Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist í Norðurkoti á Kjal- arnesi 27. febrúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 2. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Miðfelli í Hvalfirði, f. 14. nóvember 1882, d. 4. júlí 1961, og Sig- ríður Andersdóttir, f. 9. september 1880 í Reykjavík, d. 30. september 1958. Systkini Vilborgar voru níu: Lilja, f. 7. júní 1903, Þórður Gunnar, f. 27. ágúst 1905, Er- lendur Helgi, f. 16. júlí 1908, Jón Þórir, f. 5. nóvember 1910, Bjarni, f. 28. mars 1916, Laufey Sigurrós, f. 12. ágúst 1916, And- ers Gunnþór, f. 2. febrúar 1919, Gústaf Adólf, f. 28. ágúst 1920, og Níels Helgi, f. 23. maí 1921. Vilborg átti einnig eina hálfsyst- ur, Þóru, f. 1. nóvember 1907. Vilborg kynntist Eggerti Jón- asi Guðmundssyni í Sandgerði árið 1930. Hann var þar á vertíð en hún í vist. Fluttu þau til Ólafs- grímur Ómar, f. 5. september 1961. Sambýliskona Guðrún Al- freðsdóttir. 3) Sigurjón Val- mundur, f. 2. oktober 1939, maki Hildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Ingibjörg Magnea, f. 21. september 1963, Sigurjón, f. 27. maí 1966, og Eggert Vilberg, f. 24. maí 1969. 4) Þórunn Adda, f. 4. desember 1942, maki Bjarni Karlsson, d. 10. janúar 1991. Börn þeirra eru: Anna Ástveig, f. 23. desember 1967, Arnar, f. 12. júní 1970, Bragi, f. 9. júní 1974, og Bjarni Freyr, f. 9. júní 1974. 5) Jón Eggertsson, f. 12. maí 1945, maki Margrét Vigfúsdóttir. Börn þeirra eru: Kristjana Elísa- bet, f. 4. júlí 1968, Vilborg, f. 17. apríl 1972, og Jón Þór, f. 12. des- ember 1979. 6) Hilmar, f. 23. september 1946, maki Sigfríður Fanný Stefnisdóttir. Börn þeirra eru: Vignir Methúsalem, f. 20. júní 1966, og Eggert Jónas, f. 10. september 1968. 7) Gústaf Frið- rik, f. 22. nóvember 1953, sam- býliskona Helga Tómasdóttir. Barn þeirra er Jón Hilmar, f. 17. nóvember 1983. Synir Gústafs eru Guðbjörn, f. 4. desember 1973, og Bjarki, f. 28. október 1976. Dóttir Helgu er Hulda Hrönn, f. 19. júní 1975. Barna- barnabörn eru orðin 29 talsins og eitt barnabarnabarnabarn. Útför Vilborgar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. víkur 1931 og bjuggu þar alla tíð síðan. Fyrst í Friðarhöfn með foreldrum Egg- erts, þá í Ásbjörns- húsi sem þau keyptu árið 1942 og bjuggu þar til 1959 er þau festu kaup á Braut- arholti 1. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Dvalarheimilið Jað- ar árið 1990. Vilborg og Eggerts giftust 1. júlí 1946. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Eggertsson, f. 12. ágúst 1872 í Lómakoti í Fróð- árhreppi, d. 30. júlí 1952, og Sig- urlín Rósborg Friðriksdóttir f. 20. október 1866, d. 7. ágúst 1946. Börn Eggerts og Vilborgar eru: 1) Sigríður Elín, f. 3. maí 1933, maki Margeir Vagnsson, d. 25. nóvember 2000. Börn þeirra eru: Eggert Hafsteinn, f. 3. júlí 1958, Sólveig, f. 8. febrúar 1961, og Vilberg, f. 5. júlí 1967. 2) Sig- urdór Steinar, f. 10. desember 1937, maki Guðrún Sigríður Guð- mundsdóttir, d. 8. október 1997. Börn þeirra eru: Guðmundur Ágúst, f. 9 ágúst 1960, og Arn- Belgvettlingar, sjóvettlingar, út- prjónaðir sparivettlingar, lopa- sokkar, hosur og leistar. Amma, langamma og langalangamma, 95 ára gömul, sá til þess að börn, tengdabörn, barnabörn, tengda- barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn ættu nóg af lopavettlingum og lopasokkum af ýmsu tagi og væri þar með hlýtt á höndum og fótum við öll tækifæri. Allt fram á sinn síðasta dag var amma með eitthvað á prjónunum, ef hún var ekki að prjóna nýja sokka og vettlinga, gerði hún við gamla og slitna, rakti upp og prjón- aði við. Nýlega fengum við send- ingu af fallega mynstruðum vett- lingum, sparivettlingum, sem héðan í frá verða spari-sparivett- lingar. Við systkinin komum ekki oft í Brautarholtið til ömmu og afa þeg- ar við vorum lítil. Þegar við það gerðum var amma alltaf eitthvað að sýsla í eldhúsinu, klædd Hag- kaupsslopp með mikið og sítt hárið greitt í fléttur sem náðu niður að mitti, fléttunum vafði hún svo upp undir skuplu sem hún bar jafnan við heimilisstörf. Í eldhúsinu sínu eldaði hún ofan í heila hersingu, ásamt því að baka til hversdags- brúks jólakökur, marmarakökur, heimsins bestu kleinur og flatkök- ur. Á meðan var afi kannski að dytta að húsinu eða vinna í garð- inum, en garðurinn þeirra var með fallegri görðum í Ólafsvík. Innan- dyra var allt í röð og reglu, snyrti- mennskan í fyrirrúmi. Í kjallaran- um hjá ömmu og afa höfðu bílstjórar sérleyfisbíla Helga Pét- urssonar gistiaðstöðu og voru alltaf velkomnir í kaffi og kræsingar hjá ömmu. Amma sagði sjálf að allir bílstjórar Sérleyfisins hefðu sofið hjá henni og þótt það gott, a.m.k. ætti hún vísa fría ferð í bæinn með Sérleyfinu allt til æviloka. Síðasta rútuferð ömmu, Ólafsvík-Reykja- vík-Ólafsvík, var rétt fyrir 95 ára afmælið hennar. Heldur rólegra var hjá ömmu eftir að hún fluttist úr Brautarholt- inu, sérstaklega eftir að afi féll frá. Þegar við heimsóttum hana þá í Ólafsvík var notalegt að sitja og spjalla við hana um heima og geima, heyra sögur frá því í gamla daga og skoða myndir, bæði í al- búmum og upp um alla veggi og í hverri hillu. Herbergið hennar var þéttskipað myndum af börnunum hennar, börnum þeirra og fjöl- skyldum auk eldri fjölskyldu- mynda. Fór þá ekki hjá því að sum- ar myndir væru settar í öndvegi eftir mikilvægi og tilefni mynda- töku. Eggert Vilberg, sem eitt sinn kleif Mont Blanc, var þó stoltari af því að hafa náð upp á sjónvarpið hennar ömmu í útskriftarbúningn- um sínum frá háskóla í Bandaríkj- unum. Á seinni árum þegar amma fór að koma oftar í bæinn og gista hjá foreldrum okkar, kynntumst við henni enn betur. Til Reykjavíkur þótti henni jafnan gott að koma, enda sagðist hún fyrst of fremst vera Reykvíkingur, því næst Kjal- nesingur, en hún talaði sjaldnast um að vera frá Ólafsvík þó hún hafi búið þar í rúm sjötíu ár. Þegar aðr- ir fóru til Ólafsvíkur til að fá kraft úr Snæfellsjökli, sagðist amma fara til Reykjavíkur að fá sér hreint loft. Oftast kom hún til Reykjavíkur með Sérleyfinu, frá Ólafsvík, og sóttum við hana á Um- ferðarmiðstöðina. Venjulega beið hún hin rólegasta í rútunni þar til hinn almenni farþegi var kominn út. Þá sveiflaði hún sér lipurlega út á ganginn þaðan sem við fylgdum henni. Bæjarferðirnar voru nú ekki farnar út af neinum óþarfa, tilefnið gat verið ferming, skírn, afmæli, heimsókn til augnlæknis eða það sem var allra mikilvægast – klipp- ing, hárgreiðsla og lagning hjá hár- greiðslukonunni hennar í Vestur- bænum. Flatkökurnar hennar ömmu voru í miklu uppáhaldi hjá okkur og í þessum bæjarferðum bakaði hún staflana af flatkökum í eldhús- inu hjá mömmu sem á skömmum tíma hurfu ofan í fjölskyldumeð- limi. Uppskriftin: fjölskylduleynd- armál! Amma Villa hafði ákveðnar skoð- anir á öllum hlutum, ekki síst þeim sem sneru að barnauppeldi, heim- ilisstörfum og handavinnu, enda fagmanneskja á þeim sviðum. Þá hafði amma sínar skoðanir á hvern- ig bæri að klæða sig, sérstaklega kvenfólk, og lá ekki á þeim frekar en öðrum. Þegar Sigurjón kynnti Ástu sína í fyrsta sinn fyrir ömmu, var Ásta í gallabuxum sem skálm- arnar höfðu verið klipptar af þann- ig að úr urðu stuttbuxur með trosnuðum skálmendum. Þegar amma kvaddi þau benti hún Ástu vinsamlega en þó ákveðið á að falda nú stuttbuxurnar áður en hún léti sjá sig í þeim aftur. Amma hélt mikið upp á íslenska þjóðbúninginn. Hún klæddist jafn- an upphlutnum sínum við hátíðleg tækifæri og þótti ánægjulegt að sjá aðra gera slíkt hið sama. Þegar amma varð 90 ára var haldin stór- veisla í Reykjavík og harmonikku- leikari fenginn til að halda uppi fjörinu. Amma var allra kvenna virðulegust á dansgólfinu í upp- hlutnum sínum, dansaði létt á fæti polka, vals og ræl. Í 95 ára afmæl- isveislunni sinni í vetur skartaði hún hins vegar nýjum kjól sem Ingibjörg keypti á hana fyrir hönd okkar systkinanna, en Ingibjörg var lagin við að finna kjóla og blússur sem ömmu líkaði. Hug- myndaflugið hjá okkur bræðrunum takmarkaðist hins vegar við sjerrí- flösku, sem jafnan var vel þegin, þó amma þættist nú sjálf ekki hafa mikinn áhuga á innihaldinu, nema helst fyrir herbergisfélaga sinn, gesti og gangandi. Amma var mjög ern og ekkert hægt að spila með hana þó reynt væri. Var hún með öll sín mál á hreinu og sá sjálf um að fylgja þeim eftir. Ef henni þóttu hlutirnir ekki vera á þann hátt sem henni sýndist réttastur, hringdi hún á viðkomandi skrifstofu eða stofnun og fékk leiðréttingu sinna mála. Eftir að hún varð ekkja hátt á ní- ræðisaldri fékk hún tilkynningu frá skattstofunni um að gert yrði lög- tak hjá henni greiddi hún ekki hið snarasta tekjuskatt. Amma, sem alltaf stóð í skilum og hafði aldrei skuldað neinum neitt, kunni þessu illa og þótti nú einkennilegt að eiga að borga tekjuskatt í fyrsta sinn á ævinni búandi á dvalarheimili fyrir aldraða. Amma hringdi á skattstof- una, bað um skattstjórann og eng- an annan, þakkaði honum bréfið og benti góðlátlega á að hún ætti nú eina sæng og prjónana sína og gæti svo sem vel komið á skattstofuna með hvoru tveggja, búið um sig á ganginum og prjónað upp í skatt- gjöldin. Skattstjórinn brást skjótt við og dró að sjálfsögðu til baka all- ar skattkröfur. Amma var ágæt til heilsunnar, sjónin að vísu orðin léleg og mag- inn stundum að stríða henni. Hún mætti á alla helstu fjölskylduvið- burði, kom með okkur og foreldr- um okkar í sumarbústaðaferðir og tók þar þátt í leikjum, glensi og gríni með okkur. Í fyrrasumar var hún allra manna hressust í stór- fjölskylduútilegu á Arnarstapa, þrátt fyrir lærbrot nokkrum mán- uðum fyrr, og naut þess að vera með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Amma fylgdist jafnan vel með fréttum innanlands sem utan. Um daginn, þegar hún var sárkvalin á leið á skurðstofu í aðgerð, hafði hún fréttir um vaktaálag lækna í huga þegar hún spurði skurðlækn- inn, ákveðin og svolítið hvöss: Ertu ekki vel sofinn, góði? Ömmu okkar, langömmu og langalangömmu þökkum við góðar samverustundir, óteljandi sokka og vettlinga, leyniuppskriftina góðu og kveðjum hana eins og svo oft áð- ur: Amma, vertu nú þæg. Eggert Vilberg, Sigurjón og Ingibjörg Valmundar- börn og fjölskyldur. VILBORG JÓNSDÓTTIR                                                 ! "#    $  "     %  %&%  %  %&" !             ' ( )*())   +,-  +. "#   $ %&   '  ( ) $     %&   ) *     /    0 ( 1  #  /     , #   , /      /    2  /     ).   , /          , 1+ " +  ,   &  - $   ) 0  $    (, & 34% +.5 " 65& .  "         7) " 86#9 8 1." ,  , 5  +.5   +,-:      .  /            # $  ,15&,     ,15&,      ,15&,       + ( 2 ,  " ( ) 0 )( 12&1 ;+   +.5      0   1 &  /     '  2        $   3   4&  "     +  )    +,  )    2 + )   # $ + )  " 2)    -       $     ) &       )' 26*<  =7)' *())' $5!  1>,  $& ?3 +.5 " + "=@    ,!, #    #+A  =@    ;+ 0   =@    B  +  .  %&"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.