Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 25 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 87 30 09 /2 00 2 LITIR FYRIR fiIG Haust - vetur 2002 Mildir litir fyrir daginn sem þú getur breytt í töfrandi kvöldförðun. Komdu til okkar í Debenhams og förðunarfræðingur AVEDA gefur þér einkaráðgjöf. Kaupir þú varalit, færðu augnskugga frítt með. STURE Allén, prófessor frá Svíþjóð, fjallar um bókmennta- verðlaun Nóbels í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Sture fjallar um Alfred Nob- el, arfleifð hans, hvernig verð- launahafar eru valdir og við- brögð við verðlaununum. Sture Allén er prófessor í málvísind- um við Háskólann í Gautaborg. Hann hefur verið meðlimur í Sænsku akademíunni síðan 1980 og ritari hennar 1986– 1999, meðlimur í stjórn Nóbels- stofnunarinnar 1987–1999 og ritari nóbelsnefndar Akadem- íunnar á sama tíma. Sænska akademían er stofn- uð 1786 af Gustav III. Hlutverk hennar er að standa vörð um sænska tungu og bókmenntir. Akademían hefur frá upphafi séð um útnefningu bókmennta- verðlauna Nóbels. Fjallað um bókmennta- verðlaun Nóbels NORRÆNU samtökin Ung Nordisk Musik hafa náð virðuleg- um aldri – 56 ára, að því er stóð í einu blaðinu. Samt sem áður hald- ast þau enn sprækur vettvangur nýjustu strauma og stefna, að vísu háð því hvað ungir kompónistar á Norðurlöndum, tónsmíðanemar (og kennarar þeirra) fylgjast vel með á hverjum tíma. Um leið veita árlegir tónleikar UNM hlustendum mögu- leika á að fá pata af því sem koma skal. UNM var nú háð á Íslandi, síðast gestgjafi 1997. Fyrstu tónleikarnir af sex voru í Iðnó. Þeir reyndust helgaðir kammertónlist, og var aðsókn með miklum ágætum. Flytjendur voru skv. enskuritaðri tónleikaskránni „UNM-sveitin“ (skipuð 22 Íslend- ingum sem taldir voru aftast í heft- inu), norskur píanisti og tvær hljómlistakonur frá Finnlandi. Það var reyndar með höppum og glöpp- um hvort áhafnir verka væru til- greindar í tónleikaskrá, og enn erf- iðara var að ráða í nöfn sumra spilara. Þau eru hér leidd af líkum út frá fyrrgreindu manntali UNM- sveitarinnar – með fyrirvara um rangnefningar þar sem um fleiri en einn möguleika var að ræða á við- komandi hljóðfæri. Fyrsta verk kvöldsins var eftir sænskan höfund með hið íslenzku- klingjandi nafn Stefan Thorsson, er átti sér fortíð sem djassbassista í m.a. New York og Kaupmannahöfn en er nú við tónsmíðanám á Got- landi. „Platform“ (um 6 mín.) var skrifað fyrir altflautu, bassaklarín- ett, selló og hljóðnuminn gítar. Það brá sér eftir laumulegan inngang yfir í hermikontrapunktískan kafla, en gerðist síðar losaralegra í áferð. Seinni hlutinn var öllu asakenndari hljóðmynd af iðandi þéttbýli og um- ferðarteppum. Verkið virkaði vel á mann sem notalegt afstrakt mál- verk, ekki sízt fyrir snarpan og samtaka flutning sem raunar ein- kenndi alla spilamennsku kvölds- ins. „Raisin d’etre“ (um 13 mín.) var launkímið orðaleiksheiti á Sónötu fyrir flautu og víólu eftir Timothy Page (f. 1975), bandarískan eðlis- fræðing við tónsmíðanám í Helsinki síðan 1999. Verkið var skipulega en afar þétt unnið og því kannski ekki meðal þeirra er bezt njóta sín við fyrstu heyrn. Langt en oft ertnilegt samtal hljóðfæranna, sem m.a. ein- kenndist af stuttum mishröðum af- mörkuðum hendingum og kankvís- um snöggum styrkrisum, varð fyrir rest svolítið langdregið þrátt fyrir nákvæman og þokkafullan leik finnsku stúlknanna. Hefðu fáeinir breiðari andstæðufletir en fyrir voru eflaust gert hlustendum lífið ljúfara áður en yfir lauk. Stytzta og gagnyrtasta tónverk kvöldsins, „Insomnia“ [Svefnleysi] f. píanó (um 4 mín.), var eftir landa vorn Kristján Guðjónsson (fæddan 1997 ef trúa skal tónleikaskrárrit- ara, og geri önnur undrabörn bet- ur). Tjáningarríkt, hugmyndafrjótt en þó furðuheilsteypt lítið verk, þrátt fyrir að sveiflast á milli hægra ballöðukenndra og hraðra tokkötulegra kafla, dulítið að hætti canzónuhljómborðsmeistara endur- reisnar að nútímatónmáli slepptu. Stykkið bar hrífandi yfirbragð „impromptu“-leits spuna og var leikið með öruggum tilþrifum af norska píanistanum Pål Størset. Síðast á skrá var svo verk fyrir lúðrakvintett (2. básúna í stað túbu) og slagverk eftir Danann Peter Due, er nemur fiðlu og tón- smíðar við Carl Nielsen akadem- íuna í Óðinsvéum. „Fast Evolution“ (sem Nielsen hefði ugglaust leyft sjálfum sér að kalla „Hurtig Ud- vikling“) var að sögn höfundar frumraun hans fyrir blásarasveit og ætlað að kanna litbrigði og dramatísku eigindir lúðrakvintetts- ins. Verkið hófst á snöggum hvelli en lagðist síðan lengi vel í líðandi púlslaust hljómferli (rofið einstaka viðbótarsmellum), sem gegnum dempara, m.a. „wah-wah“, gat leitt hugann að sauðdrukknum gaupu- kór að harma fráfallinn félagskött. Við tóku hvassari samnótu-tremól- andó kaflar, og skipzt var nokkuð á þessu tvennu unz blygðunarhettum var svipt af látúnstrektum og látið vaða á opnum súðum í ólgandi kös, að viðbættri flennireið á marimbu. Fyrr en varði hjaðnaði þó styrkur, veikróma rörklukkur klingdu inn kristileg rismál að róstunótt lokinni og 11 mín. löngu en glettilega vel heppnað verk fjaraði út á gisnum þynnkunótum. Öllu skýrt og skil- merkilega stjórnað af Rúnari Ósk- arssyni, enda leikið af glampa- hvassri innlifun. Glampahvöss norræn innlifun TÓNLIST Iðnó Stefan Thorsson: Platform (Berglind María Tómasdóttir altflauta, Rúnar Ósk- arsson bassaklarínett, Pétur Jónasson gítar, Sigurgeir Agnarsson selló. Timothy Page: Raisin d’etre (Annaleena Puhto flauta, Marianne Mäenpää víóla). Krist- ján Guðjónsson: Insomnia (Pål Størset píanó). Peter Due: Fast Evolution (Jó- hann Stefánsson & Davið Nootebom trompet, Ella Vala Ármannsdóttir horn, Helgi Hrafn Jónsson & Ingibjörg Guð- laugsdóttir básúnur; stjórnandi: Rúnar Óskarsson). Mánudaginn 2. september kl. 20.30. UNG NORDISK MUSIK Ríkarður Ö. Pálsson HAUSTDAGSKRÁ Goethe-Zentr- um, sem er til húsa á Laugavegi 18, hefst með upplestri austurríska rit- höfundarins og ritgerðasmiðsins Rudolfs Habringers í kvöld kl. 20. Upplesturinn ber yfirskriftina „Am See – Prosa und Satire des öster- reichischen Autors Rudolf Habring- er“. Rudolf Habringer er fæddur 1960. Neue Zürcher Zeitung gaf honum eftirfarandi vitnisburð: „Frásagnar- máti Habringers einkennist af afar nákvæmum prósa sem fangar and- artakið, þegar allt breytist, á að því er virðist tilfinningalausan hátt. En hið innra með tungumálinu liggur brjálsemin í leyni.“ Upplestur hjá Goethe-Zentrum NÝJU lífi verður blásið í menning- arfélagið Hispania í tilefni þess að menningarsamstarf Íslands og spænskumælandi þjóða eykst ár frá ári. Fyrsti formlegi fundur fé- lagsins verður haldinn í Alþjóða- húsinu við Hverfisgötu í dag, fimmtudag, kl. 17. Félagar úr síðustu starfandi stjórn félagsins, þau Sonja Diego og Friðrik Stefánsson, afhenda nýrri starfsstjórn gögn félagsins og umboð til næsta aðalfundar. Síðar sama dag verður fyrsta spænska kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið á Íslandi sett í Regnboganum kl. 18. Hátíðin er fyrsta formlega verkefni félagsins að þessu sinni. Nánar er fjallað um kvikmyndahátíðina á bls. 24 og 50 í blaðinu í dag. Mexíkóskir menningardagar Þá hefjast í Alþjóðahúsinu í dag kl. 19 mexíkóskir menningardagar sem standa fram á sunnudag. Kl. 19.15 verður upplestur um átta mexíkósk skáld og verðlauna- kvikmynd frá árinu 1999, La Ley de Herodes, verður sýnd kl. 20.30. Á morgun kl. 20 verður verð- launakvikmyndin Cronos sýnd og kl. 22 verður leikin tónlist frá Mexíkó. Á laugardagskvöld kl. 22 verður lifandi tónlist og kl. 15 á sunnudag verður flutt erindi um Fridu Kahlo. Aðgangur er ókeypis. Menningar- félagið Hispania endurvakið Í ÚMBRUGLUGGANUM á Lindar- götu 14 verður opnuð í dag kl. 17 sýningin Haustdúó. Þar sýnir Ína Salóme stóra handmálaða dúka og Margrét Guðnadóttir, sem vinnur í tágar og trjágreinar, sýnir körfur og ljós.Úmbruglugginn og sýningin eru opin allan sólarhringinn fram í miðj- an október. Sýningarrýmið er í tengslum við Stúdíó Úmbru á Lind- argötu 14 og er hún opin á miðviku- dögum og fimmtudögum kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Haustdúó í Úmbru TVEGGJA daga alþjóðleg ráð- stefna um Hringadróttins- sögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsl hennar við nor- rænan menning- ararf hefst í Nor- ræna húsinu á morgun, föstu- dag, kl. 9 árdegis. Tilefni er að gerð- ar hafa verið þrjár kvikmyndir eftir sögunni og er viðfangsefni ráðstefnunnar í fimm liðum: Hringadróttins- saga og helstu mýtur hennar; tengsl hennar við norrænan menn- ingararf; saman- burður á úr- vinnslu Tolkiens og Nóbelsverð- launahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þessum arfi; skírskotun verka þeirra til ritunar- tímans og sið- fræði skáldverkanna. Fyrsti fyrirlesari á ráðstefnunni er prófessor Tom Shippey, prófessor við Saint Louis-háskólann í Missouri í Bandaríkjunum og einn helsti Tolkienfræðingur samtímans. Fyrir- lestur hans nefnist „Tolkien and Ice- land: the Philology of Envy“. Pró- fessor Shippey hefur m.a. skrifað bókina J.R.R. Tolkien: Author of the Century. Aðrir fyrirlesarar verða: Ármann Jakobsson, Liv Bliksrud, Terry Gunnell, Helga Kress, Lars Huldén, Jón Karl Helgason, Gunhild Kværness, Olav Solberg, Sveinn Haraldsson, Andrew Wawn og Matthew Whelpton. Síðdegis á föstudag gefst þátttak- endum kostur á að fara í ferð að Reykholti í Borgarfirði. Það eru Norræna húsið og Stofn- un Sigurðar Nordals sem standa að ráðstefnunni. Auk þeirra styðja ráð- stefnuna Norræni menningarmála- sjóðurinn, Stiftelsen Clara Lach- manns fond, Letterstedtska fören- ingen, Bókaútgáfan Fjölvi og menntamálaráðuneytið. Ráðstefnunni lýkur kl. 18 á laug- ardag. Stofnun Sigurðar Nordals er á slóðinni: http://www.nordals.hi.is og má finna á henni dagskrá þingsins og útdrætti úr erindum. Ráðstefna um Hringa- dróttinssögu Sigrid Undset Halldór Laxness J.R.R. Tolkien ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KÓR Flensborgarskólans heldur tvenna tónleika í Hafnarborg á þessu hausti og eru báðir til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur og börnum hennar er lentu í alvarlegu bílslysi fyrir skemmstu. Fyrri tón- leikarnir verða í kvöld, fimmtudags- kvöld, en hinir síðari mánudaginn 16. september, kl. 20 báða dagana. Stjórnandi Kórs Flensborgarskól- ans er Hrafnhildur Blomsterberg. Skólakór heldur styrktartónleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.