Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               !"     " #  $  "   % ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLIR þættir sköpunarinnar, frá hugmynd til endanlegrar útkomu, felur í sér þrjú stig: upphaf, miðju og endi. Upphafið ber með sér mikla orku, hraða og spennu. Miðj- an kemur á eftir og spennan minnk- ar og hægist á hraðanum, nú byrjar hin raunverulega vinna: að taka eitt skref í einu. Endirinn er svo þegar takmarkinu hefur verið náð, sigur og endir. Oft er það þannig með persónu- legan þroska að hann fer ekki upp úr upphafsstiginu, eins og algengt er eftir eitt helgarnámskeið. Þátt- takendur finna fyrir spennu byrj- unarinnar en hvað um næstu tvö stig, miðjuna og endinn (ef slíkt er í raun til í sambandi við persónuleg- an þroska). Ég man eftir að hafa áttað mig á þessu fyrir mörgum ár- um, að mesti þroskinn átti sér stað á milli helgarnámskeiða sem ég sótti. Það sem gerist oft hjá fólki sem leitar persónulegs þroska, heil- unar og ummyndunar er að það er ekkert áframhald, engin miðja og enginn endir. Aðeins röð ótengdra byrjana. Fólk upplifir atvik en enga þróun. Þetta er mjög algengt á Íslandi, þar sem virtir kennarar í þessum efnum koma til Íslands annað slagið og halda námskeið en eru svo ekki til staðar þegar nemendurnir þyrftu að halda áfram. Leiðbeinandi, heilari og miðill Fyrir u.þ.b. ári varð gagnger breyting á starfsháttum mínum. Flestir nýju viðskiptavina minna voru fólk sem vildi vinna sem heilarar eða meðferðaraðilar. Eða fólk sem var að vinna við slíkt en vantaði að þróa starf sitt. Í dag er slíkur hópur um 75% af þeim sem ég sinni. Þetta hefur, þar til nýlega, haft í för með sér vissar áhyggjur: hvern- ig get ég hjálpað þessu fólki að verða það sjálft í þeirra einstöku vinnu? Ég hef mikla persónulega þekkingu og reynslu af minni eigin leið til persónulegs þroska og sjálfs- vitundar í starfi, sem mig langaði að deila með fleirum, vitandi að þau vantaði þetta til þess að geta sjálf starfað með fólki á sinn hátt. Loksins kom það til mín að gera námskeið sem felur í sér áframhald- andi nám í persónulegum þroska og á sama tíma að vera menntun sem miðar að því að þróa heilun eða meðferðir hverskonar sem þátttak- endur eru að vinna við eða vilja vinna við í framtíðinni. Þessi þjálfun og nám í persónulegum þroska nær yfir sálfræðileg og andleg svið og er hannað með það í huga að menntun í persónulegum þroska verði í gegn- um lærdóm og persónulega reynslu. Það tók mig 10 ár að safna efni úr ýmsum áttum til að fylla þetta eins árs langa nám. Von mín og tilgang- ur með þessu námi er að hjálpa þátttakendum að finna sína eigin einstöku leið í heilun og að hjálpa fólki að stíga skrefin til fulls í það starf sem það fæddist til. Aftur að upphafsspurningunni: Er raunveruleg þörf á námi í per- sónulegum þroska? Mitt svar er: ef ekki nauðsynlegt þá allavega mjög hjálplegt fyrir persónulega og atvinnulega þróun. Námið fer fram á ensku og kall- ast „Að verða maður sjálfur“ eða „Coming into your own!“ og hefst í september. GITTE LASSEN leiðbeinandi, heilari og miðill, Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi. Er þörf á námi í persónu- legum þroska? Frá Gitte Lassen: NÚ NÝLEGA var viðtal við borg- arstjórann í sjónvarpinu þar sem fjallað var um kvikmyndasafn. Blessaður borgarstjórinn kvartaði yfir því að það losnaði ekki svo hús hér í borginni að ekki kæmu upp hugmyndir um einhverja opinbera starfsemi sem gæti verið í þessum byggingum. Í áratugi hefir verið talað um að byggja tónlistarhús fyrir opinbert fé. Stjórnarmenn í Tónlistarfélaginu komu upp prýði- legu tónlistarhúsi hér í borginni fyrir mörgum árum, en það er Austurbæjarbíó sem nú er búið að leggja niður sem slíkt. Bíóhúsið hefir verið notað öðrum þræði gegnum tíðina og hefir ekki annað heyrst en það hafi virkað vel sem slíkt, auk þess sem þetta er hin myndarlegasta bygging. Nú er það svo að tónleikasalir virka ekki allt- af sem skyldi, en salurinn þarna við Snorrabrautina er sagður virka vel. Aðstaða fyrir flytjendur er að vísu ófullkomin, þarna fyrir aftan er garður sem ekki er mikið notaður en þar er vel hugsanlegt að gera þjónustuhús og jafnvel koma fyrir bílastæðum á fleiri en einni hæð. Áætlað er að nýtt tónlistarhús á hafnarsvæðinu muni kosta 5 millj- arða, sem er að miklu leyti óþörf fjárfesting fyrir okkur skattgreið- endur. Við eigum nefnilega rúma tvo milljarða í menningarsjóði SPRON en þeim peningum væri vel varið til að gera upp þessa gömlu menningarmiðstöð. A.m.k. er vitað hvernig salurinn virkar. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur Flókagötu 8, Reykjavík Tónlistarhús Frá Gesti Gunnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.