Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEyjastúlkur meistarar meistaranna í handbolta/B4 Fylkir í úrslit bikarsins annað árið í röð/B2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur, viðstadd- ur opinbera athöfn í New York í gærkvöldi þar sem ráðamenn er- lendra ríkja minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Athöfnin fór fram nálægt þeim stað á Manhattan sem turnar World Trade Center stóðu. Tendruðu núverandi og fyrr- verandi borgarstjórar New York- borgar hinn „eilífa eld“ og fulltrúar 91 ríkis, sem missti þegna sína í hryðjuverkunum, kveiktu á kertum. Halldór sagði við Morgunblaðið að athöfn lokinni að hún hefði verið ein- föld en áhrifarík. „Þarna stóðu á sviði fulltrúar allra þeirra ríkja sem misstu fólk í þessum hræðilegu at- burðum. Við athöfnina voru einnig fulltrúar flestra annarra ríkja heims ásamt fulltrúum nokkurra fjöl- skyldna sem misstu aðstandendur sína. Þetta var táknræn athöfn sem sýndi að þetta voru ekki aðeins árás- ir á Bandaríkin heldur á alla heims- byggðina. Það var ekki síst það sem snart mann,“ sagði Halldór. Hann sagðist strax við komuna til Bandaríkjanna í fyrrakvöld hafa fundið fyrir gríðarlegri öryggis- gæslu, ekki síst er skipt var um flug- vél í Boston á leiðinni til New York. „Þegar við hjónin fórum út að ganga snemma í morgun [gærmorg- un] sáum við lögregluþjóna á hverju götuhorni. Andrúmsloftið hér í New York er öðruvísi en við höfum áður kynnst. Minningarathafnir hafa víða farið fram og fjölskyldur streyma að rústum turnanna til að minnast ætt- ingja sinna,“ sagði Halldór er hann var beðinn að lýsa aðstæðum í borg- inni í gær. „Umferðin er ekki mikil, fólk gengur þögult um og virðulegt í fasi. Það eru engin hróp og köll, við mætum ekki fólki með bros á vör heldur alvarlegu og yfirveguðu. Hugur allra er tengdur 11. septem- ber á síðasta ári. Tugþúsundir fjöl- skyldna eiga um sárt að binda og þessir atburðir höfðu gífurleg áhrif á fólk í New York og um allan heim.“ Aðspurður hvort hann hefði fund- ið ótta í huga fólks um að viðlíka hryðjuverk og áttu sér stað fyrir ári gætu endurtekið sig sagði Halldór slíkan ótta helst mega finna í mikilli öryggisgæslu hvar sem komið væri í Bandaríkjunum. Þó hefði mátt finna á því fólki sem við öryggisgæsluna starfaði að því hefði þótt nóg um. „Minningin, sorgin og skelfingin sem fylgdu þessum atburðum eru of- arlega í huga fólks. Í þessari hlut- tekningu finnur maður staðfestuna í því að bregðast við hryðjuverkum.“ Halldór Ásgrímsson viðstaddur minn- ingarathöfn í New York í gærkvöldi Táknræn athöfn sem snart mann SAMEIGINLEG kyrrðar- og bæna- stund safnaða og kristinna trú- félaga á höfuðborgarsvæðinu fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær þegar nákvæmlega ár var liðið frá hryðjuverkaárásunum á Banda- ríkin. Þar var einnig beðið fyrir fórnarlömbum stríðs og ofbeldis í heiminum. Minningarathöfn var einnig haldin í samkomusal her- manna Varnarliðsins í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur afhöfnina í Fríkirkjunni sem og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri. Bæna- stundin hófst með ávarpi Doriu Rosen, fulltrúa bandaríska sendi- ráðsins á Íslandi. Fyrir bænastundinni stóðu Frí- kirkjan í Reykjavík, Aðventistar, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Óháði söfnuðurinn, söfnuðir innan þjóðkirkjunnar og sendiráð Banda- ríkjanna. Um tónlistarflutning sáu Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Bréf frá forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra sendi George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, svohljóðandi bréf í gær: „Fyrir mína hönd og rík- isstjórnar Íslands sendi ég þér kveðju í tilefni þess að ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Jafnframt vil ég ítreka eindreginn stuðning rík- isstjórnar Íslands við baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Á þess- ari stundu verður íslensku þjóðinni hugsað til hinnar bandarísku með hlýju og samúð vegna þeirra óhugnanlegu atburða sem urðu fyr- ir ári.“ Vegna atburðanna 11. september í fyrra var öryggisgæsla hert við bandaríska sendiráðið í Reykjavík og í Leifsstöð. Viðbúnaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur sömuleiðis verið á hærra stigi að undanförnu og verður svo áfram um óákveðinn tíma, að sögn Frið- þórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áður en bænastundin hófst í Fríkirkjunni í gær flutti Doria Rosen, fulltrúi bandaríska sendiráðsins hér á landi, ávarp þar sem hún þakkaði þann hlýhug sem Íslendingar sýndu Bandaríkjamönnum á þessum sorgarstundum. Hryðjuverkanna fyrir ári minnst STEFÁN Eiríksson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, að eftirlit af því tagi sem fella mætti undir leyniþjónustustarfsemi væri nauð- synlegt hér á landi sem annars staðar. „Hryðjuverkastarfsemi teygir anga sína hingað til lands hvort sem mönnum líkar betur eða verr og úrræði til að takast á við það verða að vera fyrir hendi,“ sagði hann. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að ár er liðið frá hryðjuverka- árásunum á Bandaríkin. Umræðu- efni fundarins var hryðjuverk og áhrif þeirra á Ísland. Framsögu- menn voru þrír, þeir Albert Jóns- son stjórnmálafræðingur, Stein- grímur Sigurgeirsson stjórnsýslu- fræðingur og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Magnús Þór Gylfason, for- maður Varðbergs, stýrði fundinum. Stefán velti þeirri spurningu m.a. upp hvort rétt væri að setja hér á landi sérstök lög um leyniþjónustu- starfsemi íslenska ríkisins. „Eins og staðan er í dag eru fullnægjandi heimildir í núgildandi lögreglulög- um fyrir lögreglu til að sinna því mikilvæga verkefni að tryggja ör- yggi almennings og stjórnvalda. Heimildir þessar eru sambærilegar þeim sem eru í norrænum lögum. Hins vegar er ekki í gildi hér á landi sérstök löggjöf um þessa starfsemi, en því er hins vegar að heilsa á hinum Norðurlöndunum,“ sagði hann. „Það var haft eftir Sól- veigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra í fjölmiðlum fyrir stuttu að tímabært væri að huga að því hvort ekki skuli setja sérstök lög um þessa starfsemi hér á landi, ekki síst með hliðsjón af þróun mála á síðasta ári. Að mínu mati eru þetta orð í tíma töluð. Ég held að allir hljóti að gera sér grein fyrir því að við erum ekki óhult fyrir árásum hryðjuverkamanna og ef við sofum á verðinum á einu sviði er hættan sú að við verðum kjörið skotmark þeirra. Val hryðjuverkamannanna 11. september fyrir ári á flugvöllum var ekki tilviljanakennt heldur vandlega undirbúið að því leyti að leitað var að þeim stöðum þar sem öryggismál voru í lamasessi. Við getum því ekki leyft okkur þann munað að bíða og sjá í þessum efn- um fremur en öðrum.“ Í máli Steingríms kom m.a. fram að árásirnar ellefta september hefðu gjörbreytt hættumati vest- rænna ríkja og þá ekki síst Banda- ríkjanna. Með þeim hefði birst ný ógn, sem ekki yrði stöðvuð með skriðdrekum eða herþotum. „Hryðjuverkamenn geta látið til skarar skríða hvar sem er og hve- nær sem er,“ sagði hann meðal annars. Steingrímur sagði að á síð- asta ári hefði mikið verið rætt um það hvernig hægt væri að verjast þessum nýja óvini. Síðan sagði hann: „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika og verðum að skil- greina þjóðarhagsmuni okkar í ljósi þess.“ Hann sagði að ekki yrði hjá því komist að við legðum meira af mörkum í framtíðinni til að tryggja eigið öryggi sem og til að taka þátt í sameiginlegum verkefnum utan Íslands. „Þegar hafa verið tekin skref í þessa átt, t.d. með eflingu almannavarna og stofnun Íslensku friðargæslunnar. Við verðum hins vegar að búa okkur undir að taka að okkur enn fleiri verkefni er snúa að vörnum landsins, hvort sem það verður með beinni þátttöku eða kostnaðarþátttöku. Ef við lítum á hversu miklu aðrar þjóðir verja til öryggismála sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu er ljóst að sem stend- ur verjum við mun minna fé til þessa málaflokks en aðrir.“ Hættan ekki liðin hjá Albert Jónsson sagði m.a. að hættan væri ekki liðin hjá; við mættum búast við frekari hryðju- verkum á næstu árum, jafnvel ára- tugum. „Það eru líkur á að hryðju- verkamenn verði um sumt öflugri,“ sagði hann og nefndi m.a. að tækniþróunin kæmi hryðjuverka- mönnum til góða. „Og lýðræðisríki verða áfram opin og viðkvæm fyrir hernaði af þessu tagi.“ Hann sagði að mesta áhyggjuefnið væri þó það sem hann kallaði „hugsanlegt stefnumót öfgahyggju- og hryðju- verkamanna annars vegar og ger- eyðingarvopna hins vegar“. Rætt um áhrif hryðjuverka á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu Stofnuð íslensk leyniþjónusta? Morgunblaðið/Sverrir Fundur um hryðjuverk og áhrif þeirra á Ísland var vel sóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.