Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÆGUR söguspámaður, pró- fessorinn Francis Fukuyama, þótt- ist sjá fyrir endalok sögunnar við hrun Sovétríkjanna. Kalda stríðinu lauk með fullkomnum sigri þjóða, sem sameinuðust í bandalagi um varðveislu frelsis og lýðræðis. Vest- ræn gildi og stofnanir hefðu sigrað og ekki væri val um annað en lýð- ræði og hagkenningar markaðs- þjóðfélagsins. Þá yrði það öllum þjóðum til hagsbóta að komið yrði á einu samofnu og hnattrænu kerfi frjálsra markaða. Stefna Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins – IMF – á að hafa verið í samræmi við þetta og er Argentína tekið sem dæmi um hrapallegan árangurs. Tekin voru upp frjáls gjaldeyrisviðskipti árið 1991 en síðan var gengi gjaldmiðils- ins, peso, fest við Bandaríkjadollar. Þetta skilaði efnahagslegum stöð- ugleika og hagvexti um skeið, en síðar fór allt úr skorðum og fast- gengið við dollarann gerði argent- ínskan útflutning ósamkeppnisfær- an þegar nágrannaþjóðir felldu gengið. Af þessu leiddu mikil gjald- þrot, vaxandi atvinnuleysi og þjóð- félagsleg átök, hrun verðbréfavið- skipta og verðbólga. Argentína er á hraðri leið út úr fyrsta heiminum, segir í grein í Mbl. 24. ágúst eftir breskan prófessor, John Gray. Gray gerir enda- lokakenningar Fuk- uyama að umræðu- efni. Hann ber saman þá afmunstruðu marx- ísku söguskoðun að örlög þjóða væru að taka upp sama efna- hags- og stjórnmála- kerfi og svo kenning- arnar um óhjákvæmi- lega komu hins frjálsa alheimsmarkaðs með einslitu hagkerfi og sömu stofnunum. Hann segir vestrænar ríkisstjórnir og al- þjóðastofnanir á hin- um verstu villigötum í þeirri trú að ekkert geti komið í veg fyrir að heimurinn verði einn, frjáls mark- aður. Þessi gagnslausa hugmynda- fræði IMF hafi orðið bæði Argent- ínu, Indónesíu og Rússlandi að falli en að Indlandi, Kína og Japan, sem ekki hlýddu þessum ráðum, vegn- aði betur. „Hinn alþjóðlegi frjálsi markaður er um það bil að taka sæti við hlið kommúnismans í safni sögunnar yfir afskrifaðar útópíur,“ segir Gray. Nú er það einmitt á þeim sama tíunda áratug aldarinnar, að ESB- löndin og við þau tengd EES-ríki ná til fullnustu þeim markmiðum, sem svo illa tókst til um í Arg- entínu. Á þeim árum þegar allt lék í lyndi, hlaut maður við heim- sókn til þeirrar stór- glæsilegu borgar Buenos Aires, með föstu evrópsku yfir- bragði, að ætla að þessar fyrirætlanir í efnahagsmálum ættu eins að geta gengið þar og t.d. í Portúgal og Grikklandi, stund- um eftirbátar í Evr- ópusamstarfinu. Í þessum ESB-löndum, sem öðrum, var fjórfrelsið tekið upp og frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og fólks jók velmegun og hagvöxt. Og bæði Portúgal og Grikkland hafa sýnilega notið góðs af því að taka upp evruna. En þetta átak í Evr- ópu er ekki samkvæmt IMF mód- elinu og reyndar með tæknilegri undanþágu í GATT/WTO vegna fráviks frá svokallaðri bestu-kjara- meðferð. Á manna máli þýðir sú regla, að allt viðskiptafrelsi sem eitt þjóðríki ákveður í samningum við annað skuli koma öllum öðrum til góða. Frávik eru tollabandalög og fríverslunarsvæði. Nú vill svo til að Ísland er skínandi dæmi um ágæti svæðisbundinnar efnahags- samvinnu. Ekki svo að skilja að við tökum ekki virkan þátt í almennu átaki eins og viðskiptasamningum í GATT/WTO en það er Evrópusam- vinnan sem skilaði árangri fyrir okkur. Evrópusamvinnan fór hægt af stað og hefur þróast í hálfa öld. Það varð gagnkvæmur ávinningur að vinna að frjálsum viðskiptum og greiðslum með innbyrðis skuld- bindingum og sameiginlegum stofnunum. Þetta þróaðist stig af stigi uns komið var á frjálsum innri markaði ESB sem Ísland tengist með EES-samningnum. Áratug síð- ar hefur hið opna íslenska hagkerfi fengið að sýna getu sína við nýjar aðstæður. Þjóðartekjur á mann eru víst í 6. sæti meðal þjóða heims og horfur teljast góðar hvað snertir hagvöxt, atvinnustig, verðlagsþró- un og stöðuna út á við. Viðskipta- og athafnafrelsið í Evrópska efna- hagssvæðinu hefur komið sjávar- útveginum til góða og Evrópulög- gjöfin með kerfi eftirlitis og dómstóla gerir Ísland til mikilla muna samkeppnisfærara um að laða að erlent fjármagn en áður var. Ekki skiptir minna máli að hér hefur ríkt pólitískur stöðugleiki í þrjú kjörtímabil, betri samskipti aðila á vinnumarkaðnum hafa tek- ist og ytri aðstæður þjóðarbúsins hafa lengst af verið mjög góðar. Þegar IMF skoðar líkön þau sem hentað gætu þjóðfélögum í alþjóða- samfélaginu, mætti því líta til reynslu hinna minni Evrópulanda, einnig Íslands. Ég átti þess kost að heimsækja Uruguay 1994 en ráða- menn þar höfðu mikinn áhuga á ESB og nýafstöðnum samningum EFTA-landanna um EES og von- uðust til að fríverslunarsvæðið MERCOSUR þróaðist í þá átt. Litu þeir til Montevideo sem hugs- anlegrar aðalbækistöðvar, sem sagt Brussel Suður-Ameríku. Hefði ekki mátt hlúa frekar að því svæðissam- starfi með aga sameiginlegra stofn- ana og forða frá samkeppni geng- isfellinga? En svo endað sé með spámönn- unum: Í grein í Herald Tribune ný- verið boðar Fukuyama hrun vest- rænnar samvinnu vegna árekstra út af samskiptum við íslam. Þótt eitthvað hafi þeir Gray vafalaust til síns máls, er ekki ástæða til að taka spádóma sem þessa bókstaflega. Um söguspádóma Einar Benediktsson Söguskoðun Hið opna íslenska hag- kerfi, segir Einar Bene- diktsson, hefur fengið að sýna getu sína við nýjar aðstæður. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. BJARNI R. Sigur- vinsson, doktorsnemi við guðfræðideild HÍ, skrifar um Falun Gong í Morgunblaðinu, 29. ágúst sl. Hann gerir grein fyrir því hvað hann telur vera trúar- brögð og skilgreinir Falun Gong sem slík, nánar tiltekið sem ný- trúarhreyfingu undir áhrifum ýmissa austur- lenskra trúarbragða. Hann skilgreinir því Falun Gong á allt ann- an hátt en höfundur fræðanna, qigong- meistarinn Li Hongzhi, og er honum það vissulega frjálst. Bjarni fjallar um gagnrýni kín- verskra stjórnvalda sem segja Falun Gong-hreyfinguna m.a. hvetja fólk til að sniðganga lækna og sjúkrahús. Hann segir gagnrýnina réttmæta enda komi þetta fram í ritum Li Hongzhi (það er reyndar ekki rétt). Af þessu hefur hann áhyggjur, sér- staklega þegar börn eiga í hlut og vitnar í tvær greinar eftir börn á aldrinum 4–8 ára á vefsíðunni Clear- wisdom.net sem birtir fjölda per- sónulegra frásagna Falun Gong-iðk- enda. Það er athyglisvert að menn skuli taka sér tíma í að tína til sögur sem gætu hugsanlega stutt yfirlýs- ingar kínversku kommúnistastjórn- arinnar. Er trúlegt að stjórnvöld, sem skjóta niður námsmenn, stunda þjóðernishreinsanir í Tíbet og of- sækja fjölda sjálfstætt hugsandi hópa, hafi raunverulegar áhyggjur af því hvort fólk fari til læknis eða ekki? Það er hægt að slíta öll fræði úr samhengi og fá hentugar niðurstöð- ur. Rógsherferð kínverskra stjórn- valda gegn Falun Gong er sett upp á þennan hátt. Í öllum andlegum fræðum og trúarbrögðum er hægt að benda á atriði sem gætu talist varasöm, sérstaklega ef maður skilur þau ekki eða les þau ekki í heild sinni. Og alls staðar er að finna fólk sem tekur einkennilegar ákvarð- anir, hvort sem það stafar af rangtúlkun, fanatík eða öðru. Væri það ekki fyrir af- skræmingar kín- verskra stjórnvalda á Falun Gong-fræðun- um, væru lyfja-og læknasögur um Falun Gong-iðkend- ur ekki á dagskrá, sérstaklega vegna þess að iðkendurnir eru yfirleitt heil- brigðari en gengur og gerist. Það er því ekkert raunverulegt samband á milli ofsóknanna og viðhorfa Li Hongzhi til nútíma læknavísinda. Falun Gong og kínversk læknavísindi Kínverskar lækningar hafa verið stundaðar í þúsundir ára á meðal al- mennings í Kína. Í því kerfi er mannslíkaminn talinn vera smækk- uð eftirmynd af alheiminum. Mark- mið lækninganna er m.a. að kenna fólki að lifa í samsvörun við alheim- inn og öðlast þannig náttúrulegt jafnvægi. Í stuttu máli hafa tíðkast margar meðferðir í kínverskum læknavísindum, t.d. qigong-æfingar, nálastungur, nudd, hnykkingar, notkun grasalyfja og fleiri. Notkun lyfja er því aðeins ein aðferð til lækn- inga í Kína og er ekki alltaf notuð þar sem hún getur valdið aukaverkun- um, líkt og gildir með vestræn lyf. Í fornum kínverskum læknaritum er fólk minnt á að það sé mikilvægara að temja sér sjálfsaga og auka sið- ferðiskennd til að koma í veg fyrir veikindi, heldur en að eiga við veik- indin eftir á. Sjálfsrækt sem þessi er grundvallaratriði í kínverskri menn- ingu. Falun Gong er tegund af qig- ong sem er eitt af fornum sjálfsrækt- arkerfum Kínverja. Það er því alveg ástæðulaust að hafa einhverjar áhyggjur af þessari iðkun. Falun Gong og læknasögur Þórdís B. Sigurþórsdóttir Trú Það er hægt að slíta öll fræði úr samhengi, seg- ir Þórdís B. Sigurþórs- dóttir, og fá hentugar niðurstöður. Höfundur er viðskiptafræðingur og með MA-gráðu í búddískum fræðum. AÐ UNDANFÖRNU hefur mátt lesa um sérkennilega at- burðarás í fjölmiðlunum í fram- haldi af skoðanakönnun, sem benti til þess, að Samfylkingin myndi fá fleiri atkvæði í alþing- iskosningunum næsta vor, ef borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði meðal frambjóð- enda flokksins. Svo stóð á, að borgarstjórinn hafði gefið yfirlýs- ingu fyrir borgarstjórnarkosning- ar síðastliðið vor, að hún myndi ekki bjóða sig fram til Alþingis á næsta ári. Enginn fyrirvari var á yfirlýsingunni. Nú lesum við hins vegar um, að Ingibjörg hafi „lagst undir feld“ til að íhuga, hvort hún ætti að fara í þetta framboð. Hún fékk undir feldinn til sín fyrirsvarsmenn stjórnmálaflokkanna sem standa að R-listanum með Samfylking- unni. Fleiri virðast hafa komið þar við til skrafs og ráðagerða. Svo kom hún undan feldinum og sagð- ist hafa ákveðið að fara ekki í framboðið. Margir fögnuðu. Meira að segja Morgunblaðið taldi, að borgarstjórinn hefði með þessu „styrkt persónulega stöðu sína sem stjórnmálamaður, sem stendur við orð sín“, eins og kom- ist var að orði í leiðara blaðsins. Þá vaknar spurningin: Um hvað var hún að hugsa undir feldinum? Var ekki málið einfalt? Hún hafði sagt fyrir borgarstjórnarkosning- ar að hún færi ekki í þetta fram- boð. Einhverjir hafa sjálfsagt greitt R-listanum atkvæði vegna þeirrar yfirlýsingar. Var ekki ein- falt fyrir hana að svara því strax og þessar hugleiðingar komu fram, að þetta kæmi ekki til greina af þeirri einföldu ástæðu, að hún hefði gefið yfirlýsingu þar að lútandi síðasta vor? Það skyldi þó ekki vera að hún hafi verið að hugleiða, að svíkja loforðið? Var um eitthvað annað hugsað undir feldinum? Það er svo kannski einkennandi fyrir samfélagsleikritið, að menn skuli telja það til sérstakra verð- leika stjórnmálamanns að standa við orð sín, jafnvel þó að það taki hann einhverjar vikur að ákveða hvort hann ætli að gera það. Jón Steinar Gunnlaugsson Undir feldinum Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. BLÁA lónið hefur notið vaxandi athygli og áhuga á undan- förnum árum sérstak- lega eftir að nýr bað- staður, sem Bláa lónið hf. reisti árið 1999, hóf starfsemi. Þetta á ekki síst við um er- lenda ferðamenn, sem sækja Ísland heim, en nú lætur nærri að 70% þeirra heimsæki baðstaðinn Bláa lónið. Þá hafa húðvörur fé- lagsins og meðferðar- þjónusta þess fyrir psoriasissjúklinga vakið mikla athygli. Bláa lónið er ekki lengur lón í Svartsengi á Reykjanesi, heldur hugtak með tilvísun í heilsu, feg- urð og vellíðan. Að gefnu tilefni, nú síðast vegna texta í Morgunblaðinu hinn 27. ágúst sl. með mynd af lóni við Kís- iliðjuna í Mývatnssveit, þar sem það lón er nefnt „Bláa lónið í Mý- vatnssveit“, er því hér með komið á framfæri að íslenska heitið Bláa lónið og enska heitið Blue lagoon er skrásett vörumerki í eigu Bláa lónsins hf. Í þessu felst að Bláa lónið hf. hefur öðlast einkarétt á að nota vörumerkið hér á landi. Bláa lón- inu hf. er því heimilt að banna öðr- um notkun vörumerkisins enda not annarra á því brot á einkarétti fé- lagsins. Bláa lónið hf. hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu vörumerk- isins Bláa lónið/Blue lagoon og hefur félagið lagt í miklar fjárfest- ingar vegna þessa bæði hérlendis og erlendis. Að mati eigenda fé- lagsins er vörumerkið ein verð- mætasta eign þess. Heilsutengd ferðaþjónusta hefur færst í brennidepil að undanförnu og hafa mörg sveitarfélög og einkaaðilar verið að kanna kosti þess að setja upp baðstaði með heitum laugum og/eða lónum. Hefur þá verið litið mjög til árangurs af þeirri uppbygg- ingu, sem Bláa lónið hf. hefur staðið fyrir. Forráðamenn Bláa lónsins hf. fagna þess- um áhuga og telja að það felist miklir möguleikar í frekari uppbyggingu bað- staða annars staðar á landinu, sem byggjast á sérkennum á hverj- um stað. Slíkt mun styrkja stöðu Íslands sem heilsulands. En það er ljóst að ekki mun verða við það unað að vörumerkið Bláa lónið/Blue lagoon verði notað um aðra starfsemi eða staði án heimildar Bláa lónsins hf. Slíkt yrði til þess að valda rugl- ingi hjá erlendum ferðamönnum og almenningi auk þess að vera brot á einkarétti félagsins eins áð- ur hefur verið rakið. Vörumerkið Bláa lónið Grímur Sæmundsen Árétting Er því hér með komið á framfæri, segir Grímur Sæmundsen, að íslenska heitið Bláa lónið og enska heitið Blue lagoon eru skrásett vörumerki í eigu Bláa lónsins hf. Höfundur er læknir og fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins hf. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.