Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dagmar SigrúnDahlmann fædd- ist á Akureyri 17. mars 1906. Hún lést 3. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jónsdóttir Dahlmann húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, f. 12. apríl 1875, d. 13. júní 1940, og Jón Jónsson Da- hlmann ljósmyndari á Akureyri og síðar í Reykjavík, f. 13. febrúar 1873, d. 8. apríl 1949. Systkini Dagmarar voru Sigurður, Karólína Andrea (Kaja), Axel Theódór, Ingibjörg (Ebba) og Ásta Jóhanna. Dagmar fór í Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1921 til 1924. Hún sigldi til Danmerkur að námi loknu og vann þar uns hún hóf störf á Miðstöð bæj- arsímans í Reykjavík 1925 og óslitið þar til sjálfvirka stöðin tók til starfa 1932. Hún starfaði m.a. við skyrtusaum í Kaup- mannahöfn frá 1932–1935 og aftur 1936–1939. Eftir það starfaði hún sem símadama hjá Sam- bandi íslenskra sam- vinnufélaga og á skrifstofu Raf- magnsveitu Reykja- víkur til sjötugs. Auk þess starfaði hún í fatageymslu Þjóðleikhússins frá opnun þess og fram yfir sjö- tugt. Útför Dagmarar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar ég fæddist var Daja frænka tæplega fertug. Móðir mín sem var yngst þeirra systkina stóð á þrítugu. Ég var fjórða barn foreldra minna og eini sonurinn af sex systkinum. Daja var fjórða barn foreldra sinna og sú eina af sex systkinum sem send var í fóstur og ólst upp utan systkinahóps- ins. Er ég hafði aldur til fékk Daja mig „að láni“ eins og hún nefndi það og lögðumst við þá í ferðalög. Þessi ferðalög með frænku minni voru yf- irleitt dagsferðir og stundum var eldri maður með í ferð. Mér er í barnsminni fyrsta ferð mín til Hafn- arfjarðar. Þannig var að „kálfur“ var hengdur aftan í rútuna og vildi ég endilega fá að vera í honum. Í hraun- inu við Hafnarfjörð sem nú er Norð- urbærinn sá ég trönur í fyrsta sinn og þótti stórmerkileg smíði. Rútan mjakaðist síðan niður í Fjörðinn um þrönga götu þar sem húsin strukust næstum því við hana. Er ég sté út úr rútunni rifnuðu buxurnar mínar í klofinu og upp á rass. Við þessu var ekkert að gera annað en fara beint heim aftur. Daja lét mig ganga á und- an sér og reyndi að skýla rifunni með kápunni sinni. Eftir þetta voru auka- buxur með í ferð. Á unglingsárum mínum varð sam- band okkar gisnara en slitnaði þó aldrei. Það verður að viðurkenna að Daja átti ekki skap með öllum og stundum var erfitt að henda reiður á hver var í náðinni og hverjum var út- hýst. En lífið er lærdómur og manni lærist að leiða slíkt hjá sér. Ein- hverra hluta vegna var mér aldrei út- hýst. Um dagana hafði Daja stundum boðið mér einum í mat og hafði þá kjúkling sem var uppáhaldsmaturinn minn og ég fékk aldrei heima hjá mér. Einnig hafði ég leitað til hennar með saumaskap, því þótt móðir mín væri afbragðs saumakona og saum- aði drjúgt á okkur systkinin þá fannst henni hégómi að sauma fána fyrir „Félag ungra drengja“ eða skikkju á Zorró. Þetta fannst Daju alveg sjálf- sagt mál að gera fyrir mig. Nú líða árin og næstum hálf öld og ég verð tíður gestur hjá Daju, fyrst á Snorrabrautinni og síðan á elliheim- ilinu. Við eigum sameiginlegt áhuga- mál. Hún er eina manneskjan sem talar hreint út um hlutina og segir mér sögu sína og sinna og svarar spurningum mínum um fortíðina. Ég fer að hripa hjá mér en gefst svo upp og mæti með segulband. Nú er allt breytt. Enginn frændi og engin göm- ul frænka, heldur fróðleiksfús nem- andi og sögukennari sem þekkir sög- una af eigin raun. Og nú er mér vandi á höndum, því ég veit. Hvað ber að segja? Daja eignaðist ekki börn og hún missti þá sem hún unni svo hún fór spart með ást sína. Hún missti öll systkini sín langt fyrir aldur fram að elstu systur sinni undanskilinni. Það sat í henni alla ævi að vera send í fóstur aðeins sex ára gömul. Lífið fór ekki mjúkum höndum um hana og forlögin hrein- lega sniðgengu hana. Þannig missti hún t.d. af því að verða einn af hinum frægu „Petsamo-farþegum“, því hún kom heim með næsta skipi á undan. (Öldin okkar 1931-50, bls. 156.) Það sem hér er tíundað ásamt ýmsu öðru byggði upp í henni þrjósku sem stundum var erfitt að horfa fram hjá og fólk tók sem stæri- læti. Þegar við ræddum langlífi henn- ar miðað við systkinin sem öll voru horfin, kenndi hún þrjóskunni um, hún þrjóskaðist við að lifa. Ég vildi meina að hún væri undantekningin sem sannaði regluna. Hún var hvað hreyknust af því að hafa verið ein af „stúlkunum á stöð- inni“ sem seinna jafngilti því að vera flugfreyja eða verðbréfasali í dag. Myndin sem fylgir þessari grein og afi tók á ljósmyndastofu sinni prýddi eitt sinn forsíðu símablaðsins og var það mesti heiður sem henni hafði ver- ið sýndur. Því er hún birt hér. Jón Axel Egilsson. Daja, ömmusystir okkar, hefur í gegnum tíðina skipað stóran sess í lífi okkar. Hún gætti okkar allra sem barna og var oftar en ekki helsta hjálparhella heimilisins á stærstu stundum fjölskyldunnar. Daja gekk ávallt rösklega til verks og sérhlífni var ekki til í hennar orðabók. Hún var hrein og bein í allri framkomu og sagði skoðanir sínar alltaf umbúða- laust. Við vorum því ekki há í loftinu þegar okkur lærðist að það var ekki vænlegt til árangurs að vera með neitt múður við hana. Þrátt fyrir það skein í gegn umhyggja og hlýja sem gerði það að verkum að við bárum til hennar óskorað traust. Það hélst alla tíð enda stóð heimili hennar okkur alltaf opið og undantekningalaust öllu því besta tjaldað til líkt og þegar aðra gesti bar að garði. Daja var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir hverjum einasta hlut í lífinu. Hún var ung send í fóstur og þurfti alla tíð að berjast fyrir sínu, sem án efa hefur mótað persónuleika hennar. Hún var alla tíð afar sjálf- stæð og það var henni þvert um geð að þurfa að biðja aðra um aðstoð. Sjálf var hún hins vegar boðin og bú- in að rétta hjálparhönd og það er vart hægt að hugsa sér þau góðgerðar- samtök sem hún styrkti ekki með ein- hverjum hætti um ævina. Dýravinur var hún og í raun var það svo að hún mátti ekkert aumt sjá. Daja undi sér vel við hvers konar hannyrðir og þá las hún mikið alla tíð. Eftir því sem aldurinn færðist yfir og sjónin tók að dvína reyndist henni þó erfiðara að sinna hugðarefnum sín- um. Hún var þrátt fyrir það ótrúlega skýr og vel heima á ólíkustu sviðum fram undir það síðasta og áhugasöm um hagi hins stóra frændgarðs. Það duldist þó fáum að hún var sátt við að kveðja, þess fullviss að lífið væri rétt að byrja. Síðustu æviárin dvaldist Daja á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og naut þar frábærrar aðhlynningar sem við viljum að lokum þakka. Sigrún, Egill og Ásmundur. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Dæju frænku minnar sem er látin á 97. aldursári. Ég hef þekkt Dæju frænku frá því ég fæddist því þar sem hún var ógift og barnlaus fylgdi hún alltaf ömmu minni og fjölskyldu hennar þegar eitthvað stóð til. Þegar Dæja bjó á Njálsgötunni komum við Linda systir iðulega við hjá henni eft- ir píanótíma í Barnamúsíkskólanum sem þá var starfræktur í húsi Iðn- skólans. Alltaf tók hún vel á móti okk- ur með ís og meðlæti. Það var svo gott að koma til Dæju úr skarkalan- um því hjá henni var mikil ró og frið- ur. Okkur þótti líka gaman að því hvað Dæja var alla tíð mikil dama, alltaf með lagt hárið, uppáklædd og jafnvel í hælaháum skóm. Og svo angaði hún líka svo vel. Það var síðan á fyrsta árinu mínu í Kvennaskólan- um að ég kom vikulega til Dæju frænku eftir skóla og fékk að bíða hjá henni eftir píanótímanum mínum. Þennan vetur kynntumst við mjög vel og urðum miklar vinkonur sem hélst æ síðan, þótt tæp 60 ár hafi verið á milli okkar í aldri. Alltaf beið Dæja eftir mér með dúkað borð og bakkelsi og svo sátum við og spjölluðum um alla heima og geima. Dæja sagði mér frá árunum á Vopnafirði, frá Kvenna- skólaárunum sínum, frá fjölskyldunni og lífinu á Laugavegi 46, frá árunum í Kaupmannahöfn, frá árunum á sím- anum og fleiru. Við töluðum líka um miðla og dulræn fyrirbæri og líf eftir dauðann en á þessum málum hafði Dæja mikinn áhuga og ég man að eitt sinn fór ég með Dæju á miðilsfund. Oft var svo gaman í samræðum okkar að við gleymdum okkur svo ég þurfti að hlaupa á eftir strætó til þess að ná DAGMAR SIGRÚN DAHLMANN Ég er að átta mig á því fyrst núna að ég kynntist þér aldrei til hlítar mín kæra Sirrý frænka. Þú þekktir mig aftur á móti vel og vissir alltaf ná- kvæmlega hvar mig var að finna og hvað ég var að aðhafast hverju sinni. Mundir eftir öllum afmælisdögum og hringdir þegar um stórviðburði var að ræða í lífi okkar systkina- barna þinna. Síðustu árin hef ég frétt frá þér í gegnum ömmu og mömmu. Ég er lengi búin að vera á leiðinni að hringja og þakka fyrir kortið sem þú sendir mér í maí á síð- SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR ✝ Sigríður Sveins-dóttir fæddist í Skarðshlíð í A-Eyja- fjallahreppi 19. febr- úar 1957. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 19. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 29. ágúst. asta ári. Þvílík óvænt ánægja að sjá hve þú mundir alltaf jafn vel eftir öllu, þrátt fyrir miklar fjarlægðir og fjarveru. Það var ætlun mín að kíkja í heim- sókn til þín núna í ágúst þegar ég var stödd heima í fjóra daga. Þú varst orðin mjög veik og við viss- um að tíminn var naumur. En ég gaf mér ekki tíma og vildi bíða með heimsóknina þar til seinna í haust. En seinna er of seint. Þú ert farin úr þessum heimi og ert líklega stödd í einhverjum öðrum sem verður þér örugglega mun auðveldari og ánægjulegri. Ég kemst ekki til að vera við útför þína en verð við hlið þér í huganum elsku frænka mín. Takk fyrir þær fáu stundir sem við áttum saman, sem hefðu mátt vera miklu, miklu fleiri. Þín frænka, Anna Kristín.                       !    ""   #  $ % ! %  $ !         ! " # $ %&  '#("   ) #*"   +,  - # .) ##  + / 0  ) ##  +., *# 1 2  *"   $ ) #*"   ., $2 - 1 2  #  2  ) #*"      ) #*"   "30 4 , $0 #0 $ , 3,  &'%!  %!    56 7!89! : ) ( #/ 0'. ) ; <, $ = # <+ 2 ##=#  -">2$#3  % -"> (   ) * +  , - "$   ,%*  - $   ./ * +  .)00 1   "   #  $ 2$   3   .4 * + .400 5 !  - " ! + #,++  ( ?#  $  # ., #*"   7  ., #*"   @) ., ##  7  * ., ##  + *" ., ##  +/  $  ., ##  ., ., ##  1 / "( 0# ., ##   ' ( * ., #*"   ,2 ., ##  0 $*3,  3 3, $ 3 3 3  6  !7   6  6? : A7"$"B 6   0#  0'.   ( # , +       8  *3 + !  -  #9  -  !$   ./ * + !.)  (0  9$ #*"  $ /., #' *  * .,  9$ #*"  $ /., #' *    0/) #*"  $ /., #' * 6        ! !  !  ! :7!7:  9!C  $ # * % +0  /' 3" *  '# <6 "(  -  #:-  3   .4 * + .400  3 $ 7 ." #*"   7  *  $ $0 ##  # 0  : $" /#*"   0 $  *"   $ 3 $ D *"   C**# 0 +0 ? #    *# (  0 #0  Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.