Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 35
tímanum mínum. Það er víst eðli mannsins að leita uppruna síns og nú þegar ég eldist finn ég hvað samver- an og samræðurnar við Dæju frænku hafa gefið mér mikið og hjálpað mér við að kynnast fjölskyldunni og fólk- inu sem ég tengist. Elsku Dæja mín. Þú varst alltaf góð við mig og ég er rík að hafa átt þig fyrir frænku og vinkonu. Nú ert þú lögð af stað í ferðalagið langa sem þú varst búin að bíða eftir og hver veit nema að við eigum eftir að hittast á Bláu eyjunni eins og við töluðum um. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Hvíl þú í friði. Anna María Urbancic. Fyrstu minningar okkar um Dæju frænku voru þegar við systur mætt- um prúðbúnar á barnasýningu í Þjóð- leikhúsinu í hennar boði. Þar tók hún á móti okkur brosandi í einkennis- búningi leikhússins og veitti yfirhöfn- um gesta móttöku. Hver jól urðum við þess aðnjótandi, eflaust ásamt fjölda annarra frændsystkina, að þessi ógifta, ákveðna, gjafmilda og smekklega frænka okkar bauð upp á innsýn í annan heim. Í okkar huga bjó Dæja frænka ætíð í fallegri íbúð á Snorrabrautinni, þar sem okkur mæðgum var ávallt vísað í betri sæti í stofunni, þar sem við nutum góðra veitinga og fengum að drekka úr blómaskreyttum spari- bollum. Í heimsóknum þessum beind- ist athygli okkar systra einna helst að uppstoppuðum páfagauk sem eitt sinn hafði verið henni sem besti fé- lagi. Því þótti okkur enginn betur til þess fallinn en Dæja frænka að sjá um uppeldi á okkar taugaveiklaða páfagauk Kíkí þegar uppeldistilraun- ir okkar fóru úr böndunum. Þessari ákvörðun sáum við ekki eftir er við síðar sáum fuglinn syngja og flögra alsælan um íbúð hennar. Dæja frænka var mjög frændræk- in öll sín ár. Því er það með nokkurri eftirsjá sem við systur nú kveðjum þessa háöldruðu frænku okkar sem við hefðum getað sinnt betur hennar síðustu ár, kannski með því að veita henni innsýn inn í okkar líf eins og hún opnaði sýn okkar. Hvíl í friði. Dagmar og Auður. Elskuleg frænka mín og ömmu- systir, hún Dæja, er látin 96 ára að aldri. Í rauninni fannst mér Dæja vera amma mín síðastliðin 22 ár, þar sem amma Ásta lést í október 1980. En þegar ég var á yngri árum fannst mér ég vera svo rík að eiga bæði ömmu Ástu og Dæju frænku, þar var ég eig- inlega komin með tvær ömmur. Dæja var alltaf yndisleg við okkur systkinin, ég kom að meðaltali til hennar einu sinni í viku á leið heim úr Barnamúsikskólanum og þá var upp- dekkað borð með blúndu eða munstr- uðum dúk, fallegt kaffistell og ekki var bakkelsið af verra taginu. Þótti mér þó best að fá heitt kakó með rjóma úr fína stellinu hennar. Dæja spurði mig oft að því hvort að ég ætlaði ekki að gifta mig og eiga börn, þar sem að hún var ógift og barnlaus alla sína tíð. Ég hugsa oft um það í dag hvort ég sé kannski örlítil Dæja frænka í mér bara af stærri gerðinni, þar sem Dæja var lágvaxin og fíngerð kona, en ég frekar hávaxin og meiri um mig, þar sem ég er sjálf ógift og barn- laus í dag. Ég leit alltaf upp til Dæju og kannski erum við ekkert svo ólíkar týpur. Hún var alltaf í nýjum fallegum kjólum og með tösku og skó í stíl, með lagningu í hárinu, fallega skartgripi og aldrei gleymdi hún að setja á sig fallegan varalit. Dæja var stórglæsileg kona og oft hugsa ég um það af hverju hún hafi aldrei gift sig og átt börn, ekki vant- aði glæsileikann. 96 ár er hár aldur, en samt kveð ég Dæju frænku með söknuði og tár í augum og vil ég biðja góðan guð að geyma hana, ég er alveg viss um að Dæja frænka verði stórglæsilegur engill, það er enginn vafi á því. Takk fyrir allt, Dæja mín. Hvíl þú í friði. Linda K. Urbancic. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 35 Með sól í hjarta og söng á vörum. (Ragnar Jóh.) Þannig var Grettir og líka með bros á vörum. Þær eru líka broslegar sögurnar og atvikin sem sagðar voru í fjölskyldunni um Gretti þegar hann var að ná í hana Þuru sína. Tengdapabbi okkar Grettis vann við byggingu Úlfljótsvatns á sínum tíma og kynntist þá eflaust ýmsu skemmtilegu þar. Hann hafði lúmskt gaman af tilstandinu og lét skátana sína óspart finna fyrir því og ósjaldan lét hann að því liggja að sér þætti „miður“ að ég hefði eitt sinn verið skáti og glotti pínulítið um leið. Við setjumst niður í grænni laut, í lágu kjarri við kveikjum eldinn, kakó hitum og eldum graut. (Ragnar Jóh.) Grettir og Þura kveiktu sinn eld og fundu sína laut. Eignuðust hinn dýr- mætasta fjársjóð, fjögur yndisleg börn, elduðu þau sinn graut og hituðu sitt kakó. Lífið er söngur, glaumur, gaman. (Tryggvi Þorst.) Um tíma virtist glaumurinn ætla að taka völdin, en þá tókst Grettir á við þann vanda, af sönnum skátaanda, aldrei að gefast upp. Hann sigraði óvininn með Þuru og börnin allt um kring og þétt saman. Okkur langar að lifa upp aftur liðin sumur og yndisleg vor. (Har. Ól.) Vorið og sumarið hans Grettis er liðið. Við sem eftir sitjum eigum ynd- islegar minningar um mann með bros á vör. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Hrefna Tynes.) Þorgerður Tryggvadóttir. Í minningu minni er Grettir, föð- urbróðir minn, með bros á vör, að grínast eða að snúa út úr einhverju á fyndinn hátt. Hvort sem var í veiði, tjaldferðalagi eða veislu. Hann og pabbi eru með svipaða tegund af húmor, nokkuð skondna, sem ber þess merki að þeir fæddust á fyrri helmingi síðustu aldar. Grettir dó of ungur, aðeins 57 ára. Það verður kannski nokkur huggun að líf hans var gott og tilgangsríkt. Hann var sérlega heill maður og hjálplegur. Hann á góða fjölskyldu, sem hefur erft hans góðu kosti. Hún er líka að verða nógu stór til að fylla meðalstóra rútu. Grettis verður sárt saknað, en hann hefur skilið mikið af sér eftir, sem betur fer. Gunnlaugur Jónsson. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við,... (Valdimar Hólm Hallstað.) Þetta er upphaf ljóðsins sem við frændurnir ólumst upp við í Blöndu- hlíðinni og svo í Sólheimunum – við uppáhaldslagið hennar mömmu og Maggýjar sem afi hafði sungið inn á plötu og var ætluð fjölskyldunni ein- göngu. En þetta litla ljóð um vonina og til- finningarnar segir svo margt um Gretti og minninguna um æskuárin: minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Hugur minn leitar til æskustöðv- anna. Ég þurfti ekki að kvarta yfir að GRETTIR GUNNLAUGSSON ✝ Grettir Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1945. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. september. eiga ekki stóra bróður eins og Jón Steinar. Þú varst mér líka sem stóri bróðir. Þú hvattir okkur jafnaldrana til að ganga í skátana, reyndar urð- um við bara „yrðling- ar“. Þú varst okkur sannkölluð fyrirmynd. Fyrirmynd, sem ég var svo stoltur af, því þú varst sterkastur og langduglegastur að klifra í nýbyggingunum, hlaupa upp Öskjuhlíð- ina og svo í Sólheimun- um áttir þú svo auðvelt með að verja okkur litlu frændurna fyrir áreitni nýrra félaga og koma okkur á framfæri við trausta vini og varst hetjan okkar. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Kveðjuna frá okkur í fjölskyldunni, mömmu og systkinunum, sem kveðj- um þig, elsku besti frændi, sem send- ir okkur þitt fallega bros rétt áður en þú kvaddir þennan heim, eftir langa baráttu við sjúkdóminn sem er svo erfitt að hemja. Við sendum Þuru, börnunum og barnabörnunum inni- legustu saknaðarkveðju okkar um leið og við stefnum að ættarmóti sem allra fyrst með þig í huga, því þú varst sá sem kunnir að treysta fjölskyldu- böndin. Nú verðum við að axla þá ábyrgð. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Baldvin Jónsson. Þura frænka mín, Grettir og frum- burður þeirra Elísabet tengjast mín- um fyrstu bernskuminningum úr Sól- heimunum. Mamma passaði stöku sinnum Elísabetu, okkur systkinun- um til mikillar gleði, enda Elísabet bæði skemmtilegt og fallegt barn eins og yngri systkini hennar. Þeim Þuru og Gretti fylgdi alltaf drífandi hressileiki og skemmtileg- heit en það var ekki venjan að tala um nema þau bæði í einu, svo samhent voru þau í okkar huga. Elísabet tengdamóðir Grettis var ömmusystir mín. Ömmu Helgu fannst Grettir líka vera sinn tengda- sonur og reyndar allrar ættarinnar og dásamaði hún þau hjón bæði fyrir elskusemi við sig. Ömmu þótti Grettir líka gáfaður og skemmtilegur og ekki þótti henni það verra að hann væri hár og myndarlegur. Á ættarmóti sl. sumar var Grettir samur við sig, brosandi og með létt spaug á hraðbergi og þannig munum við minnast hans. Ég hitti Gretti fyrr í sumar og var hann að vanda hress og glaður, með allan hugann við byggingu nýja barnaspítalans við Hringbraut. Í sumar hafa málin snúist á versta veg, að svo góður drengur sé fallinn frá, á rúmlega miðjum aldri. Elsku Þura og fjölskylda, við í fjöl- skyldunni úr Melgerði vottum ykkur okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu stundum. Viggó Jörgensson. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni... Þannig yrkir Skagfirðingurinn Hannes Pétursson í Haustvísu og ein- hverra hluta vegna sækir hún á mig nú að þeim góða dreng Gretti Gunn- laugssyni gengnum. Kannski vegna þess að á okkar síðasta fundi, fáum vikum fyrir andlát hans, varð honum tíðrætt um sumarveru sína í Skaga- firði á yngri árum. Kannski vegna þess að í „ánni“, í víðtækum skilningi, deildum við því sameiginlega áhuga- máli sem upphaflega leiddi okkur saman, veiðiskapnum. Og nú sækja þær á, þó ekki sárs- aukalaust, ótal minningar um slíkar samverustundir á liðnum sumrum. Júnídagar vestur í Haffjarðará. Ekki mikill lax genginn en þeim mun sprækari sá sem kominn er og áhug- inn við veiðarnar takmarkalaus. Endalaust rigningarslagviðri á haust- degi austur í Landbroti en einungis svartamyrkur stoppar Gretti af við veiðarnar. Og svo dagar og nætur undir húnvetnskri sumarsól við veið- ar í þeirri á sem ég trúi að hafi verið honum kærust; Svartá. Þaðan á ég líka dýrmætustu minningarnar um hann, ekki síst þegar við deildum þar saman stöng fáeina júlídaga fyrir mörgum árum. Eins og svo oft, fyrr og síðar, í boði Jóns Steinars og mér „Svartárnýgræðingnum“ sýndur sá heiður að vera skipað á stöng með þeim manni sem kannski þekkti ána öðrum betur. Svartá bauð til veislu og hennar hefði ég ekki viljað njóta í neinum öðrum félagsskap. Frábær fluguveiðimaður, en þó umfam allt geðgóður, jákvæður og óendanlega áhugasamur um að strákurinn sem settur hafði verið á stöngina með hon- um næði árangri. Þessa júlídaga gerðist a.m.k. tvennt. Ég kolféll fyrir Svartá og nam þá lífskúnst af Gretti, að hinn fullnuma veiðimaður gleðst hálfu meira yfir veiði félaga sinna en sinni eigin. Vegna óhjákvæmilegra fjarvista fæ ég ekki fylgt Gretti til grafar. Ég votta Þuríði, börnum þeirra, tengda- börnum, barnabörnum og systkinum innilegustu samúð mína og minna. Í fullvissu um sigur lífs yfir dauða trúi ég því að góður vinur hafi nú fetað á enda vaðið að eilífðinni. Við þá Svartá sem bíður norðan heiða lífs og dauða mundar hann nú tvíhenduna og hlær dátt, eins og honum einum er lagið. Þannig mun ég minnast hans. Karl Axelsson. Við fráfall góðs félaga og vinar reikar hugurinn til baka og upp koma minningar og atvik úr fortíðinni. Fyrir tæplega 40 árum komu sam- an nokkrir ungir drengir og stofnuðu Róver skátasveit. Grettir Gunnlaugs- son, sem flestir okkar höfðu kynnst áður í hefðbundnu skátastarfi og þá sérstaklega skálaferðum í Jötun- heima, bættist í hóp þessara drengja fljótlega eftir stofnun sveitarinnar. Róverstarfið tók við af hinu eiginlega skátastarfi og var ætlað til að búa okkur ungu drengina undir lífið og til- veruna af meiri alvöru en hið hefð- bundna skátastarf. Mikill fengur var að Gretti fyrir þennan hóp ungra manna, sem var reynslunni ríkari en flestir okkar á þeim árum. Árin liðu og hópurinn tvístraðist eins og lög gera ráð fyrir, en þó ekki meira en svo að á hverju ári í maí hef- ur hann komið saman ásamt mökum og átt ánægjulega kvöldstund með mat og tilheyrandi. Hópurinn hefur frá upphafi haldið vel saman og sam- heldni innan hans verið mikil. Þar hefur Grettir ekki legið á liði sínu og oftar en ekki hlaupið undir bagga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá ein- hverjum okkar, enda með eindæmum hjálpsamur og greiðvikinn. Einn liður í starfi okkar, sem marg- ar minningar tengjast, var haustferð, sem farin var á hverju ári. Í þessum ferðum var víða farið um landið í byggð og óbyggð, ýmislegt brallað og kannaðar ókunnar slóðir. Reyndar lágu þessar ferðir niðri í allmörg ár. Fyrir nokkrum árum tók hópurinn sig til og fór á hverju hausti í eins dags gönguferð á Hengilssvæðinu, sem við reyndar á unga aldri þvæld- umst um. Að kveldi hvíldu menn lúin bein í góðra manna hópi og rifjuðu upp gamlar minningar. Fyrir tveimur árum fórum við síðan ásamt mökum í „jeppaferð“ um óbyggðir Íslands. Þar var Grettir í essinu sínu. Fjölfróður um hálendi landsins, þekkti allar leið- ir og mikið af staðarnöfnum. Á síðasta ári gerði hópurinn aftur víðreist og nú lá leiðin í Skagafjörð og ráðist skyldi til uppgöngu í Drangey. Þrátt fyrir að Grettir væri sárþjáður í hné (en hann beið efir að fara í aðgerð, vegna slits í hné) lét hann sig hafa það að klífa eyna. Ekki renndi nokkur af okkur fé- lögunum grun í að Grettir „okkar“ yrði allur réttu ári seinna, þegar hann lagðist í Grettisbæli í Drangey, að hætti nafna síns Ásmundarsonar. Segja má að þessi ferð hafi verið ör- lagavaldur í lífi Grettis og fjölskyldu hans, því daginn eftir að hann kom heim úr ferðinni veiktist hann og gekk ekki eftir það heill til skógar. Löngum var hann þó bjartsýnn á að hann fengi bata og lét ekki á sér nokk- urn bilbug finna, nema síður væri og hlakkaði til ferðarinnar sem var búið að skipuleggja og átti að fara síðustu helgina sem hann lifði. Sú ferð bíður betri tíma, en Grettir er farinn í sína ferð. Grettir var vel greindur og átti gott með að átta sig á kjarna málsins, enda ekki mikið fyrir smáatriðin. Hann var fljótur að taka ákvarðanir og koma þeim í verk. Hann hafði óhemju gott minni, sem kom sér oft vel þegar gamlir félagar voru að rifja upp ferða- lög og aðrar samkomur, sem til- heyrðu gamalli tíð. Þegar við fé- lagarnir vorum einhvers staðar saman lenti það yfirleitt á Gretti að rita nokkur orð í gestbók, en hann var vel ritfær og oft fylgdi einhver kveð- skapur. Grettir undi sér vel úti í nátt- úrunni, var mikill veiðimaður og hafði mikinn áhuga á sögu landsins, eins og sést best á því að hann sótti námskeið í Íslendingasögunum við Endur- menntunarstofnun Háskóla Íslands og var búinn að skrá sig á Njálunám- skeið í haust. Með Gretti er genginn góður félagi og vinur sem verður sárt saknað í okkar hópi, en minningin lifir og gef- ur lífinu gildi. Við sendum Þuru, börn- unum þeirra fjórum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hirtir RS. Kær vinur og félagi er látinn langt um aldur fram. Í gagnfræðaskóla Austurbæjar í kringum 1960 voru fjölmennar bekkjardeildir af líflegu og duglegu ungu fólki. Þetta var kyn- slóðin sem nú hafði tækifæri til að læra meira en foreldrarnir höfðu haft og lífið blasti við þeim. Í þessum hóp var Grettir Gunnlaugsson, myndar- legur ungur maður. Við vorum fædd sama ár og þessi árgangur skólans þótti lifandi og fjörmikill. Á þessum árum kynntumst við lífsförunautum okkar og minntumst við Grettir þess oft að hann fékk að lauma Þuru sinni inn á skólaböllin með leyfi víðsýnna kennara. Svo lá leiðin út í lífið og við festum ráð okkar með æskuást okkar og strit hversdagsins og barneignir tóku tíma unga fólksins. Það var svo mörgum árum seinna að leiðir okkar Þuru lágu saman í gegnum áhugasvið okkar um bætta menntun leikskóla- starfsmanna þar sem við báðar unn- um á leikskólum. Nokkrum árum síð- ar var leitað til Þuríðar að koma í stjórn Sóknar og átti hún þar sæti í um áratug. Þá hófust kynni okkar hjónanna af gamla skólafélaganum honum Gretti hennar Þuru sem ávallt var brosandi og hress í viðmóti. Það var þannig að þau hjónin voru svo samrýnd að oft- ast sagði maður Þura og Grettir. Þannig hjónaband fá ekki allir að upplifa og mun það verða Þuríði mik- ill styrkur í hennar mikla missi. Þegar árin liðu og Sókn og síðar Efling- stéttarfélag lögðu land undir fót og buðu félagsmönnum sínum upp á ut- anlandsferðir þá urðu Þura og Grettir miklir hornsteinar þeirra ferða. Grettir hafði óendanlegan áhuga á landafræði og var snillingur að rata á landakortum. Hann var lifandi og gef- andi við hlið konu sinnar sem sæti á í ferðanefnd við að gera þessar ferðir sem skemmtilegastar. Ég veit að margir af okkar ferðafélögum minn- ast Grettis með söknuði og erum við í þeim hópi. Í vetur þegar heilsu hans tók að hraka ræddum við málið hvort þau kæmust með s.l. vor og var hann fullur áhuga á undirbúningi en síðan breyttust áætlanir og þau fóru með fjölskyldunni sem er jú það dýrmæt- asta sem hver einstaklingur á í þessu lífi. Við viljum að lokum þakka ótal margar skemmtilegar samverustund- ir með þeim hjónum á liðnum árum og bið góðan Guð að gefa Þuríði og börn- um og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við þeirra mikla missi. Hvíl í friði, kæri vinur Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir, 1. varaformaður Eflingar – stéttarfélags, Þórhallur Runólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.