Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólöf Bjarnadóttirfæddist í Böðvars-
holti í Staðarsveit á
Snæfellsnesi 2. okt.
1915. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Lundi á Hellu 31. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Bjarni
Nikulásson bóndi í
Böðvarsholti, f. 20.
sept. 1881, d. 5. júní
1967, og Bjarnveig
Vigfúsdóttir, f. 3. okt.
1889, d. 18. júlí 1956.
Systkini Ólafar eru:
Drengur, f. 1906, lést
nýfæddur, Karl Nikódemus, f.
1908, d. 1991, Böðvar, f. 1911 d.
1986, Sólveig, f. 1913, d. 1993, Guð-
jón Ottó, f. 1917, Vigfús Þráinn, f.
1921, d. 1995, og Gunnar, f. 1922.
Fósturbróðir þeirra er Friðrik
Lindberg, f. 1931.
Hinn 27. okt 1951 giftist Ólöf
Jóni Egilssyni bónda á Selalæk, f.
31. júlí 1908, d. 23. júní 1992. Börn
þeirra eru: 1) Bjarni, f. 1952, bóndi
á Selalæk, kvæntur Kristínu
Bragadóttur f. 1959. Börn þeirra
eru: Bragi, Ólöf, í sambúð með
Hernan Gabriel S. Sarmiento,
Unnur Lilja og Valdís. 2) Bjarn-
veig, f. 1954, bóndi í Vesturholtum,
gift Ármanni Ólafssyni, f. 1948.
Börn þeirra eru: Birkir, í sambúð
með Brynju Rúnarsdóttur. Þeirra
börn eru Bjarnveig Björk og
Bergrún Anna. Fyrir átti Brynja
börnin Guðmund Gunnar og Gló-
dísi. Guðjón, Jón Ólafur, í sambúð
með Brynju Hjörleifsdóttur. Arnar
og Helgi. 3) Bára, f. 1955, banka-
starfsmaður á Hellu, gift Árna Þór
Guðmundssyni, f. 1952. Börn
þeirra eru: Ólöf, í sambúð með Jóni
Ragnari Örlygssyni, Elísabet, í
sambúð með Halldóri Geir Jens-
syni, og Guðmundur. 4) Þórir, f.
1957, bóndi á Selalæk, kvæntur
Guðnýju Sigurðardóttur, f. 1964.
Börn þeirra eru: Þráinn, Sesselía
og Birta Sólveig. 5) Viðar, f. 1958,
trésmiður á Hvolsvelli, kvæntur
Jónu Árnadóttur, f. 1960. Börn
þeirra eru: Sævald og Jón. Fyrir
átti Jóna dótturina Árnýju Láru.
Stjúpbörn Ólafar,
þ.e. börn Jóns og
fyrri konu hans
Helgu Skúladóttur
frá Keldum, f.
22.nóv. 1902, d. 28.
jan. 1947 eru: 1)
Skúli, f. 1938, bóndi á
Selalæk, í sambúð
með Aðalheiði Finn-
bogadóttur, f. 1936.
2) Þuríður Eygló, f.
1939, starfsstúlka á
Heilsugæslu á Sauð-
árkróki, gift Braga
Haraldssyni, f. 1942.
Börn þeirra eru:
Helgi, kvæntur Elínborgu Guðna-
dóttur. Synir þeirra eru Arnar
Steinn og Helgi Tómas. Jón Egill,
kvæntur Heiðrúnu Hauksdóttur,
og Alda, gift Gunnlaugi Einari
Briem. 3) Egill, f. 1942, verkstjóri í
Vestmannaeyjum, kvæntur Helenu
Weihe, f. 1949. Börn þeirra eru:
Guðjón, í sambúð með Rósu Hlín
Óskarsdóttur. Dætur þeirra eru Ís-
old Egla og óskírð stúlka. Perla
Björk, í sambúð með Sigurði Frey
Magnússyni, fyrir átti hann soninn
Dag Frey. Jón, í sambúð með Mar-
gréti Pálsdóttur, eiga þau óskírðan
son, Egill, d. 1978, Aldís Helga og
Eygló. 4) Helgi Svanberg, f. 1943,
d. 1993, bóndi í Lambhaga, kvænt-
ur Ásgerði Sjöfn Guðmundsdóttur,
f. 1948. Börn þeirra eru: Helga
Dagrún, í sambúð með Steini Más-
syni. Dætur þeirra eru Ingibjörg
Jónína og Helga Þóra. Jón Þór, í
sambúð með Emelíu Þorsteinsdótt-
ur. Sonur þeirra er Helgi Svan-
berg. Guðmundur Ómar, í sambúð
með Margréti Hörpu Guðsteins-
dóttur, Gunnar Ásberg, Hafdís
Þórunn og Björgvin Reynir. 5)
Svanborg, f. 1945, húsfreyja á
Bjólu, gift Sæmundi Birgi Ágústs-
syni: Börn þeirra eru: Ingveldur,
gift Guðmundi Smára Ólafssyni.
Dætur þeirra eru Svanborg María
og Lilja Björk. Ágúst, Jón, í sam-
búð með Guðrúnu Láru Sveins-
dóttur, Ólöf og Helga.
Útför Ólafar fer fram frá
Keldnakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag er kvödd hinstu kveðju frá
Keldnakirkju stjúpmóðir mín, Ólöf
Bjarnadóttir, húsmóðir á Selalæk á
Rangárvöllum.
Hugur minn reikar aftur til 5.
maí 1951, ég sit úti á hlaði á æsku-
heimili mínu, Selalæk, og er eitt-
hvað að rísla mér. Ég sé að faðir
minn kemur og með honum er ein-
hver ókunn kona. Er hún hafði
heilsað fór hann að benda henni á
fjöllin og segja henni heiti þeirra,
eins og hann gerði svo oft við þá,
sem að garði bar á Selalæk. Konan
var falleg og vel klædd, enda var
hér komin saumakona, ráðin til að
sauma sparifatnað og fleira á okkur
systkinin. Pabbi hafði keypt efni í
sparifötin; fallegt köflótt efni í kjóla
á okkur systurnar og brúnteinótt
efni í jakkaföt á bræðurna.
Konan, sem hér um ræðir, var
Ólöf Bjarnadóttir frá Böðvarsholti í
Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún
dvaldi í þetta skipti í þrjár vikur á
Selalæk, en þær vikur urðu örlaga-
ríkar. Í huga mínum var þetta nota-
legur tími, konan var barngóð með
afbrigðum og tók mig fljótt að sér
og sóttist ég eftir félagsskap henn-
ar. Man ég sérstaklega eftir
greiðslutímunum á morgnana inni í
stofu hjá henni, þar sem hún svaf og
var með saumavélina. Alltaf er hún
heyrði í mér fyrir utan stofudyrnar
á morgnana kallaði hún á mig,
greiddi hár mitt og talaði við mig,
sagði mér af æskuheimili sínu og
fólkinu fyrir vestan. En þessar
þrjár vikur voru fljótar að líða,
saumaverkefnunum var lokið og fal-
legi kjóllinn minn hékk tilbúinn inni
í skáp. Ólöf kvaddi, en hvíslaði að
mér að hún kæmi aftur, ég vissi
ekki þá, hvað það þýddi, en um
haustið giftu þau sig faðir minn og
hún.
Það hefðu margar konur hikað
við að taka að sér svona þungt
heimili eins og Ólöf gerði. Faðir
minn hafði misst fyrri konu sína,
Helgu Skúladóttur, í janúar 1947
frá fimm ungum börnum og hafði
síðan fengið ýmsar konur á heimilið
til hjálpar til lengri eða skemmri
dvalar, m.a. móðurömmu mína,
Svanborgu Lýðsdóttur frá Keldum,
sem mér var minnisstæðust. Í fleiri
ár hafði auk þess verið hjálparhella
á heimilinu afasystir mín, Guðríður
Jónsdóttir frá Stokkalæk (f. á
Stokkalæk 9. sept. 1875, d. á Sela-
læk 1. maí 1959), en hún hafði fót-
brotnað og aldrei náð sér eftir það
og lá oft rúmföst. Móðir Ólafar,
Bjarnveig Vigfúsdóttir, hafði haft
orð á því að Ólöf tæki mikið að sér,
en bætt við: „Það kemur sér, að þú
hefur gaman af börnum.“ En á
Ólöfu var ekkert hik og þaðan af
síður á pabba. Hann hafði auk þess
dreymt á þessum tíma fallegt og
gróskumikið tré fyrir utan
gluggann sinn og taldi það enn frek-
ari sönnun á því gæfuspori, sem
hann var að stíga.
Miklir annatímar fóru nú í hönd á
Selalæk. Á fáum árum eignaðist
Ólöf fimm börn með eins til tveggja
ára millibili, sem kröfðust athygli
hennar og orku, auk þess að hugsa
um stjúpbörnin fimm, sem sum
hver voru reyndar farin að hjálpa
mikið til, og rúmliggjandi gamal-
menni. En eftir því sem börnin uxu
úr grasi var sívaxandi uppbygging á
Selalæk, bæði hvað varðaði hús og
ræktun, störfin gengu vel og búið
stækkaði. En við getum ímyndað
okkur, hve annirnar voru miklar hjá
húsmóður á stórheimili á sjötta og
sjöunda áratugnum, pabbi var mik-
ið í félagsmálastörfum, gestakomur
tíðar í sambandi við þau og hann oft
að heiman. Á þessum árum tíðk-
aðist varla að kaupa eitt né neitt
tilbúið, hvorki í fæði né klæðnaði.
Oft var Ólöf við verk fram eftir
nóttu, þegar aðrir voru gengnir til
náða, tími til lestrar og hvíldar var
lítill, en hún hélt brosi sínu, létt-
lyndi og glaðværð. Samskipti við
aðra voru henni auðveld, hún var
heil í því sem hún gerði, vönduð í
eðli sínu og hafði hið góða að leið-
arljósi og annt var henni um, að
ekki væri kastað höndum til hlut-
anna.
Á æskuheimili Ólafar, Böðvars-
holti, eru fjöllin fyrir ofan bæinn og
sjórinn ekki langt undan; á fyrstu
árum sínum á Selalæk talaði hún
stundum um, hve fjöllin væru fjarri
á Rangárvöllum, hún þráði að hafa
þau nær, en er stundir liðu festi hún
djúpar rætur á Selalæk. Einstöku
sinnum tók hún í orgelið, spilaði
sálma eftir nótum eða dægurlög eft-
ir eyranu og söng stundum með,
tónlistin var henni í blóð borin; á
yngri árum hafði hún tekið í að spila
fyrir dansi í heimahéraði sínu.
Í tímans rás fluttu börnin að
heiman eitt af öðru og festu ráð sitt
uns pabbi og Ólöf voru tvö eftir í
stóra gamla steinhúsinu, sem byggt
var árið 1908 og jafngamalt pabba.
En nú tók nýtt hlutverk við hjá
Ólöfu, það var ömmuhlutverkið,
gerði hún engan greinarmun á
börnum stjúpbarnanna og sinna
eigin barna frekar en hún hafði gert
áður fyrr við sín eigin börn og
stjúpbörn, og öll kölluðu þau hana
ömmu. Gerði hún sem hún gat til að
halda góðu sambandi við þau og
glöð var hún, þegar hún hafði búið
til eitthvað, sem kom að notum, svo
sem peysur, sokkar, vettlingar og
heklaðir dúkar. Ég hygg að mörg
þeirra kannist við þann leik hennar,
þegar hún sagði: „Eigum við að
mæla, hvort okkar er stærra?“ Síð-
an var bökum snúið saman, meðan
foreldri barnsins úrskurðaði það.
Þetta varð tilefni hláturs og gleði,
því að oft beið hún þar lægri hlut.
Nú við ævilok eru barnabörnin 37
og barnabarnabörnin 11.
Pabbi átti við heilsubrest að
stríða upp úr sextugu og mátti ekki
vinna erfiðisvinnu eftir það. Hlýtur
það að hafa verið erfitt fyrir þau
bæði, jafn kapp- og áhugasamur,
sem hann var. En búskap var haldið
áfram með hjálp barnanna fram á
árið 1976, er þrír af bræðrunum
tóku við búskap á Selalæk. Skúli
með fjárbú, en Bjarni og Þórir hófu
félagsbúskap með blandaðan bú-
stofn. Hafa þeir allir byggt sér
myndarleg hús á jörðinni spölkorn
frá gamla íbúðarhúsinu.
Pabbi lést eftir erfið veikindi og
sjúkrahúslegu 23. júní 1992. Eftir
það bjó Ólöf ein, var það á seinni ár-
um stundum erfitt fyrir hana því að
hún var mikil félagsvera. Í fyrra-
sumar flutti hún inn á Dvalarheim-
ilið Lund á Hellu, en áður hafði hún
verið þar í dagvistun, þegar hún
taldi sig hafa tíma til þess. Hún var
létt í spori sem ung stúlka og bar
aldurinn vel, enda að mestu heilsu-
hraust og til marks um það, þá kom
ég að henni vera að slá með garð-
sláttuvél í garðinum hjá sér haustið
2000, þá 85 ára að aldri.
Fyrir um það bil mánuði veiktist
Ólöf og við tók tvísýn barátta, sem
lauk með sigri dauðans að morgni
31. júlí sl. á Hjúkrunarheimilinu á
Lundi á afmælisdegi föður míns.
Góð kona er gengin, blessuð sé
minning hennar.
Svanborg Jónsdóttir.
Elsku Ólöf. Takk fyrir allt.
Líklega hefur þig ekki grunað að
þú ættir eftir að búa 50 ár á Sela-
læk, þegar þú komst austur á vor-
dögum 1951, til að sauma á börnin.
En lífið er ótrúlegt á stundum og
betri konu gat hann pabbi ekki
fengið til að hugsa um bú og börn.
Að auki var þar gömul kona, föð-
ursystir pabba, sem þurfti mikla
umönnun og var rúmföst síðustu ár-
in. Svo það var strax mikið að starfa
en það var komið líf í bæinn. Ég
spurði þig eitt sinn löngu síðar
hvort það hefði ekki verið erfitt að
taka að sér svona mörg börn og
sum komin á erfiðan aldur. Þú sagð-
ir: „Nei, mér fannst það ekki erfitt.“
Þú varst fyrst og fremst kona
mannsins þíns og móðir barnanna
þinna og hans og það get ég sagt
með sanni að þú varst jafnmikil
móðir eldri og yngri barnanna.
Þegar ég lít til baka kemur ótal
margt upp í hugann, alltaf nóg að
starfa, börnin komu eitt af öðru og
allt var búið til heima, föt og fæði.
Löngum sast þú við saumavélina en
það lék allt í höndunum á þér og
þegar komin var ró á kvöldin voru
prjónarnir teknir fram. Ég man
þegar ég fór í skóla eitt haust, þá
spurði ég þig: Hvernig verður þetta
í vetur? og þú sagðir: „Ja, nú fer ég
fyrst að vinna.“ Auðvitað var þetta
grín hjá þér. Þú hafðir alltaf mjög
gaman af börnum og það kom fyrir
að börn voru hjá þér vegna veikinda
eða því um líks.
Sem og ég bað þig fyrir okkar
dreng, Helga, þegar ég þurfti að
fara á spítala. Sá stutti vildi ekki
þýðast alla en var alveg sérlega
hændur að þér, þú sagðir að þú
hefðir haft hann á gólfinu hjá þér er
þú varst að strjúka yfir gólfið.
Þegar við töluðumst við í síma
spurðir þú ævinlega hvernig litlu
elskurnar hefðu það, en það eru
litlu tvíburarnir sem eru þriggja ára
núna. Frændræknin var þér mjög
ofarlega í huga og fylgdistu mjög
vel með frændfólki þínu, þótt flest
af því byggi langt í burtu. Skal ekki
á neinn hallað þótt ég segi að þið
Sólveig systir þín hafið verið mjög
nánar og man ég sem krakki, hvað
þið voruð duglegar að skrifast á, og
alltaf var gaman þegar bréf kom
með fallegri skrift Sólveigar.
Eftir að um tók að hægjast
vannstu mikið með Kvenfélaginu
Unni og hafðir mjög gaman af.
Músíkin var til staðar og sem ung
stúlka lærðir þú á orgel og spilaðir
stundum á nikku á böllum fyrir
vestan. Er þú varst fyrst hér um
vorið hætti ég ekki fyrr en þú varst
búin að kenna mér að spila lagið
„Vertu sæll“ eftir eyranu og síðan
hefur þetta lag alltaf minnt mig á
þetta tímabil.
Ljóðagerðin fór hljóðlega hjá þér
en þú gast búið til alveg frábærar
vísur og var það aðallega á efri ár-
um að það slapp út.
Þær eru ófáar lopapeysurnar sem
þú hefur prjónað á niðjana, útprjón-
aðar, heilar og hnepptar – lista-
smíði. Einnig eyddirðu mörgum
stundum í garðinum á sumrin.
Pabba varstu stoð og stytta eftir
að heilsu hans tók að hraka og gat
hann því verið lengur heima en ella.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Elsku Ólöf mín, takk fyrir allt
saman, megi Guð og allir englarnir
varðveita þig.
Þín
Eygló.
Það var þungbúinn himinn en
hlýr andvari morguninn 31. júlí sl.
er við Eygló vorum að sýsla í garð-
inum, að Birkihlíð 11, þegar síminn
hringdi og okkur barst sú harma-
fregn að Ólöf Bjarnadóttir, hús-
freyja frá Selalæk, væri dáin. Henn-
ar kall var komið, lífshlaupi lokið og
eilífðin tekin við. Hennar ferð hin-
um megin var hafin. Ósjálfrátt
dýpkar andardrátturinn í lotningu.
Aldrei er maður viðbúinn þegar ná-
komnir kveðja þrátt fyrir að vita
lögmál lífsins. Á stundu sem þessari
koma minningarnar upp í hugann
hver af annarri að hafa fengið að
kynnast jafnheilsteyptri konu sem
Ólöf frá Selalæk var, telst til for-
réttinda hvað þá að eiga hana að
sem tengdamóður. Frá fyrstu kynn-
um var tekið á móti mér og mínum
með útbreiddan faðm er komið var í
heimsókn á Selalæk og gestrisnin
slík að allir voru jafnharðan felldir
inn í heimilislífið. Matur og drykkur
framborinn frá morgni til kvölds af
miklum myndarskap og virðuleik
sem Ólöfu var einni lagið. Það duld-
ist ekki að reglusemi og háttvísi ein-
kenndi hennar persónuleika. Þá má
ekki gleyma þeim einstaka kærleika
og ræktarsemi sem hún sýndi börn-
um okkar og barnabörnum. Fyrir
það vil ég þakka Ólöfu sérstaklega.
Ólöf var sérstaklega sterk kona og
bjó yfir miklum sálarstyrk, það fann
ég vel er hún annaðist eiginmann
sinn Jón Egilsson síðustu æviár
hans.
Hún var konan með „lampann“,
kærleikslampann. Þeim kærleika
veit ég líka að hún miðlaði ríkulega
til fjölmargra á sinni lífsgöngu,
bæði sér nákominna og vanda-
lausra.
Ólöf hafði yndi af músík spilaði
m.a. á orgel og söng gjarnan með. Á
stundum tókum við lagið saman
þegar ég kom í heimsókn til hennar
á Selalæk og gamansemin og
glettnin var ekki langt undan á góð-
um stundum.
Er við hjónin heimsóttum Ólöfu á
sjúkrahúsið á Selfossi nú fyrir
nokkrum dögum var ljóst að lífs-
kraftur hennar hafði minnkað mjög.
En þrátt fyrir það gátum við spjall-
að saman nokkur augnablik um líð-
andi stund. Hún sagði sér líða vel
og bað að heilsa öllum. Er við fórum
veifaði Ólöf báðum höndum í
kveðjuskyni. Vissulega fundum við
að þetta gæti verið okkar síðasta
heimsókn til Ólafar sem og varð
raunin.
Selalækjarheimilinu á ég mikið
að þakka og ekki verður skilið við
þessa grein án þess að í hugann
komi minningin um tengdaföður
minn Jón Egilsson, bónda og hrepp-
stjóra, er lést fyrir rétt um tíu ár-
um, svo samrýnd voru þau Ólöf og
Jón. Þau hjón voru sannarlega
sveitarhöfðingjar sem ævinlega var
gott að leita til og sækja heilræði til.
Þeirra saga er samofin og á margan
hátt einstök sakir þeirrar lífsbar-
áttu sem lífið krafðist af þeim á sín-
um tíma og þeirra mannkosta sem
leiddi þau og börnin þeirra tíu til
farsældar. Það vita þeir sem til
þekkja að væri efni í heila bók. Nú
hafa þau sameinast á ný á eilífð-
arbraut. Ég vænti þess að hið
merka ævistarf Ólafar á Selalæk
eigi eftir að koma fram á öðrum
vettvangi. Fyrst og síðast vil ég
þakka þér, Ólöf mín, fyrir allt sem
þú varst mér og minni fjölskyldu,
frá þér stafaði ætíð birtu og yl. Öll-
um börnum Ólafar og fjölskyldum
þeirra votta ég mína dýpstu samúð.
Megi bænin gefa ykkur styrk á erf-
iðri stund. Blessuð sé minning Ólaf-
ar Bjarnadóttur. Hvíl í Guðs friði.
Bragi Haraldsson.
Þegar ég fæddist varst þú við-
stödd til að bjóða mig velkomna í
þennan heim. Í dag er ég að kveðja
þig og biðja þér Guðs blessunar í
nýrri veröld, sem ennþá er mér
óþekkt.
Ólöf Bjarnadóttir frá Böðvars-
holti í Staðarsveit var þar fædd og
uppalin ásamt sex systkinum hjá
foreldrum sínum, þeim Bjarnveigu
K. Vigfúsdóttur og Bjarna Nikulás-
syni. Áður eru látin Karl, Böðvar,
Sólveig og Þráinn, eftirlifandi eru
Guðjón, Gunnar og uppeldisbróðir-
inn Friðrik.
Þegar skrifuð eru minningarorð
leitar hugurinn til liðins tíma. Við
flettum upp í þessu flókna fyrirbæri
sem mannshugurinn er og rifjum
upp minningar af ýmsum toga.
Minningar tengjast gjarna bæði
ljúfum stundum og sárum og þá er
oft að sama persóna kemur sterkt
fram, því hún er kannski samofin
ævi manns frá fæðingu, hefur glaðst
með manni á hamingjustundum og
hlúð að manni í sorg, ætíð verið ná-
læg, jafnvel þó í fjarlægð væri, og
það hefur verið svo óendanlega dýr-
mætt að eiga hana að. Sem lítil
telpa kallaði ég þig alltaf Lóu
frænku. Mamma sagði ævinlega
Lóa systir. Það gerðu bræður þínir
líka.
Við höfum átt samleið alla mína
ævi og í mínum huga allt frá barn-
æsku og kannski sérstaklega þá
hefur þú verið mér sem önnur móð-
ir. Þeir sem þekkja okkur vita or-
sakir þess, en við bundumst óvana-
lega sterkum böndum í gegnum
systurkærleika ykkar mömmu í
hennar fjarlægð við mig. Fyrir utan
Bjarnveigu ömmu varst þú sú sem
ég setti þá allt mitt traust á og víst
var að þú hefðir ekki getað hugsað
betur um mig þó ég hefði verið þín
eigin dóttir. Í okkar oft löngu síma-
samtölum síðari ár komumst við að
ÓLÖF
BJARNADÓTTIR