Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Áskell kemur í dag. Arnarfell og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sielo De Barents kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 mynd- mennt. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia. Kl. 13–16.30 opin smíða og handavinnustofa, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13 bókband. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er á mánu- og fimmtudögum. Laugardagar: Kl. 10–12 bókbandsnámskeið, línu- dans byrjar 5. okt. kl. 11. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurðarnámskeið, kl. 14 bækur frá bókasafninu til útláns, kl. 15–16 bóka- spjall. Kór eldri borgara, Vorboðar: Kóræfing í DAMOS kl. 17–19. Nám- skeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Skrán- ingar hjá Svanhildi, s. 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, kl. 14–15 söngstund. Félagsstarf, Furugerði 1. Kl. 9 smíðar, út- skurður, leirmunagerð og handavinna, kl. 9.45, verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 10.30 guðsþjón- usta, sr. Kristín Páls- dóttir, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kynning á fé- lagsstarfinu á haustönn verður í Kirkjuhvoli í dag kl. 14. Garðakórinn, æfingar mánud. kl. 17–19 í Kirkjuhvoli. Ferð eldri borgara á Akranes 14. sept. Skráning hjá Arn- dísi í s. 565 7826 og 895 7826. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Glerskurður kl. 13, boccia kl. 13.30. Á morg- un brids kl. 13.30 og pútt á Hrafnistuvelli kl. 14– 16. Biljardstofan opinn virka daga kl. 13.30–16, skráning í Hraunseli. Leikfimi eldri borgara er í Íþróttastöðinni Björk (gamla Haukahúsinu) á þriðju-, fimmtu- og föstudögum kl. 11.30, skráning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Kópavogi, stendur fyrir opnu húsi laugard. 14. sept. kl. 14 í Gjábakka. Dagskrá: Hljóðfæra- leikur, upplestur og fleira. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara, Kópavogi. Mánud. 16. sept. verður ferð í Þver- árrétt í Þverárhlíð í Borgarfirði. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8 og frá Gullsmára kl. 8.15 Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Áætluð koma um kl. 10, þar verður dvalist 2–3 tíma, Áætluð heimkoma er kl. 18. Þátttökulistar og upplýs- ingar liggja frammi í Fé- lagsmiðstöðvunum Gjá- bakka (s. 554 3400) og Gullsmára (s. 564 5260). Athugið – takmarkað sætaframboð – Ferða- nefndin: Bogi Þórir (s. 554 0233) og Þráinn (s. 554 0999). Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Fimmtud.: Bridsfélag FEB 10 ára, af því tilefni verður spil- aður einmenningur kl. 13. Réttarferð í Þver- árrétt 15. sept. Leið- sögumaður Sigurður Kristinsson. Einnig verður komið í Reykholt og að Deildartunguhver. Selt verður réttarkaffi. Kaffihlaðborð í Mun- aðarnesi. Þeir sem eiga pantað sæti vinsamleg- ast sæki miðann í dag. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 12. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 námskeið í glerskurði, kl. 10 leikfimi. Samkvæm- isdansar byrja 10. okt. Í dag: Í tilefni af 10 ára af- mæli stöðvarinnar verð- ur opnuð sýning á mynd- listarverkum Gerðar Sigfúsdóttur. Kynning á dagskrá vetrarins kl. 13.30, Jóhanna Þórhalls- dóttir segir frá aðdrag- anda og opnun stöðv- arinnar. Börn frá Leikskólanum Jörva syngja, harmonikkuspil. Kakó og rjómaterta verður á boðstólum frá kl. 14.30. Sviðaveisla verður 20. sept. kl. 12. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. perlusuamur. Myndlistarsýning Huga Jóhannessonar, síðustu dagar. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 17 myndlist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Mið- vikud. 18. sept. kl 13–16 byjar fyrsti tréskurð- artími vetrarins. Mánud. 16. sept. kl. 13–16 verður kórinn með fyrstu æf- ingu vetrarins. Leikfimi- kennsla byrjar þriðjud. 17. sept kl. 11–12, einnig verður kennt á fimmtud. kl. 13–14. Skráning í s. 562 7077. Föstud. 13. sept. kl. 13.30 sungið við flygilinn. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Hall- dóru, kaffiveitingar, allir velkomnir. Vitatorg. Félagsvist spiluð kl. 20. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt og spilað. Vetrardag- skráin komin. Laus pláss í eftirtöldum nám- skeiðum: bókbandi, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaik og smiðju. Uppl. í s. 561 0300. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11, kennari Margrét Bjarna- dóttir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 20 tafl. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Mæting í skráningu kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Kvenfélag Seljasóknar fer í haustferðalagið laugard. 14. sept. Lagt verður af stað frá Selja- kirkju kl. 11. Þátttaka tilkynnis Elínu, s. 557 4401, Sædísi, s. 696 3702, eða Önnu, s. 557 9199. Karlakórinn Kátir karl- ar hefur æfingar þriðju- daginn 17. sept kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni, Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Óla- son. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979, Jón, s. 551 8857, Guðjón, eða s. 553 2725, Stefán. Ferðaklúbburinn Flækjufótur. Helgarferð til Grundarfjarðar verð- ur farin 5. til 6. okt. kl. 14. Keyrt til Grund- arfjarðar og gist, þar verður skemmtun fram eftir nóttu. Sextettinn sex í sveit syngur nokkur lög. Skráning í s. 898 2468 fyrir 20. sept. Skógræktarfélag Garðabæjar. Haustferð skógræktarfélagsins verður laugard. 14. sept. Farið frá Sveinatungu við Vífilsstaðaveg kl. 9 og komið til baka um kl. 18. Skoðaðir ræktunarreitir í Hvalfirði, Kjós og Helgadal. Tilkynna þarf þátttöku tímanlega. Í dag er fimmtudagur 12. septem- ber, 255. dagur ársins 2002. Réttir byrja. Orð dagsins: Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drott- inn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. (Jes. 60, 19.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kenja, 4 mergð, 7 svíf- um, 8 rögum, 9 reið, 11 sterk, 13 bor, 14 heiðar- leg, 15 öl, 17 hugboð, 20 mann, 22 hland, 23 dugn- aðurinn, 24 sparsöm, 25 áma. LÓÐRÉTT: 1 farartæki, 2 tortímum, 3 heiður, 4 spýta, 5 krók, 6 fellir dóm, 10 lúra, 12 stúlka, 13 nöldur, 15 ritið, 16 daunn, 18 tuskan, 19 starfsvilji, 20 fornafn, 21 farmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 meykonung, 8 kakan, 9 skyld, 10 get, 11 týndi, 13 ataði, 15 byggs, 18 spöng, 21 urt, 22 siðug, 23 aular, 24 hólmganga. Lóðrétt: 2 eikin, 3 kyngi, 4 nísta, 5 neyta, 6 skot, 7 Oddi, 12 dug, 14 tæp, 15 bósi, 16 geðró, 17 sugum, 18 staka, 19 öflug, 20 gæra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Á NETINU eru margar vefsíðurþar sem ráðgjafar á hinum ýmsu sviðum mannlífsins svara spurningum fólks. Það er mikið um að vera á þessum síðum, svo mikið er víst. Víkverji hefur skoðað nokkr- ar síður og sendi líka inn fyrirspurn á eina þeirra, vítamín.is, og fékk fín svör. Á femin.is eru fjörugar umræður og spurningar sem konur varpa fram um hitt og þetta. Það er lær- dómsríkt fyrir karla að kynna sér síður af þessu tagi og Víkverja finnst nauðsynlegt að athuga hvað fulltrúar helmings þjóðarinnar eru að hugsa um. Svo er persóna.is með ráðgjafa á sviði geðheilbrigðis og þar eru einnig forvitnileg sjálfspróf, m.a. áhugavert greindarvísitölupróf sem Víkverji tók. Þarna var líka hægt að komast að því hvort maður drykki of mikið vín, kaffi og fleira. Svo hefur kyn.is bæst í hópinn, þar sem hjúkrunarfræðingur svarar spurningum karla og kvenna um kynlífsmál. Víkverja fannst í fyrstu að fólki gæti ekki verið alvara með að senda spurningar á Netið og opinbera um leið einkamál sín, þótt undir nafn- leynd væri. Honum fannst frekar að fólk væri hálfpartinn að grínast. En þetta var frekar vandamál Víkverja sjálfs, sem endurspeglaðist í því að hann átti erfitt með að taka spyrj- endur alvarlega. Hann bara flissaði eins og skólastúlka en fullyrðir að hann er betri maður núna. Fólk vill einfaldlega nýta Netið eins og hvert annað tæki til að rækta sjálft sig. x x x SPAUGSTOFUMENN eru aðundirbúa næsta grínvetur og hlakkar Víkverji til að sjá spaugið. Víkverji virkar vonandi ekki kvik- indislegur þegar hann vekur athygli á einum vanmetnasta grínþætti í ís- lensku sjónvarpi um þessar mundir. Þetta er vínsmökkunarhornið í Ís- landi í bítið á Stöð 2. Á meðan Vík- verji situr yfir morgunskatti sínum skemmtir hann sér frábærlega þeg- ar vínsérfræðingurinn kemur með léttvínstegundir í myndverið og heldur uppi gríðarlega gáfulegu tali um vín og árganga, ættir og örlög þessa ljúfa vökva. Það eru síðan við- brögð umsjónarmannanna sem fyrst bjarga degi Víkverja. Þarna hlusta þeir þegjandalegir á sérfræðinginn og smakka síðan á víni og ýmist hrækja því í krómaðan dall sem lát- inn er ganga eða bara drekka það, svona í bítið. Það er kannski grimmdarlegt að segja það, en það er einfaldlega bráðfyndið að fylgjast með þeim við þessar aðstæður. Þeg- ar sérfræðingurinn bendir þeim á hversu mikil eik sé í víninu, eða hvað eikin sé djúp, nú eða hvað krydd- keimurinn leiki með berjabragðinu, þá kemur svo hátíðlegur svipur á umsjónarmennina að hrökkbrauðið nánast stendur í Víkverja. Þeim hlýtur að finnast þetta svolítið fynd- ið líka, umsjónarmönnunum. Víkverji var stöðvaður af lögregl- unni um daginn, grunaður um ölvun við akstur. Tveir lögreglubílar fóru í málið, annar ómerktur en hinn merktur. Lögreglumennirnir voru handvissir um að Víkverji væri full- ur enda gekk honum hálfilla að blása í öndunarsýnamælinn, fruss- aði framhjá honum og fór þá að hlæja. Lögreglunni var ekki skemmt. Ennfremur hafði tilkynn- ing komið um skrykkjótt aksturslag, að sögn lögreglunnar. Víkverji var reyndar ekki fullur en er hæst- ánægður með árvekni lögreglunnar. Dapurt Kastljós ÉG skil að stjórnendur Kastljóssins sakni Gísla Marteins. Það geri ég líka og fleiri sem ég hef talað við. En þurfa núverandi stjórn- endur sífellt að vera á þess- um döpru nótum? Auðvitað á margur bágt í okkar sam- félagi en þau eru með sí- fellda umfjöllun um þessa hluti og svo niðurdregin sjálf að það smitast út til áhorfenda. Er ekki von á betri tíð? Guðrún Sigurðardóttir. Léleg þjónusta SL. miðvikudag, 4. sept., hringdi ég í Heildsölubakarí á Grensásvegi og pantaði þar tertu sem nota átti vegna þrefalds afmælis í fjölskyldunni sem átti að halda út á landi. Tók ég það fram þegar tertan var pönt- uð að hún yrði sótt á föstu- dag þegar við færum út úr bænum og tiltók klukkan hvað. Þegar við svo komum á umsömdum tíma að sækja tertuna var okkur sagt að það væri ekki byrjað á henni. Þetta olli náttúrlega von- brigðum og urðum við reið en okkur var þá sagt að vera ekki að æsa okkur og rukum við þá út í fússi. Þótti okkur samt ærið tilefni til að æsa sig því ekki var hægt að fá sams konar tertu annars staðar með svona stuttum fyrirvara og okkur ekki boð- ið neitt annað í sárabætur. Finnst okkur þetta ekki góð þjónusta. Steinunn Gröndal. Rausnarleg gjöf VEGNA fréttar í fjölmiðl- um um 1 millj. króna gjöf Vífilfells til Kristínar sem slasaðist í bílslysi vil ég koma á framfæri aðdáun og ánægju á framtaki þeirra. Skora ég á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Þóra í Vesturbænum. Tapað/fundið Partur úr hálsmeni – tveir hringir TVEIR hringir, hlekkjaðir saman, annar u.þ.b. 4 cm í þvermál, hinn er minni, með munstri sem minnir á víra- virki, týndust sl. helgi. Hringirnir eru silfurlitaðir og eru úr indverskri háls- festi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 693 2370. Svart seðlaveski týndist SVART seðlaveski týndist sl. föstudag á Players. Í veskinu voru m.a. skilríki. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 822 9943. Dýrahald Læðu og kettling vantar heimili 10 mánaða persnesk blönd- uð læða, hvít með svörtum doppum, og u.þ.b. 1 mánaða kettlingur hennar fást gef- ins á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 551 3599. Tvær kisur vantar heimili EINS og hálfs árs högni, svartur og hvítur, og fjög- urra og hálfs mánaðar læða, svört og hvít, (systkini) óska eftir góðu heimili vegna flutnings eiganda til út- landa. Þurfa ekki að fara saman. Upplýsingar í síma 867 3030. Kettlingur óskast AUGLÝSI eftir rauðgul- bröndóttum kettlingi, helst læðu, gefins á gott heimili. Vinsamlega hafið samband við Unni í síma 846 7401. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Laugardagskvöldið 10. ágúst sat undirrituð grill- veislu í Lauftúni í Skaga- firði í boði 7. ríkustu þjóðar heimsins, að því er annar af tveim ræðu- mönnum kvöldsins sagði. Þetta var gott kvöld, fremur kalt að vísu, en maturinn var góður. Þarna var ég í góðum félagsskap með fólki sem kunni að skemmta sér með söng og gleði í hjarta. Ég sofnaði vært eftir gott kvöld. En daginn eftir fór ég að velta því fyrir mér, hvar allir þessir peningar væru, sem ræðumað- urinn sagði, að sjöunda ríkasta þjóð ætti, þjóðin sem ég tilheyri. Ég fór að velta því fyr- ir mér, hvar ég gæti fundið eitthvað af þess- um peningum, sem 7. rík- asta þjóð á, hvort ég fyndi þá hérna fyrir utan húsið, ef ég leitaði vel, eða hvort ég þyrfti að fara eitthvert lengra. Ég er alltént reiðubúin til að fara eitthvert lengra, ég þarf ekki að fara yfir bæjarlækinn, því það er fyrir löngu búið að færa hann frá bænum, en ég get komist akandi, á hjóli, gangandi, eða kannski fengið einhvern til að bera mig, ef slíkur finnst, sem reyndar er ólíklegt. Ég er reiðubúin til að leggja ýmislegt á mig til að finna eitthvað af þessum peningum, því ég veit að í góðri bók stendur „leitið og þér munið finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“. Það er aldrei að vita nema ég hefði erindi sem erfiði. Steinunn. Sjöunda ríkasta þjóð heimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.