Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENDINGUR á níræðisaldri
slasaðist alvarlega í Búlgaríu í lok
júlí sl. eftir að hafa hrasað á gang-
stétt. Maðurinn lenti illa á bakinu og
er talið að hann hafi hryggbrotnað
og skaddast á mænu. Hann var flutt-
ur á sjúkrahús í Búlgaríu og hefur
síðan þá verið í dái og í öndunarvél.
Maðurinn var í sumarleyfi þegar
atvikið átti sér stað ásamt eiginkonu
sinni, dóttur og dótturdóttur. Þær
hafa verið hjá honum síðan slysið
varð.
Slasaðist alvar-
lega í Búlgaríu
LISTAVERKIN í geymslu Lista-
safns Íslands í Fákafeni 9 virðast að
mestu heil eftir brunann í húsinu á
miðvikudag og eru skemmdirnar
mun minni en menn óttuðust. Eirík-
ur Þorláksson, forstöðumaður safns-
ins, segir að svo virðist sem um lág-
marksskemmdir sé að ræða sem
hægt sé að bæta.
Í gær voru öll viðkvæmustu verkin
í geymslunni flutt á annan geymslu-
stað, þar á meðal flest verka Ás-
mundar Sveinssonar. Vonast er til að
flutningunum ljúki í dag. „Við erum
með fantagóða sveit af forvörðum,
höfum fengið liðsinni frá Þjóðminja-
safninu, Listasafni Íslands og Mork-
inskinnu. Við höfum því verið vel
mönnuð og hafa flutningar gengið
vel,“ segir Eiríkur.
Listaverkin/10–11
Morgunblaðið/Þorkell
Eiríkur Þorláksson skoðar ummerki eftir brunann.
Sveit forvarða
bjargar listaverkum
ÍSLENSKIR ferðamenn urðu vitni
að því þegar sprengja sprakk við
skyndibitastað í miðbæ spænska
bæjarins Torrevieja í gær. Talið er
að aðskilnaðarsinnaðir Baskar hafi
verið þar að verki. Engan sakaði í
sprengingunni en miklar skemmdir
urðu á húsi skyndibitastaðarins. Í
nágrenni Torrevieja er stór sumar-
húsabyggð þar sem margir Íslend-
ingar dvelja yfir sumartímann.
Arnar Þór Jónsson og Lísa Ósk-
arsdóttir voru um 20 til 25 metra
frá sprengingunni og sáu hana vel.
„Þetta var góður hvellur,“ segir
Arnar, en tekur þó fram að engin
skelfing hafi gripið um sig. Hann
segir að lögreglunni á Spáni hafi
verið tilkynnt um sprengjuna áður
en hún sprakk. Því hafi verið búið
að rýma skyndibitastaðinn og girða
svæðið af.
„Við fylgdumst með því þegar
lögreglan og sprengjuleitarhundur
voru að leita að sprengjunni. Síðan
allt í einu sprakk sprengjan, en hún
var um fimm kíló af dínamíti,“ segir
Arnar, en hann og unnusta hans
stóðu á útimarkaði þegar þetta
gerðist. Arnar segir að þegar
sprengjan hafi sprungið hafi lög-
reglumaður komið hlaupandi í átt
að fólkinu sem var á útimarkaðnum
og kallað: sprengja, sprengja! Við
það hafi fólki greinilega brugðið og
hlaupið í burtu.
Síðan fylltist bær-
inn af sjúkrabílum,
slökkviliðsbílum og
lögreglubílum.
Arnar segir að
hann og unnusta
hans hafi séð þann
kost vænstan að
koma sér í burtu,
en þau dvelja í
sumarhúsi í grennd
við Torrevieja.
Arnar segir að í
miðbæ Torrevieja
sé mikið af versl-
unum, markaður
og veitingastaðir,
og því sé miðbær-
inn ávallt fullur af fólki. Hann segist
þó ekki ætla að láta sprengjuna
aftra sér frá því að fara aftur til
Torrevieja. „Ætli maður haldi sig
ekki bara frá lögreglustöðvum, því í
næsta húsi við skyndibitastaðinn í
Torrevieja var lögreglustöð,“ segir
hann að síðustu.
Íslendingar urðu vitni að sprengingu í Torrevieja
Lögreglumaður kom hlaupandi
og kallaði sprengja, sprengja
Reuters
BORIS Spassky, fyrrverandi heims-
meistari í skák, var ekki orðmargur
við fjölmiðla í gær er hann kom til
landsins í tilefni af málþingi sem
haldið er hér vegna þess að þrjátíu
ár eru liðin frá einvígi aldarinnar,
en svo var einvígi hans og Bobby
Fischers nefnt. Það var háð hér á
landi sumarið 1972 og vakti heims-
athygli. Spassky sagðist vera sestur
í helgan stein og vildi láta lítið fyrir
sér fara.
Með mikilvægustu/6
Morgunblaðið/Sverrir
Spassky
kominn
FORSVARSMENN hóps birgja
sem eiga tugmilljóna kröfur á
þrotabú Íslenskrar útivistar ehf.
(Nanoq) hafa ákveðið að stefna
stjórnarmönnum Íslenskrar úti-
vistar fyrir dóm, í þeim tilgangi að
láta reyna á ábyrgð þeirra. Jafn-
framt hafa þeir í undirbúningi í
samráði við lögmann að óska eftir
rannsókn á því hvort skilasvik hafi
átt sér stað.
,,Við ræddum við lögmann sem
er að taka málið að sér og það var
samþykkt á fundinum að stefna
stjórnarmönnum Íslenskrar úti-
vistar, sem sátu í stjórn þegar fé-
lagið var lýst gjaldþrota. Jafn-
framt var samþykkt að leita allra
leiða með lögmanni til þess að
upplýsa málið enn frekar, einkum
varðandi skilasvik sem við viljum
meina að Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis hafi tekið þátt í með
framkvæmdastjóranum. Þau felast
í því að þeir eru með veð í sjóð-
streyminu og heimila greiðslu til
þess að fá vörur í staðinn,“ segir
Guðmundur Ágúst Pétursson,
framkvæmdastjóri G.Á. Péturs-
sonar.
Væntir þess að formleg beiðni
um ákæru verði lögð fram
Guðmundur segir tugi birgja
standa saman að þessum aðgerð-
um.
,,Það er mjög sterk samstaða á
meðal birgja,“ segir hann. ,,Þessi
fyrirtæki standa saman í aðgerð-
um sínum gegn bankanum og
Kaupþingi, sem núna rekur Nanoq
og menn þurfa ekki annað en að
reka inn nefið þar til að sjá að það
er allt galtómt,“ sagði hann.
,,Við förum í þá vinnu á mánu-
daginn að vinna greinargerðina
með lögmanninum, bæði hvað
varðar stjórnarmennina og þessi
skilasvik og í framhaldi af því
vænti ég þess að við sendum inn
formlega beiðni um ákæru,“ segir
Guðmundur.
Rekstrarfélag nær
samkomulagi við skiptastjóra
Skiptastjóri þrotabús Íslenskrar
útivistar hf. (Nanoq) og Rekstrar-
félag Nanoq ehf. hafa komist að
samkomulagi um að kaupverð
óveðsettra lausafjármuna og verð-
mæta sem féllu undir kaupsamn-
ing þessara aðila 19. júlí sl. skuli
vera 24 milljónir kr., að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
skiptastjóra þrotabúsins í gær.
Endanlegt kaupverð þeirra
verðmæta sem kaupsamningur að-
ila tekur til, veðsettra og óveð-
settra, er því 299 milljónir kr. og
hefur sú fjárhæð verið greidd að
fullu, að því er segir í tilkynning-
unni.
Birgjar ákveða aðgerðir vegna gjaldþrots Nanoq
Málsókn og vilja rann-
saka meint skilasvik
JARÐSKJÁLFTAHRINA stóð yfir í
gær við Fagradalsfjall á Reykjanesi
og var stærsti skjálftinn sem mældist
2,8 á Richter og mældist hann klukk-
an 22:18 í gærkvöldi. Stutt hrina var á
milli klukkan 16:30 og 17 í gær og var
stærsti skjálftinn þá 1,2 á Richter.
Að sögn Ragnars Stefánssonar,
forstöðumanns jarðeðlissviðs Veður-
stofunnar, koma jarðskjálftahrinur
nokkuð oft á þessum slóðum en
skjálftarnir nú eru með þeim mestu
sem hafa komið síðasta áratuginn.
Árið 1973 hafi hins vegar orðið þarna
stærri skjálftar, þeir stærstu um 5 á
Richter.
Ragnar sagði ekkert sérstakt
benda til þess að neitt meira muni
gerast á svæðinu en áfram verði
fylgst með þróun mála. Það sé al-
gengt að hrinur á Reykjanesskagan-
um standi í nokkrar klukkustundir og
stundum upp í sólarhring, en eins og
sakir standa sé ekkert sem bendi til
þess að stór skjálfti fylgi í kjölfar
skjálftans í gærkvöldi.
Hrina jarðskjálfta á Reykjanesi
Stærsti skjálftinn
2,8 á Richter