Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 24
SPÆNSK kvikmyndahátíð hefst í Regnboganum við Hverfisgötu í dag og stendur til 22. september. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, opnar hátíðina kl. 18 en einnig mun sendiherra Spánar, rit- höfundurinn Eduardo Garrigues, ávarpa gesti. Sextán myndir verða sýndar á hátíðinni og verða fimm þeirra kynntar hér að neðan. Ræddu málin Opnunarmynd hátíðarinnar er Ræddu málin (Hable con ella), nýj- asta mynd Pedro Almodóvars, þekktasta kvikmyndagerðarmanns Spánar. Sagan hefst með sýningu á leik- ritinu Café Muller. Meðal áhorf- enda eru tveir menn sem sitja af til- viljun hlið við hlið en þekkjast ekki. Það eru Benigno (ungur hjúkr- unarfræðingur) og Marco (rúmlega fertugur rithöfundur). Á sviðinu eru tvær konur sem hreyfast í takt við ,,The Fairy Queen“ með útrétta arma og lokuð augu. Verkið er svo tilfinningaþrungið að Marco brest- ur í grát. Benigno tekur eftir tárum hans og langar til að segja honum að verkið hafi líka mikil áhrif á sig, en fær sig ekki til þess. Mörgum mánuðum seinna hittast þeir aftur á einkaspítala sem Be- nigno vinnur á. Kærasta Marco, nautabani að atvinnu er í dái eftir árás nautsins og Benigno er að hjúkra annarri konu í dái, ungri ballerínu sem heitir Alicia. Þegar Benigno sér Marco, ólíkt fyrra skiptinu, hikar hann ekki við að nálgast hann. Þetta verður upp- furðufugla. Og er auður á næstu grösum? Aðalhlutverk: Carmen Maura, Emilio Gutiérrez Caba og Terele Pavez. Sýnd: 13.9., 14.9. og 17.9. Lokaverkefnið Lokaverkefnið (Tesis) er saga um ofbeldi í kvikmyndum, klámiðn- aðinn og „snuff“-myndir, sem kall- aðar eru mesti hryllingur kvik- myndaiðnaðarins. Leikstjóri er Alejandro Amenábar. Aðalpersóna myndarinnar, Angela, er að und- irbúa lokaverkefni sitt í háskól- anum um ofbeldi í kvikmyndum og kemst á snoðir um „snuff“-myndir, það er upptökur af raunverulegum morðum sem ganga kaupum og söl- um á svörtum markaði. Aðalhlutverk: Eduardo Noriega, Fele Martinez, Ana Torrent. Sýnd: 13.9., 14.9. og 15.9. Hinar myndirnar ellefu á hátíð- inni verða kynntar í blaðinu á morgun og á laugardag. Innileg vinátta, togstreita og látinn nágranni Úr kvikmyndinni Tunga fiðrildanna sem sýnd er á hátíðinni. hafið að innilegri vináttu og innan veggja sjúkrahússins samtvinnast líf þessara fjögurra einstaklinga og leiðir þá að óvæntum örlögum. Aðalleikarar myndarinnar eru Javier Camara, Dario Grandinetti, Rosario Flores og Leonor Watling. Sýnd: 12.9., 15.9., 17.9., 19.9. og 20.9. Tunga fiðrildanna Tunga fiðrildanna (La lengua de las mariposas) er eftir José Luis Cu- erda. Myndin, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu Manuels Rivas, fjallar um ungan dreng, Mancho, sem kvíðir því að byrja í skólanum enda hefur hann heyrt sögur um að kennararnir slái nemendur sína. Kynnin við prófessor Don Gregorio breyta því. Mancho kemst fljótlega að því að hann er ekki kennari sem beitir ofbeldi og með þeim hefst einstök vinátta. Undir leiðsögn hins aldna kennara uppgötvar Mancho sitthvað um heiminn og náttúruna á sama tíma og Spánn er að tvístrast á fjórða áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Fernando Fernán- Gómez, Manuel Lozano, Uxía Blanco og Gonzalo Martín Uriarte. Sýnd: 13.9., 20.9. og 22.9. Manuel Rivas verður sérstakur gestur á málþingi sem haldið verð- ur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð 20. september í tengslum við hátíðina. Lola Lola (Lola Vende Cá) er heim- ildaskáldmynd eftir Llorenc Soler. Hún fjallar um líf ungrar konu sem alist hefur upp hjá sígauna- fjölskyldu. Togstreita myndast þeg- ar hún ákveður að velja á milli hefðbundins hlutverks sígaunast- úlku og fara menntabrautina og lifa sjálfstæðu lífi. Valið verður enn erf- iðara þegar hún fellur fyrir síg- aunastrák. Aðalhlutverk: Cristina Brondo, Montse Guallar og Josep Linuesa. Sýnd: 13.9., 16.9., 18.9. og 22.9. Húsfélagið Húsfélagið (La Comunidad) er svört kómedía frá leikstjóranum Álex de la Iglesia. Myndin segir frá Júlíu, fasteignasala sem dreymir um að verða rík og geta lifað hátt. Dag einn er henni falið að selja íbúð í fjölbýlishúsi en líst svo vel á sjálfri að hún ákveður að bjóða kærast- anum þangað í mat. Á hápunkti næturinnar í svefnherberginu byrja kakkalakkar að hrynja úr loftinu og í ljós kemur að nágranninn fyrir ofan er látinn. Og hefur verið það lengi. Júlía hringir á lögregluna og allt í einu eru þau unnustinn orðin partur af íbúum hússins, samfélagi  Almodóvar er snillingur/50 Spænsk kvikmyndahátíð í Regnboganum LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vatnslitaverk í Þrastarlundi FYRSTA einkasýning Steinlaugar Sigurjónsdóttur stendur nú yfir í Þrastarlundi, en Steinlaug hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýningum. Myndirnar á sýningunni eru málaðar með vatnslitum en Steinlaug hefur tekið þátt námskeiðum í meðferð vatnslita og akrílmálunar. Sýningin stendur til 19. september. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hefur starfsárið í kvöld kl. 19.30 með tónleikum sem helgaðir eru söng- leikjatónlist eftir George Gershwin og Cole Porter. Söngvararnir Kim Criswell og George Dvorsky túlka helstu söngperlur landa sinna og David Charles Abell stjórnar hljóm- sveitinni. Kim Criswell er Íslending- um að góðu kunn og kemur nú í þriðja sinn til að syngja með hljóm- sveitinni. Criswell söng lög Richards Rodgers á tónleikum með hljóm- sveitinni vorið 1997 og kom svo aftur í mars ’98 og þótti fara á kostum á tónleikum byggðum á West-End söngleikjatónlist. George Dvorsky, sem sækir okkur nú heim í fyrsta sinn er fjölhæfur listamaður sem hefur áratuga reynslu í söngeikja- tónlist. Hljómsveitarstjórinn, David Charles Abell, stjórnaði hljómsveit- inni í Laugardalshöll á síðasta ári, þegar hljómsveitin og West-End- hópurinn fluttu tónlist Queen í út- setningu Martins Yates. Abell segist sérstaklega ánægður að vera nú kominn til Íslands í annað sinn til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hlakkar sjálfur til tón- leikanna og segir söngvarana, Kim Criswell og George Dvorsky feikn- argóða og algjöra sérfræðinga í klassískri amerískri söngleikjatón- list áranna 1920–50. „Það segja margir að á þessu tímabili hafi einmitt besta söng- leikjatónlistin verið samin,“ segir Abell. „Við verðum með mörg bestu laganna frá þessum tíma. Sum þeirra eru úr söngleikjum sem urðu kannski ekkert svo vinsælir, í sjálfu sér; lögin hafa lifað þá, eins og oft vill verða. Í þá daga komu vinsælustu lögin í útvarpi oft úr söngleikjum og nutu gríðarlegrar hylli og voru leikin í útvarpi um öll Bandaríkin og víðar. Í dag er þetta úr sögunni. Tónlistin sem nýtur mestra vinsælda er unnin í stúdíóum, en ekki á sviði. Gershwin átti mörg lög sem urðu fyrst og fremst vinsæl í útvarpi. Þetta eru lög eins og I got rhythm og Embracable you, Somebodey loves me og Nice work if you can get it, og þau eru á efnisskránni hjá okkur í kvöld. Með- al laga Porters sem við flytjum eru In the still of the night, sem er ynd- isleg ballaða; Easy to love, Love for sale, og fleiri. Þú sérð að það er „ást“ í öðrum hverjum titli og það er auð- velt að rugla lögunum saman þegar maður horfir á nöfn þeirra.“ Snillingar í að sameina lag og ljóð Allt eru þetta þó söngperlur sem allir þekkja og segir Abell að mörg laganna verði flutt í upphaflegum út- setningum. „Tónskáldin réðu sér mörg útsetjara. Cole Porter var einn þeirra. Hann samdi lög sín bara við píanóið. Hann hafði hvorki kunnáttu né tíma til að setja lögin út fyrir hljómsveit. En útsetningar áttu það til að týnast, en síðustu árin hefur það svo gerst að margar þeirra hafa verið að koma í ljós á ný, á háaloft- um, vöruhúsum, bókasöfnum og bíl- skúrssölum. Það er ótrúlegt hvað hægt hefur verið að grafa margt af þessu upp. En þá er vandinn sá, að margar þessara útsetninga voru gerðar fyrir litla hljómsveit, 25–35 manna. Við spilum eitthvað af þeim. Útsetjarinn frægi Robert Russell Bennet sem vann lengi á Broadway útsetti líka mörg þessara laga síð- armeir fyrir fullskipaða hljómsveit, og við leikum líka nokkrar þeirra.“ Abell segir að það verði ekki bara söngur á tónleikunum í kvöld, því það verða einnig flutt nokkur hljóm- sveitarverk, þar á meðal Promenade og Kúbuforleikurinn eftir Gershwin, og forleikurinn að Kiss me Kate eftir Porter. „Í forleiknum eftir Porter heyrir fólk mörg bestu lög söngleiks- ins í hljómsveitarbúningi. Þar er til dæmis lagið So in love with you. Þetta er alveg sérstaklega fallegt lag, þar sem laglínan rís í boga, hægt og fallega að hápunktinum; – alveg eins Puccini gerir hjá Mimi í La bo- heme. Promenade er líka skemmti- legt verk. Þar er úr myndinni Shall we dance með Fred Astaire og Gin- ger Rogers. Fred er að reyna að ganga í augun Ginger með því að sporta sig úti með hundinn sinn svo hún sjái, og undirtitill lagsins er Walking the dog.“ David Charles Abell segir það ekkert undarlegt að tónlist þessara kappa skuli njóta svo mikilla vin- sælda enn í dag. Það eru laglínurnar sem hann nefnir fyrst og fremst sem eiga sinn þátt í vinsældunum, en einnig hvað lag og ljóð fara vel sam- an. „Þeir voru báðir listagóðir lag- línusmiðir, og það var sama hvort lögin voru þá hröð eða hæg, glaðleg eða dapurleg. Þeir voru bara góð tónskáld. Cole Porter samdi sína texta sjálfur og hugsaði alltaf lag og ljóð sem eitt og var mjög snjall í því. Texti lagsins In the still of the night, er ljóð, óskaplega fallegt, og ort um tungið og ástina. Hann notar innrím mjög vel og myndmálið er litríkt. Þetta er eins og Schubert-ljóð. Lagið Love for sale, um gleðikonu, er líka með yndislega fallegan og ljóðrænan texta sem fellur fullkomlega að tón- listinni. Porter var snillingur í þessu. Gershwin vann mest með Ira bróður sínum eins og allir vita, og ætli það sé ekki það næsta sem hægt er að komast því að semja textana sjálfur. Þeir sátu líka saman við að semja lag og ljóð; það var mjög náin samvinna. Ég held að velgengni sönglaga af þessari gerð ráðist að miklu af því hvernig lag og ljóð falla saman.“ Abell segir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands mjög góða og hafa fína tilfinn- ingu fyrir þessari tónlist. „Maður þarf stundum að minna hljómsveit- ina á að spila nóturnar ekki nákvæm- lega eins og þær eru skrifaðar, – heldur að „svinga“ svolítið, en ann- ars eru þau góð. Saxófónleikararnir eru frábærir; einn þeirra er Haf- steinn Guðmundsson sem er líka fyrsti fagottleikari hljómsveitarinn- ar. Málmblásararnir eru líka góðir; – það er ekki alveg sami tónninn í þessari tónlist og í klassískri, – en þeir ná rétta tóninum mjög vel. Strengirnir eru líka fínir og ég hlakka bara til tónleikanna.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukk- an 19.30 og verða endurteknir annað kvöld á sama tíma. David Charles Abell stjórnar verkum eftir George Gershwin og Cole Porter á Sinfóníutónleikum Ást, í öðru hverju lagi Morgunblaðið/Sverrir Söngvararnir Kim Criswell og George Dvorsky með hljómsveitarstjór- anum David Charles Abell á æfingu í Háskólabíói í gær. Þrautabók Gralla Gorms eftir Berg- ljótu Arnalds er ætlað að styðja börn sem eru að læra að lesa, skrifa og reikna. Í bókinni eru ýmis létt dæmi og orða- leikir sem eiga að auðvelda barninu námið en það er Gralli músastrák- ur sem fræðir börnin um eitt og annað. Bergljót byggir efni bókarinnar á ýmsum er- lendum þrauta- og verkefnabókum. Bókin er prýdd mörgum myndum og er hugmyndin að barnið gleymi sér við verkefnin um leið og það þjálfar fín- hreyfingar og einbeitingu, lestur og reikning. Virago gefur út. Verð: 890 kr. Þrautabók Cold was that beauty ... Icelandic nature poetry hefur að geyma úrval náttúruljóða sem Helga K. Ein- arsdóttir tók sam- an og Bernard Scudder þýddi á ensku. Í bókinni eru ljóð eftir ríf- lega 50 skáld, allt frá 10. öld til sam- tímans. Útgefandi er Salka forlag. Kápumynd er eftir Heklu Björk Guð- mundsdóttur. Bókin er 88 bls., prent- uð í Danmörku. Verð: 1.980 kr. Ljóð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.