Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJARTAN Sigurjónsson er við org- elið í Reykholtskirkju í dag, laugar- dag, kl. 16 og lýkur þar með tónleika- röð sem haldin hefur verið til styrktar orgeli kirkjunnar. Kjartan er fyrrum organisti í Reykholti en er nú organ- isti við Digraneskirkju og formaður Félags íslenskra organleikara. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Buxtehude, Pachelbel, Rheinberger, Reger, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarins- son og Pál Ísólfsson. Orgel Reyk- holtskirkju á uppruna sinn í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Þangað var það fengið árið 1934 í tíð Sigfúsar Ein- arssonar og þjónaði kirkjunni fram til ársins 1985 að það var selt Reykholts- söfnuði. Á síðasta ári var það gert upp í upprunalegu orgelverksmiðjunni, Frobenius og Sønner í Kaupmanna- höfn, og sett upp í kirkjunni snemma á þessu ári. Íslensk og erlend orgel- verk í Reykholtskirkju Kjartan Sigurjónsson við orgel Reykholtskirkju. Á TÍUNDU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu á laugardag, kl. 16, kemur fram tríó gítarleikar- ans Björns Thoroddsen. Með Birni leika Jón Rafnsson á kontrabassa og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. Tríóið leikur nýja og gamla djass- tónlist í bland við eigið efni. Leikið verður til kl. 18, utandyra ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Tríó Björns Thoroddsen á Jómfrúnni Á SKRIÐUKLAUSTRI verður í dag, laugardag, opnuð sýning um sögu útlaga, útilegumannasagnir, lífskjör og byggðir fjallabúa með áherslu á austfirskar heimildir. Yf- irskrift sýningarinnar er Útlagar og útilegumenn. Skyggnst er í smiðju listamanna sem hafa notað þetta þema í listsköpun sinni. Þá eru og til sýnis ýmsir munir sem tengjast úti- legumönnum, m.a. tágakarfa og grýta Fjalla-Eyvindar ásamt öxi þeirri er talin er hafa verið notuð við síðustu aftöku á Austurlandi. Sýningin er liður í þjóðfræðaverk- efni sem Gunnarsstofnun stendur fyrir með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Menningarborgar- sjóði. Dagný Bergþóra Indriðadóttir þjóðfræðinemi hefur unnið að verk- efninu í sumar og m.a. tekið saman úrval af austfirskum útilegumanna- sögum sem koma út á bók í tengslum við opnun sýningarinnar. Útilegumenn á Skriðu- klaustri KLEZMER kvartett Hauks Gröndal leikur á síðustu tónleik- um tónleikaraðarinnar Sumar- tónleika við Mývatn í Reykja- hlíðarkirkju kl. 21 annað kvöld, laugardagskvöld. Kvartettinn skipa Haukur Gröndal, klarinett, Nicholas Kingo, harmonika, Helgi Svavar Helgason, trommur og slagverk og Peter Jörgensen, kontra- bassi. Kvartettinn leikur svokallaða gyðingatónlist, sem á rætur sín- ar í Austur-Evrópu með ívafi frá sígaunatónlist og tyrkneskum áhrifum. Þetta er þjóðleg tónlist gyðinga sem notuð er við hátíð- leg tækifæri og veisluhöld, s.s. brúðkaup og fermingar. Gyðingatónlist á Mývatni auki sýnir nokkuð skondna stutt- mynd. Verkin eru á meðal þess at- hyglisverðasta á sýningunni, en hið sama get ég ekki sagt um málverk hans. Magnús og Ditta sýna tvö mál- verk hvort. Margt er við þau að at- huga, enda virðist metnaður Magn- úsar og Dittu liggja frekar í þrívíðu verkunum. Handtöskur Dittu hafa fjóra spena hver. Er Ditta þar í samskonar vangaveltum og írska listakonan Do- rothy Cross, en spenaverk hennar eru oft notuð sem dæmi um femin- isma í listum. Töskur Dittu eru vel útfærðar, en umgjörðin, úr frauð- plasti og bláum svampi, er illa hugs- uð og dregur úr gæðum listaverks- ins. Annað verk sem tengja má femin- ískri list (ef maður vill) er eftir Þuríði Kristjánsdóttur en hún breytir skáp gallerísins í fataskáp fyrir kvenkyns ofurhetju. Á veggjum gallerísins má einnig sjá ljósmyndir af hetjunni skera hangiket og huga að barni sínu. Kennimerki hetjunnar er staf- urinn „æ“, sem ég les einnig sem sársaukahróp. Hann undirstrikar ímynd kvenhetjunnar sem ber merk- ið á fötum sínum og sinnir hlutverki sínu sem bjargvættur heims og heimilis. Skúlptúrar Tinnu Kvaran eru úr mjúku efni en sýna hluti sem annars eru í hörðu efni. Aðferðin minnir nokkuð á skúlptúra Claes Oldenburg á sjöunda áratugnum, en formfræði- leg nálgun hennar er af öðrum toga. Skúlptúrarnir, sem forma hús og tröppur, eru byggðir á bæði fern- ingsformi og þríhyrningsformi. Sæk- ir listakonan því jafnt í strangflatar- list og popplist. Þótt fimmmenningarnir vinni sjálfstæð listaverk framsetja þau verkin eins og sameiginlega innsetn- ingu frá listhópi frekar en samsýn- ingu á aðskildum verkum fimm lista- manna. Galleríið er þétthlaðið og öllu ægir saman, litum, formum og hug- myndum. Gefur það einstaklings- framlagi þeirra minna vægi en skap- ar þess í stað samstæða sýningu. Engar upplýsingar eru um lista- mennina aðrar en nöfn þeirra. Þykir mér það miður þar sem listamenn- irnir eru að mestu ókunnir í íslensku myndlistarlífi. ar á veggina. Í textunum deilir hann á trúverðugleika fjölmiðlanna, sem hann svo undirstrikar með stuttri sjónvarpsmynd af dreng í kúreka- leik. Myndina tók listamaðurinn upp á svart-hvíta 8 mm filmu og lítur hún út fyrir að vera frá árum þöglu myndanna. Hann nær því ágætlega að koma ádeilu sinni til skila. Magnús Helgason sýnir einnig tvær stuttmyndir. Þær eru hluti af rýmisskúlptúrum sem listamaðurinn hefur smíðað. Á efri hæðinni, í horni gallerísins, er ílangt rör eða skúlptúr sem sýningargestir horfa inn í til að sjá stutta leirbrúðumynd fyrir full- orðna. Á neðri hæðinni hefur Magn- ús með einföldum hætti breytt kvik- myndavél í rýmisskúlptúr sem að ÍSLENDINGAR hafa lengi sótt listnám til Hollands og hafa margir þeirra numið við listaháskólann AKI í borginni Enschede, en hann er einn framsæknasti myndlistarskóli þar í landi. Í Gallerí Skugga stendur nú yfir sýningin „Jæja já“, samsýning fimm ungra listamanna sem ýmist eru ný- lega útskrifaðir frá AKI eða eru á síðasta skólaári. Þau eru þessi: Arn- þrúður Dagsdóttir (Ditta), Magnús Helgason, Steinþór Karlsson, Tinna Kvaran og Þuríður Kristjánsdóttir. Verk Steinþórs Karlssonar, „Where the weatherman controls the quality of life“ (Þar sem veðurfræð- ingurinn stjórnar lífsins gæðum), er í bakherbergi gallerísins. Það eru ljós- myndir af atburðum daglegs lífs, ásamt textum sem listamaðurinn rit- Kraðak af list MYNDLIST Gallerí Skuggi Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13–17. Henni lýkur 18. ágúst. BLÖNDUÐ TÆKNI ARNÞRÚÐUR DAGSDÓTTIR (DITTA), MAGNÚS HELGASON, STEINÞÓR KARLS- SON, TINNA KVARAN OG ÞURÍÐUR KRIST- JÁNSDÓTTIR Frá sýningunni „Jæja já“ í Gallerí Skugga. Jón B. K. Ransu Sjóminjasafn Íslands, Hafnarfirði Sýningu á gömlum og nýjum smíð- isgripum, úr tré og málmi, eftir ís- lenska handverksmenn. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13–17. Skaftfell, Seyðisfirði Sýningu Georgs Guðna og Peters Frie lýkur laugardaginn í dag og sýningarnar ,,El-Grillo í stríði og friði“ og ,,170 x hringinn“ sem báðar eru til húsa í gamla barnaskólahús- inu, lýkur á morgun, sunnudag. Sýningum lýkur Norska húsið, Stykkishólmi Dýr- finna Torfadóttir opnar sýningu á skartgripum sínum og lágmyndum. Dýrfinna lærði fag sitt á Akureyri og í Valdres í Noregi og lauk meist- araprófi í gullsmíði árið 1983. Hún er jafnframt sjóntækjafræðingur og sjónfræðingur og hefur veitt þjón- ustu á því sviði samhliða skart- gripagerð. Hún opnaði vinnustofu á Akranesi sl. sumar og rekur versl- un á Ísafirði. Þar er m.a. boðið upp á handunna skartgripi. Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga, og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, m.a. hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Norska húsið er opið alla daga frá kl. 11–17 og stendur sýningin til 1. septem- ber. Lóuhreiður, Laugavegi 61 Vilborg Eggertsdóttir myndlistarkona opn- ar einkasýningu á verkum sínum kl. 12. Þetta er þriðja einkasýning Vil- borgar. Þar sýnir hún verk unnin í vatnslit og olíu. Sýningin mun standa til 10. sept- ember. Kaffitár, Gallerí sautján, Lauga- vegi 91 Laufey Margrét Pálsdóttir sýnir „rósir“, málverk á bólstraðan striga, út september. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is LILJA Hjaltadóttir fiðlukennari stendur fyrir tónlistarbúðum fyrir börn og unglinga í Skálholti og hefj- ast þær í dag, laugardag og stendur til 25. ágúst. Lilja hefur verið með námskeið, mest fyrir sína suzuki- nemendur, á hverju ári í Skálholti síðastliðin 10 ár. Nú hefur hún fært út kvíarnar og námskeiðið er lengra og fleirum boðið að slást í hópinn. Námskeiðið skarast þannig að yngstu börnin byrja, síðan bætast við næstu stig (þannig að yngri börn- in heyra alltaf í þeim sem eru komin aðeins lengra,) og síðasti partur námskeiðsins er fyrir tónlistarnem- endur frá 6. stigi og upp á háskóla- stig. Þar hefur hún fengið til liðs við sig Auði Hafsteinsdóttur og Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikara til að kenna með sér. Auk þeirra kenna á námskeiðinu Helga Steinunn torfa- dóttir, Örnólfur Kristjánsson og Kristinn Örn Kristinsson. Foreldrar dvelja með yngri börn- unum en eldri börnin koma án for- eldra. Auður Hafsteinsdóttir Sigurbjörn Bernharðsson Tónlistarbúðir í Skálholti verk eftir Bach og Boëllmann, þrjú þeirra leikur hún einnig á tónleik- unum annað kvöld. Það eru Pre- lúdía og fúga í Es-dúr, forspil og eftirspil sálma sem ganga undir nafninu Orgelmessan; sálmforleik- urinn An Wasserflüssen Babylon Bach og Maríubæn og Tokkata, tveir síðari kaflar Gotnesku svít- unnar op. 25 eftir franska 19. ald- ar tónskáldið Léon Boëllmann. Kaflarnir eru fjórir og leikur hún þá alla annað kvöld. Fyrri kafl- arnir standa undir heitinu að vera gotneskir í stíl en hinir síðari dæmigerðir fyrir franska orgel- tónlist frá síðari hluta 19. aldar. Síðari hluti efnisskrár Susan annað kvöld er franskur og hefst á einni fyrstu frönsku orgelsin- fóníunni, Grande Pièce Symphoni- SUSAN Landale er gestur Sumar- tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld kl. 20 og leikur jafnframt á hádegistónleikum í dag kl. 12. Susan er meðal fremstu organista Frakklands, þar hefur hún starfað um langt árabil, en hún er Skoti að uppruna. Eftir að hún vann alþjóðlega orgelkeppni sem kennd er við St. Albans hefur hún verið eftirsóttur orgelleikari víða um heim. Hún hefur m.a. komið fram með mörgun hljóm- sveitum og á tónlistarhátíðum, auk þess sem hún er eftirsótt í dóm- nefndir. Þetta er í annað sinn sem hún kemur fram á vegum tónleikarað- arinnar, fyrst árið 1999. Á hádeg- istónleikunum leikur hún fjögur que op. 17 eftir César Franck. Hann skrifaði verkið 1863 eftir hvatningu frá Franz Liszt. Annað franska verkið er Minuetto eftir Eugene Gigout. Hann var prófess- or í orgelleik við Tónlistarháskól- ann í París og sérstaklega fyrir orgel til notkunar í kirkjunni. Minuetto er eitt tíu verka úr þekktasta safni hans Dix Pièces (Tíu verk) og síðasta verkið er Suite Gothique op. 25. Morgunblaðið/Sverrir Susan Landale organisti. Susan Landale gest- ur Hallgrímskirkju ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.