Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vorið 1959 lenti flug- vélin Sæfaxi á sjónum við Flateyri. Sjö ára pottormur var ferjaður í land og heilsaði skáld- inu Guðmundi Inga á bryggjunni. Fyrsta sumarið mitt á Kirkjubóli í Bjarnardal var að hefj- ast. Þau urðu sex. Á Kirkjubóli bjuggu félagsbúi bræðurnir Guðmundur Ingi og Hall- dór, afabræður mínir. Halldór hélt heimili með konu sinni Rebekku, en Ingi bjó með móður sinni Bessabe, langömmu minni, og Jóhönnu systur sinni. Fjöldi barna var á báðum heimilum á sumrin og mikill sam- gangur, enda bjuggu báðar fjöl- skyldurnar í sama húsinu. Ég var á snærum Guðmundar Inga, en amma Bessa og Jóhanna höfðu líka góðar gætur á smásveininum. Ég hafði áður búið í sveit norður í Eyjafirði hjá föðurfólki mínu, en hér var ýmislegt með öðrum brag. Ekk- ert var rafmagnið, en amma Bessa kveikti upp í kolaeldavélinni fyrir all- ar aldir og eldaði hafragrautinn, sem var auðvitað miklu bragðbetri en sá sem móðir mín bjó til suður í Hafn- arfirði! Grauturinn var etinn með súru slátri, sem staðið hafði í tunnu frá haustinu áður og var því orðið al- mennilega súrt – ég man enn hvað mér þótti það gott og finnst eiginlega að ég hafi aldrei fengið súrt slátur síðan, þótt eitthvað sem kallað er því nafni sé gjarnan framreitt á þorra- blótum. Allur matur var á þjóðlegum nótum og ég man að mér þótti skrýt- ið í fyrstu að eta vestfirskt flot með harðfiskinum en ekki smjör – og ég held að Halldór hafi komið ofan í mig hákarlsbita fyrsta sumarið. Reyndar lumaði Jóhanna frænka mín á ein- hverju sem hét Sanasól og hún hélt að væri gott fyrir börn, en það var bara haft til hátíðarbrigða. Amma Bessa hafði sérstaka skömm á lím- onaði – og skammaði okkur strákana rækilega þegar við keyptum einu sinni Egils-appelsín af gosdrykkja- GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON ✝ Guðmundur IngiKristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önund- arfirði 15. janúar 1907. Hann andaðist 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 7. september. bílstjóra sem áði á Kirkjubóli. Hún taldi, að límonaði-drykkja leiddi menn inn á háskalegar brautir sterkari drykkja – og reyndist auðvitað hafa rétt fyrir sér. Engin var heldur dráttarvélin á Kirkju- bóli fyrstu sumrin mín, heldur var hestum beitt fyrir sláttuvél, rakstrarvél, votheys- kerrur, heysleða og heyýtuna. Ingi sló æv- inlega með hestasláttu- vélinni og ég fékk snemma það hlut- verk að raka á eftir. Þess þurfti að gæta, að slegið hey félli ekki að því óslegna, því þá flæktist í greiðunni. Þess vegna gekk smásveinninn á eft- ir vélinni, hring eftir hring, og rakaði á eftir. Slátturinn gekk oftast vel hjá Inga og hann sönglaði gjarnan á vél- inni. Eitt sinn munaði þó litlu að illa færi, en þá hafði klárnum Vitlausa- Jarpi verið beitt fyrir vélina ásamt hinni gæflyndu dráttarmeri Mön – og Vitlausi-Jarpur fældist. Ég var að drattast í hægðum mínum með hríf- una á eftir vélinni þegar sláttuvél- arhljóðið breyttist snögglega og ég hugsaði með mér að nú lægi Inga heldur betur á. En þegar ég leit upp sá ég hvar hrossin hlupu á harða- stökki niður Hesthúshólinn með vél- ina og Inga á eftir sér. Ferðinni lauk með því að vélin lenti ofan í skurði og Ingi hentist af henni – en hann sak- aði ekkert. Eftir þetta var Vitlausa- Jarpi ekki beitt fyrir sláttuvél. Amma Bessa var vön þeirri vinnu- hörku, sem íslensk þjóð þurfti að sýna um aldir til þess að skrimta. Hún vildi alls ekki að við krakkarnir værum að leika okkur þegar lítil voru verkefnin við útivinnuna. Vær- um við ekki að vinna var einungis eitt viðfangsefni nægilega göfugt til þess að falla í hennar smekk: að lesa. Kynstur voru til af bókum og blöðum á Kirkjubóli og ég man enn hversu gráðugur ég var í að komast í blaða- staflana á loftinu. Stundum voru líka strákar á Kirkjubóli sem voru ekki almennilega læsir og hafði amma Bessa þá lesæfingar daglega. Og til þess að mismuna engum vorum við sem ágætlega lásum líka látin mæta í lesæfingarnar. Rafmagnsleysinu fylgdi, að þegar skyggja tók þurfti að taka fram olíu- lampana. Mér eru sérstaklega minn- isstæð ágústkvöldin, þegar allt fólkið af báðum heimilum safnaðist saman í stofunni hjá Inga með dagblaða- bunkann – öll blöðin voru keypt og komu á tíu daga fresti eða svo. Stór olíulampi í stofunni gaf góða birtu og meðan hinir eldri lásu merkar grein- ar og leiðara grúfði ég mig niður í myndasögur um Dreka, Eirík víð- förla og Kidda kalda. Oft var líka hlustað á útvarpið, sem gekk fyrir stórri, blárri rafhlöðu. Raunar las ég líka um pólitík og ræddi hana við ömmu Bessu og Hall- dór. Amma Bessa varaði mig sér- staklega við ungum mönnum í Reykjavík, sem reyndu að fá smá- sveina með sér inn á svokallaðar sjoppur og vildu þar gefa þeim súkkulaði og límonaði. Þetta væru háskalegir menn þótt þeir byðu af sér góðan þokka í fyrstu. Þeir væru kallaðir Heimdellingar og reyndu að narra unga sveina til lags við íhaldið! Ömmu Bessu og Halldóri hafði æv- inlega tekist að gera mig að fram- sóknarmanni þegar ég hélt suður á haustin. Það hefur hins vegar haldið verr en skyldi. Ingi ræddi aldrei um pólitík og skammaði krakkana aldrei – sem olli því að ef hann bað um eitthvað var það alltaf gert umyrðalaust. Ingi gaf mér líka fyrsta lambið sem ég eign- aðist – en það óx svo upp og hét Móa- golsa og átti fjölda lamba sem ávöxt- uðust á reikningi hjá Kaupfélagi Önfirðinga. Ingi reyndi líka að kenna mér að yrkja – þótt honum tækist betur upp með Kristján Bersa í því efni – og enn man ég að þegar við eitt sinn sem oftar rákum gimbrina Móa- golsu og móður hennar Móalöng úr túni orti Ingi í kennsluskyni: Móalöng er mikil kind, Móalöng er stór og hyrnd. Golsótt með henni gimbur fer – ganga þær í tún hjá mér. Þetta er sosum ekki merkilegasti skáldskapurinn sem frá Guðmundi Inga hefur komið, en svona kenndi hann mér stuðlasetningu og það sýn- ir hégómleik mannanna, að enn man ég vísu sem hann orti fyrir rúmum fjörutíu árum – ekki af því að hún væri endilega svo góð, heldur vegna þess að hún var um gimbrina mína og hennar ætt. Sumarið 1962 kom ég einn sunnu- daginn frá því að reka kýrnar og sá þá að stofan var öll uppbúin og dúkað hafði verið veisluborð. Þegar ég spurði hverju þetta sætti var mér tjáð að Ingi hefði brugðið sér niður í Holt og væri að gifta sig. Mér brá illa, því ég þóttist þegar sjá, að nú fengi ég ekki lengur að sofa í her- berginu hjá Inga, en þar hafði skáld- ið jafnan spjallað margt við sjálfan sig og pottorminn undir nóttina og í morgunsárið. Sú varð líka raunin, að mér var úthýst úr hjónaherberginu. Þura varð hins vegar ekki bara Inga alveg sérstakur happafengur heldur öllum heimilismönnum, enda sér- stakt ljúfmenni – og kunni auk þess ýmislegt fyrir sér í matargerð tutt- ugustu aldarinnar. Guðmundur Ingi var mikið skáld og mér finnst hann betra skáld eftir því sem ég verð eldri og les ljóðin hans oftar. Hvunndagur sveita- mannsins var helsta viðfangsefni hans, en líka ástin og gátur manns- andans. Kannski eru bestu ljóðin hans þau sem einföldust eru. Guðmundur Ingi var upplýstur séntilmaður á enska vísu. Allt viðmót hans bar þetta með sér og skáld- skapurinn líka. Þekking hans á sögu og bókmenntum veraldarinnar var víðtæk og skilningurinn glöggur. Fágun hans mátti vel sjá þegar hann gegndi hlutverki hagyrðings ásamt mörgum öðrum í spurningaþáttum í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. Fyndni flestra hagyrðinganna var dálítið gróf, eins og verða vill með ís- lenska vísnagerð. Þetta átti hins veg- ar ekki við um Inga. Vísurnar hans voru fullar af kímni frekar en rosa- fyndni – hann fjallaði t.d. um sam- skipti kynjanna eins og hinir, en kveðskapur Inga var aldrei klúr, heldur alltaf fágaður. Kannski er þetta eitt af því sem skilur á milli skálds og venjulegs hagyrðings. Íslensk þjóð mun lengi meta og þakka ljóðin sem Guðmundur Ingi orti á langri ævi. Sjálfur þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast hon- um og þeim heimi sveitamannsins sem hann orti um. Dvölin á Kirkju- bóli átti drjúgan þátt í að koma mér til manns. Ólafur Þ. Harðarson. Bóndi og skáld – eða skáld og bóndi? Ekki er unnt að greina að þessa þætti í lífi og störfum Guð- mundar Inga Kristjánssonar. Hann orti ljóð um þrá sína eftir því að yrkja jörð: Ég sef ekki um nætur. Svo þung er mín þrá, svo þrái ég vormold og gróður sem bandinginn frjálsræði biður að fá, sem barn þráir móður. (Sólstafir 1938.) Skáldið í bóndanum segir svo um starf sitt í Greinargerð, fyrsta kvæði Sólbráðar (1945): Minn hlutur er að yrkja það búland sem bíður og brosir við reikulan fót og leggja mína hönd og minn hug ekki síður til hjálpar við íslenska rót og eygja hverja stund sem af ævinni líður sem auðlegð og fagnaðarbót. Hugsjónir aldamótanna, ung- mennafélaganna og trú á framfarir og aukið jafnrétti koma fram í kvæð- inu Ég stend hjá þér: Þú, vaxandi alþýðuæska, átt allan huga minn. Við veg þinn vildi ég standa og verða hermaður þinn. Ef eitthvað í hönd ég ætti, í orðum og huga mér, það væri mér ljúfast að leggja til liðsinnis handa þér. (Sólstafir 1938.) Fáir ortu sem Guðmundur Ingi um það fagra í því smæsta. Í öllu sem greri og þroskaðist sá hann fegurð. Hver annar gat leyft sér að yrkja um; grænkál, salat, seinni slátt eða jafnvel vothey og fjárhúsilm? Það var nú sök sér að yrkja um Hvítar gimbrar en ekki munu allir hafa átt- að sig á hinu skáldlega í ávarpinu: Þér hrútar ég kveð yður kvæði. Við sem lengi höfum unnið í þjón- ustu bænda áttum því láni að fagna að kynnast félagsmálamanninum Guðmundi Inga og sem enn meira var, hinum hlýja og dagsfarsprúða dreng, sem á stundum á milli stríða átti ætíð nóg af kímni og gamansemi. Hvort sem var á fundum Búnaðar- sambands Vestfjarða, þar sem Guð- mundur var formaður um árabil, eða á aðalfundum Stéttarsambands bænda, þar sem hann var fulltrúi frá stofnfundi og nær öllum næstu fjöru- tíu árin og í stjórn þess í átján ár. Einstætt var það að Guðmundur var stöðugt valinn annar af riturum Stéttarsambandsfunda og færði þá fundargerðir jafnóðum beint í bæk- urnar. Fundargerðir með hendi Guð- mundar ná yfir 37 ár allar jafn skýrt og settlega skrifaðar á því hreina og vafningalausa máli, þar sem hvorki er einu orði of eða van. Ræður Guðmundar á málþingum báru vott um prúðmennsku hans, samfara góðri málafylgju og málfar- ið var ætíð skýrt og meitlað eins og brúnir vestfirskra fjalla. Þegar það átti við gat Guðmundur flutt óborg- anleg gamanmál svo sem um Vest- firði, menn þeirra og málefni. Með Guðmundi Inga er genginn mikill öðlingur sem íslensk mold og íslensk bændamenning eiga mikið að þakka. Guðmundur Ingi Kristjánsson var kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags Íslands 1993 og með því heiðraður; fyrir öll sín miklu félagsmálastörf og sem kyndilberi íslenskrar bænda- menningar. Þessum orðum fylgja kveðjur frá Bændasamtökum Íslands og starfs- fólki þeirra því sem Guðmundi kynntist. Jónas Jónsson. Mikilhæfur maður er horfinn sjónum okkar. Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli í Bjarnar- dal í Önundarfirði er látinn eftir langt og farsælt ævistarf. Hans ber að minnast með hlýhug og þökk allra sem honum kynntust og notið hafa hans margvíslega framlags, sem bónda, skálds, kennara og félags- málamanns á mörgum sviðum. Í stuttri minningargrein verður ekki rakinn æviferill Guðmundar með verðugum hætti en fyrir hönd vestfirskra bænda, karla og kvenna, vill undirritaður minnast þess að nokkru hversu hann naut virðingar og trausts sem fulltrúi þeirra og for- svarsaðili í félagsmálum. Guðmundur Ingi var formaður Búnaðarsambands Vestfjarða frá 1947–1983. Hann var fulltrúi þess á aðalfundum Stéttarsambands bænda frá 1945–1987 og í stjórn þess frá 1969–1987. Reynsla hans, færni og þekking á málefnum landbúnaðar og dreifbýlis var þannig nýtt fram á hans efri ár. Og vegna starfa sinna á þeim vettvangi varð hann m.a. heið- ursfélagi Búnaðarsambands Vest- fjarða og Búnaðarfélags Íslands og síðar Bændasamtaka Íslands. Það er ekki á neinn hallað þó að fullyrt sé að fáir hafa notið meiri virðingar á mannfundum fyrir hóf- látan en jafnframt rökfastan og drengilegan málflutning. Eftirfarandi ljóðlínur úr kvæði sem Guðmundur fékk í nafni vest- firskra bænda á níræðisafmælinu geta e.t.v. skýrt að nokkru viðhorf kunnugra til hans og verka hans. Er hófst þú ungur hátt þitt merki hugsun þín var hvergi veil. Sveitunum unnir og sýndir í verki hve sannfæring þín var skýr og heil. Þín alvara djúp var eðlisþáttur ofin við þræði kímni góðrar. Þú kynntir í ljóðum hve moldarmáttur er mikill og forsenda lífs og gróðrar. Við erum svo mörg sem þökkum þér hvað þegið við höfum á áranna röðum. Í ljóðunum þínum lífspeki sér hver lesandi óháð mannfélagsstöðum. Eftirlifandi eiginkonu og öðrum nákomnum skal vottuð einlæg hlut- tekning á kveðjustund. Þess er jafn- framt vænst að góðar minningar fyrri ára dragi úr sárum söknuði. Birkir Friðbertsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða. Í dag verður til moldar borinn skáldbóndinn Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli. Það er á vissan hátt táknrænt fyr- ir hann sem var öðru fremur skáld gróðurs og lífs að hann skyldi fá að hníga til moldar þá er fyrstu grös taka að sölna og einstaka birkilauf tekur á móti litum haustsins. Guðmundur Ingi Kristjánsson var einstakur maður. Um leið og við kveðjum hann í dag viljum við hjónin hér á Kirkjubóli í Valþjófsdal með nokkrum fátækleg- um orðum þakka þá samfylgd og samleið sem okkur veittist með Guð- mundi Inga. Það nálgast heila öld sem Ingi átti samleið með sveitungum sínum hér í Önundarfirði. Hér átti hann heima, hér vildi hann vera og hér fékk hann að deyja. Það verður ekki gerð tilraun hér tilað tíunda lífsstarf Inga en hann kom ótrúlega víða við og verður varla ofsagt að hans hafi notið við í öllum hugsanlegum viðfangsefnum þessa byggðarlags áratugum saman og öll voru þau störf unnin af ósér- plægni, heiðarleika og þeirri grunn- hugsun að laða menn til samstarfs. Hann er í okkar huga holdgerv- ingur þeirrar hugmyndafræði sem Ungmennafélagshreyfingin lagði upp með og var einlægur samvinnu- maður. Áratugum saman var Ingi skóla- stjóri í Grunnskólanum í Holti og lengst af eini kennarinn. Við nutum þess bæði að hafa hann sem okkar eina kennara í grunnskólagöngu okkar og hefur sú leiðsögn dugað okkur vel og fyrir það erum við þakklát. Eins og svo margir aðrir hér gengum við okkar fyrstu skref í fé- MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn en ekki stuttnefni undir greinun- um. Formáli minningargreina Minningargreinum fylgi á sér- blaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Frágangur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.