Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 17 EXTRAVAGANT HÁRNÁKVÆMUR MASKARI SEM MARGFALDAR AUGNHÁRIN. MÖGNUÐ AUGNHÁR, ÞÉTT, LÖNG OG AÐSKILIN. Helena Rubinstein er sérfræðingur í augnháralitum. Þú getur líka verið með löng og þétt augnhár - þetta snýst bara um að nota rétta maskarann! w w w .h el en ar ub in st ei n. co m Bylgjan Kringlan sími: 5334533 í dag og föstudag Við bjóðum alla velkomna á kynningu þar sem sérfræð- ingar Helena Rubinstein munu veita faglega ráðgjöf varðandi notkun snyrtivara. Hamraborg 14a sími: 5642011 Í dag, föstudag og laugardag YFIR fimmtíu nemendur stunda nú fjarnám á háskólastigi hjá og í tengslum við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Háskólanemunum hefur fjölgað ár frá ári. Kennsla í fjarnámi háskólanema er hafin fyrir nokkru. Níu nem- endur eru á þriðja ári í hjúkr- unarfræði við Háskólann á Akur- eyri, fjórtán á öðru ári í leik- skólakennarafræðum og tuttugu nemendur á 1.–3. ári á viðskipta- og rekstrarbraut. Þá hafa ellefu nem- endur sem eru í fjarnámi við Kenn- araháskóla Íslands nú vinnuaðstöðu í húsnæði MSS og hittast þar tvisv- ar í viku, að sögn Skúla Thorodd- sen forstöðumanns. Miðstöðin hefur nú gefið út og látið bera í öll hús á Suðurnesjum bækling um námskeið á haustmiss- eri. Þar er boðið upp á um 80 nám- skeið sem skiptast í ýmsa flokka. Skúli nefnir námskeið til að auka persónulega hæfni einstaklinga og starfstengd námskeið, tómstunda- nám fyrir einstaklinga, stjórnunar- og samskiptanámskeið fyrir at- vinnulífið og þjónustu og sölunám- skeið fyrir atvinnulífið. Hann vekur athygli á því að auk- in áhersla sé nú á símenntun sjó- manna. Það komi í framhaldi af því að sjómannasamtökin og samtök út- vegsmanna hafi myndað fræðslu- sjóð til að standa straum af kostn- aði við slík námskeið. Miðstöð símenntunar með 80 námskeið á haustmisseri Yfir 50 komnir í fjarnám á háskólastigi Suðurnes FJÖLDI starfsmanna varnarliðsins og verktaka og stofnana sem annast þjónustu við það hefur haldist stöð- ugur á undanförnum árum. Varn- arliðið hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd: „Undanfarið hafa birst í fjölmiðl- um ummæli verkalýðsleiðtoga á Suðurnesjum þess efnis að störfum á vegum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli hafi stórlega fækkað á síðastliðnum árum. Ummæli þessi virðast á misskilningi byggð enda hefur heildarfjöldi starfsmanna varnarliðsins og verktaka og stofn- ana sem annast þjónustu við varn- arliðið haldist stöðugur um 1.650 starfsmenn að jafnaði á síðustu 8 ár- um. Þannig voru starfsmenn alls 1.668 um síðastliðin áramót. Ávallt er eitthvað um sumarstörf en fjöldi þeirra er ekki afgerandi í þessu sambandi, enda tímabundin. Þá hafa orðið tilfærslur á milli verktaka eins og gera má ráð fyrir en slíkar til- færslur hafa ekki haft áhrif á heild- artölu starfa á vegum verktaka á svæðinu.“ Fjöldi starfs- manna stöðugur Keflavíkurflugvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.