Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 33 setja minningar úr sveitinni í vísu- form: Oft ég man er lítil lóa, ljóð sín sendi mér úr móa. Gall við skært af gullnum nótum gekk mér innst að hjartarótum. Byggingameistarinn Magnús kom að byggingu margra stórra bygginga, má þar nefna t.d. Slökkvistöðina í Reykjavík og hann lagði grunninn að byggingu Áskirkju í Laugarásnum, sem síðustu 10 ár var kirkjan sem Unnur og Magnús sóttu guðsþjónust- ur sínar í. Þótt hann yrði 92 ára í febrúar sl. fékk hann nýlega endurnýjað öku- skírteinið sitt og fór allra sinna ferða á bílnum sínum. Stundum var maður samt hræddur um að eitthvað gæti komið fyrir hann eða aðra í öllum hraðanum, en Magnúsi fannst bíllinn færa sér frelsi. Tengdafaðir minn sagði stundum söguna af því þegar hann 7 ára gam- all fór með föður sínum í kaupstað- arferð. Þá var ekki stigið upp í bíl og brunað af stað, heldur var farið ríð- andi frá æskustöðvunum, Iðu í Bisk- upstungnahreppi, eftir vegleysu og óbrúuðum ám og var það mikið og strangt ferðalag í kaupstaðinn, Eyr- arbakka. Í þessari fyrstu kaupstað- arferð sinni árið 1917 fékk hann sín fyrstu stígvél og fannst það ótrúleg bylting að þurfa ekki lengur að vera síblautur í fæturna. Stundum þegar Magnús fór að sækja kýrnar á bökk- um Iðu hafði hann með sér snæris- spotta með öngli á endanum. Henti hann spottanum út í ána og batt snærisendann fastan á bakkanum. Þegar hann kom síðan til baka með kýrnar var yfirleitt lax á færinu, sem dreginn var að landi eins og þorskur. Magnús sat aldrei auðum höndum og fór að skera út í tré þegar hann hætti að vinna. Hann tók daginn snemma og fór niður í litlu kompuna sína, þar sem öllum verkfærunum hans var haganlega komið fyrir. Þarna sat hann á stól tímunum saman og skar út listaverk í tré. Ótrúlega fallegt handverk sem hann var búinn að teikna og skera út og gefa öllum börnum og barnabörnum sínum, t.d. stóra útskorna spegilramma auk ann- arra dýrgripa. Ef verkum Magnúsar væri safnað saman á einn stað, væri það örugglega heilt listaverkasafn. Síðast þegar Magnús kom austur til okkar á Sólvang mælti hann: Enn ég heyri vorsins óma innst í sálu minni hljóma. Enn ég heyri unaðskliðinn, enn ég hlusta á lækjarniðinn. Það eru forréttindi að fá að lifa í rúmlega níu áratugi við góða heilsu og í hamingjusömu hjónabandi í 67 ár eins og Magnús og Unnur Lárusdótt- ir. En nú er kallið komið og ég veit að Magnús tengdafaðir minn er hvíld- inni feginn og það er ég sannfærður um að hann er nú kominn í ný og björt heimkynni umvafinn vinum og vandamönnum. Elsku Unnur mín, megi góður guð veita þér styrk og vonandi nærð þú þér sem fyrst eftir bílslysið, sem þú lentir nýlega í. Þið Magnús voruð falleg og glæsi- leg hjón sem eftir var tekið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Pjetur N. Pjetursson. Elsku afi minn. Nú er kominn tími til að kveðja þig og langar mig að skrifa þér nokkur orð. Þegar ég hugsa aftur til liðinna ára streyma til mín hlýjar og notaleg- ar minningar um þig. Ég var svo lánsöm að fá að hafa þig og ömmu hjá mér úti í Danmörku er ég bjó þar með mömmu og þar vorum við nú alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt. Haframjölskökuilmurinn er þar of- arlega í minni, því iðulega þegar ég kom til ykkar um helgar varst þú í eldhúsinu að baka kökuna þína góðu og maður beið alltaf spenntur eftir að fá að smakka. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem þú gafst þér tíma til að lalla með mér inn í skóg og sýndir mér villtu dádýr- in sem þar voru. Þetta voru skemmti- legir tímar. Þú vildir alltaf gefa þér tíma fyrir mig og ég get nú ekki ann- að en brosað þegar ég hugsa aftur til eins tiltekins kvölds þar sem þú brást þér í hlutverk jólasveinsins og lædd- ist inn í herbergið mitt og fylltir skó- inn af fílakaramellum. Þú vissir það ekki þá, en veist það eflaust núna að þarna lá lítil stelpa í rúminu með pínulitla rifu á öðru auganu og brosið út að eyrum. Og já, ég gæddi mér á einni eftir að þú varst farinn út úr herberginu. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu og gista. Yfirleitt var þá farið í messu á sunnudögum og svo fékk maður að fara með ykkur í sund í Laugardalnum. Þú varst alltaf þekktur fyrir að vera kraftmikill og duglegur og ég man þegar þú sagðir mér frá því að þú værir byrjaður á útskurðarnám- skeiði. Svo töfraðir þú fram hvern hlutinn á fætur öðrum sem prýða mörg heimili í dag. Og þú máttir aldr- ei vera að því að vera veikur því þú hafðir alltaf eitthvað sem þú þurftir að klára að skera út, krafturinn í þér var þvílíkur. Afi minn, ég á margar hlýar og notalegar minningar um þig sem ég geymi og varðveiti með sjálfri mér. Ég veit að þú ert kominn á betri stað og búinn að fá hvíldina sem þú varst farinn að þrá svo heitt. Því sendi ég þér þennan sálm: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt – það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson.) Guð gefi ömmu styrk og varðveiti hana. Þín Alma. Í dag fylgjum við síðasta spölinn heiðursmanninum Magnúsi K. Jóns- syni byggingarmeistara. Þá koma upp í hugann þessi gullvægu orð: ,,Já vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt.“ Þessi texti er jafnan sunginn í lok gleðistunda en væntanlega gera allir sér grein fyrir því að hélunóttin er svo köld að blómskrúðið sofnar burt frá sumri og sól. Magnús var hniginn á efri ár og farinn að kröftum og heilsu, enda bú- inn að afkasta miklu og heilladrjúgu dagsverki um langan aldur, því hann var mikilvirkur byggingarmeistari um áratuga skeið. Allt sem Magnús tók að sér var einstaklega vandað og ævinlega þrauthugsað. Magnús var prúð- menni, nákvæmur og einlægur. Mér koma í hug þessi orð: ,,Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður; það skuluð þér og þeim gjöra.“ Mér er vel kunnugt að kjarni þessara orða mót- aði lífssýn og framgöngu Magnúsar. Hann var drenglyndur og ljúfmenni. Magnús var formaður prófanefndar í húsasmíði um margra ára skeið. Þar reyndist hann afar traustur, var vel virtur af verkum sínum. Kröfur hans voru sanngjarnar. En hann bar mikla viðingu fyrir starfsgrein sinni. Það skildu þeir sem til þekktu þegar hann mat og dæmdi prófverkefnin í þeirri starfsgrein, sem hann tileinkaði sér ungur maður og ástundaði með þeim sóma og virðingu sem best geta orðið. Við hjónin kynntumst Magnúsi og glæsilegri eiginkonu hans fyrir all- mörgum áratugum. Magnús og Unn- ur fluttu í Hólastekk í Reykjavík á sama tíma og við. Þau byggðu sér hús hinum megin við götuna, beint á móti okkur. Ekki leið á löngu áður en kynni tókust með okkur, samskiptin jukust og þróuðust fljótt í mikla og djúpa vináttu. Sá vinskapur hélst óslitið alla tíð síðan. Áður en varði urðu þau hjartfólgn- ir aufúsugetir, þegar fagnað var gleðistundum og merkisáföngum inn- an fjölskyldunnar. Sama átti við hjá þeim. Þegar ég lít um farinn veg þykir mér vert að rifja upp og minnast hlýju, gleði og kærleika, sem stafaði frá Magnúsi. Þessir mannkostir hans höfðu einstaklega djúp og varanleg áhrif á okkur hjónin og ekki síst börn- in okkar. Eitt lítið blíðubros og skiln- ingurinn að baki því hafa oftar en ekki miklu meiri áhrif á barnssálina en margur gerir sér grein fyrir. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Magnúsar eins og hjá mörgum öðr- um. En það er þó einfaldlega svo, að þeir sem aldrei lenda í skúrinni læra aldrei að meta sólskinsstundirnar til fulls. Sálarþroski Magnúsar var á þessu bjargi byggður. Ég vissi vel að Magnús var ein- staklega samviskusamur og skilaði öllum verkum sínum svo sómi var að. Þegar árin færðust yfir þennan völ- und smíðanna tók hann að fást við út- skurð og teikningar sem því fylgdu. Eftir hann liggja fjölmörg hagleiks- og listaverk. Ég kynntist því vel og dáðist að því hversu frjór og hug- myndaríkur hann var við iðkun þess- arar listgreinar. Kennari Magnúsar í þessum fræðum var Hannes Flosa- son. Magnús var honum afar þakk- látur fyrir einstaka kennslu og næm- an skilning í öllu smáu og stóru. Magnús skar út margs konar verk fram á síðustu stund og gladdi með þeim börn sín og barnabörn. Áður en undirritaður tók ástfóstri við útskurðinn, líkt og Magnús, færði hann konu minni, sem hann mat mik- ils, útskorna klukku, sem prýðir for- stofu heimilisins, gestum og heima- fólki til augnayndis. Klukkan minnir á mikilvægi stundvísinnar í lífinu, en er ekki síður vitnisburður um ljúfan og góðan vin, sem nú er sárt saknað í fjölskyldu okkar. Við minnumst hans í hvert sinn sem við horfum yfir göt- una á húsið sem þau reistu, Unnur og Magnús, en fyrst og fremst minn- umst við hans vegna framúrskarandi mannkostanna; einlægni, orðheldni, fasprýði og drenglyndi í hvívetna. Á kertinu mínu ég kveiki í dag á krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi er blunda í hjarta og brjósti hvers manns nú birtir og friður ef yfir því ljósið á kertinu lifir. (Þýð. V. Briem.) Við kveðjum þig, kæri vinur, og biðjum þér guðs blessunar. Við þökk- um samverustundirnar en geymum og varðveitum minninguna um góðan dreng, hjartahreinan og fölskvalaus- an. Kæra Unnur og fjölskylda; við vottum ykkur innilega samúð og biðj- um góðan Guð að vaka yfir ykkur og styrkja hvert og eitt. Margrét og Kristinn Sveinsson, Hólastekk. Fallinn er í valinn kempan og ljúf- mennið Magnús K. Jónsson, bygg- ingameistari, löngum kendur við byggingarfélag sitt Einhamar hf. Magnús var eftirsóttur og stórtækur byggingaverktaki í áratugi en ákvað að leggja þann rekstur á hilluna á efri árum og snúa sér að öðrum rekstri. M.a stofnaði hann með syni sínum Myndiðjuna Ástþór hf., sem braut blað á sínum tíma í lækkun framköll- unarkostnaðar hér á landi og neyt- endur hafa notið æ síðan. Þá stofnuðu þeir feðgar stórverslunina Magasín sem einnig hafði með höndum um- fangsmikla póstverslun hér á landi. Eftir þessu framtaki var tekið á sín- um tíma því að fyrirtækið var jafnan með betra vöruverð en almennt gerð- ist hjá samkeppnisaðilum. Ég kynntist Magnúsi á þeim tíma, sem Myndiðjan Ástþór var í miklum blóma og með mikil umsvif. Kom það til af tvennu. Annars vegar því, að ég hafði haft löng og góð kynni af syni hans, Ástþóri, og síðan því, að á árinu 1978 vorum við Ástþór að undirbúa stofnun kreditkortafyrirtækis á Ís- landi þess fyrsta sinnar tegunar hér á landi. Seinna nefnt Kreditkort hf. Magnús kom á frumstigum að und- irbúningi þess og var stærsti einstaki eignaraðili þess við stofnun þess árið 1979. Magnús lagði sitt af mörkum til að koma fyrirtækinu á legg og var ómetanlegur bakhjarl þess í upphafi. Magnús var frumkvöðull og fram- kvæmdamaður sem þorði að taka áhættu og leggja sitt af mörkum til að bæta hag neytandans og hins al- menna borgara hér á landi. Hafi hann þakkir og virðingu fyrir. Ég varð þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að kynnast Magnúsi per- sónulega og njóta með honum stunda bæði hér á landi sem í útlöndum. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Heiðarleiki hans, hóg- værð og kurteisi var hans aðalsmerki. Aldrei sá ég hann skipta skapi. Fest- an og einurðin var fyrir hendi alla tíð og duldist engum, sem við hann hafði samskipti, að þar fór maður sem vissi sínu viti og mark var á takandi. Ég minnist sérstaklega tíma með þeim hjónum á Mallorca 1987 sem voru ógleymanlegir og fjölmargra heimsókna þeirra hjóna til Newcastle í Englandi, en á þessum árum áttum við Ástþór og rákum tölvu- og hug- búnaðarfyrirtæki þar. Ég vil þakka þessum samverka- manni mínum samfylgdina og þá vin- áttu og trygglyndi sem hann ætíð sýndi mér og mínum og þá ekki síður eftir, að hann dró sig í hlé frá dag- legum störfum og helgaði sig tóm- stundamálum sínum sem m.a. var tréskurður. En þar var hann á heima- velli og eru útskurðarverk hans lista- verk. Ekki veit ég til þess að hann hafi nokkru sinni selt nokkurt þeirra heldur gefið þau fjölskyldu, vinum og öðrum vandamönnum. Við, hjónin vottum aðstandendum öllum samúð okkar. Helg sé minning þín Magnús. Róbert Árni Hreiðarsson og Ingigerður Hjaltadóttir. Elsku Inga, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum, en minningarnar hafa hrannast upp í huganum undanfarið. Við ólumst upp saman í sveitinni og aðeins voru tvö ár á milli okkar. Ekki vorum við alltaf sammála og stundum slettist upp á vinskapinn eins og gengur og oft óskaði ég þess að geta verið lengi í fýlu út í þig en það tókst aldrei. Ég minnist líka allra reiðtúr- anna okkar, þegar við vorum að sækja hestana og kýrnar og hvað við sungum mikið þá öll ljóðin sem við lærðum, oft sungum við Skúlaskeið frá upphafi til enda og margt fleira. Síðan komu unglingsárin í Reykja- vík og gekk á ýmsu, oft var glatt á hjalla þegar þið vinkonurnar þrjár voruð allar heima og margt brallað. INGA ÞÓRA LÁRUSDÓTTIR ✝ Inga Þóra Lárus-dóttir fæddist á Uppsölum í Miðfirði í Vestur-Húnavatns- sýslu 31. júlí 1949. Hún lést á heimili sínu 1. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 13. ágúst. Að því kom að við stofn- uðum okkar eigin heim- ili og börnin komu, ég minnist ferðalagsins til Danmerkur með börn- in, sem fór öðruvísi en ætlað var, norðurferðir og margt, margt fleira. Ég man líka hvað þið Bubbi hlökkuðuð til að verða amma og afi og síðan fenguð þið tvö í einu, sem var alveg ósk- astaða fyrir ykkur. Þú ert búin að standa þig eins og hetja í veik- indunum og aldrei kvartað og öll fjölskyldan hefur staðið þétt við bakið á þér. Síðast í júní héld- um við fjölskyldumót austur í Árnesi og hvað var gaman að þú gast verið með og haft gaman af. Ég er strax farin að sakna þín og á eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig eða komið og sagt þér það sem ég þarf. Ég veit að þér líður vel núna og mamma og pabbi hafa tekið á móti þér. Elsku Bubbi, Lárus, Stína, Sólrún, Andrés, Björn Kristinn og Ingibjörg. Guð styrki ykkur í sorginni og sökn- uðinum, því hann er mikill. Guð geymi þig Inga mín, þín systir Birna. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns Péturs á Hranastöðum, sem lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 7. ágúst sl. Lát hans kom okkur vinum og ættingj- um hans ekki á óvart. Þótt lát vina sé alltaf sárt er dauðinn stundum léttir, lausn frá þrautum. Hann var þrotinn að kröftum, sykursýkin hafði leikið hann illa. Pétur hafði glímt við þann sjúkdóm frá ung- lingsaldri. Ávallt bar hann sig vel og kvartaði aldrei. Kynni okkar Péturs hófust haust- ið 1966 er við settumst á skólabekk Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Við urðum brátt vinir og félagar og héldum sambandi æ síðan. Við fé- lagarnir höfðum báðir áhuga á bú- skap, hann sveitastrákurinn og ég PÉTUR ÓLAFUR HELGASON ✝ Pétur ÓlafurHelgason fædd- ist á Hranastöðum í Eyjafirði 2. maí 1948. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grundarkirkju 16. ágúst. kaupstaðarpeyinn. Hann tók við búskapn- um á Hranastöðum vorið 1968 er hann var tvítugur. Hann hafði þá verið móður sinni stoð og stytta við bú- skapinn ásamt systr- um sínum allt frá barn- æsku, er faðir þeirra lést. Pétur var dugandi bóndi, ræktaði jörð sína og byggði ný gripahús. Hann bjó stórbúi á Hranastöðum ásamt Þórdísi konu sinni. Þáttur Þórdísar við bústörfin hefur ekki verið lítill, þar sem Pétur starfaði mikið að félagasmálum meðan heilsan leyfði. Eftir að heils- an fór að gefa sig hefur hún staðið sem klettur við hlið hans í veikind- unum og ófá sporin hefur hún átt að sjúkrabeði hans, bæði er hann dvaldi á Landspítalanum í Reykja- vík og núna síðast á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Við hjónin sendum Þórdísi, dætr- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja og hugga. Minningin um góðan dreng lifir. Símon E. Traustason, Ketu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.