Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 43
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
þeirri tímabæru niðurstöðu að til-
finningalega væri ég þitt elsta barn
og ég er bæði hrærð og stolt yfir því
að eiga minn stað í hópi barnanna í
hjarta þínu. Margs er svo að minn-
ast og mest af því geymist í hjarta
mínu því af miklu er að taka.
Þú hjá mömmu á Sveinsstöðum
þegar ég fæddist. Þú reiðst við hlið
systur þinnar með mig í fanginu,
þegar hún sem ekkja flutti aftur í
Böðvarsholt. Þú bauðst mér nýlega
fimm ára að vera hjá þér í orlofi
þegar þú varst ráðskona ásamt vin-
konu þinni hjá vegavinnuflokki sem
var að leggja veg undir Hafnarfjalli.
Það var ótrúlega spennandi tilhugs-
un að fá að búa í tjaldi með Lóu
frænku, allt þar til ég átti að kveðja
mömmu við rútuna. Gat ekki sleppt
henni og stundi með ekkasogum: –
Ég vissi að ég myndi fara að gráta
þegar ég kveddi þig, mamma mín.
En afi kom kátur á móti okkur
mömmu niður túnið og það eina
sem hann hafði til málanna að
leggja var: – Ég sagði að þú ættir
ekkert að fara frá honum afa, silki-
flugan mín.
Þú saumaðir á mig og sendir mér
bréf og pakka í tíma og ótíma þegar
þú varst að vinna fyrir þér á sauma-
stofum fyrir sunnan. Þá var nú tísk-
an þannig að spari- og samkvæm-
iskjólar frúnna voru skreyttir með
flóknustu munstrum úr perlum og
pallíettum og allt handsaumað á.
Það lék allt í höndum ykkar
mæðgnanna þriggja.
Það er hægt að segja með sanni
að amma, þú og mamma hafið verið
listakonur í flestu sem viðkom
handavinnu og saumum þar sem
stærsti þátturinn var að vinna allt
frá grunni sem þurfti á stóra fjöl-
skyldu og gera viðgerðir á leirtaui
sem var kallað að spengja og lóða í
potta og pönnur, þegar fátt var
hægt að endurnýja eftir vild og allt
varð að spara og nýta í það óend-
anlega. Þessi mikli hagleikur og út-
sjónarsemi fylgdi Böðvarsholts-
systkinum öllum og þarf ekki að
fjölyrða um þátt bræðranna þar.
Flest sem mér fannst heyra til við-
burða í mínu lífi tengdist þér og
hinni nánu samheldni og væntum-
þykju. Ég minnist fyrstu Reykja-
víkurferðar okkar mömmu, ég fimm
ára, þú að vinna á hótelinu á Akra-
nesi, þaðan sem við tókum Laxfoss
til Reykjavíkur. Mamma aðfram-
komin af bílveiki fékk að leggja sig
á einu herbergi hótelsins meðan þú
tókst mig upp á þína arma, settir
mig við dúkað borð, gafst mér kjöt í
karrý að borða og appelsín með og
fékkst síðan frí til að fylgja okkur til
skips. Seinna komstu til okkar í
Reykjavík og þið systurnar eydduð
nokkrum kærkomnum dögum sam-
an. Við það tækifæri var farið á ljós-
myndastofu og við myndaðar í bak
og fyrir. Þegar teknir voru úr mér
kirtlar í höfuðstaðnum, þá átta ára,
þá fór amma með mér og við vorum
í þínu skjóli á Njálsgötunni, þar
sem þú leigðir hjá Þorbjörgu heit-
inni ömmusystur og manni hennar
Júlíusi Evert. Þó kirtlataka mín
væri í þessari ferð áttum við annað
erindi og brýnna. Við amma vorum
að heimsækja mömmu sem var á
Vífilsstöðum og við höfðum ekki séð
í tvö löng ár. Þú fylgdir okkur þang-
að og leiddir mig að rúminu þar
sem hún sat þessi föla dökkhærða
kona – hún mamma mín – og
breiddi faðminn út á móti mér. Ég
var svo glöð í hjartanu og skildi þá
ekkert í af hverju amma og Lóa
frænka voru með tárin í augunum
þar sem þær horfðu á okkur.
Þú varst sú sem sast með mig í
fanginu á meðan ég var að sofna í
kirtlatökunni og meðan aðgerðin fór
fram. Þú barst mig út í leigubílinn
og þú varst hjá mér ásamt ömmu
meðan mér leið verst. Þú sást um
mig þegar ég var send til dr. Snorra
Hallgrímssonar af því ég hafði farið
úr lið á olnboga og handleggurinn
vildi ekki réttast. Þú misstir hús-
næðið mín vegna, hjá vandalausri
konu sem var svo harðbrjósta að þú
máttir ekki bæta barni í leiguher-
bergið fáa daga, hvað þá að móðir
þess mætti koma í heimsókn af því
hún var berklasjúklingur. Sem bet-
ur fer fékkstu annað herbergi strax
hjá góðri konu sem færði mér mjólk
og kökur kvöldið áður en ég fór
heim. Þarna kynntist ég því fyrst
hvað fólk getur verið misjafnlega
innrætt og verst þótti mér að það
bitnaði á þér vegna mín.
Þegar systir þín – hún mamma –
fór í stóru rifjahöggninguna norður
á Kristnes flaugst þú norður til að
sækja hana og það voru fyrstu flug-
ferðirnar ykkar. Það var ómetan-
legt fyrir mömmu að hafa þig oft-
ast, þessi erfiðu þjáningaár, nálægt
sér og vita að þegar þú varst heima
í Böðvarsholti var viðmótið við mig
eins og ég væri þín hjartfólgin dótt-
ir, sem átti þó við einstakt atlæti að
búa hjá ömmu, afa og fólkinu mínu.
Ég man hvað ég hlakkaði afskap-
lega mikið til í hvert sinn sem þú
komst vestur í frí. Þegar von var á
þér með rútunni var ég viðþolslaus
af tilhlökkun og einhvern veginn
var það svo að þið amma skiptuð
svolítið um hlutverk. Þú yfirtókst
ósjálfrátt alla umönnun mína og
móðurlega umhyggju og amma dró
sig aðeins í hlé og leyfði þér að
breiða allar þínar tilfinningar yfir
mig án þess að trufla.
En svo kom að því að þér var ætl-
að annað og enn stærra verkefni í
lífinu. Nú fannst örlagadísum mál
til komið að fleiri börn en ég fengju
að njóta umhyggju þinnar. Þarna
kom hagleikur handa þinna einnig
við sögu. Á saumastofuna í Reykja-
vík kom ungur og myndarlegur
bóndi og hreppstjóri austan af
Rangárvöllum, ekkjumaður og
fimm barna faðir, til að spyrja hvort
þú værir ekki fáanleg til að koma
austur, á heimili hans að Selalæk,
og sauma, aðallega fatnað á börnin.
Haustið 1951 fluttir þú gift kona
þangað austur, til eiginmanns þíns,
Jóns Egilssonar, og barnanna.
Í mínum huga var eins og ég væri
að missa þig til annarrar heimsálfu
og það yrði líklega ekkert eins og
áður. Nú fannst mér þú vera að
hverfa mér í fjarlægð, alveg eins og
mamma, sem enn var á Vífilsstöðum
og síðar á Reykjalundi.
Þrátt fyrir ótta minn um að Jón
og börnin væru búin að ræna þér
frá mér sá ég og fann mjög fljótt að
þarna hafði nú lánið leikið við mig í
lífinu einu sinni enn. Þarna eign-
aðist ég kæra og trausta vini og
fimm frændsystkini bættust í systk-
inahópinn sem fyrir var. Jón reynd-
ist mér og mínum velviljaður dreng-
skaparmaður frá fyrstu kynnum.
Hann útvegaði mér skólavist á Hér-
aðsskólanum á Skógum undir Eyja-
fjöllum, þar sem ég dvaldi í tvo vet-
ur en gat verið hjá móðursystur
minni í fríum. Var það ekki lítið ör-
yggi fyrir ungling. Þegar þú fluttir
frá heimaslóðum hættir þú að vera
Lóa í Böðvarsholti og varðst Ólöf á
Selalæk. Þér var ætlað mikið
ábyrgðarverk en ég segi það af mik-
illi fullvissu að þitt ævistarf vannstu
af ást til allra þeirra sem þér voru
svo kærir, til foreldra þinna, systk-
ina og afkomenda þeirra, til manns-
ins þíns, barnanna og fjölskyldna.
Þú breiddir þig yfir velferð ástvina
þinna með trúmennsku og þínu
góða hjartalagi. Heilsubrestur Jóns
til margra ára gekk mjög nærri þér
og börnunum. Hann andaðist l992.
Þá féll stjúpsonurinn Helgi bóndi í
Lambhaga frá í blóma lífsins og lét
eftir sig konu og börn. Þetta var
sárt. Þegar þú varst orðin ein
varstu óvön að hafa allt í einu svona
mikinn tíma, en þú snerir því upp í
jákvæðni. Nú fannstu nefnilega að
það var líka gott að hafa stundir til
að hugsa, rifja upp, hlusta á skó-
hljóð minninganna og þá komu fram
þættir sem þú hafðir lagt til hliðar,
varst jafnvel ekki búin að átta þig á
að þú ættir til, eins og að setja sam-
an ljóð. Þér var ekki tamt að flíka
tilfinningum þínum, en nú höfðum
við báðar tíma til að tala saman löng
og ítarleg samtöl og ég varð margs
vísari úr fortíðinni sem var virkileg-
ur fróðleikur fyrir mig og þér þótti
gott að geta deilt minningum með
mér, sem þekkti allt með þér frá því
við vorum „heima“. Samt finn ég að
það er ennþá mikið sem ég sé svo
eftir að hafa ekki fengið betri frá-
sögn um. Maður er ætíð svolítið
skammsýnn og heldur að tíminn sé
nægur. Síðustu árin töluðum við
ekki svo saman að þú minntist ekki
á hvað þú hefðir verið mikil gæfu-
manneskja í lífinu. Mesta gæfan var
að hafa kynnst Jóni þínum og svo
hvað börnin væru yndisleg, góð og
hugulsöm við þig, öll sem eitt. Hvað
allt hefði lánast vel og hvað þú vær-
ir innilega þakklát og hvað þér
þætti vænt um allan þennan vel
gerða hóp, börnin öll, tengdabörn
og afkomendur þeirra.
Víst varstu gæfumanneskja,
elsku móðursystir mín, en þú hefur
líka að mínu áliti lagt inn fyrir því
um ævina að fá þá hlýju og um-
hyggju sem þú naust þegar degi tók
að halla og hugurinn rúmaði ekki
nema það sem var „endur fyrir
löngu“.
Ég mun geyma í hjarta mér
minninguna frá þeim samfundum
okkar á Lundi í vor, þegar við Sæv-
ar komum til þín og ég spilaði fyrir
þig og fleiri á harmónikuna mína,
lög sem þú kunnir svo vel. Á orgelið
þitt, sem þú hafðir með þér á Lund,
lærði ég að spila heima í Böðvars-
holti það litla sem ég kann og
kannski hef ég fundið á mér að það
væri ekki seinna vænna að þú
heyrðir í mínu hljóðfæri, þegar ég
lét fimmtíu og fimm ára gamlan
draum rætast. Þetta var yndisleg
stund og þú fékkst okkur, sem vor-
um í herberginu þínu, til að syngja
með þér að lokum. Þetta var eig-
inlega hin sanna kveðjustund hjá
okkur frænkunum, því þegar við
hjónin komum á Selfoss-sjúkrahús-
ið eftir áfall þitt var ég ekki viss um
að þú heyrðir röddina mína. Við
Sævar þökkum þér fyrir alla gæsku
þína við okkur og börnin okkar á
lífsleiðinni. Þakka þér líka fyrir að
koma við í Funafoldinni morguninn
sem þú kvaddir. Jón þinn og
Sólveig, systirin þín kæra, leiddu
þig á milli sín hönd í hönd og þú
baðst fyrir skilaboð til mín, sem
sönnuðu fyrir mér að hugsanir mín-
ar um nóttina höfðu náð til þín.
Dánardagur þinn var fæðingardag-
ur þíns kæra eiginmanns. Þá sótti
hann þig.
Elsku vinir mínir, börnin níu
hennar Ólafar, tengdabörn og fjöl-
skyldur ykkar, þið eigið minning-
arnar um góða konu sem var ykkur
eins dýrmæt og þið henni.
Langt út í fjarskanum, í landi
bernskunnar, framkallast mynd.
Þar stendur í hlaðvarpa ung kona
ferðbúin. Í faðmi hennar er lítill
telpuhnokki með ljósar fléttur. Hún
er tárvot og kemur varla upp orð-
unum. Bless, elsku Lóa frænka.
Ég er aftur orðin lítil og tárvot,
þó ég sé fullorðin, og ég kveð þig
með sömu orðunum og þá: Bless,
elsku Lóa frænka, og bæti við: Guð
geymi þig.
Þín systurdóttir
Álfheiður.
Elsku amma, nú ertu farin og það
er erfitt að koma orðum að öllum
yndislegu minningunum sem koma
upp í huga okkar systkinanna við
brottför þína.
Allt frá því við fyrst munum eftir
okkur voruð þið afi mikilvægar per-
sónur í lífi okkar. Við sóttum mikið í
að dveljast hjá ykkur og fá að taka
þátt í þeim verkum sem þið voruð
að vinna að og af því lærðum við til
ýmissa verka.
Það var alltaf gott að koma til
ykkar og þið hugsuðuð um að okkur
liði sem best meðan við dvöldum hjá
ykkur.
Eftir að afi dó breyttist margt
hjá þér og eftir því sem við urðum
eldri fundum við að þú fylgdist með
því sem var að gerast hjá okkur og
hvattir okkur í því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Þú hafðir mikið gaman af að spila
á orgelið og syngja og kunnir mikið
af vísum og ljóðum og fórst stund-
um með nokkrar fyrir okkur til
gamans.
Prjónar og ýmis handavinna voru
alltaf á borðinu hjá þér og þú varst
iðin við að prjóna á okkur sokka,
vettlinga og lopapeysur.
Nú þegar þú ert farin og við lít-
um til baka finnum við fyrir miklum
söknuði.
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur, við geymum þær
minningar í hjarta okkar um
ókomna tíð. Guð geymi þig og
varðveiti þig, elsku amma.
Ólöf, Elísabet og Guðmundur.
Nú kveðjum við þig, elsku amma,
með söknuð í hjarta en við vitum að
nú ert þú á betri stað hjá afa.
Núna þegar þú ert farin byrja
minningarnar að streyma fram, og
eru þær ófáar, því við vorum tíðir
gestir hjá þér enda bara í næsta hús
að fara. Nú eru þessar minningar
það eina sem við eigum eftir um þig.
Eitt af mörgu minnisstæðu er slátt-
urinn í garðinum þínum. Að honum
loknum máttum við alltaf eiga von á
að fá heitar pönnukökur og þínar
pönnukökur voru þær allra bestu.
Einnig hvað þú varst dugleg að
spila við okkur, sama hvernig á
stóð, alltaf sagðir þú já. Okkur
systrunum kenndir þú að prjóna og
hekla enda gerðir þú mikið af því
sjálf á þig og aðra og fórum við
systkinin ekki varhluta af því.
Elsku amma, Guð geymi þig,
takk fyrir alla umhyggjuna, við
munum ætíð minnast þín með sökn-
uði og þakklæti í hjarta.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Þín barnabörn,
Bragi, Ólöf, Unnur Lilja
og Valdís.
Þá er komið að leiðarlokum hjá
þér elsku amma og þó að við sökn-
um þín mikið þá vitum við að þér
líður betur núna og ert laus úr viðj-
um veikinda þinna. Það er margs að
minnast þegar litið er til baka en
okkur er efst í huga þakklæti til þín
fyrir allt sem þú veittir okkur. Þú
umvafðir okkur eins og aðra í þín-
um stóra ömmufaðmi og allir áttu
sinn stað í hjarta þínu.
Við geymum þig í okkar hjarta og
munum ætíð minnast þín. Þrátt fyr-
ir að sorgin sé sár og söknuður mik-
ill þá getum við ekki annað en bros-
að þegar við hugsum til þess hversu
gaman það var að vera hjá þér á
Selalæk, því þú hafðir svo einstakt
lag á því að kæta fólk í kringum þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Takk fyrir allt elsku amma,
þín barnabörn
Árný Lára, Sævald og Jón.
Ólöf frænka mín á Selalæk Rang-
árvöllum er látin. Hún verður
kvödd frá kirkjunni á Keldum laug-
ardaginn 10. ágúst. Ólöf var föð-
ursystir mín og á æskuheimili mínu
var hún jafnan kölluð Lóa. Það var
traust og gott samband milli hennar
og föður míns alla tíð eins og hefur
verið á milli systkinanna frá Böðv-
arsholti. Meðan afi minn og amma í
Böðvarsholti, þau Bjarni og Bjarn-
veig, stóðu fyrir búi dvöldu þar
jafnan ættingjar og vinir yfir sum-
artímann hjá þeim til lengri eða
skemmri tíma. Minnist ég þess að
hafa verið þar í skjóli ömmu minnar
og systranna Ólafar og Sólveigar.
Fyrstu minningar mínar frá Böðv-
arsholti eru þær að ég fór með Lóu
frænku minni og einhverjum fleir-
um í „leiðangur“ til að skoða mar-
íuerluhreiður í Lækjaránni vestan
við bæinn. Fyrir lítinn dreng var
það mikið ævintýri að sjá hreiður og
fylgjast með framgangi lífsins, þeg-
ar ungarnir komu úr eggi og
maríuerluparið færði björg í bú,
hlúði að ungunum og varði hreiðrið.
Í Böðvarsholti í Staðarsveit upplifði
ég þannig fyrstu kynni mín af
frænku minni, sem hafði saumað á
mig skírnarfötin. Bera þau hand-
bragði hennar fagurt vitni og eru
einstök minning fjölskyldu minnar
um góða frænku. Allan sinn búskap
stóð Ólöf við „hreiðrið“ sitt og hlúði
að og undirbjó börnin svo þau
mættu sem best taka flugið út í lífið.
Ólöf á Selalæk var húsfreyja á stóru
heimili eftir að að hún fluttist að
Selalæk og giftist þeim mæta bónda
og sveitarhöfðingja Jóni Egilssyni á
Selalæk.
Jón sat bú sitt á Selalæk sem
ekkjumaður ásamt fimm börnum
sínum. Gekk Ólöf þeim í móður stað
og eignuðust þau Jón önnur fimm
börn. Þrátt fyrir að langt væri á
milli Ólafar og ættingja á Snæfells-
nesi naut ég frændrækni hennar
þegar ég var í skóla á Skógum und-
ir Eyjafjöllum og fékk ég að vera
hjá frænku minni í páskafríinu, þeg-
ar of langt var að fara alla leið heim
til Ólafsvíkur. Eftir þá stuttu dvöl
höfðum við Ólöf gott samband alla
tíð. Hún fylgdist með frænda sínum
og sló á þráðinn til þess að leita
frétta af fjölskyldunni og til að
rækta frændsemi og vináttu. Þann-
ig gaf Ólöf sér tíma þrátt fyrir annir
á stóru heimili. Ég og fjölskylda
mín minnumst Ólafar með virðingu
og þakklæti og sendum börnum
hennar og fjölskyldum frá Selalæk
samúðarkveðjur.
Sturla Böðvarsson.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina