Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skógafoss kemur og
fer í dag. Sergey Oci-
pov og Admiral Chab-
anenko koma í dag. Ak-
ureyrin, Deutschland
og Nuka Arctica fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Málmey kom og fór í
gær. Lómur fór í gær.
Merike fer í dag.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Þriðjudaginn 20. ágúst
kl. 8 verður farin skoð-
unarferð um Vík og ná-
grenni. Uppselt er í
ferðina.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Morgun-
gangan kl. 10 frá
Hraunseli, rúta frá
Firðinum kl. 9:50. Fél-
agsheimilið Hraunsel
verður opnað aftur eftir
sumarfrí mánudaginn
12. ágúst með félagsvist
kl. 13.30. Orlofsferð að
Hrafnagili við Eyja-
fjörð19.–23. ágúst,
munið að greiða gíró-
seðlana sem fyrst. Or-
lofsferð að Höfða-
brekku 10.–13. sept.
Skráning og upplýs-
ingar í Hraunseli kl.
13–17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Sunnudag-
ur: Dansleikur kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar ganga frá Ás-
garði kl. 10. Hringferð
um Norðausturland
17.–24 ágúst, ath.
ganga þarf frá farseðli
fyrir 13. ágúst. Fundur
verður með leiðsögu-
manni 15. ágúst kl. 14. í
Ásgarði, Glæsibæ.
Nokkur sæti laus vegna
forfalla. Þjórsárdalur,
Veiðivötn Fjallabaksleið
nyrðri, 27.–30. ágúst.
Staðfestingargjald þarf
að greiða fyrir 14.
ágúst. Fyrirhugaðar
eru ferðir til Portúgals
10. september í 3 vikur
og til Tyrklands 30.
september í 12 daga
fyrir félagsmenn FEB,
skráning er hafin tak-
markaður fjöldi. Skrán-
ing hafin á skrifstof-
unni. Silfurlínan er opin
á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12 í s.
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Helln-
um og að Arnarstapa. Á
Snjófelli verður súpa og
brauð um hádegisbilið.
Leiðsögumaður Tómas
Einarsson. Lagt af stað
frá Norðurbrún 1 kl.
8.30 og teknir farþegar
í Furugerði. Upplýs-
ingar í Norðurbrún,
sími 568 6960 og Furu-
gerði, sími 553 6040.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 13. ágúst
verður opnað að af-
loknu sumarleyfi, fjöl-
breytt sumardagskrá,
vinnustofur opnar frá
9–16.30 m.a. perlu-
saumur, umsjón Kristín
Hjaltadóttir. Frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 13 boccia, umsjón
Óla Stína. Veitingar í
Kaffi Bergi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 10.30
Mætum öll og reynum
með okkur.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópa-
vogi laugardagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. All-
ir velkomnir.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ, Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, er opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Leið 10 og 110 ganga
að Kattholti.
Rangæingar. Athugið
sumarferð sem átti að
fara laugardaginn 10.
ágúst fellur niður.
Minningarkort
Minningarkort, Félags
eldri borgara, Selfossi,
eru afgreidd á skrifstof-
unni, Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
unni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sigur-
jónssyni, s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði.
Minningarkortin fást
nú í Lyfjum og heilsu,
verslunarmiðstöðinni
Firði í Hafnarfirði.
Kortið kostar 500 kr.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæjar-
skrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697, minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
s. 520-1300 og í blóma-
búðinni Holtablóminu,
Langholtsvegi 126.
Gíróþjónusta er í kirkj-
unni.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
sími 520 1300 og í
blómabúðinni Holta-
blóminu, Langholtsvegi
126. Gíróþjónusta er í
kirkjunni.
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn s. 555 0104 og
hjá Ernu s. 565 0152
(gíróþjónusta).
Í dag er laugardagur 10. ágúst,
222. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Eða sér þú ekki myrkrið og vatna-
flauminn, sem hylur þig?
(Job. 22, 11.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 svínakjöt, 4 beiskur, 7
rússnesk, 8 holu, 9 hátt-
ur, 11 verkfæri, 13 syrgi,
14 leikinn, 15 demba, 17
kvísl, 20 ílát, 22 hugleys-
ingi, 23 skrifað, 24 gras-
geiri, 25 drykkjurútar.
LÓÐRÉTT:
1 sjaldgæf, 2 skynfærin, 3
galdur, 4 korntegund, 5
stoðar, 6 á litinn, 10 ham-
ingja, 12 liðin tíð, 13 ill-
gjörn, 15 lagardýr, 16
rotin, 18 dáin, 19 gróði,
20 námsgrein, 21 dyggur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gáfnaljós, 8 skæði, 9 tóman, 10 tól, 11 arana, 13
aurar, 15 stáss, 18 ágæta, 21 Týr, 22 tjara, 23 Lilla, 24
gauragang.
Lóðrétt: 2 áræða, 3 neita, 4 litla, 5 ósmár, 6 Esja, 7 snýr,
12 nes, 14 ugg, 15 sótt, 16 ábata, 17 staur, 18 árleg, 19
ætlun, 20 agar.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er hræddur. Víkverjiskilur ekki. Víkverja hefur, eins
og aðra borgarbúa, nefnilega sett
hljóðan undanfarna daga, vegna hinn-
ar miklu ofbeldisöldu sem riðið hefur
yfir höfuðborgarsvæðið. Barsmíðar
(sem nálgast limlestingar), byssuveif-
ingar, innbrot o.s.frv. Hvað er eigin-
lega á seyði? Við Reykvíkingar stær-
um okkur af því að búa í borg en ekki
bæ en er ekki óþarfi að apa eftir öðr-
um ósiðina sem oft fylgja slíkum
byggðarkjörnum?
Í huga Víkverja hefur Reykjavík
alltaf verið lítill, notalegur staður, þar
sem hægt er að vera öruggur hvar
sem er. En nú viðurkennir hann, með
ugg í brjósti, að tvær grímur eru
runnar á hann.
Víkverji veit sem er að ofbeldi og
óáran hefur fylgt mannkyninu frá
örófi alda. En það er ekki þar með
sagt að þá sé í lagi að snúa sér undan.
Víkverji veit einnig að það þarf meira
til en þéttskipaðar vaktir lögreglu-
þjóna og auglýsingapésa til að koma
svona málum í viðunandi horf. Hug-
arfarsbreytingu alls samfélagsins
þarf til, hvorki meira né minna, og
þær breytingar gerast hægt. En þær
geta sannarlega orðið. Hugsum þetta
mál því vel – það er allra hagur.
Í DAG munu hommar, lesbíur, tví-kynhneigðir og velunnarar þeirra
ganga fylktu liði niður Laugaveginn
til að fagna Hinsegin dögum. Þetta er
í fjórða skipti sem þessi hátíð er hald-
in og er útlit fyrir að í ár verði hún
veglegri en nokkru sinni fyrr. Vík-
verji ætlar, eins og á síðasta ári, í
þessa göngu og vonandi nær hann að
draga nokkra samkynhneigða vini
sína með.
Að vísu er Víkverji dagsins gagn-
kynhneigður en á þessum degi skiptir
slíkt ekki nokkru einasta máli. Það
sem skiptir máli er sú sameiginlega
yfirlýsing sam- sem gagnkyn-
hneigðra að fordómar gagnvart fyrr-
töldum hópi séu með öllu ólíðanlegir.
Til allrar hamingju fer hópur sá sem
leggur þessu málefni lið sitt stækk-
andi með hverju ári. Er það því ein-
læg von Víkverja að sá miðaldahugs-
unarháttur sem alltof oft er í heiðri
hafður sé hverfandi en það er þó eins
með þetta og ofbeldisbölið að breyt-
ingar á hugarfari gerast hægt. Það
sorglegasta við þetta, og það á við um
fordóma almennt, er að sárasti brodd-
urinn er hið smáa: homma- og lesb-
íuskrýtlur sem flestir telja saklausar
en eru fordómunum styrk stoð og í
raun réttri viðhalda þeim. Líka er
sagt að fordómarnir grasseri oft við
„eldhúsborðið“, hjá hinni svokölluðu
kjarnafjölskyldu sem hefur frá örófi
alda verið eitt helsta festi samfélags-
ins.
Hinsegin dagar eru afar jákvætt
framtak og vekja vonandi sem flesta
til umhugsunar um þessi mál. „Ekki
gagnrýna það sem þú skilur ekki,“
kvað Dylan og það er full ástæða til að
velta þeim fleygu orðum fyrir sér í
dag.
x x x
AÐ LOKUM vill Víkverji drepa áviðburð sem haldinn verður í
haust – í fjórða skipti – líkt og Hinseg-
in dagar. Hér er hann að tala um dæg-
urtónlistarhátíðina Airwaves sem
vaxið hefur að umfangi með hverju
árinu. Þessi hátíð er nú orðin afar
mikilvægt afl í framgangi íslenskrar
dægurtónlistar en dæmum um gott
gengi hennar á erlendri grundu fjölg-
ar sífellt. Reykjavíkurborg styrkir nú
í fyrsta sinni þessa hátíð sem verður
vonandi öðrum aðilum innan hins op-
inbera til eftirbreytni. Fjárstreymi til
listgreina eins og kvikmynda og „sí-
gildrar“ tónlistar hefur nefnilega
hingað til verið í mun betri farvegi en
hvað „poppið“ varðar.
Brjóstagjafar-
ofstæki
NÚORÐIÐ draga fáir í efa
mikilvægi þess að konur
næri börn sín á brjósta-
mjólk fyrstu mánuðina. Er
það vel. Þá eru einnig flestir
eru sammála um að það sé
falleg sjón að sjá konu gefa
barni sínu brjóst, það er
orðið ímynd ástar og
tengsla milli móður og
barns.
Nýlega var rætt við
hjúkrunarfræðing í spjall-
þætti einhverrar útvarps-
stöðvarinnar um gildi
brjóstagjafar, en viðtalið
var í tilefni svokallaðar
brjóstagjafaviku sem nú
stendur yfir eða er nýliðin.
Þetta var greinilega vel
menntuð kona sem vissi
hvað hún var að tala um. Ég
missti af upphafi þáttarins,
en eitt og annað í þessu við-
tali – sem og í annarri um-
ræðu um brjóstagjöf –
snerti mig ónotalega. Því
get ég ekki látið hjá líða að
taka upp hanskann fyrir
þær konur sem af einhverj-
um ástæðum hafa ekki get-
að haft börn sín á brjósti.
Ég vil leyfa mér að halda
því fram og fullyrða að tvö
uppkomin börn mín hafi
hvorki verið verri til heils-
unnar, ofnæmisgjarnari né
heimskari en mörg þau börn
sem eingöngu hafa fengið
brjóstamjólk fyrstu mánuð-
ina, eins og mátti skilja á
fyrrgreindum útvarpsþætti.
Nema síður sé. Börnin mín
fengu pela með þurrmjólk
og hafa alla sína ævi verið
heilsuhraust og vel gerð til
orðs og æðis, þrátt fyrir
skort á móðurmjólk. Bless-
að barnalán!
Ég hef fylgst með
brjóstagjöf nokkurra
mæðra, stundum hefur hún
gengið vel og stundum illa.
Mér er minnisstætt eitt til-
vik þar sem brjóstaslagur-
inn stóð í sex mánuði. Móðir
og barn voru bæði úttauguð
og horað og sífrandi barnið
hékk linnulaust á brjóstinu
en var samt aldrei ánægt.
Ekkert fannst að barninu,
en móðirin – sem var við það
að fara á taugum – var hvött
til að „gefast ekki upp“.
Hún bjó að því að hafa áð-
ur haft barn á brjósti með
góðum árangri, og því
„gafst hún ekki upp“ í þetta
skiptið. Barnið fékk því ekk-
ert nema brjóstamjólk
fyrstu fimm eða sex mánuð-
ina. Hins vegar brá svo við
að um leið og hún fór að gefa
barninu fastari fæðu með
brjóstagjöfinni eftir þessa
skyldumánuði, þá gjör-
breyttist barnið og það
dafnaði sem aldrei fyrr. Það
læddist að mér sá grunur að
kannski hefði átt að prófa að
gefa barninu einhvers konar
ábót með brjóstinu, en það
kom víst aldrei til greina þar
sem móðirin mjólkaði ágæt-
lega að sögn fagfólks.
Það er skoðun mín að um-
ræðan um brjóstagjafir sé
að verða mjög einstreng-
ingsleg.
Það er vafalaust jafnynd-
islegt að geta gefið barni
sínu brjóst og það getur ver-
ið sárt að geta það ekki.
Konum, sem ekki mjólka
börnum sínum, eru jafnvel
gerðar upp einhverjar ann-
arlegar hvatir, svo sem leti,
hræðsla við að aflaga brjóst-
in eða að þær telji brjósta-
gjöf of bindandi. Sjaldnast á
þetta við rök að styðjast.
Þegar mæður þyrftu
frekar á andlegum stuðn-
ingi að halda og skilningi yf-
ir því að geta ekki gefið
brjóst, dynur á þeim lestur-
inn um gildi brjóstagjafar
og áróðurinn jaðrar við trú-
arofstæki.
Brjóstagjöf er yndisleg
fyrir móður og barn ef allt
gengur vel og bæði eru
ánægð, en hún getur snúist
upp í andhverfu sína ef illa
gengur. Þá situr eftir móð-
irin með sektarkennd sem
hún vinnur sig kannski aldr-
ei út úr og upplifir sig sem
annars eða þriðja flokks
móður. Ef eitthvað er kynd-
ir heilbrigðisstéttin undir
þeirri tilfinningu.
Lánsöm móðir.
Tapað/fundið
Rétt hjól -rangt
númer
Á ÞRIÐJUDAG var lýst
eftir hjóli í velvakanda. Fyr-
ir mistök birtist rangt núm-
er með auglýsingunni. Hjól-
ið er af gerðinni Bronco
High-Road, með brettum,
bögglabera og höggdeyfi og
var tekið fyrir utan mynd-
bandaleiguna Heimamynd
þriðjudaginn 16. júlí sl. Þeir
sem hafa upplýsingar um
hjólið hringi í 898 9689.
Dýrahald
Tvær sætar og mjúkar
TVEIR tveggja mánaða
kettlingar, svartar og hvítar
kassavanar læður, óska eftir
góðu heimili. Upplýsingar í
síma 551 7333 eða 860 7735.
Kátar kanínur
ÞRÍR kanínuungar fást gef-
ins á góð heimili. Tveir
þeirra eru brúnir og einn
svartur. Áhugasamir hafi
samband í síma 695 2610.
Kettlingur í óskilum
STEINGRÁR, húsvanur
kettlingur með hvíta fætur
og bringu, u.þ.b. fjögurra
mán., fannst á bílastæði við
verslun Nóatúns í Vestur-
bænum. Eigandi hafi sam-
band í 552 1124 eða
862 5110.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16