Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TOLKIEN-VEISLA Fjölvaútgáfan - Njörvasundi 15 A - S: 568 8433 - www.f jo SANNKÖLLUÐ VEISLA FYRIR UNNENDUR HRINGADRÓTTINSSÖGU Dagana 13. og 14. september gangast Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Fjöldi fyrirlesara, íslenskir og erlendir flytja erindi. Helstu viðfangsefni ráðstefn- unnar verða: * Hringadróttinssaga og helstu mýtur hennar. * Tengsl hennar við norrænan menningararf. * Samanburður á úrvinnslu Tolkiens og Nóbelsverðlaunahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þessum arfi. Ráðstefnan hefst í Norræna húsinu föstudaginn 13.september, kl. 9:00. Ráðstefnugjald er kr. 1.500.- (kaffi og ráðstefnugögn innifalin). Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Stofnunar Sigurðar Nordals og á heimasíðu hennar: www.nordals.hi.is sími 533 4300 VIÐ APAVATN Glæsilegur og mjög vandaður ca 70 fm sumarbústaður sem staðsettur er í einstaklega fögru umhverfi við vatnið. Húsið skiptist í 3 herb., stofu, eldhús, baðherb. með sturtu, geymslu o.fl. Rafmagn og hitaveita. Mjög stór nýleg verönd með heitum potti. Bátaskýli við vatnið. Allt innbú fylgir með í kaupunum. Stór lóð með leiktækjum fyrir börn. Hér er um einstaklega góða staðsetningu að ræða. VAÐNES – GRÍMSNESI Glæsilegur 73,9 fm sumarbústaður staðsettur í mjög fögru og kjarrivöxnu umhverfi í Grímsnesi. Húsið skiptist í 3 góð svefnherb., stóra stofu, eldhús og baðherb. Rafmagn og hitaveita. Stór verönd og heitur pottur. Sér- smíðað útigrill o.fl. 1 ha afgirt lóð með stórri flöt með leiktækjum fyrir börn. Allt innbú fylgir með í kaupunum. Frá- bært tækifæri fyrir vandláta. Sumarhús fyrir vandláta liðavatn og ánni Bugðu. Áin sést hér hlykkjast frá vatninu sem er fremst á myndinni. Vestan megin við Suðurlandsveg og norðan við Breiðholtsbrautina er Seláshverfi en íbúar þar hafa lagst verulega gegn skipulaginu og hið sama má segja um eigendur hesthúsa á svæðinu sjálfu. Búist er við að athugasemdirnar verði lagðar fram á fundi skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur í næstu viku. UNNIÐ er að yfirferð athugasemda við tillögu að deiliskipulagi Norðlingaholts um þessar mundir hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar en alls bárust 29 athugasemdabréf og fimm undir- skriftalistar með 275 undirskriftum. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Suðurlands- vegi, Breiðholtsbraut, almennu útivistarsvæði við El- Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir skipulagssvæði Norðlingaholt AFSKIPTI voru höfð af tæplega 50 krökkum á aldrinum 11 - 16 ára síð- astliðin föstudags- og laugardags- kvöld í Mosfellsbæ vegna brota á úti- vistarreglum Frá þessu er greint á heimasíðu Mosfellsbæjar en lögreglan í Mos- fellsbæ hefur á undanförnum árum fylgt eftir reglum um útivistartíma barna og unglinga í samvinnu við fé- lagsmálasvið Mosfellsbæjar. Fram kemur að samstarfið hafi gefið góða raun. Félagsmálasvið mun í kjölfarið boða börnin og forsjáraðila þeirra til fundar en á heimasíðunni segir að það sé hugsað sem stuðningur við foreldra, þar sem það geti oft verið vísbending um að ekki sé allt með felldu ef börn og unglingar eru úti eftir löglegan útivistartíma. „Það hefur sýnt sig að fikt með vímuefni og líkamsárásir eiga sér frekar stað eftir að útivistartíma lýk- ur og víða leynast ýmsar hættur einkum um helgar,“ segir þar. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á al- mannafæri eftir kl. 20 og börn á aldr- inum 13-16 ára mega ekki vera á al- mannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum. Undanskilið er ef börnin eru á heimleið frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku- lýðssamkomu. Útivistartíma barna og unglinga fylgt eftir um síðustu helgi Afskipti höfð af ungmennum Mosfellsbær GAMLA Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hefur heldur betur breytt um svip eftir að fangelsis- múrarnir, sem sneru að götunni, voru felldir í sumar. Voru breyt- ingarnar hluti af endurnýjun Skólavörðustígs en við niðurrif múranna breikkaði gatan um tvo metra. Húsið var tekið í notkun fyrir 128 árum eða árið 1874 en í dag er þar rekin skammtímavist fyrir fanga. Aðstaða þeirra er hins veg- ar hinum megin í húsinu og munu fangarnir áfram geta nýtt sér lok- aðan garð sem er norðan við húsið. Morgunblaðið/Þorkell Ný ásýnd Hegningarhússins Miðborg HREPPSNEFND Bessastaða- hrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að fela sveitarstjóra að leita samninga við Náttúrufræðistofnun Íslands um ráðgjöf við skipulagn- ingu golfvallar á norðurnesinu. Sig- urður Magnússon, Á-lista, sat hjá og ítrekaði andstöðu sína við golf- völl á tjarnarsvæði norðurnessins. Hann sagðist telja að svæðið ætti frekar að skipuleggja til útivistar og náttúruskoðunar. Gunnar Valur Gíslason, sveitar- stjóri, segir að málið eigi sér langan aðdraganda, en að skipulags- og umhverfisnefndir hafi það nú til umfjöllunar. „Við ætlum að stefna að því að þarna verði umhverfis- vænn golfvöllur,“ segir Gunnar Val- ur, sem þýði að farið verði eftir um- hverfisstöðlum Evrópusambandsins. „Þá þurfum við að skoða ýmsa þætti vandlega, t.d. sem varða nátt- úruna. Þarna er svæði sem við höf- um ætlað að nýta til að endur- heimta votlendi og stuðla með þeim hætti að að því náttúran taki við sér.“ Hann segir að unnið verði að sömu markmiðum, þ.e. endurheimt votlendis, við gerð golfvallarins. „Golfvöllurinn yrði þannig úr garði gerður að fuglalíf og gróðurlíf myndi aukast og blómstra í kring um hann.“ Gunnar Valur segir að Náttúru- fræðistofnun hafi í gegnum árin haft eftirlit með viðkvæmum nátt- úrusvæðum á þessum slóðum. Hann segir skipulagsyfirvöld hreppsins og sérfræðinga Náttúrufræðistofn- unar því fara saman yfir hugmynd- irnar. Umhverfis- vænn golfvöllur Bessastaðahreppur SAMKVÆMT skýrslu sem lögð var fram í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar í síðustu viku vegna veiða á minki og varg- fugli í bæjarfélaginu hafa 72 minkar verið veiddir það sem af er árinu. Þar af eru 52 yrðling- ar, 13 læður og 7 karldýr. Þá voru veiddir 636 vargfugl- ar á þessu ári við Lágafell, Úlf- arsfell og í Mosfellsdal, þar af 396 fullorðnir og 240 ungar. Einnig voru 98 egg tekin. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverkfræðings, er veiði á vargfugli fyrir þetta ár lokið. Í undirbúningi er að senda skýrslu til Veiðimálastofnunar vegna veiða á minki en stofn- unin greiðir til baka að hluta þann kostnað sem af hlýst. Veiðar á mink og vargfugli 72 minkar í valnum Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.