Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 43 ÞOKKALEGA hefur aflast í Tungu- fljóti í Vestur-Skaftafellssýslu síð- ustu daga að sögn Hafsteins Jóhann- essonar, formanns Stakks í Vík, sem hefur hluta veiðileyfa í fljótinu á sinni könnu. Tungufljót er ein helsta sjóbirtingsá landsins og meira þekkt fyrir stóra fiska en marga. Segir Hafsteinn birting vera víða í ánni og sé óhætt að segja að fiskur sé óvenju snemma á ferð í ánni, sem fær yf- irleitt ekki fyrstu almennilegu göngur sínar fyrr en vel er liðið á september. Nú var hins vegar byrj- aður að veiðast birtingur síðustu daga í ágúst. Hafsteinn lét þess þó getið að fáir stórir væru komnir á land, þó einn 10 til 12 punda, en mest veiddist 2 til 6 punda fiskur eins og sakir standa. Sem fyrr segir er fiskur víða og nefndi hann Breiðufor, Brúarhyl og Fitjabakka sem líflegustu staðina. Laxar í Hörgsá Skammt austar er Hörgsá á Síðu, einnig þekkt sjóbirtingsá, en mun smærra vatnsfall. Þar er birtingur byrjaður að veiðast, t.d. náðust þar tveir á eina stöng fyrir skömmu, fjögurra punda, og ennfremur hafa veiðst nokkrir laxar að undanförnu. Sama dag settu menn t.d. í tvo og náðu öðrum og tveimur dögum áður veiddust tveir. Það sama hefur heyrst frá efri hluta Hörgsár, þang- að fór heimamaður fyrir skemmstu, veiddi þrjá laxa og sá laxa víða. Fyrsta skotið í Stóru Laxá Í lok síðustu viku kom fyrsta skot- ið á neðstu svæðum Stóru Laxár er 11 laxar veiddust. Nokkrir 10 til 13 punda voru stærstir og flestir lax- anna veiddust á ólíklegum stað, Reykjabakka. Í síðasta veiðipistli var greint frá 9,6 kg þungum laxi Ásgeirs Halldórs- sonar úr Soginu. Hér er hann með ferlíkið og Bíldsfellsbreiðu í baksýn. Tungufljótið að kvikna ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FÖSTUDAG og laugardag, 13. og 14. september, verður efnt til ráðstefnu – svokallaðs verkefnastefnumóts – í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, þar sem fjallað verður um verkefni sem tengj- ast samgöngu- og fjarskiptamálum, atvinnuþróun og eflingu samfélaga á norðurslóðum og við norðanvert Atl- antshaf. Um 220 manns hafa skráð sig til þátttöku, þar af hafa staðfest þátt- töku um 130 manns frá norðurhér- uðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og Skotlands ásamt Fær- eyjum og Grænlandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra byggðamála, flytur ávarp við upphaf ráðstefnunnar á föstudag kl. 10. Að verkefnastefnumótinu stendur svonefnd Northern Periphery Pro- gramme – verkefnaáætlun Evrópu- sambandsins í samstarfi við Byggða- stofnun og NORA-Norrænu Atlants- nefndina. Verkefnaáætlunin er hluti af áætlun Evrópusambandsins þar sem áherslan er á samstarf svæða yf- ir landamæri eða aðliggjandi haf- svæði á sviði byggðaþróunar. Verkefni í þessari áætlun, sem Ís- lendingar gerðust aðilar að í kjölfar samþykktar nýrrar byggðaáætlunar á síðasta þingi, miða að því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum norð- urhéraða varðandi byggða- og at- vinnuþróun. Sammerkt með svæðum sem áætlunin tekur til er m.a. gjöf- ular náttúruauðlindir, kalt loftslag, miklar fjarlægðir, viðkvæm náttúra, vel menntað fólk, strjálbýli og frem- ur einhæft atvinnulíf sem byggir á náttúruauðlindum. Unnið verður í sex málstofum þar sem kynntar verða verkefnahug- myndir um samgöngumál, upplýs- ingatækni, náttúruauðlindir, ferða- þjónustu, lítil og meðalstór fyrirtæki. Á þriðja hundrað manns á ráðstefnu í Svartsengi ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG FRÁ Estée Lauder Ef keypt er fyrir 3.500 kr. eða meira frá Estée Lauder í snyrtivörudeild Hagkaups dagana 12.-18. september. GJÖFIN INNIHELDUR: TAKE IT AWAY Farðahreinsir 30 ml LIGHTSOURCE CRÉME SPF 15 - Rakakrem 7 ml INTUITION EDP SPR. Ilmvatn 4 ml PURE COLOR VARALITUR Litur 118 Bois de Rose PURE COLOR AUGNSKUGGA Pale moon og Plum Pop GLÆSILEGA SNYRTITÖSKU Verðgildi gjafarinnar er 7.800 krónur. * meðan birgðir endast. Hagkaup snyrtivörudeild Kringlunni, s. 568 9300 Hagkaup snyrtivörudeild Smáralind, s. 530 1000 Hagkaup snyrtivörudeild Spönginni, s. 563 5300 LOKAVEIÐIFERÐ SUMARSINS Í LANGÁ SELJUM NOKKRAR DAGS- kr. 12.000 EÐA HÁLFSDAGSSTANGIR kr. 7.000 16.-18. SEPT. Langá á Mýrum Upplýsingar: Símar 568 1560, 864 2879 eða ihj@langa.is NÁMSKEIÐ í sjálfsstyrkingu er fyrir þá sem vilja læra sálfræðilegar aðferðir til að auka sjálfsstyrk og ör- yggi í samskiptum. Sjálfsstyrkingar- námskeiðin hafa verið sérsniðin fyrir fyrirtæki og stofnanir til að auka samheldni og vinnugleði og kenna leiðir til að minnka ágreining og deilumál. Næsta námskeið er fyrir- hugað 19. 20. og 21. september nk. „Námskeiðin í vinnusálfræði eru einkum ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að takast á við ýmiss konar samstarfsmál og vanda á vinnustað. Markmiðið er að auka hæfni þátttak- enda til að ráða við flókin samskipti og í þeim tilgangi er kennt sálfræði- legt samskiptalíkan sem hefur reynst vel bæði hér á landi og víða erlendis til að auka samstarfsleikni starfsmanna og minnka togstreitu á vinnustað. Næsta námskeið verður haldið 1., 3. og 7. október nk. Höfundar námskeiðanna og leið- beinendur eru sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal,“ segir í fréttatilkynningu. Sjálfsstyrking og vinnusálfræði Nafnabrengl Hrefna Lárusdóttir, afkomandi Lárusar G. Lúðvígssonar skókaup- manns, bað Morgunblaðið um eftir- farandi leiðréttingar við grein sem birtist í Daglegu lífi 6. september sl.: Í texta við mynd af Lárusi G. Jóns- syni og Hrafnhildi Pétursdóttur Zophoníassonar er Hrafnhildur ranglega nefnd Hjördís. Í öðrum myndatexta er ein af dætrum Lár- usar G. Lúðvígssonar nefnd Eiríka en hún hét Emilía. Þá hét skóverksmiðjan sem Jón Lárusson stofnaði ásamt Óskari og Lúðvík bræðrum sínum Skógerðin hf. og var á Rauðarárstíg, ekki Skólavörðustíg eins og ranghermt var. Svo má geta þess til gamans að myndin uppi til hægri er af fólkinu sem beið eftir að opnað yrði á út- söludeginum 1936. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT LANDSSKRIFSTOFA Sókratesar efnir til Comeníusar-tengslaráð- stefnu á hótel Borgarnesi dagana 12.-14. september nk. Markmiðið er að koma á laggirnar sem flestum skólaþróunarverkefnum styrktum af Sókratesi /Comeniusi. „Meginþema ráðstefnunnar snýr að brottfalli nemenda úr skóla, hvernig megi bregðast við því og snúa til betri vegar. Dr. Jón Torfi Jónasson flytur erindi um brottfall nema úr framhaldsskólum. Þá verða einnig flutt erindi um reynslu ís- lenskra skóla í að sporna við brott- falli nemenda,“ segir m.a. í frétt um ráðstefnuna. Skólaþróunarverkefni Sókrates/Comeníus byggjast á sam- starfi a.m.k. þriggja stofnana frá a.m.k. þremur Evrópulöndum. Verk- efni geta varað í allt að þrjú ár. Styrkupphæðir til skóla eru að með- altali um 7000 á ári. Ráðstefnan fer fram á ensku Ræða um mennta- áætlun ESB SUNNUDAGINN 15. september nk. verður afhjúpað minnismerki um úthafsveiðar Þjóðverja og björgun- araðgerðir Íslendinga á suðurströnd Íslands. Athöfnin verður í Brydebúð í Vík og hefst kl. 14. Minnisvarðinn er reistur til þess að heiðra minningu þýskra togara- sjómanna sem létu lífið á Íslands- miðum og votta þeim Íslendingum þakkir sem lögðu líf sitt í hættu við að bjarga Þjóðverjum úr sjávar- háska. Að verkefninu stendur hópur þýskra áhugamanna í tengslum við fiskveiðisögudeild þýska sjóminja- safnsins og Menningarfélag um Brydebúð í Vík. Fjárframlög ein- staklinga og stuðningur frá Stofnun Roberts Bosch gerði gerð minnis- varðans mögulegan, segir í fréttatil- kynningu. Laugardaginn 14. september verður haldinn ráðstefna í Göthe- stofnuninni í Reykjavík um sam- skipti Íslendinga og Þjóðverja eftir 1945 varðandi fiskveiðar. Minnisvarði um þýska sjómenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.