Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í TILEFNI af alþjóðlegum kynning- ardögum ITC-þjálfunarsamtakanna, International Training in Comm- unication, sl. vor útnefndu samtök- in hér á landi frú Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands, sem: Samskiptajöfur ársins 2002 sem hún veitti form- lega viðtöku á Landsþingi ITC- samtakanna sem haldið var í maí sl. Frú Vigdís hefur leikni í fallegri framkomu og að tjá sig af öryggi, hvort sem er í minni hópum eða á al- þjóðlegum vettvangi, svo að eftir er tekið. Íslendingar eru stoltir af henni sem málsvara okkar víða um heim, enda er hún eftirsótt sem fyrirlesari. En það eiga reyndir ITC-aðilar sam- nefnt með henni, þeir eru víða eft- irsóttir sem fyrirlesarar og fundar- stjórnendur. ITC-þjálfunin byggist á þjálfun til forystu starfa. Stjórnunar-, sam- skipta- og skipulagsþjálfun og sjálf- styrkingu aðila. Undirstaðan er að byggja upp einstaklinginn, þannig að hann sé betur undir það búinn að tak- ast á við verkefni í starfi og einkalífi. Margar umræður hafa farið fram um af hverju konur eru sjaldnar í for- ystu og stjórnunarstörfum en karlar. Getur verið að ein skýringin sé að konur leggi minni rækt við að öðlast færni á áðurnefndum sviðum en karl- ar? Þær konur sem vilja vera sam- keppnisfærar í forystustörfum þurfa að leggja áherslu á að hafa þessa leikni sér til framdráttar og hún fæst með þjálfun – þjálfun í þína þágu! Út á það gengur þjálfun ITC. Í kaup- bæti er frábært tengslanet á alþjóða- sviði. Okkur gefst kostur á gera okkur öruggari í hver við erum, hvað við getum og hvað við viljum. ITC hefur dregið fram í dagsljósið leynda hæfi- leika margra félaga. Það er aldrei of seint að takast á við sjálfan sig. Þjálf- unarsamtökin eru opin öllum og í þeim eru bæði karlar og konur á ýmsum aldri engin aldurs takmörk, ekkert kynslóðabil. Margir stjórnmálamenn hafa fengið sína þjálfun hjá ITC. Einnig fjöldi fólks á vinnumarkaði. Framfar- ir aðila eru miklar, kjarkur og áræði eykst. Fáum góða ávöxtun og breyt- um áhyggjum í uppbyggjandi orku. Getur ITC verið hjálpartæki að markmiði þínu ? Heimasíða Landssamtaka ITC www.simnet.is/itc. GUÐRÚN S. VIGGÓSDÓTTIR, fyrrv. útbreiðslustjóri Landssamtaka ITC. Hvert er mark- mið „þitt“? Frá Guðrúnu S. Viggósdóttur: Guðrún S. Viggósdóttir VINKONA mín sem er leikkona lenti í því fyrir nokkru að bjarga mannslífi þegar hún varð vitni að því ásamt nokkrum hópi fólks að maður hné niður úti á götu. Það gerði hún með því að sýna hárrétt viðbrögð við hjartaáfalli. Nokkrum dögum síðar hringdi í hana lágróma fjölskyldu- faðir um fertugt og þakkaði henni líf- gjöfina. Um áramótin það sama ár voru nokkrir þjóðþekktir einstak- lingar fengnir til að stíga á svið og tí- unda afrek og eftirminnilega atburði liðins árs. Þar á meðal var þessi vin- kona mín. Í stað sigra á leiksviðinu og barnsfæðingar nefndi hún þá gæfu að hafa þó auðnast að bjarga einu mannslífi á árinu. Í Morgunblaðinu laugardaginn 7. september birtist kynning á nýju átaki landlæknisembættis o.fl. sem stuðla skal að réttum viðbrögðum al- mennings við endurlífgun. Í viðtali í greininni segir landlæknir orðrétt að „nauðsynlegt væri að almenningur kynni skil á viðbrögðum við hjarta- stoppi, slík almenn þekking væri jafnnauðsynleg og að kunna að kaupa og selja verðbréf“. Nú er það víst svo að til að kaupa og selja verðbréf þarf aðeins eitt símtal. Með yfirlýsingu sinni um það að jafn mikilvægt sé að kunna að kaupa og selja verðbréf og að sýna rétt viðbrögð við endurlífgun stillir landlæknir almenningi þessa lands upp frammi fyrir erfiðri siðferðilegri spurningu. Tökum dæmi. Segjum sem svo að hjartaáfallið eigi sér stað í hádeginu, klukkan tólf tíu. Nokkr- um mínútum áður hefur væntanleg- ur lífgjafakandidat einmitt hlustað á yfirlit hádegisfrétta í bílnum þar sem sagt var frá því að miklar hræringar væru á heimsmarkaðsverði olíu. Þegar hann nokkrum augnablikum síðar stendur óvænt frammi fyrir hrúgaldi af manneskju á gangstétt- inni, og Nóatúnspokinn með vörun- um út um allt, hlýtur hann að tvístíga og spyrja sjálfan sig, eftir brýningu Landlæknisembættisins: Hvort bjarga ég náunga minum eða sel hlutabréfin í Olís? Hvort hringi ég í 112 og bið um hjartabíl eða í Kaup- þing, styrktaraðila átaks um endur- lífgun? Þar sem vinkona mín er ákaf- lega hjartahlý manneskja og með ríka meðlíðan með náunga sínum á ég ekki von á því að yfirlýsing land- læknis hefði breytt nokkru um við- brögð hennar, þótt hún hefði verið fyrr á ferðinni. Á hverju ári deyja 200 Íslendingar sem ekki tekst að lífga við í tæka tíð af völdum hjarta- áfalls. Þeir sem eru í áhættuhópi geta þó reitt sig á það að ennþá er ótrúlega stór hluti landsmanna sem ekki á nein verðbréf. AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR, listfræðingur. Hjartahnoð, leiklist og verðbréf Frá Auði Ólafsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.