Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 35 Í UMRÆÐUNUM að undanförnu um sparisjóðina segir Pét- ur H. Blöndal, sem er einn af fimm fétöku- mönnum SPRON, í Morgunblaðinu hinn 28. júní: „Ég dreg ekki dul á það að ég hef allt- af haft ímigust á fé sem enginn á.“ Þetta hefur oft komið fram í tali hans, bæði á þingi og annars staðar, og virð- ist vera undirstöðuat- riði að aðförinni að SPRON. Og síðan er talað um fé án hirðis. Raunverulega er verið að segja á grófan hátt að pen- inga og eignir sem liggja í sam- félagslegum rekstri eigi enginn. Við sem höfum starfað innan t.d. spari- sjóðanna og samvinnufélaganna alla okkar starfsævi eigum erfitt með að hlusta á svona rugl dag eftir dag án þess að gera við það athugasemdir. Sparisjóðirnir og samvinnufélögin voru stofnuð á sínum tíma sem hjálp til sjálfsbjargar. Þessi félagssamtök, sem eru mjög skyld, voru ekki stofn- uð til að græða fé, það var öllum ljóst í upphafi, heldur til að veita þjónustu sem var ekki fyrir hendi en var nauð- synleg til að geta lifað á viðkomandi stöðum svo einhver framþróun ætti sér þar stað. Oft var þetta í mjög litlum sam- félögum. Ef félögin hættu rekstri runnu eigur þeirra til samfélagsins þar sem félögin ráku starfsemi eða voru geymd þar til nýtt félag var stofnað. Það var enginn í vafa um hver ætti félögin. Fólkið á stöðunum sem skipti við félögin átti þau og það átti að njóta arðseminnar af starf- semi þeirra. Þeir sem lögðu fram stofnfé áttu að fá það endurgreitt með eðlilegum vöxtum ef starfseminni var hætt. Þetta form á starf- semi þessara sam- félagslegu fyrirtækja var síðan stað- fest í lögum frá Alþingi og þeim lögum síðan breytt í samræmi við breytt viðhorf samfélagsins en grunnundirstöðum haldið. Um þessar staðreyndir hélt ég að ekki þyrfti að deila. Menn undrast því að virðulegir lögmenn eins og Jón Steinar Gunn- laugsson skuli standa sveittir við greinaskrif og málflutning við að reyna að telja mönnum trú um að menn er keypt hafa stofnbréf séu réttir eigendur að fjármagni sem þeir hafa undirgengist að þeir muni aldrei eiga neitt tilkall til umfram sín eigin framlög. Ennþá meiri undrun vekur það að bankaráð og bankastjórn ríkisbanka skuli fara í hálfgerðan bófahasar til að koma sparisjóðunum á kné og reyna að innlima þá, í fullri yfirlýstri andstöðu ráðherra bankamála, sem skipað hefur þá að meirihluta til að stjórna bankanum tímabundið. Mað- ur hlýtur að finna til samúðar með bankamálaráðherra yfir hvað óheppilega hefur til tekist við val á mönnum í þessar virðingarstöður. Ef til vill er þessi nýja skilgreining á „fé sem enginn á“ og allt tal þar um tilraun til að fá menn til að trúa að rekstur í samfélagformi eins og sparisjóðanna og kaupfélaganna sé eitthvað verri og ekki eins traust- vekjandi og rekstur í öðru formi. Nú, og ef það tækist væri tilganginum náð. Hagfræðingurinn Milton Fried- man, sem er átrúnaðargoð margra fétökumanna, hefur sagt eitthvað á þessa leið: Þú færð ekkert ókeypis, það er alltaf einhver sem borgar. Og í sjálfu sér má rökstyðja þá fullyrð- ingu. Á sama hátt má segja: Það er ekkert fé sem enginn á. Fé sem enginn á? Gunnar Sveinsson Sparisjóðir Þessi félagssamtök, segir Gunnar Sveins- son, voru ekki stofnuð til að græða fé. Höfundur er fv. kaupfélagsstjóri. Á MÁNUDAGINN eru liðin hundrað ár frá fæðingu hins merka grasafræðings og rithöfundar, Stein- dórs Steindórssonar frá Hlöðum, og verður þá efnt til náttúru- fræðaráðstefnu og kynningar á ævistarfi hans í Menntaskólan- um á Akureyri. Lang- ar mig hér að minnast Steindórs með nokkr- um orðum og þá eink- um alþýðleika hans sem fræðimanns og fjölfræðings og áhuga hans á sálfræði en þróunarsálfræðin varð síðar mín fræðigrein. Fyrstu kynni mín af Steindóri eru raunar tengd minn- ingum um ömmu mína, Ingibjörgu Ágústsdóttur, garðinn hennar, grasafjall og bækurnar. Voru fræðin margvísleg og Heima er best í fastri áskrift en blaðinu rit- stýrði Steindór árum saman. Flugleikur og frelsi Steindór var skólameistari Menntaskólans á Akureyri á ár- unum 1966 til 1972 og tók við þeim starfa af Þórarni Björnssyni, sem þá hafði um nokkurt skeið átt við veikindi að stríða. Þórarinn var mikill ljúflingur í allri framkomu – fannst mér sem hann dveldi í heimi ljóðs og drauma – og talinn forvitri eins og títt hefur verið um aðra af Fjöllum. Hann þýddi m.a. þá merku bók Litla prinsinn úr frönsku og voru einkunnarorðin þessi: það mikilvægasta er ósýni- legt augunum. Steindór var aftur mikill stórhugi sem naut sín best óheftur uppi um fjöll og firnindi, í heimi plantna og dýra (álfa og trölla?), eða óþreytandi að ræða og skrifa um þessi viðfangsefni sín, en beið þess hlutskiptis að taka á efri árum sínum við okkur, upp- reisnargjörnum börnum velmeg- andi eftirstríðsárakynslóðar. Var bítkynslóðin með Allen Ginsberg í fararbroddi komin fram nokkru fyrr, stúdentauppreisn í París 1968, hippar og blómabörn í Am- eríku, eins konar flugleikur kyn- slóðanna að loknum stormi stríðs- áranna. Flugleikur inn á nýjar víddir himingeima og vitundar- heima. Við spurðum um frelsið í heimun- um. Við vissum minna um afstæði hlutanna, eigin fjötra, og gjaldið sem greiða þurfti. Heimsbókmenntir Ofan á Heima er best og grasafræði ömmu komu nú heimsbókmenntirnar og kynntist ég Stein- dóri býsna vel í gegn- um störf mín sem for- maður Bókmennta- klúbbs skólans. Hann hafði vit á að láta okk- ur í friði við þessa iðju. Bókin um Veginn var mikið lesin; að Lao Tse hafi gengið í fjall líkt og Bárður Snæfellsás forðum er enn líkleg skýring. Ginsberg og ljóðaþýðingar úr frönsku eftir Jón Óskar voru vinsælar og kynntumst við þar Rimbaud, Baudelaire og Eluard: „Ég fæddist til að þekkja Þig og nefna Frelsi.“ Öllu Frelsinu var svo skolað niður með römmu tevatni og dropa af ilmandi hun- angi af skógartoppi – Honeysuckle – Lonicera Periclymenum. Sjálfur var Steindór orðsins maður og átti ekki langt að sækja það, móðir hans, skáldkonan Ólöf frá Hlöðum, hún gat sannarlega „komið orðum að lífinu“. Fjölfræðingur á skólameistarastól Þegar litið er yfir skólameist- aratíð Steindórs hjá ’72-árgangi mínum, sem var óvenju fjölmenn- ur, má sjá lítil afföll. Að höndla sársaukann og vaxa að manni sannreyndi Steindór, en kona hans veiktist alvarlega um það leyti er hann tók við skólanum og fór hann í daglegar heimsóknir á FSA. Hann gaf árganginum þá umsögn að hann hefði verið vinnusamur og alltaf skilað sínu, ég held reyndar að kröfurnar hafi iðulega sett á okkur heilmikla pressu. Steindór var í senn óhefðbundinn og alþýð- legur, vasaðist í mörgu og innbyrti í einni persónu ótrúlega þekkingu og margar flóknar andstæður. Of mikið kannske, en … barasta bara. Auk þess var hann í pólitík og lá vel við höggi, gaf líka á sér færi sökum þess hve umbúðalaus hann var í allri frásögn og framgöngu, en karlmenni til að mæta ófræg- ingu. Til nútíðar Steindór var alla tíð afkastamik- ill fræðimaður og rithöfundur, skrifaði t.a.m. bæði annað bindið af Landið þitt á þessum árum og Vegahandbókina sem báðar hafa orðið vinsælar. Í eftirfarandi ljóði Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er vel lýst tilfinningu Steindórs fyrir varðveislu menningar og náttúru og er enn á ný komið að eflingu náttúrufræða: Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum um löndin þver og endilöng, um öræfi sem byggð? Hvar er kirkja huldufólksins? Hvar er klettur smárra dverga? Hvar er lækurinn hjá bænum? Hvar er lindin silfurskyggð? Vitrunargáfur og sálarrannsóknir Hæfileikinn til að undrast, fyll- ast lotningu yfir hinu óræða í sköpunarverkinu, var sá hæfileiki sem Albert Einstein taldi nútíma- manninn í hættu með að glata. Það var ekki fyrr en ég var við kennslu í MA á árunum 1981 til 1984 og hafði þá nýlokið BA-ritgerðinni, sem fjallaði um trúarreynslu, að ég fór að gera mér grein fyrir þætti Steindórs í nýguðfræði og spíritisma. Þessi áhugi Steindórs á sálarrannsóknum einkenndi jafn- framt marga af okkar frumlegustu og merkustu fræðimönnum á fyrstu áratugum 20. aldar og var í takt við hliðstæða þróun sálfræð- innar erlendis. Má hér nefna tvo heimspekiprófessora við Háskóla Íslands, þá Ágúst H. Bjarnason og Guðmund Finnbogason, en Ágúst gerði með aðstoð Guðmundar eina fyrstu sálfræðirannsóknina hér- lendis, sótti í þjóðararfinn og rannsakaði berdreymi og gaf út í bókinni Drauma Jói árið 1915. Jón Árnason þjóðsagnasafnari hafði áður talað um berdreymið sem al- menna vitrunargáfu. Blóm og menn Steindór varð háaldraður og vel ern. Hann var mjög gott gam- almenni, ég kynntist honum raun- ar langbest þá, doktorsverkefnið var á sviði þróunarsálfræði og sál- málvísinda, fannst það forvitnilegt. Lét lesa fyrir sig eftir að hann var orðinn nær blindur og hélt áfram að pæla í handanfræðum; alefling andans og athöfn þörf fram í dauð- ann. Aðalviðfangsefnin höfðu verið blómin, löngum gluggar til nýrra vídda og huliðsheima jafnvel í dag þegar eina leiðin í stegldri þrá- hugsuninni er sú að taka Guð til fanga og yfirheyra, eins og Bjarni Bjarnason kemst að orði í Mann- ætukonunni, en: Blómin eru svo lítil að það er eins og þau séu leif- ar frá því að hann skapaði aðra jörð, annars staðar í alheiminum, miklu minni. Náin skoðun á þeim sannfærir mann um að sá heimur hafi verið jafnvel enn fínni en þessi. Hvert liggur þessi vegur? Björg Bjarnadóttir Minning Steindór, segir Björg Bjarnadóttir, var skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri á árunum 1966 til 1972. Höfundur er forstöðusálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.