Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Edda Björk Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 28. okt. 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 31. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sigurlaug Guð- mundsdóttir og Þorsteinn Sigvalda- son sem lengst af bjuggu í Þorláks- höfn. Edda Björk var næstyngst sex systk- ina, sem öll eru á lífi. Þau eru Herdís, Ísa- fold, Þröstur, Guðmundur Brynj- ar og Grétar Breiðfjörð. Eftirlifandi eiginmaður Eddu Bjarkar er Kristján Jónsson, f. 28.10. 1931, fyrrverandi verslun- armaður á Hellu. Dóttir Eddu Bjarkar er Gréta Björk Þorsteins- dóttir, f. 16.5. 1967, maki Magnús Ingvarsson, f. 18.7. 1964, börn þeirra Ingvar og Kristján. Stjúp- börn, börn Kristjáns og Dýrfinnu Óskar Andrésdóttur, f. 4.10. 1932, d. 9.6. 1965, eru: 1) Andrés, f. 16.9. 1954, maki Ingveldur Pétursdótt- ir, f. 23.1. 1954, börn: Pjetur, Kristján og Finnur. 2) Rúnar, f. 20.10. 1956, maki Inga Kristín Sveinsdóttir, f. 14.8. 1953, börn: Sveinn Kristján og Gunnar Bjarki. Fyrir átti Rúnar soninn Sighvat. 3) Kristjón Laxdal, f. 29.12. 1957, barn: Guðfinna Hlín. 4) Magnús, f. 13.6. 1959, maki Oddrún María Pálsdóttir, f. 11.1. 1962, börn: Ing- þór, Gísli Svan og Almar. 5) Dýr- finna, f. 12.5. 1960, fyrri maki, lát- inn, Sigvarður Haraldsson, f. 10.3. 1955, d. 9.10. 1995, börn: Ingi Freyr, Atli Snær, Dýrfinna Ósk. Seinni maki, Þórir B. Kolbeins- son, f. 28.2. 1955, stjúpbörn: Davíð Björn og Kristín Heiða. 6) Hjálmar Trausti, f. 8.9. 1962, maki Ragnheiður B. Hannesdóttir, f. 3.3. 1964, börn: Ása Berglind, Knútur Trausti og Smári Ragnar. 7) Þorgerður, f. 26.5. 1964, maki Þorgeir Axelsson, f. 18.2. 1961, börn: Elína Dís og Axel Þór. Barnabarnabörn Eddu Bjarkar eru orðin fjögur. Edda Björk fluttist með foreldr- um sínum að Nauteyri við Ísa- fjarðardjúp 1953. Þau fluttust að Sumarliðabæ í Holtum 1960 og síðan til Þorlákshafnar 1961. Edda Björk lauk grunnskólanámi frá Laugalandi. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði veturinn 1966–67 og sótti einnig verkstjórnar- og fiskvinnsl- unámskeið og starfaði við það þar til hún fluttist á Hellu 1968 með dóttur sína. Þau Kristján hófu sambúð 1968 en giftu sig 28.3. 1998. Á Hellu sinnti hún ýmsum störfum en vann lengst af í Tjald- borg við tjaldasaum og fleira. Útför Eddu Bjarkar fer fram frá Oddakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur í Oddakirkjugarði. Það eru þung spor sem við göng- um í dag þegar borin er til grafar stjúpmóðir mín Edda Björk. Sjúk- dómslega hennar var stutt en ströng en hún tók öllu af æðruleysi og var það stór áfangi að hún komst heim fáum dögum áður en hún lést. Kynni mín af Eddu hófust þegar ég var átta ára gömul. Við erum sjö systkinin og dó móðir okkar 1965 þegar yngsta systkinið var ársgam- alt. Tveimur þeim yngstu var komið í fóstur en það þriðja dvaldi hjá afa og ömmu í Blönduhlíð. Pabbi hélt heimili með okkur hinum og fékk ráðskonur til að hjálpa með heim- ilishaldið. Við höfðum haft nokkrar ráðskonur fram að því að Edda kom til okkar og það var okkur afskap- lega dýrmætt þegar ljóst var að hún og Gréta voru komnar til að vera, þegar þau pabbi hófu sambúð. Edda réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur að ráða sig inn á svo stórt heimili. Við vorum á erf- iðum aldri og með erfiðan sorgar- viðburð að baki. Edda var aðeins 21 árs þegar hún kom til okkar en þrátt fyrir ungan aldur reyndist hún okkur góður félagi og sýndi einlægan áhuga og umhyggju á því sem við vorum að gera og vann huga okkar og hjarta. Í minning- unni var Edda alltaf til staðar þeg- ar á þurfti að halda. Edda og pabbi sáu til að fjöl- skylduböndin efldust og styrktust og Gréta varð sem eitt af systk- inunum. Systkinunum sem fóru í fóstur var líka sinnt og tryggt að tengslin héldust þannig að í dag er- um við ein stór og samheldin fjöl- skylda. Heimilið í Heiðvangi 3 hefur alltaf staðið opið bæði fyrir systk- inin og síðar maka og börn þeirra og barnabörn. Edda undi sér vel með barnabörnunum og var mjög natin við þau. Hún hjálpaði þeim t.d við lestur og skrift, kenndi þeim að spila, leggja kapal og svo margt fleira sem þau munu ætíð búa að enda kalla þau hana aldrei annað en ömmu. Elsku Edda. Það er margs að minnast nú þegar komið er að leið- arlokum en efst í huga mér er hve vel þú reyndist mér og börnum mínum alla tíð og þó sérstaklega við fráfall föður þeirra og er það ómet- anlegt. Það er stórt skarð höggvið í okkar stóru en samhentu fjölskyldu við fráfall þitt en við munum standa þétt saman á þessum erfiðu tímum eins og áður. Guð blessi minningu þína. Dýrfinna Kristjánsdóttir. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund og viljum við flytja þér okkar bestu kveðjur og þakka fyrir alla umhyggjuna og ástina sem þú hefur gefið okkur. Þú varst fastur punktur og mikil stoð í okkar lífi en þau ár voru alltof fá. Mikið sam- band var á milli húsa hjá okkur. Þú komst oft yfir og við svo til baka. Það var svo gaman að ferðast með ykkur afa út um allt land í tjald- vagninum, fara að veiða og ýmislegt fleira. Þú kenndir okkur marga góða og mikilvæga hluti. Eins hjálp- aðir þú okkur oft við lærdóminn. Svo var alltaf vel þegið ef þú bauðst okkur í mat vegna þess að þú varst svo mikill kokkur og gerðir góðan mat. Svo spilaðir þú stundum á gít- arinn og kenndir okkur texta. Það var mjög gaman. Ekki má gleyma Formúlunni en við vorum missam- mála, þú og pabbi gátuð oftast verið ánægðari en við og kostaði þetta oft rökræður. Svo þegar við fengum að gista þá komum við með Kobba og Apaskinn og þá var oft fjör í hjóna- rúminu að bjarga þeim frá afa, því hann er svolítið stríðinn. Nú fer að líða að hausti og mamma og pabbi fara að fara í göngur, það verður ansi tómlegt að hafa þig ekki þá. Elsku amma. Kveðjustundin er erfið og við eigum aldrei eftir að gleyma hversu góður félagi þú varst í öllu okkar lífi en þú varst bara svo stutt. Við eigum eftir að sakna þín mikið og mamma og pabbi hafa misst góðan vin og sálufélaga. Tómarúmið verður erfitt að fylla. Elsku afi, megir þú eiga bjarta framtíð. Ingvar og Kristján. Elsku amma, mig langar með nokkrum orðum að minnast þín. Ég hef oft hugsað um það hvernig per- sónuleiki þú varst. Þú varst ein- ungis 26 ára þegar ég fæddist og varst orðin amma en ég hef aldrei fundið annað en að þú værir það í hjarta þínu og það finnst mér lýsa þér vel hvað þú hafðir mikinn per- sónuleika og hafðir hlýtt hjarta. Ég naut þeirra forréttinda að fá að koma til ykkar afa fyrir jólin þegar ég var strákur og það voru miklar tilhlökkunarstundir og skemmtilegt að hjálpa þér við jólaundirbúning- inn. Seinna fékk ég svo að búa hjá ykkur tvo vetur og það var alltaf gott að fá að vera í þinni návist. Þegar Svava konan mín varð ófrísk að fyrsta barni okkar var ég viss um að barnið væri stelpa og eina nafnið sem við vorum með í huga var nafnið þitt, Edda Björk, það skyldi hún heita. Ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar þú heyrðir nafnið. Okkur fannst erfitt að heyra þegar við vorum að koma úr heimsókn frá afa stuttu eftir andlát þitt og Edda Björk segir: „Bráðum kemur amma til afa aft- ur.“ Það eru til fá orð til að svara svona spurningum hjá ekki fjögurra ára skottu. Elsku amma og langamma, okkur þykir vænt um þig og megir þú fara í friði til Guðs. Pétur, Svava, Rúnar, Edda Björk og Inga Júlía. Þegar hún Edda er farin frá okk- ur koma ótal minningar upp í hug- ann. Frá fyrstu heimsóknum þeirra hjóna í Dalina og til þeirra síðustu komu þau alltaf með sömu hlýjuna og vinsemdina í farteskinu, en um- fram allt gleðina. Frá Eddu stafaði alltaf sama rósemdin og hlýjan. Ég minnist ótal gleðistunda með þeim hjónum, bæði heima hjá þeim á Hellu, í Dölunum og á ferðalögum. Edda var hafsjór fróðleiks og þekkti landið sitt mjög vel. Hún var mikið náttúrubarn og útivistarkona. Það voru ófáar útilegur og fjalla- ferðir sem þau hjón fóru í með börnin og barnabörnin. Það voru góðar stundir þegar hún spilaði á gítarinn og þau sungu saman á ætt- armótum og öðrum gleðistundum. Minningin um Þýskalandsferðina er dýrmæt í huga mér, og ekki síð- ur heimsóknin um haustið 1994. Hún er og verður mér alltaf dýr- mæt minning. Engan grunaði nú í maí, þegar bræður Kristjáns og mágkonur komu saman á heimili þeirra, að hún færi á sjúkrahús stuttu seinna og ætti ekki aftur- kvæmt. Ég vil senda Kristjáni mági mín- um og fjölskyldu hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll á þessari sorgarstundu. Svanhildur Kristjánsdóttir (Ninna). Í dag er Edda Björk Þorsteins- dóttir kvödd. Hennar er sárt sakn- að. Nafn Eddu verður oft nefnt þegar rifjaðar verða upp góðar minningar. Þær verða ekki rifjaðar upp hér, en bíða betri tíma í góðra vina hópi. Edda var sterkur persónuleiki. Rúmlega tvítug tekur hún að sér stórt heimili. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt, en það vannst Eddu létt, enda var hún ekki að velta sér upp úr smámunum. Hún var frekar félagi krakkahópsins en uppalandi með boð og bönn. Hjá henni voru erfiðleikar til að takast á við. Það sást best þegar hún háði baráttuna fyrir lífi sínu. Í þeirri orustu ætlaði hún svo sannarlega að sigra. Það er því miður ekki hægt að sigra mann- inn með ljáinn þegar hann hefur tekið ákvörðun. Kristján, Gréta, Addi, Rúnar, Kristjón, Maggi, Dýrfinna, Hjálm- ar, Þorgerður og fjölskyldur, systk- ini Eddu og aðrir ástvinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar frá okkur Ingólfi og dætrum. Aftur þarf Kristján að sjá á bak eiginkonu. Núna stendur hann ekki einn uppi með sjö ung börn, heldur átta uppkomin og stóran hóp af- komenda sem styðja hann nú í söknuðinum. Elsku Kristján, við þig vil ég segja: Ekki týna lífsgleðinni sem þú átt svo mikið af. Haltu áfram að vera skemmtilegastur. Guð blessi minningu Eddu Bjark- ar. Inga Jóna Gísladóttir. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Edda var litla systir hennar mömmu. Edda kenndi mér að hekla föt á barbídúkkuna mína. Edda kunni að spila á gítar og notaði til þess samanbrotinn peningaseðil, svo fékk maður seðilinn til baka með tígullaga gati, stundum nokkr- um tígullaga götum ef mjög mikið var spilað. Edda nagaði neglurnar og sagði mér að gera það aldrei. Edda gaf mér besta smurbrauð í heimi, heimabakað með tómötum og gúrku ofaná. Hún tók alltaf fagn- andi á móti mér hvenær sem mér datt í hug að koma. Edda gaf mér alltaf gott að borða. Hún sá aldrei nein vandkvæði á því að fram- kvæma bara hlutina. Hún hafði allt- af einlægan áhuga á því að heyra af mér og mínum. Og mikið lifandis ósköp var gaman að hlæja með henni. Alveg eins og Þórbergur var viss um að fá kaffi hjá Möngu hinum megin, þá er ég líka viss um að Edda og amma bíða með kaffið handa mér. Edda fór of snemma. Sigurlaug. Hún Edda frænka mín er látin eftir langa sjúkdómsþraut, aðeins 54 ára að aldri. Hún var eitt af sex börnum Þorsteins Sigvaldasonar bókbindara og Sigurlaugar Guð- mundsdóttur, konu hans, en hún var móðursystir mín. Bæði eru þau hjón nýlega látin á efri árum. Ég sá Eddu oft sem ungbarn í foreldra- húsum í Reykjavík, nánar tiltekið á Njálsgötu 52B. Síðar fluttust þau hjón með börn sín vestur að Naut- eyri við Ísafjarðardjúp, þar sem bú- rekstur var stundaður um nokkur ár, en fluttu þaðan að Sumarliðabæ í Holtum. Loks var sest að til fram- búðar í Þorlákshöfn, þeim vaxandi stað. Þar búa nú fjögur af börnum Þorsteins og Sigurlaugar og eru mætir borgarar þar. Elst barna þeirra er Herdís, búsett á Ísafirði. Edda settist að á Hellu á Rang- árvöllum og giftist Kristjáni Jóns- syni. Hjónaband þeirra var farsælt. Aldursmunur nokkur hafði þar ekk- ert að segja. Þeim varð ekki barna auðið, en Edda átti dóttur ung að árum. Börn Sigurlaugar móðursystur voru fædd langtum síðar en börn mömmu Elínar, enda var hún ára- tug eldri en Sigurlaug, sem jafnan var nefnd Lauga af kunnugum. Lauga var þar að auki áratug eldri en mamma, er hún fæddi sín börn. Eddu sá ég sem fullvaxna konu við nokkrar útfarir fjölskyldunnar. Hún bauð af sér góðan þokka og var vel látin af þeim, sem af henni höfðu kynni. Ég kveð hana frænku mína, sem fór allt of snemma frá okkur, og votta þeim sem næst henni standa, innilega samúð mína. Fari hún í friði, friður guðs hans blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. EDDA BJÖRK ÞORSTEINSDÓTTIR Elsku Siggi. Ég vil byrja á að þakka þér mannkærleikann og öll þau gullkorn sem þú gafst mér í veganesti. Það er mér ómetanlegt að hafa heyrt í þér daginn áður en þú fórst og geta kvatt þig. Ég trúði því varla að þú værir farinn þegar ég fékk andlátsfregn þína. Ég kom lítið barn til móður þinn- ar, ömmu minnar, og ólst ég að miklu leyti þar upp og eru þaðan mínar bestu minningar og ófáar SIGURJÓN JÓHANNESSON ✝ Sigurjón Jóhann-esson fæddist í Kálfsárkoti í Ólafs- firði 1. mars 1916. Hann lést á dvalar- heimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jó- hannesson bóndi, f. 8. sept. 1875, d. 15. apríl 1924, og Sigríð- ur Júlíusdóttir, f. 6. nóvember 1886, d. 3. mars 1967. Systkini Sigurjóns eru Júlíus, f. 17. nóv. 1909, látinn; Jónína, f. 6. nóv. 1912; Septína, f. 28 ágúst 1919, látin; Helgi, f. 25. júlí 1922; Jóhannes, f. 24 október 1924. Sigurjón var ókvæntur og barn- laus. Útför Sigurjóns fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tengdar þér. Þú sást alltaf það besta í öllu og ekki var léttleikinn langt undan því þú gast séð spaugilegu hliðarnar á flestum málum. Þú reyndist börnunum mínum besti frændi og ef eitthvað var að þá varst þú allt- af kominn til að hjálpa, ósjaldan við flutninga. Þú sagðir oft við mig í gríni að ef maður flytti þrisvar yrði maður eignalaus og oft hafa þessi orð komið upp í huga mér. Þetta var lýsandi dæmi fyrir þau gullkorn sem þú hafðir á reiðum höndum. Hún var löng landafræðilega fjar- lægðin á milli okkar þessi síðustu ár en alltaf vorum við í góðu sambandi og þú nær hjarta mínu. Ég þakka þér fyrir samveruna á þessari jörð og guð veri með þér. Guðrún Pálsdóttir. Mig langar að minnast hans Sigga frænda míns í nokkrum orðum, en hann var með betri manneskjum sem hægt var að kynnast. Þegar amma hringdi og sagði mér frá láti Sigga komu ófáar minningarnar upp í hugann. Hann fór með mér margar bæjarferðirnar og mátti þá ekki sleppa Kolaportinu en þangað hafði Siggi mjög gaman af að fara og kom ávallt út með ýmislegt góðgæti og nokkrar skemmtilegar sögur af mannlífinu og persónum þess í far- teskinu. Hann var mjög þolimóður og mikill mannvinur og ekkert aumt mátti Siggi sjá eða vita af án þess að það hefði áhrif á hann og var hann duglegur að styrkja menn og mál- efni. Það er einnig minnisstætt jafn- aðargeð Sigga en flestum fréttum tók hann með því að slá á lær og vinda aðeins uppá sig og segja ja- hérna. En þessa setningu höfum við fjölskyldan oft eftir honum og gleð- ur það jafnan hug og hjörtu okkar. Sigga frænda og gullkornanna hans verður sárt saknað á þessari jörð. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. (Stephan G. Stephansson) Elsku Siggi, ég veit þú ert nær. Þín frænka, Hildur Björk Leifsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.