Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 51 Munið 1.000 kr. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. slána Laugavegi 24 - www.topstudio.net Pantanir í síma 552 0624 Barnamyndatökur Tilboð í ágústTilboð í Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Byggingaraðili er Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. ÞESSI frómu orð lét sextug vin- kona mín falla þegar við ræddum samkynhneigð og baráttu samkyn- hneigðra fyrir rétti sínum. Ég á marga samkynhneigða vini sem standa sig með stakri prýði í lífinu og er jafnvel afburðarfólk á sínu sviði. Engin orð geta tjáð hversu stolt ég er af þessum vinum mín- um. Mikið hefur áunnist í baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum, en betur má ef duga skal: Um daginn röltu vinur minn og sambýlismaður hans niður á Hag- stofu Íslands og hugðust þeir skrá sig í sambúð þar sem það væri hag- kvæmara upp á námslán o.fl. Þegar til kom var það ekki hægt en var þeim í staðinn bent á að gifta sig (staðfesta samvist) hjá sýslumanni. Það er frekar fáránlegt að samkyn- hneigðir megi gifta sig en ekki skrá sig í sambúð! Ég veit bara að þegar ég byrjaði með mínum karli létum við fyrst skrá okkur í sambúð og giftum okkur svo tveimur árum seinna. Ég er ansi hrædd um að það hefðu runnið tvær grímur á mína ef Dísa á Hagstofu Íslands hefði tilkynnt mér að ég þyrfti að giftast honum Sigga mínum undir eins til þess að fá þau réttindi sem skráðri sambúð fylgja. Fólk í skráðri sambúð fær full námslán en námsmaður í óskráðri sambúð fær lægri námslán af því að hann er í svokölluðu leigulausu húsnæði, eins og hann byggi enn í foreldrahúsum. Þeim þykir vænst hvor um annan í öllum heiminum. Þurfa þeir að fara að fiffa einhvern leigusamning, að annar leigi hjá hinum, til að sitja við sama borð og gagnkynhneigð pör!?! Hvar er réttlætið í þessu? Einhvers staðar stendur að allir menn séu skapaðir jafnir. Því vil ég spyrja íslensk stjórnvöld hvað það er við orðið „jafnir“ sem þeir ekki skilja. Í dag halda samkynhneigðir „Gay Pride“ í fjórða skipti á Íslandi en þessi hátíðarhöld hafa verið haldin víða um heim síðan 1969. „Gay Pride“-hátíðin minnir vissu- lega á réttindabaráttu samkyn- hneigðra en er fyrst og fremst há- tíð þar sem fjölbreytni mannlífsins er í hávegum höfð. Ég vil að lokum hvetja alla vini og vandamenn samkynhneigðra sem og aðra landsmenn að sýna samhug með því að mæta í glæsi- lega skrúðgöngu sem leggur af stað kl. 15 frá Hlemmi og taka þátt í skemmtilegum hátíðarhöldum þar á eftir á Ingólfstorgi. Kæru sam- kynhneigðu vinir: Til hamingju með daginn! FRIÐRIKA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR Hagamel 32, 107 Reykjavík „Það er margt verra en að vera samkynhneigður“ Frá Friðriku Kristínu Stefánsdóttur: MIKIÐ ánægjuefni er það fyrir alla, sem ganga um strandgötu við austanverðan Skerjafjörð, að fá nú að sjá geirfuglinn eftir listakonuna Ólöfu Nordal endurreistan. Stytta þessi af fuglinum lenti í íshröngli í vetur, losnaði þá af undirstöðun- um, laskaðist og þurfti lagfæring- ar við. Nú hefur styttan verið reist upp að nýju. Listaverk þetta sómir sér mjög vel þarna í fjör- unni og er að verða yndi okkar Skerfirðinga líkt og hafmeyjan er uppáhald Dana. Ég óttast aðeins að sagan endur- taki sig með íshrönglið, vegna þess hve lágt styttan stendur. Gætu ekki bæjaryfirvöld byggt þarna upp myndarlegt sker, þannig að fuglinn standi upp úr sjó á stórflóði. Myndi það gera ásýnd fuglsins veglegri. Nú hefur verið reistur mikill grjótgarður meðfram þessari strönd Skerjafjarðar. Hlífir grjótið ágangi sjávar á bakkana og gerir strandvegarstæðið öruggara. Hins vegar hamlar garðurinn fólki að hafa greiðan aðgang að fjörunni. Fjöruganga hefur verið eftirsókn- arverð meðal unglinga í nærliggj- andi hverfum. Skoðun lífríkis fjör- unnar er mjög fræðandi fyrir æskufólk, og er miður, að þessi grjótgarðsbygging hefur komið í veg fyrir þann menntunarmátt. Væri nú ekki vel til fallið að byggja góðar steintröppur um garðinn, sem lægju til dæmis að gömlu Shell vörinni, þannig að auðvelt væri fyr- ir fólk að komast þar í fjöru af bíla- stæðinu? Búið er að leggja nýja braut fyrir framlengingu þá, sem gerð var á suðurenda N-S flugbrautar. Þang- að hafa verið fluttir bekkir frá fyrra stæði þeirra við gamla brautar- endann. Bekkir þessir standa nú á miklu berangri og æfingagrindur, sem áður voru við bekkina, hafa glatast í flutningunum. Mikil bót væri á, ef gert væri skjól við bekk- ina fyrir norðanáttinni. Áður uxu rósarunnar á sambærilegum án- ingastað fyrir breytingar. Svipaða runna væri gott að endurvekja á nýja staðnum. Víðar mætti koma upp bekkjum á þessari leið, því langt er á milli hvílustaða. Vel mættu vera bekkir í skjóli sunnan við blikkið hjá gömlu Skeljungs- stöðinni. Einnig er tilvalið bekkj- arstæði hjá bílastæðinu við gömlu flugbátasteinbryggjuna. Nú hefur Shellbryggjan verið fjarlægð að mestu. Stubbur var samt skilinn eftir fyrir ári, þegar bryggjusporðurinn var rifinn. Ekk- ert hefur síðan verið gert við þenn- an bút. Strákar fara út á bryggjuna til veiða og leiks. Bryggjugólfið er þarna víða brotið og vantar í það margar fjalir. Er stórhættulegt að ganga þar fram vegna gata og lausra planka, og reyndar mildi, að ekki hafa hlotist slys af. Gangurinn út á bryggjuna hefur einnig verið gerður torsóttur með því að brjóta endann af tréverkinu. Hver er ætl- un borgarinnar með þennan stubb? Væri ekki þörf á því að gera bryggjuna mannhelda, ef hún á að standa, og hafa ekki þessa slysa- gildru í þjóðbraut. Að lokum vil ég geta þess, að við strandbrautina eru nokkur umferð- arskilti. Eru merkjaspjöld þeirra sett rétt í mannhæð á staurana. Þannig geta hjólreiðamenn og fleiri vegfarendur auðveldlega rekið höf- uð í skiltin. Þyrfti endilega að hækka spjöldin á stöngunum. STURLA FRIÐRIKSSON, Skildingatanga 2, 101 Reykjavík. Þankar um göngubrautina við Skerjafjörð Frá Sturlu Friðrikssyni: Sturla Friðriksson ÞAÐ rekur heldur betur á fjörur skákáhugamanna í dag þegar þeir Boris Spassky, Lothar Schmid og Guðmundur G. Þórarinsson halda fyrirlestra á málþingi sem verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Umfjöllunarefnið verð- ur að sjálfsögðu heimsmeistaraein- vígi þeirra Fischers og Spasskys í Reykjavík 1972. Málþingið hefst klukkan 13.30 og eru allir velkomnir. Átökin í kringum einvígið teygðu sig langt út fyrir skákborðið, enda má segja að það hafi endurspeglað einn helsta átakapunkt heimsmálanna á þessum tíma, baráttu austurs og vesturs, eða kalda stríðið milli risa- veldanna. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna blandaði sér í einvígismálin og mörg furðuleg mál komu upp. Dul- arfullir Sovétmenn á fremsta bekk í Laugardalshöll með „einhvers konar sjónauka“ vöktu athygli. Sovétmaður fannst í felum á gólfi bíls frá sovéska sendiráðinu og svo mætti lengi telja. Eitt af því sem fékk mesta athygli var ásökun Sovétmanna um það að Bandaríkjamenn notuðu einhverja dularfulla tækni á sviðinu til að draga úr getu heimsmeistarans, Spasskys. Mikil rannsókn fór fram og að lokum sást dularfullur aðskotahlutur á rönt- genmynd af stólsetu Spassky. Stóll- inn var tekinn sundur í smæstu ein- ingar, m.a. undir eftirliti rannsóknar- lögreglu, en einungis fannst galli í viðnum sem hafði verið fyllt í með viðarfyllingu. Menn höfðu ekki skýr- ingu á hvers vegna hún kom fram á röntgenmynd. Myndatakan var end- urtekin, en þá brá svo við að ekkert sást! Orsakaði þetta mikið uppnám. Einnig áttu alvarlegri atburðir sér stað. Þannig bárust hótanir erlendis frá um það, að Laugardagshöllin yrði sprengd í loft upp. Eftir það fylgdist Útlendingaeftirlitið með komu ferða- manna til landsins og sprengjusér- fræðingur var til taks það sem eftir var einvígisins. En baráttan á borðinu var ekki síð- ur hörð. Margir eiga sér uppáhalds- skák frá einvíginu og sjötta skákin í einvíginu er oft nefnd í því sambandi, þó langt sé frá að allir séu sammála um það val. Þegar skákin hófst var spennan í hámarki og staðan jöfn 2½–2½. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spassky Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. d4 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0–0 6. e3 h6 7. Bh4 b6 Tartakover-afbrigðið, eitt aðalvopn Spasskys á þessum árum. 8. cxd5 Rxd5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rxd5 exd5 11. Hc1 Be6 12. Da4 c5 13. Da3 Hc8 14. Bb5! a6 15. dxc5 bxc5 16. 0–0 Ha7 Geller, aðstoðarmaður Spasskys, mælti á þessum tíma með 16. ...Db7, eftir ófarir í skák við Furman tveim- ur árum fyrr. Það vakti mikla athygli, að Spassky þekkti ekki þá skák. Margir töldu þetta merki um slæman undirbúning fyrir einvígið, en hvern- ig gat Spassky reiknað með að þurfa að tefla þessa byrjun gegn „kóngs- peðsmanni“? Það verður fróðlegt að heyra skýr- ingar Spasskys á þessu á málþinginu í dag! 17. Be2 – Sjá stöðumynd I. 17. ...Rd7 Þessi leikur var nýjung í einvíginu og hefur ekki sést síðan, svo vitað sé. Í fyrrnefndri skák, Furman-Gell- er, varð framhaldið 17. ...a5 18. Hc3 Rd7 19. Hfc1 He8 20. Bb5 Bg4 21. Rd2 d4 22. exd4 cxd4 23. Dxe7 Hxe7 24. Hc8+ Kh7 25. Rb3 Re5 26. Hd8 Hac7 27. Hxc7 Hxc7 28. f4 Bd7 29. fxe5 Bxb5 30. Rxd4 Hc1+ 31. Kf2 Hd1 32. Hd6 og svartur gafst upp. 18. Rd4! Df8?! Timman taldi 18. ...Rf6 19. Rb3 Rd7 gefa betri möguleika fyrir svart. 19. Rxe6! fxe6 20. e4! – Sjá stöðumynd II. 20. ...d4? Það hlýtur að vera mjög slæmt að gefa eftir c4-reitinn á þennan hátt. 20. ...Rf6 21. exd5 exd5 22. Bf3 er ef til vill ekki gott fyrir svart, en gefur kannski einhverja von um björgun. Í framhaldi skákarinnar getur svartur lítið annað gert en að bíða dauðans. Spassky lenti undir í einvíg- inu með þessu tapi í uppáhaldsbyrj- uninni sinni. Það hlýtur að hafa átt stóran þátt að hann tapaði heims- meistaratitlinum. 21. f4 De7 22. e5 Hb8 23. Bc4 Kh8 24. Dh3 Rf8 25. b3 a5 26. f5 exf5 27. Hxf5 Rh7 28. Hcf1 Dd8 29. Dg3 He7 30. h4 Hbb7 31. e6! Hbc7 32. De5 De8 33. a4 Dd8 34. H1f2 De8 35. H2f3 Dd8 36. Bd3 De8 37. De4 Rf6 Auðvitað ekki 37. ...Hxe6 38. Hf8+ Rxf8 39. Hxf8+ Dxf8 40. Dh7+ mát. Sjá stöðumynd III. 38. Hxf6! – Einfalt og afgerandi. Fischer nýt- ur ávaxtanna af markvissri tafl- mennsku. 38. – gxf6 39. Hxf6 Kg8 40. Bc4 Kh8 41. Df4 og svartur gafst upp, því að hann er algjörlega varnarlaus, eftir t.d. 41. – Kg8 42. Dxh6, ásamt 43. Hg6+ o.s.frv. (42. – Hg7 43. e7+). Aðskotahlutir og sprengjuhótanir Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Þjóðmenningarhúsið MÁLÞING UM HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ 1972 10. ágúst 2002 Stöðumynd I. Stöðumynd II. Stöðumynd III.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.