Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSDEILD
Amnesty International
(AI) tekur nú í fyrsta
sinn þátt í Gay Pride-
göngu hér á landi í dag,
laugardaginn 10. ágúst,
undir slagorði AI:
„Okkar veröld, okkar
réttur“. AI lítur á bar-
áttu samkynhneigðra
sem baráttu fyrir sjálf-
sögðum mannréttind-
um og hefur tekið á
málum margra ein-
staklinga sem hafa ver-
ið sviptir frelsi og jafn-
vel lífi vegna þeirrar
sammannlegu þarfar
að njóta ástar og um-
hyggju og hafa barist fyrir rétti ann-
arra til slíks hins sama. Innan AI í
mörgum löndum eru nú starfandi
aðgerðarhópar sem sinna málum
samkynhneigðra sérstaklega s.k.
LGBT-hópar. LGBT stendur fyrir
„lesbian“ (lesbíur), „gay“ (hommar),
„bisexual“ (tvíkynhneigðir) og
„transgender“ (kynskiptingar, ein-
staklingar sem telja sig tilheyra
öðru kyni en líkami þeirra segir til
um. Í þessari grein er átt við alla
þessa hópa þó ekki séu allar skil-
greiningar notaðar). LGBT-hópar
sinna málum ofantalinna sérstak-
lega innan aðgerðarnets AI. Í fyrra
var gefið út upplýsingarit á vegum
AI sem ber heitið „Crimes of hate,
conspiracy of silence“ og er sérstak-
lega um mannréttindabrot sem
framin eru á forsendum kynhneigð-
ar. Rétt er að hvetja alla þá sem
áhuga hafa að kynna sér þetta rit
auk þess sem hægt er að fræðast um
starf AI á vefsíðunum www.am-
nesty.org og www.amnesty.is.
Í inngangsorðum að mannrétt-
indayfirlýsingu SÞ frá 1948 segir
svo „…að æðsta markmið almenn-
ings um heim allan sé að skapa ver-
öld, þar sem menn fái
notið málfrelsis, trú-
frelsis og óttaleysis um
einkalíf og afkomu“.
Og í fyrstu grein þes-
arar yfirlýsingar kem-
ur þetta fram: „Hver
maður er borinn frjáls
og jafn öðrum að virð-
ingu og réttindum.“ Og
það er víðar í þessari
yfirlýsingu þar sem
lesa má fagrar setning-
ar um manngæsku og
drenglyndi okkur öll-
um til handa. Það er
sorglegt að sjá hve lítið
fer fyrir þessari einni
merkustu yfirlýsingu mannkyns
þegar flett er blöðum, horft á sjón-
varp eða hustað á útvarp.
Þrátt fyrir aukið umburðarlyndi
og lagalega vernd í mörgum löndum
er fólk enn ofsótt sökum kynhneigð-
ar og þarf að sæta mannréttinda-
brotum jafnvel í löndum nærri okk-
ur. Svívirðilegt orðbragð,
atvinnumissir, húsnæðismissir, bar-
smíðar, limlestingar, fangelsanir,
nauðganir og jafnvel dauði er hluti
af veröld homma, lesbía, tvíkyn-
hneigðra og kynskiptinga víða um
heim.
Að minnsta kosti 70 ríki í heim-
inum banna samkynhneigð í lögum.
Orðalagið er misjafnt; „ónáttúra“,
„ósiðlegt athæfi“, „hneykslanlegt at-
ferli“. Robert Mugabe, forseti Zim-
babwe, sagði að samkynhneigðir
væru „verri en svín“ og „lægstir
allra manna“. 23 hommar voru ný-
lega sakfelldir í Egyptalandi sökum
kynhneigðar sinnar og vakti það mál
mikla athygli og sterk viðbrögð yf-
irvalda og almennings í mörgum
löndum, ekki síst í Evrópu. Víða er
samræðisaldur samkynhneigðra
hærri en gagnkynhneigðra. Í mörg-
um löndum, þar sem samkynhneigð
er almennt viðurkennd og sam-
þykkt, er ofbeldið falið á ýmsan hátt.
Yfirvöld taka seint eða illa, jafnvel
alls ekki, á málum samkynhneigðra
borgara sinna. Kvörtunum þeirra
um ofbeldi frá hendi meðborgara
sinna og opinberra starfsmanna er
mætt með skeytingarleysi og óvirð-
ingu. Í fangelsum, þar sem mann-
virðingin vill hvað oftast verða að
engu, lenda samkynhneigðir fangar í
nauðgunum og barsmíðum frá hendi
samfanga sinna og ekki síður fanga-
varða, eru jafnvel myrtir og slíkum
málum stungið undir stól hjá yfir-
völdum.
Hlutskipti kvenna er víða hræði-
legt. Í mörgum löndum er konum
meinað að njóta jafnvel sjálfsögð-
ustu mannréttinda sem einstakling-
ar, svo sem sjálfsákvörðunarréttar,
sökum laga og/eða hefða í landi sínu.
Lesbíur eiga við tvöfalt ofbeldi að
stríða þar sem þær eru líka lítils-
virtar sökum kynhneigðar sinnar. Í
löndum Asíu, Afríku, S-Ameríku og í
Arabalöndum og löndum A-Evrópu
er ástandið hvað verst. Sömu sögu
er að segja um kynskiptinga og ófá
mál sem komið hafa til kasta AI
snerta lesbíur og kynskiptinga.
Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á
mannréttindum að fylkja liði með fé-
lögum úr AI-deildinni hér á landi og
fleirum og taka þátt í göngunni í
dag, gleðjast með samkynhneigðum
hér á landi og sýna stuðning við
mannréttindi öllum til handa. Að
berjast fyrir mannréttindum ann-
arra er að berjast fyrir eigin mann-
réttindum.
„Því hærra
syngjum við“
Grétar
Einarsson
Mannréttindi
Þrátt fyrir aukið um-
burðarlyndi og lagalega
vernd í mörgum löndum
segir Grétar Einarsson
að fólk sé enn ofsótt
sökum kynhneigðar.
Höfundur er félagi í Amnesty Int-
ernational á Íslandi.
FIMMTA unglinga-
landsmót UMFÍ var
haldið í Stykkishólmi
um verslunarmanna-
helgina. Þetta er í
annað skipti sem mót-
ið er haldið um þessa
mestu ferða- og útihá-
tíðahelgi ársins en
það var fyrst gert fyr-
ir 2 árum þegar mótið
var haldið á Tálkna-
firði, Patreksfirði og
Bíldudal. Mörgum
þótti það bjartsýni að
reyna slíkt mótshald
um þessa helgi og
töldu að þátttaka yrði
ekki mikil þar sem
margs konar útihátíðir og
skemmtanir væru í boði víðs vegar
um landið á sama tíma. Annað
kom á daginn og þátttaka var
feikigóð í mótinu á Vestfjörðum og
enn betri í Stykkishólmi, en alls
mættu um þrettán hundruð kepp-
enda til leiks auk mikils fjölda for-
eldra og forráðamanna og alls
munu fimm til sex þúsund manns
hafa heimsótt Stykkishólm vegna
mótsins. Unglingalandsmótið hef-
ur því orðið að vel heppnaðri fjöl-
skylduhátíð.
Unglingalandsmótsnefnd Hér-
aðssambands Snæfellinga annaðist
framkvæmd mótsins, sem var ein-
staklega vel undirbúið
og tókst í alla staði
vel þó veðrið hefði
vissulega mátt vera
betra. Átti það jafnt
við um keppni í ein-
stökum íþróttagrein-
um sem og marghátt-
aða afþreyingu fyrir
unga sem aldna.
Stykkishólmur er vel í
stakk búinn til slíks
mótshalds. Þar hefur
á undanförnum árum
verið byggð upp
glæsileg aðstaða til
íþróttaiðkunar á fjöl-
mörgum sviðum og
vegna þessa móts var
þar enn bætt um betur með nýjum
atrennubrautum og hástökks-
svæði. Þessi góða aðstaða ásamt
einstaklega fallegu umhverfi skap-
aði frábæra umgjörð um lands-
mótið.
Það hefur ítrekað komið fram í
viðamiklum könnunum að íþróttir
og félagsstarf er mikilvægur þátt-
ur í þroskaferli ungmenna og
margvíslegum forvörnum. Ekki
má heldur gleyma ánægjunni sem
fylgir íþróttaiðkun fyrir börn og
unglinga en umbun þeirra er með-
al annars fólgin í leikgleðinni og
því að takast á við viðfangsefnin,
ná meiri leikni, bæta árangur sinn
og efla líkamlegt atgervi sitt. Þess
vegna er góð íþróttaaðstaða og öfl-
ugt íþróttastarf eitthvað það besta
sem hægt er að bjóða unga fólk-
inu.
Það er ástæða til að þakka öllum
þeim fjölmörgu sem stóðu að und-
irbúningi og framkvæmd lands-
mótsins og óska þeim til hamingju
með vel heppnaða fjölskylduhátíð.
Glæsileg fjöl-
skylduhátíð
Guðjón
Guðmundsson
Höfundur er alþingismaður og for-
maður íþróttanefndar ríkisins.
UMFÍ
Góð íþróttaaðstaða og
öflugt íþróttastarf, segir
Guðjón Guðmundsson,
er eitthvað það besta
sem hægt er að bjóða
unga fólkinu.
ÞAÐ fer ekki
framhjá neinum
manni sem les blöðin
þessa dagana að fjár-
málamarkaðurinn
vestanhafs er í öng-
þveiti. Eftir að upp
komst um stórfelld
svik nokkurra ógóðra
viðskiptamanna gagn-
vart skjólstæðingum
sínum hefur markað-
urinn ekki borið sitt
barr og óljóst hvenær
hann nái að rétta úr
kútnum. Margir hag-
yrðingar hafa stigið
fram á sjónarsviðið og
opinberað sínar út-
málanir á hvað liggi að baki og
hverjum sé um að kenna. Virðast
margir þeirra vilja hafa hneyksli
þessi fyrir átyllu til að grafa upp
gamlan óvin, kapítalismann, og
skella skuldinni á hann.
Ástandið í dag
Þessir ágætu menn skírskota
greinilega til núverandi stöðu
efnahagsmála þegar þeir kenna
kapítalismanum, og þá líklegast
einnig hinum frjálsa markaði, um
ófarirnar. En hversu lík eru sam-
félög Vesturlanda, og þá helst það
bandaríska, því sem í daglegu máli
kallast kapítalismi? Búa Banda-
ríkjamenn að frjálsu markaðs-
kerfi?
Nei. Til að byrja með gerir kap-
ítalismi ráð fyrir traustum gjald-
miðli en ekki gjaldmiðli, hvers
verðmæti er tryggt af brigðulum
stjórnmálamönnum.
Kapítalismi verð-
launar vel til heppnuð
viðskipti og ákveður
vexti í samræmi við
sparnað, kapítalismi
býr ekki til innistæðu-
lausa peninga eins og
opinberum seðlabönk-
um einum er lagið.
Opinberar reglu-
gerðir um samruna og
eignayfirtökur fyrir-
tækja er ekki kapítal-
ismi. Lög um hluta-
bréfa- og eigna-
viðskipti er ekki
kapítalismi. Lág-
markslaun, verð-
stjórnun, niðurgreiðslur, styrkir til
fyrirtækja og einstaklinga, opin-
bert taumhald á utanríkisverslun,
sligandi skattar, óeðlileg áhrif her-
gagnaiðnaðarins, innanríkisstefna
sem grefur undan einstaklings-
frelsi og utanríkisstefna sem dreg-
ur taum stórfyrirtækja. Ofan á
bætist opinber umsjón á landbún-
aði, menntun, heilsugæslu, trygg-
ingum og fjármálum. Þetta er ekki
kapítalismi.
Þvert á móti, frjáls markaður er
í andarslitrum og einkahagsmuna-
gæsla, verndunarstefna og uppá-
troðsla opinberrar miðstýringar
hafa fest í sessi.
Sekt yfirvalda?
Síðan bandaríska ríkisstjórnin
greip inn í hagkerfið um 1930 með
vondum afleiðingum hafa þúsundir
síðna af reglugerðum verið skrif-
aðar og milljörðum dollara verið
eytt til að auka afskipti og eftirlit
með viðskiptalífinu vestra. Þrátt
fyrir allt þetta fjármagnsaustur og
reglugerðaskrif komust fyrirtæki
eins og Enron og Worldcom upp
með stórfelld svik á skjólstæðing-
um sínum. Það er því réttilega
áætlað að fleiri reglugerðir og
harðari löggjöf í viðskiptaheimin-
um – eins og bandaríska þingið er
með í bígerð núna – muni ekki
auka á öryggi á fjármálamarkaðn-
um bandaríska.
Það má jafnvel leiða að því líkur
að íþyngjandi reglugerðafargan
samfara óvarlegri peningastefnu
hins opinbera eigi sök að máli í
hneykslunum vestanhafs. Hafa
margir hagfræðingar viljað kenna
gjaldeyrisbankanum bandaríska
um kreppuna í dag sem kemur í
kjölfarið á mikilli uppsveiflu á tí-
unda áratugnum, þ.e.a.s. engin
innistæða bjó að baki uppsveifl-
unni nema austur á verðlausum
skuldableðlum, dollurum.
Háværum stjórnmálamönnum
væri nær að líta í eigin barm áður
en farið er út í það að fordæma
aðra fyrir að ljúga og svíkja skjól-
stæðinga sína. Fæstir Bandaríkja-
menn áttu hlut að máli í óförum
Enron eða Worldcom, en allir hafa
verið sviknir ævilangt af mesta
loddara mannkynssögunnar;
bandarísku ríkisstjórninni. Nægir
að nefna til sögunnar hið brigðula
almannavarnarkerfi vestanhafs
(Social Security).
Einnig ber að minnast á hið
nána samband sem er á milli stór-
fyrirtækja, t.d. Enron, og banda-
rískra stjórnvalda. Kæmi það und-
irrituðum ekki á óvart ef svikin
teygðu anga sína inn í bandaríska
stjórnsýslu.
Kapítalismi og sósíalismi
Í grein Jónasar Bjarnasonar,
Botninn í botnabotni, sem birtist í
DV hinn 22. júlí, minnist höfundur
stuttlega á Neanderdalsmanninn
og kallar hann upphafsmann vel-
ferðarkerfisins. Jónas eignar
frummanninum þennan titil í ljósi
þess að Neanderdalsmaðurinn
„verndaði þá sem voru veikburða
og dottið höfðu út úr samkeppni
við CroMagnon-manninn…[sem]
má teljast forgengill heimskapítal-
ismans“.
En Jónas lítur framhjá þeirri
staðreynd að það var enginn sem
neyddi Neanderdalsmennina til að
gefa með sér eða að vernda hina
veikburða, og því geta þeir varla
kallast forvígismenn hins almenna
velferðarkerfis.
Höfundur fer með fleipur og
heldur á lofti þeim leiðigjarna mis-
skilningi að þeir sem hugsa um
aðra séu sósíalistar (stuðnings-
menn velferðarkerfisins) og hinir,
sem vilja einungis betra hlutskipti
sitt á kostnað annarra, séu kapítal-
istar. Neanderdalsmennirnir hefðu
varla verið aðdáunarverðir ef leið-
togar þeirra hefðu pínt þá til að
aumka sig yfir minnimáttar.
Óspjölluð góðvild sprettur úr
brjósti einstaklinga sem eru til-
búnir að gefa af sér og er því af-
sprengi frelsis fremur en valdbeit-
ingar. Neanderdalsmennirnir voru
frjálshyggjumenn umfram forvíg-
ismenn velferðarkerfisins, þó að
óvarlegt sé að fara með svona full-
yrðingar.
Hérna er komið inn á grundvall-
armun á kapítalískri og sósíalískri
hugsun, sósíalisminn elur á vald-
beitingu misgóðra stjórnmála-
manna til að betra samfélagið en
kapítalisminn treystir skynsemi og
vali hvers og eins fyrir sínu lífi.
Það er vissulega hægt að kenna
núverandi stöðu efnahagsmála um
það óefni sem nú er komið í, en
ástandinu má mun frekar líkja við
niðja sósíalismans heldur en kapít-
alismans. Kapítalismi gerði Banda-
ríki Norður-Ameríku, arfleið illa
skóaðra fátæklinga frá Evrópu, að
ríkasta landi í heimi. Ófarirnar
vestra eru fremur merki um styrk
markaðskerfisins en veikleika,
markaðurinn steypir óheiðarlegum
fyrirtækjum í gjaldþrot og kennir
þar með ákveðna lexíu. Spurning
er hvað gert hefði verið ef svip-
aður skandall hefði komið upp inn-
an hins opinbera geira?
Kapítalisminn hengdur
fyrir sósíalismann
Freyr
Björnsson
Stjórnmál
Frjáls markaður er í
andarslitrum, segir
Freyr Björnsson, og
einkahagsmunagæsla,
verndunarstefna og
uppátroðsla opinberrar
miðstýringar hafa fest í
sessi.
Höfundur er nemi, sem innritast í
stærðfræði í HÍ í haust.