Svends Au- kens, sem Nyrup velti úr formanns- stóli fyrir nær áratug, séu reiðubúnir í nýja valdabaráttu. Nyrup segist staðráðinn í að verða forsætisráðherraefni flokksins á ný í næstu þingkosningum. Hann krafð- ist þess á fundi framkvæmdastjórn- ar flokksins í vikunni að mannaskipti yrðu í forystuliðinu. Vill hann að Lotte Bundsgaard, sem er fyrrver- andi ráðherra, og Kim Mortensen, skólastjóri í Esbjerg, verði nýir varaformenn. Stjórnin neitaði að samþykkja tillöguna og Bent Han- sen, annar núverandi varaformanna, sagðist ætla að halda áfram ef hann fengi til þess stuðning. Talið er að Mogens Lykketoft, sem gegnt hefur valdamiklu embætti þingflokksformanns og er fyrrver- andi ráðherra, muni á næstunni segja af sér og eru þá Frank Jensen, liðsmaður Aukens, og Henrik Sass úr hópi Nyrup-manna reiðubúnir að berjast um embættið. Margir spá því að flokkurinn klofni ef Sass hreppir ekki stöðuna. Danskir jafnaðarmenn Valdabar- átta hafin LÖGREGLUMENN í Bandaríkj- unum og nokkrum Evrópuríkjum hafa handtekið tuttugu manns fyrir að beita börn kynferðislegu ofbeldi og dreifingu barnakláms. Þá var 45 börnum á aldrinum tveggja til fjórtán ára bjargað úr klóm barnaníðinganna. Sumir hinna handteknu eru foreldrar barnanna sem beitt voru ofbeld- inu, en fólkið er grunað um að hafa dreift barnaklámmyndum sín á milli á Netinu. Meðal hinna grunuðu eru tíu Bandaríkjamenn og tíu Evrópu- menn frá Belgíu, Danmörku, Englandi, Hollandi, Sviss og Þýskalandi. Danska lögreglan hóf rannsóknina fyrir um tíu mánuð- um, eftir að hún handtók þarlend- an mann fyrir að misnota níu ára gamla dóttur sína og dreifa mynd- um af henni á Netinu. Þegar lög- reglunni varð ljóst að maðurinn var meðlimur í alþjóðlegum barnaklámhring bað hún banda- rísk yfirvöld um aðstoð. Tugum fórnarlamba bjarg- að úr klóm barnaníðinga Washington. AFP. ÞRÍR biðu bana og um 25 særðust snemma í gærmorgun þegar þrír menn köstuðu handsprengjum að spítalakapellu í bænum Taxila, ekki langt frá Islamabad, höfuðborg Pak- istans. Einn árásarmannanna féll einnig en talið er öruggt að þeir hafi verið íslamskir öfgatrúarmenn. Sjúkrahúsið sem um ræðir er rekið af biskupakirkjunni en þetta er önn- ur árásin í þessari viku í Pakistan sem beinist að kristnum eða vest- rænum skotmörkum. Árásin átti sér stað rétt fyrir kl. átta að pakistönskum tíma, eða rétt fyrir tvö í fyrrinótt að ísl. tíma. Voru fórnarlömbin öll pakistanskir ríkis- borgarar, hjúkrunarkonur sem störfuðu á sjúkrahúsinu í Taxila. Raja Mumtaz Ahmed, sem stýrir rannsókn á tilræðinu, sagði hins veg- ar öruggt að markmið árásarmann- anna hefði verið að bana kristnu fólki eða Vesturlandabúum í því skyni að lýsa reiði vegna stuðnings stjórn- valda Pakistans við baráttu Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkum. Vitni sögðu þrjá menn vopnaða skammbyssum og handsprengjum hafa beðið við útgang kirkjukapell- unnar en morgunbæn hafði staðið yf- ir innandyra. „Við sáum þessa menn nálgast kirkjuna [...] og þegar þeir sáu okkur konurnar koma út köst- uðu þeir handsprengjunum í átt að okkur,“ sagði Slomy Cissel, 28 ára gömul pakistönsk stúlka sem er kristinnar trúar. Hún sagði árásar- mennina hafa verið unga og vel klædda. Árásarmennirnir munu hafa læst öryggisverði inni áður en þeir réðust að kapellugestunum. Rúður í nálæg- um byggingum brotnuðu þegar handsprengjurnar sprungu og þær skildu einnig eftir tvær stórar holur í jörðina. Embættismenn sögðu einn árásarmannanna hafa beðið bana þegar sprengjubrot kastaðist í átt til hans og stakkst á kaf í hjarta hans. Önnur árásin í þessari viku Þetta er áttunda árásin gegn kristnum eða vestrænum skotmörk- um í Pakistan frá því að Pervez Mus- harraf, forseti Pakistans, ákvað að fylkja liði með Bandaríkjunum í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Síðast- liðinn mánudag réðust grímuklædd- ir byssumenn á kristinn skóla fyrir börn erlendra starfsmanna ýmissa hjálparstofnana í útjaðri höfuðborg- arinnar Islamabad og myrtu þeir þar sex Pakistana. „Það er ljóst að hryðjuverkamenn beina nú sjónum sínum að kristnu fólki í Pakistan,“ sagði S.K. Tressler, ráðherra minnihlutamála í ríkis- stjórn Pakistan, í gær. „Þetta eru ekki mannlegar verur heldur villi- menn,“ sagði Nisar Memon upplýs- ingamálaráðherra hins vegar um þá sem báru ábyrgð á tilræðinu í gær. Þrír féllu og tugir særðust í sprengjutilræði í Pakistan Árásir á kristið fólk og Vestur- landabúa færast í aukana Reuters Nokkrar pakistanskar konur í mikilli geðshræringu eftir árásina í Tax- ila í gær. Búið er að herða öryggisvörslu um allar byggingar kristinna í Islamabad, höfuðborg Pakistans, eftir árásirnar tvær í þessari viku. Taxila. AFP, AP. NORÐMENN hyggjast ekki verða við beiðni um að bandarískum rík- isborgurum verði veitt friðhelgi í Noregi gagnvart málarekstri fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum sem tók til starfa í Haag í Hollandi 1. júlí sl. „Þetta getum við ekki sam- þykkt,“ sagði Jan Petersen, utan- ríkisráðherra Noregs, í gær um ósk Bandaríkjastjórnar þess efnis að norsk stjórnvöld framseldu ekki bandaríska ríkisborgara til Haag. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta er alfarið á móti saka- máladómstólnum sem tók til starfa nýverið í kjölfar þess að tilskilinn fjöldi aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna staðfesti stofnsáttmála hans. Óttast Bandaríkjamenn að dóm- stólnum verði beitt gegn þeim í póli- tískum tilgangi. Var hart deilt á vettvangi Örygg- isráðs SÞ fyrr í sumar þegar Bandaríkin hótuðu að koma í veg fyrir að umboð alþjóðlegra lög- reglusveita sem starfa í Bosníu yrði framlengt. Vildu Bandaríkin, sem leggja til drjúgan hluta þess mannafla og fjármagns sem notað er til friðargæslu, fá skilyrðislausa og varanlega friðhelgi fyrir her- menn sína. Búnir að semja við Ísraela og Rúmena Bráðabirgðasamkomulag náðist á endanum á vettvangi Öryggisráðs- ins og fól það í sér að dómstóllinn muni ekki geta ákært, eða rannsak- að, ríkisborgara þeirra ríkja sem ekki standa að samningnum, nema með samþykki Öryggisráðsins. Í kjölfarið fór Bandaríkjastjórn fram á það við ýmis ríki, þ. á m. Noreg, að þau veittu bandarískum ríkisborgurum friðhelgi fyrir sitt leyti. Aðeins tvö ríki, Ísrael og Rúmenía, hafa tekið jákvætt í beiðnina og sagði Petersen í gær að hann teldi andstöðu Bandaríkja- manna byggða á litlum rökum. Ýmsir skilmálar í stofnsáttmála dómstólsins tryggðu að ekki væri hægt að misnota hann í pólitískum tilgangi. Hafna beiðni um friðhelgi Ósló. AFP. MAKIKO Tanaka, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Japans, sagði af sér þingmennsku í gær en sjö vikur eru liðnar síðan henni var vikið úr Frjálslynda demókrata- flokknum, sem fer með stjórnar- taumana í Japan, vegna ásakana um spillingu. Engar ákærur hafa þó verið lagðar fram á hendur Tanaka og sjálf hefur hún neitað öllum ásökunum. Tanaka varð utanríkisráðherra Japans, fyrst kvenna, þegar Junich- iro Koizumi varð forsætisráðherra í apríl 2001. Naut hún mikilla vin- sælda í starfi og margir töldu hugs- anlegt, að síðar meir yrði hún for- sætisráðherra. Naut mikilla vinsælda Tanaka lenti hins vegar snemma upp á kant við embættismenn í utan- ríkisráðuneytinu og í janúar á þessu ári gafst Koizumi upp á stöðugum fréttum af samstarfsörðugleikum Tanaka og hinna valdamiklu emb- ættismanna. Vék Koizumi henni úr embætti þrátt fyrir að fáir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nytu meiri vin- sælda. Tanaka, sem er 58 ára gömul, var síðan vikið úr stjórnarflokknum í júní vegna ásakana um að hún hefði notað opinbert fé til að greiða laun einkastarfsfólks hennar. Hún skýrði þinginu frá málsatvikum fyrir tveim- ur vikum en skoðanakönnun, sem birt var fyrr í þessari viku, sýndi að 90% aðspurðra töldu skýringarnar ekki hafa verið fullnægjandi. Tanaka er dóttir Kakuei Tanaka, fyrrverandi forsætisráðherra Jap- ans. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1993 sem óháður þingmaður en gekk fljótlega í flokk föður síns, Frjáls- lynda demókrataflokkinn. Frami hennar var hraður og var hún orðin ráðherra í ríkisstjórn Japans eftir aðeins eins árs þingsetu. Segir af sér þing- mennsku Tokyo. AFP. Makiko Tanaka LEITARMENN nota neðansjávar- sjónauka við stöðuvatn nálægt So- ham í austurhluta Englands við leit að tveimur stúlkum sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Mikil leit hefur staðið yfir frá því að þær Jessica Chapman og Holly Wells hurfu frá heimilum sínum, en hún hefur engan árangur borið. Lögregla segir nú margt benda til þess að stúlkunum hafi verið rænt og að ræningjarnir hafi jafnvel not- að Netið til að tæla þær til sín. Tals- maður lögreglunnar sagði í gær að menn væru enn tiltölulega bjart- sýnir á að stúlkurnar væru enn á lífi. Ólíklegt er talið að þær hafi strokið að heiman. AP Breskra stúlkna enn saknað ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.