Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 47
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 47
LAUGARDAGUR
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12.
Susan Landale frá Frakklandi leikur á org-
elið.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa-
vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir,
spurt og svarað. Á laugardögum starfa
barna- og unglingadeildir. Létt hressing
eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.
Brauðsbrotning kl. 20, G. Rúnar Guðna-
son prédikar.
GUÐMUNDUR Sigurðsson tekur
við starfi organista í Bústaðakirkju
við guðsþjónustu á sunnudaginn kl.
11. Guðmundur er Reykvíkingur og
lauk námi í píanóleik og tónfræði
frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur
árið 1987. Hann lauk kantorsprófi
frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið
1996 og burtfararprófi í orgelleik
frá saman skóla árið 1998 jafnhliða
því sem hann sótti orgeltíma hjá
prófessor Mark A. Anderson í
Princeton í Bandaríkjunum.
Hann hélt síðan vestur um haf og
var við nám Westminster Choir Col-
lege í Princeton í New Jersey þar
sem Mark A. Anderson var aðal-
kennari hans. Nú í vor lauk hann
mastersprófi í orgelleik frá skól-
anum með besta vitnisburði.
Guðmundur tekur við metn-
aðarfullu starfi í Bústaðakirkju og
hefur þar yfirumsjón með öllu tón-
listarstarfi kirkjunnar, sem er bæði
fjölbreytt og öflugt, en þar eru
starfandi sjö kórar og hljómsveitir.
Kirkjukór Bústaðakirkju mun
syngja við messuna á sunnudaginn
ásamt einsöngvurum úr kórnum.
Að messu lokinni býður sóknar-
nefnd kirkjunnar í kirkjukaffi í
safnaðarheimilinu.
Sóknarbörn og velunnarar kirkj-
unnar er hvött til þátttöku og fagna
saman góðum starfsmanni Bústaða-
kirkju.
Pálmi Matthíasson.
Kvöldstund í
Hjallakirkju
Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20
verður kvöldguðsþjónusta í Hjalla-
kirkju, Kópavogi. Þetta er fyrsta
kvöldstundin í kirkjunni í sumar en
næstu tvo sunnudaga verða guðs-
þjónustur á þessum sama tíma.
Stundunum er ætlað að veita fólki
tækifæri til íhugunar og kyrrðar á
fallegum sumarkvöldum.
Félagar úr kór kirkjunnar leiða
safnaðarsönginn og Jón Ól. Sig-
urðsson situr við orgelið. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Kvöldguðsþjónusta
í Seljakirkju
KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í
Seljakirkju sunnudagskvöldið 11.
ágúst kl. 20.
Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar
fyrir altari og Þorvaldur Hall-
dórsson mun sjá um að leiða fólk í
söng.
AA-félagar eru sérstaklega boðn-
ir velkomnir og einn þeirra mun
segja sögu sína.
Altarisganga verður í messunni
og þess gætt að drykkurinn í lífsins
bikar sé með öllu óáfengur.
Fermingarskóli
Fríkirkjunnar í
Reykjavík
EN EINS og undanfarin ár býður
Fríkirkjan í Reykjavík ungmennum
upp á fermingarfræðsluna í ágúst,
áður en skólar byrja að hausti. Við
hefjum fræðsluna með guðsþjón-
ustu kl. 11 sunnudaginn 11. ágúst.
Eftir guðsþjónustuna munum við
hitta fermingarbörnin og fara yfir
dagskrá fermingarskólans. Ferm-
ingarbörnin mæta síðan daglega kl.
9.30 í safnaðarheimili kirkjunnar.
Við reiknum með að kennslustund
dagsins ljúki rétt fyrir kl. 13. Ásamt
fræðslu förum við í heimsóknir á
nokkra staði.
Helstu kostir Fermingarskóla
Fríkirkjunnar eru:
1. Samþjöppuð kennsla – minna
rask yfir veturinn.
2. Fermingardagur að eigin vali.
3. Kennslugjöld eru engin!
Svar safnaðarins við
dreifingu safnaðarfólks
Fermingarskólinn er starfræktur
þannig að síðustu dagana fyrir
skólabyrjun grunnskólanna koma
nemendur daglega til safn-
aðarheimilisins og njóta þar
fræðslu. Yfir veturinn koma þau til
kirkju ákveðinn fjölda sunnu- og
helgidaga.
Einnig er farið í sólarhrings
fermingarferðalag.
Þeim sem ekki geta nýtt sér sam-
þjappaða kennslu í ágúst, býðst
annar möguleiki, sem tengdur er
guðsþjónustum sunnudagsins.
Fjölskyldan getur sjálf valið
hvaða dag barnið fermist
Við bjóðum fermingarbarninu og
fjölskyldu þess að velja sér ferm-
ingardag, innan ákveðinna marka
þó. Með þessu er ætlunin að stuðla
að því að fermingin fái veglegri
sess meðal fjölskyldunnar. Hægt er
að bjóða ættingjum og vinum til
fermingar og gjarnan til veisluboðs
á eftir, en ekki eingöngu til veisl-
unnar, eins og víða er nú komið.
Fermingarathöfnin fær þannig
meira vægi í hugum flestra.
Kennslugjöld eru engin
Það fylgja því óþægindi og kostn-
aður fyrir flesta að stunda ferming-
arfræðsluna utan heimahverfis. Til
að koma til móts við það, eru ekki
innheimt nein kennslugjöld og svo-
kölluð kyrtlaleiga er engin.
Jafnaldrar mjög
velkomnir
Eigi fermingarbarnið góðan vin,
vinkonu, frænda eða frænku, sem
einnig á að fermast, er sá hinn sami
einnig velkominn. Vilji börnin
fermast saman þá gerist það á þeim
degi, sem fjölskyldurnar koma sér
saman um og í samráði við safn-
aðarprest.
Allar nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á skrifstofu safnaðarins.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson
Nýr organisti
í Bústaðakirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Bústaðakirkja.
FRÉTTIR
Safnaðarstarf
PASTAVÉL
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Verð 5.500
Rússnesk
skip í
heimsókn
RÚSSNESKI tundurspillirinn Admi-
ral Chabanenko og birgðaskipið Ser-
gey Ocipov eru væntanleg í flota-
heimsókn til Íslands 10.–14. ágúst nk.
í boði utanríkisráðuneytisins. Tund-
urspillirinn mun leggja að við Mið-
bakkann en birgðaskipið mun liggja
við akkeri á ytri höfninni. Áætlaður
komutími skipanna er um kl. 19:30
laugardaginn 10. ágúst. Skipin til-
heyra Norðurflota rússneska sjóhers-
ins. Admiral Chabanenko er 8.000
tonn að stærð og áhafnarmeðlimir
434. Sergey Ocipov er 22.000 tonn að
stærð og eru áhafnarmeðlimir 124.
Yfirmaður herskipanna er Victor G.
Dobroskochenko vísiaðmíráll sem er
næstráðandi rússneska Norðurflot-
ans.
Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra mun Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
bjóða áhafnirnar velkomnar á sunnu-
dag kl. 14. Forseti Íslands heimsækir
vísiaðmírál og áhafnir skipanna kl.
15.30. Heiðursskotum, 21 talsins,
verður skotið við komu forseta sam-
kvæmt alþjóðlegri siðavenju. Einnig
verður skotið 19 heiðursskotum við
komu sendiherra Rússlands á Íslandi
um borð kl. 13. Á meðan á heimsókn
stendur hittir vísiaðmírállinn einnig
fulltrúa utanríkisráðuneytisins, full-
trúa Reykjavíkurborgar og yfirmenn
bandaríska varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, segir í frétt frá utanrík-
isráðuneytinu.
Áhafnirnar munu standa fyrir
hljóðfæraleik og dönsum á Ingólfs-
torgi mánudaginn 12. ágúst kl. 17 og
efnt hefur verið til blakleiks á milli Ís-
landsmeistara Íþróttafélags stúdenta
og sjóliðanna sama dag kl. 18 í
íþróttahúsinu Austurbergi. Þá munu
áhafnirnar etja kappi við bandaríska
hermenn í knattspyrnu í Keflavík á
þriðjudeginum. Áhöfnunum verður
ennfremur gefinn kostur á að skoða
sig um á Þingvöllum, Gullfossi og
Geysi. Admiral Chabanenko verður
almenningi til sýnis á meðan á heim-
sókn stendur sem hér segir:
Sunnudaginn 11. ágúst frá kl. 10–
12. Mánudaginn 12. ágúst frá kl. 10–
12 og 15–17. Þriðjudaginn 13. ágúst
frá kl. 10–12 og 15–17.
♦ ♦ ♦
Reykjavíkurborg
Ekki eitrað
fyrir kanínum
ÓMAR Dabney, meindýraeyðir hjá
Reykjavíkurborg, segir ekkert hæft í
þeim sögusögnum að verið sé að eitra
fyrir kanínum í Reykjavík; hvorki í
Öskjuhlíðinni né annars staðar. „Af
hálfu Reykjavíkurborgar er ekkert
átak í gangi gegn kanínum,“ segir
hann. „Sögusagnir um að svo sé eiga
því ekki við rök að styðjast.“ Hann
segist líka efast um að aðrir standi í
slíku átaki gegn kanínum því það yrði
varla gert án þess að haft yrði samráð
við Reykjavíkurborg.
Aðspurður segir Ómar að talsvert
sé af kanínum í Öskjuhlíðinni. Það sjái
hann m.a. á veturna, þegar mikið sé af
kanínusporum í snjónum. Einstaka
sinnum fái Reykjavíkurborg kvartan-
ir vegna kanínanna, en þá fari stund-
um starfsmenn á vegum borgarinnar
og veiði þær í háf eða á annan hátt.
Síðan séu þær aflífaðar.
Meðgöngulínan
slit- og spangarolía
Þumalína, Lyf og Heilsa,
Lyfja, Heilsuhúsið
www.brimborg.is– Njóttu lífsins
A
B
X
/
S
ÍA
Sjáðu mig
Það er erfitt að skilgreina stíl en þú þekkir hann þegar þú sérð hann.
Yfir Citroën er einhver óútskýranlegur sjarmi. Heillandi útgeislun
sem fyllir eigendur Citroën lotningu og stolti. Brimborg kynnir
nýjan og svalan Citroën C3. Sjáðu!
Verð frá 1.389.000 kr. Citroën C3
Opið í dag kl. 13–17.