Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 39
Minningarnar sem ég á um þig eru margar og skemmtilegar. Kynni mín af þér hófust þegar ég flutti norður með mömmu og systr- um mínum og fengum við að búa í kjallaranum hjá þér, Svölu frænku, Þóri og Sævari í Lönguhlíðinni. Hin börnin ykkar voru þá flogin úr hreiðri. Í fjölskyldunni ykkar voru margvísleg áhugamál, fótbolti þar efstur á blaði svo og hestarnir þínir. Eitt þótti mér samt skrýtið, þú fórst aldrei á völlinn, sama hversu mikilkvægur leikur Þórsara var, frekar fórstu upp í hesthús. Á vet- urna stunduðum við frændsystkin- in skíðin. Það voru því ófáar ferðir sem við sátum í skottinu á bláa bita- boxinu þínu á leiðinni upp í fjall. Ein af minningunum sem ég gleymi aldrei er þegar þú varst ný- kominn úr sturtu og það þurfti að sækja einhvern út í bæ. Þú fórst í brúnröndótta náttsloppinn og inni- skóna og varst svo rokinn af stað. Keli var mikill söngmaður og var í karlakórnum Geysi. Þú reyndir mikið síðastliðið haust að fá mann- inn minn í kórinn. Þú varst dugleg- ur að yrkja og skipti það engum togum ef ekki var blað við höndina þá var bara skrifað á kaffipoka eða servíettu. Ekki leið sú veisla að þú kastaðir ekki einni stöku svona út í loftið. Fyrir nokkrum árum fluttuð þið ykkur um set í Núpasíðu. Sú eign tók heldur betur stakkaskipt- um, garðurinn tekinn í gegn enda þið hjónin með græna fingur. Þú smíðaðir fallegan inngang og pall sem við fáum að njóta. Að lokum var byggður bílskúr þar sem þú settir upp sturtu til þess að geta skolað af þér eftir hesthússtússið. Mikið grín var gert að þessari byggingu því þarna var kominn stærsti sturtuklefinn á Akureyri, u.þ.b. 60 fm. Góðar minningar um þig lifa. Guð blessi þig. Elsku Svala frænka, Hödda, Eg- ill, Halldór, Þórir, Sævar og fjöl- skylda. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og óskum þess að góðar minningar létti ykkur sorg- ina og söknuðinn. Linda Björk, Jón Kristinn, Kamilla Sigríður og Elmar Þór. Samstarfsmaður okkar og góður vinur, Áskell Egilsson, er látinn. Andlát hans kom okkur öllum á óvart þótt við vissum að hann berð- ist við illvígan sjúkdóm. Við von- uðum alltaf að Áskell mundi sigra í þeirri baráttu. Áskell kom til kennslustarfa í Glerárskóla haustið 1998 og var smíðakennari skólans þegar hann lést. Áskell var góður liðsmaður í starfsmannahópnum. Hann var gæddur góðum gáfum og með sín- um létta húmor og spaugi um menn og málefni létti hann lund okkar hinna og kom okkur oftar en ekki í betra skap. Hann var tillitssamur og nær- gætinn í samskiptum og góðviljað- ur í garð okkar allra bæði starfs- fólks og nemenda sinna. Eitt af aðalsmerkjum Áskels var hversu bóngóður hann var. Hann vildi og reyndi ávallt að greiða götu þeirra er til hans leituðu. Áskell var snjall hagyrðingur. Á kennarastofunni átti hann það til að halla sér að sessunaut sínum og flytja honum vel gerða vísu á lægri nótunum. Öll vinna með verkfæri, vélar og tæki við smíðakennsluna var hon- um leikur einn og þekking á því smíðaefni sem hann notaði í kennsl- unni nýttist honum afar vel. Nemendum sínum var Áskell hlýr og lagði hann sig fram um að koma til móts við óskir þeirra um val á verkefnum eftir því sem að- stæður leyfðu. Við minnumst Áskels með hlý- hug og þakklæti. Svölu og fjölskyldunni allri vott- um við okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni og geymi ykkur öll. Starfsfólk Glerárskóla.  Fleiri minningargreinar um Áskel Hannesson Egilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 39 SIGUR Judit Polgar gegn Garry Kasparov í keppni Rúss- lands gegn heimsliðinu markar þáttaskil í skáksögunni, en þetta er í fyrsta skipti sem kona sigrar stigahæsta skákmann heims í at- skák. Það leikur enginn vafi á, að Judit Polgar er sterkasta skák- kona sögunnar og hefur hækkað allar viðmiðanir fyrir árangur í kvennaskák á glæsilegum ferli sínum. Það má e.t.v. segja að hún hafi átt þennan sigur inni, því fyr- ir nokkrum árum hélt hún því fram, að Kasparov hefði bjargað sér frá tapi gegn henni með því að taka upp leik. Slíkt er auðvitað ekki leyft á skákmótum, en Kasp- arov slapp með skrekkinn í það skiptið því ekki voru vitni að at- burðinum. Mikil spenna hefur nú færst í keppnina milli Rússanna og heimsliðsins. Einungis einn vinn- ingur skilur liðin að þegar keppn- in er hálfnuð. Heimsliðið heldur enn forystunni sem það hefur haft frá upphafi og leiðir 25½–24½. Meðal annarra tíðinda í fimmtu umferð má nefna, að Karpov sigr- aði Leko og Peter Svidler sigraði Anand. Hvítt: Judit Polgar Svart: Garry Kasparov Spænski leikurinn 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 Rf6 4.0–0 Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6 dxc6 7.dxe5 Rf5 8.Dxd8+ Kxd8 Það er ekki gott að segja, hvaða sálarflækjur hafa valdið því, að Kasparov teflir þetta „passífa“ af- brigði með svörtu. Hann gat ekki unnið á því í heimsmeistaraein- víginu við Kramnik fyrir tveimur árum, en það varð til þess, að hann missti „heimsmeistaratitil- inn“. Í framhaldinu kemur í ljós, að Garry kann ekki við sig í óvirkri vörn, sem þarf raunar ekki að koma á óvart. 9.Rc3 h6 10.Hd1+ Ke8 11.h3 Be7 12.Re2 Rh4!? Nýr leikur. Þekkt er 12...a5 (einnig 12...g5) 13.Rf4 h5 14.Re2 a4 15.Bf4 Be6 16.Red4 Rxd4 17.Rxd4 g5 18.Bd2 Hg8 19.Rxe6 fxe6 20.g4 hxg4 21.hxg4 Kf7 22.Kg2 Had8 23.Be3 Kg6 24.c4 Hh8 25.b3 axb3 26.axb3 Bb4 27.Hxd8 Hxd8 28.Ha7, með betra tafli fyrir hvít (Benjamin-Almasi, New York 1993). 13.Rxh4 Bxh4 14.Be3 Bf5 15.Rd4 Bh7 16.g4 Be7 17.Kg2 h5 18.Rf5 Bf8 Eða 18...hxg4 19.hxg4 Bxf5 20.gxf5 Hh5 21.Hh1 Hxh1 22.Hxh1 Hd8 Fritz 5.32: 23.Hh7 Hd5 24.f4 Bf8 25.Bxa7 Hd2+ 26.Kf3 Hxc2 27.Hh8 og hvítur stendur mun betur að vígi. 19.Kf3 Bg6 20.Hd2 hxg4+ 21.hxg4 Hh3+ 22.Kg2 Hh7 23.Kg3 f6 Eftir 23...Bxf5 24.gxf5 Hh5 25.Kg4 g6 26.Bg5 Bb4 (26...Be7 27.f6 Bb4 28.c3 Bc5 29.f4 Kf8 30.He1 Hh7 31.Hed1 He8 0.78/12 32.Hd7 Bb6 33.He7 Hh2 34.Hdd7 Hh7 35.e6) 27.c3 Be7 28.f6 Hd8 29.Hxd8+ Bxd8 30.e6 Hh2 31.Kg3 Hh5 32.f4 fxe6 33.f7+ Kxf7 34.Bxd8 á hvítur manni meira og unnið tafl. 24.Bf4 Bxf5 25.gxf5 fxe5 26.He1! Bd6 Eða 26...Be7 27.Hxe5 Kf8 28.Hd7 Bd6 29.He4 Bxf4+ 30.Hxf4 Kg8 31.Hb4 b5 32.Hxc7 a5 33.Hh4 Hxh4 34.Kxh4 Hd8 35.Hxc6 og vörnin verður svarti erfið í endataflinu. 27.Bxe5 Kd7 Svartur stendur einnig mjög höllum fæti, eftir 27...Bxe5+ 28.Hxe5+ Kf7 29.He6 Kg8 30.Hd7 g5 31.Hxh7 Kxh7 32.He7+ Kh6 33.Hxc7 o.s.frv. 28.c4 c5 29.Bxd6 cxd6 30.He6 – 30...Hah8 31.Hexd6+ Kc8 32.H2d5 Hh3+ 33.Kg2 Hh2+ 34.Kf3 H2h3+ 35.Ke4 b6 Eða 35...He8+ 36.He6 Hxe6+ 37.fxe6 Hh1 38.Hg5 Kc7 39.Kd5 Hd1+ 40.Kxc5 b6+ 41.Kb5 41...g6 (41...Kd6 42.Hd5+ Hxd5+ 43.cxd5) 42.Hxg6 He1 43.Hg7+ Kd8 44.Hxa7 Hxe6 45.Hb7 og hvítur vinnur létt. 36.Hc6+ Kb8 37.Hd7 Hh2 38.Ke3 Hf8 39.Hcc7 – 39...Hxf5 40.Hb7+ Kc8 41.Hdc7+ Kd8 42.Hxg7 Kc8 og svartur gafst upp um leið og hann lék 42. leik. Staða hans er gjörtöpuð, t.d. 43.Hxa7 Kb8 44.Hgb7+ Kc8 45.He7 Kb8 46.Hab7+ Kc8 47.Hec7+ Kd8 48.Hg7 Kc8 49.Hbf7 Hxf7 50.Hxf7 Hh1 51.Ke4 Hb1 52.b3 Hb2 53.Kd5 He2 54.f4 Kd8 55.f5 Hxa2 56.Hb7 Hd2+ 57.Kc6 Hf2 58.Hxb6 Hxf5 59.Hb5 o.s.frv. Íslandsmeistararnir slegnir út Taflfélagið Hellir sigraði Ís- landsmeistara Hróksins í viður- eign félaganna í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga. Loka- tölurnar urðu 43-29 eftir að Hellir hafði leitt í hálfleik 20½–15½. Helgi Áss Grétarsson fékk flesta vinninga Hellismanna eða 10½ vinning í 12 skákum. Stefán Kristjánsson stóð sig best Ís- landsmeistaranna og fékk 7 vinn- inga. Í hinni viðureign undanúrslit- anna vann Taflfélag Reykjavíkur einnig öruggan sigur gegn Skák- félagi Akureyrar og lokatölurnar urðu nákvæmlega þær sömu og hjá Helli og Hróknum, eða 43-29. Jón Viktor Gunnarsson náði best- um árangri TR-inga, fékk 10 vinn- inga af 12. Jóhann Hjartarson stóð sig hins vegar langbest í liði Akureyringa og fékk 10 vinninga. Hellir og TR mætast í úrslitum þessarar keppni, en ekki hefur verið ákveðið hvenær þau fara fram. Fyrsti sigur konu gegn stiga- hæsta skák- manni heims SKÁK Moskva, Rússland RÚSSLAND – HEIMSLIÐIÐ 8.–11. sept. 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson UPPBOÐ Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 19. september 2002 kl. 15.30. MZ-336, Massey Ferguson 4255 4Wd árg. 1997. DZ-951, Subaru árg. 1995. Greiðsla við hamarshögg Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 11. september 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hótel Búðir ( skv. veðmálab. Gamla íbúðarh. Búðum,) Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir ehf., gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður og Ferðaþjónustan Snjófell ehf., mánudaginn 16. sept. 2002 kl. 16.15. Grundargata 37, Grundarfirði, þingl. eig. Gestur Jens Hallgrímsson, Bergsveinn B. Hallgrímsson, Jakobína Elísabet Thomsen og Gísli Hallgrímsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Íslandsbanki-FBA hf. og Kristín Andrésdóttir, mánudaginn 16. september 2002 kl. 13.00. Grundargata 59, Grundarfirði, þingl. eig. Kristján IX ehf., gerðarbeið- endur Séreignalífeyrissjóðurinn og Sjöfn hf., mánudaginn 16. sept- ember 2002 kl. 13.15. Grundargata 80, Grundarfirði, þingl. eig. Ingibjörg E. Þórarinsdóttir, gerðarbeiðendur Eyrarsveit, Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúða- lánasjóður, Íslandsbanki hf. og Ægir Þorvaldsson, mánudaginn 16. september 2002 kl. 12.30. Laufás 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæbjörn Kristófersson, gerðarbeið- andi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., mánudaginn 16. september 2002 kl. 14.45. Naustabúð 3, Snæfellsbæ, þingl. eig. Vinnuvélar Snæbjarnar ehf., gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Skeljungur hf., mánu- daginn 16. september 2002 kl. 15.00. Nesvegur 6, Grundarfirði, þingl. eig. Í þína þágu ehf., gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki Íslands hf., Eignarhaldsfélag Hörpu hf., Idex ehf., innheimtumaður ríkissjóðs og Nesútgáfan-Prentþjónustan ehf., mánudaginn 16. september 2002 kl. 11.45. Silfurgata 15, 2. hæð, Stykkishólmi, þingl. eig. Þórdís S. Guðbjarts- dóttir, gerðarbeiðandi Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, mánudag- inn 16. september 2002 kl. 10.30. Snoppuvegur 1, ein. I, hluti 103 og 107, Snæfellsbæ, þingl. eig. Smiðsverk ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., mánudaginn 16. september 2002 kl. 14.15. Sæból 1, Grundarfirði, þingl. eig. Petrína Þórunn Jónsdóttir, gerðar- beiðandi Kreditkort hf., mánudaginn 16. september 2002 kl. 11.30. Sýslumaður Snæfellinga, 11. september 2002. Ólafur K. Ólafsson. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skagfirska söngsveitin í Reykjavík getur bætt við sig góðum söngröddum. Skagfirska er blandaður kór. Boðið er upp á raddþjálfun. Nánari upplýsingar gefur söng- stjóri, Björgvin Þ. Valdimarsson, í síma 553 6561 e.kl. 19.00 á kvöldin. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: Bervík SH-143, sknr. 0259, þingl. eig. Kristján ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudag- inn 16. september 2002 kl. 9.30. Röst SH-134, sknr. 1317, þingl. eig. Röst sf., gerðarbeiðendur Byggða- stofnun, innheimtumaður ríkissjóðs og Lífeyrissjóður sjómanna, mánudaginn 16. september 2002 kl. 9.00. Sýslumaður Snæfellinga, 11. september 2002. Ólafur K. Ólafsson. RAÐAUGLÝSINGAR Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. LJÓSMYNDIR mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.