Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. sept. kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmála- og bæjarmálaumræður. Gestir fundarins verða Kristján Pálsson, alþingismaður, og Böðvar Jónsson, form. bæjarráðs Reykjanesbæjar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Hluthafafundur Þyrpingar hf. Hluthafafundur Þyrpingar hf. verður haldinn í þingsal 8 á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 26. september nk., kl. 13:00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við Fasteignafélagið Stoðir hf. Dagskrá og samrunagögn liggja frammi á skrif- stofu félagsins. Reykjavík, 9. september 2002. Stjórn Þyrpingar hf. TIL SÖLU Vörulager til sölu! Gjafavara, leikföng, ritföng og úrval af barnafatnaði. Allt nýjar og glæsilegar vörur! Uppl. í síma 898 5776. BÁTAR SKIP Víkurberg SK-72 (1866) Til sölu er ofangreint dragnótaskip ásamt öllum aflahlutdeildum. Skipið er 15 brt. Aðalvél Caterpillar 203 hö. Aflahlutdeildir eru í kg: Þorskur 46,683 kg, þorskur bætur 8,400 kg, ýsa 408 kg, ufsi 389 kg, steinbítur 2,065 kg, annað 400 kg. Skipamiðlunin Bátar og Kvóti, http://www.skipasala.com Síðumúli 33. Sími 568 3330, fax 568 3331. Fiskiskip til sölu Sólrún EA. 351, sskrnr. 1013, sem er 199 brúttórúmlesta skip, smíðað í Noregi 1966. Skipið var yfirbyggt 1984. Aðalvél Stork 1980 800 hö. Skipið er búið til tog-, neta- og línu- veiða og er m.a. með beitningarvél. Skipið selst með veiðileyfi ásamt öllum veiði- heimildum skipsins. Suðurey VE. 500, sskrnr. 1297, sem er 153 brúttórúmlesta skip, smíðað á Akureyri 1973. Skipið var yfirbyggt 1980. Aðalvél MWM 765 hö. Skipið er vel búið til dragnótaveiða og er einnig búið til neta- og togveiða. Skipið selst með veiðileyfi og geta einhverjar veiðiheimildir fylgt skipinu. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík. TILKYNNINGAR Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar á skipulagsáætlunum Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á eftirfarandi skipulagsáætlunum: Deiliskipulag fyrir „Iðnaðarsvæði austan Reykjavíkurvegar“ Breyting á deiliskipulagi vegna Dalshrauns 7, tilfærsla á byggingarreit, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 11. júní 2002. Engar athugasemdir bárust. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. ágúst sl. Deiliskipulag fyrir „Miðbæ“ Hafnarfjarðar Breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreits fyrir Beggubúð á bak við Vesturgötu 8, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar þann 25. júlí 2002 með nokkrum breytingum þar sem komið var til móts við innsendar athugasemdir sem bárust við kynningu hennar. Athugasemdaaðilum hefur verið send umsögn um athugasemdirnar og þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni. Auglýsing um gildis- töku deiliskipulagsins var birt í B-deild Stjórn- artíðinda þann 10. sept. sl. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995— 2015, breyting á landnotkun vegna Rafhareits Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi 9. apríl 2002 breytingu á aðalskipulagi þar sem landnotkun á Rafhareit var breytt úr iðnaðar- og þjónustusvæði í íbúðarsvæði. Engar athugasemdir bárust við auglýsingu. Auglýsing um gildistöku var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. ágúst sl. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995— 2015, breyting á nýtingarhlutfalli við Kaplakrika Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi 9. apríl 2002 breytingu á aðalskipulagi þar sem nýtingarhlutfalli vegna iðnaðar-, viðskipta- og þjónustusvæðis við Kaplakrika var breytt. Engar athugasemdir bárust við auglýsingu. Auglýsing um gildistöku var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 29. ágúst sl. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi Hafnarfjarðar á Strandgötu 8—10, 3. hæð, Hafnarfirði. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogs á auglýstri tillögu að deili- skipulagi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarráðs Kópavogs á eftirtalinni deiliskipulagstillögu: Vatnsendi. Deiliskipulag norðursvæðis. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 26. júlí 2002 samþykkt til- lögu að deiliskipulagi s.k. norðursvæðis í Vatnsenda. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu athafnasvæði og Vatnsenda- hvarfi til vesturs og norðurs, núverandi byggð við Dimmu og fyrirhugaðri íbúðarbyggð á sk. F-reit og hverfinu Milli vatns og vegar til suðurs og austurs. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000, ásamt greinargerð, skýringar- myndum og skipulagsskilmálum, dags. 19. mars 2002 og breytt 29. júlí 2002. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. ofangreindra laga frá 24. apríl til 28. maí 2002 með athugasemda- fresti til 11. júní 2002. Athugasemdir og ábend- ingar bárust. Á ofangreindum fundi bæjarráðs voru jafnframt samþykktar eftirfarandi breyt- ingar samanber umsögn skipulagsstjóra: Hús- númerum við Breiðahvarf og Ennishvarf breytt. Innkeyrsla við Breiðahvarf 2 færð um 10 m til suðurs. Sumarbústaður við Breiðahvarf 2 verð- ur með ótakmarkaðan stöðurétt. Hverfaverslun við Elliðavatnsveg feld út og mörk deiliskipu- lagssvæðisins færð til sem því nemur. Jafnframt hafa verið gerðar að ósk Skipulags- stofnunar eftirfarandi breytingar: Kaflinn um frávik, uppdrætti og kostnað í skipulagsskilmál- um færður á skýringaruppdrátt. Heildarflatar- mál sumarhúss á svæði 14, reit 2 lagfært. Vitnað í byggingarreglugerð gr. 84 í sérákvæð- um varðandi sorpgeymslur. Vísað til reglugerð- ar nr. 933/1999 varðandi hávaða. Tilgreint að staðsetning hestagerða sé leiðbeinandi. Sér- ákvæði í skipulagsskilmálum fyrir Fossahvarf 4, Fákahvarf 4 og Breiðahvarf 10 útskýrð betur. Nýtingarhlutfalli fyrir landnotkunarsvæði bætt við í greinargerð og umfjöllun um hesthús bætt við fyrir svæði 5 og 16 á reit 2. Skipulagsstofn- un hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki at- hugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birt- ist í B-deild Stjórnartíðinda í dag, 12. septem- ber 2002. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:30 og 16:00 alla virka daga. Skipulagsstjóri Kópavogs. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsam- koma. Umsjón Pálína Imsland og Hilmar Símonarson. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 20.00 Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Kristinn Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.