Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Allt fyrir námsmenn! Láttu Íslandsb anka sjá um fjármáli n. www.isb.is Sími 588 1200 ÍSLENSKUR markaður hf., sem er hlutafélag í eigu fjölmargra ís- lenskra framleiðenda víðs vegar um landið, hefur kært til Samkeppnis- stofnunar starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) á Kefla- víkurflugvelli. Íslenskur markaður telur að FLE hafi misnotað markaðsráðandi að- stöðu sína og að starfsemin hafi skaðleg áhrif á samkeppni. FLE starfar eftir leyfi útgefnu af utanrík- isráðherra og blandar saman fast- eignasviði sem er einkaleyfisrekstur og verslunarsviði sem er í sam- keppni við nokkur önnur fyrirtæki í flugstöðinni í Keflavík. Vegna kærunnar hefur Sam- keppnisstofnun óskað eftir umsögn og ákveðnum upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Samkeppnisstofn- un er þar um hefðbundna meðferð að ræða í málum sem þessum. Guð- mundur sagði að áður en til kærunn- ar kom hefðu bréfaskipti átt sér stað milli starfsmanna stofnunarinnar og fulltrúa flugstöðvarinnar vegna óformlegs erindis sem barst sam- keppnisyfirvöldum. Í tilkynningu frá Íslenskum mark- aði kemur fram að allmiklar breyt- ingar hafi átt sér stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu tvö árin. Farþegum, þ.e. brottfarar- og við- komufarþegum, hafi fækkað úr um 900 þúsund árið 2000 og verði líklega um 700 þúsund á þessu ári. „Breyt- ingar hafa verið gerðar á umferðar- flæði í flugstöðinni og farþegum gert erfitt með að versla sökum biðraða og langra ganga. FLE hefur viðhaft sjálftöku á eftirsóttustu vöruflokk- unum í hinu breytta umhverfi og staðsett sig við bestu markaðssvæð- in. Við þetta rýrna möguleikar ann- arra verslana og sala þeirra snar- lækkar í samanburði.“ Bent er á að í rekstrarleyfi FLE segi að rekstrarleyfishafi skuli und- antekningarlaust uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru í rekstrarleyf- inu og skuli FLE í viðskiptum sínum við þriðja aðila gæta vandaðra við- skiptahátta og virða reglur sem um starfsemi þess gilda, svo sem ákvæði samkeppnislaga nr. 8/1993 og ákvæði EES-samningsins og viðeig- andi viðauka og bókana við hann. „Þá segir jafnframt að rekstrarleyf- ishafi megi ekki í krafti einkaleyfis síns færa sér þá aðstöðu í nyt í við- skiptum við kaupendur þjónustu frá honum eða mismuna viðskiptaaðil- um sínum með ólíkum skilmálum eða með öðrum hætti,“ að því er segir í tilkynningu. Einnig eru gerðar alvarlegar at- hugasemdir í kærunni til samkeppn- isyfirvalda við framkvæmd forvals sem FLE stendur nú fyrir. „Það er ekki talið eðlilegt að FLE taki frá alla verðmætustu vöruflokkana og öll verðmætu plássin í flugstöðinni fyrir eigin rekstur og láti síðan aðra berjast um það sem eftir er. Fyr- irhugaðar breytingar kalla á mikil fjárútlát vegna breytinga- og inn- réttingakostnaðar sem veikir stöðu annarra en FLE í samkeppninni í flugstöðinni.“ Er þess krafist að samkeppnisyfirvöld grípi nú þegar inn í forvalið á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. ÞAÐ getur stundum verið erfitt að sitja yfir námsbókunum inni í skólastofunni þegar sólin keppist við að skína og veðrið er upp á sitt besta. Flestir geta verið sam- mála um að frímínúturnar geta þá verið kærkomin tilbreyting. Að minnsta kosti slógu þessir krakkar ekki hendinni á móti því að bregða á leik við Melaskóla í gær þegar ljósmyndara bar að garði og höfðu greinilega litlar áhyggjur af úlpum og öðrum vetrarfatnaði sem sjálfsagt hékk á snögum inni í skóla á meðan. Morgunblaðið/RAX Léttklædd skólabörn í blíðviðrinu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Baugs Group sem beðið hafði um úrlausn um lög- mæti aðgerðar lögreglu og lögmæti haldlagningar gagna og muna í hús- leit hjá Baugi í tengslum við rann- sókn ríkislögreglustjóra á meintum brotum forsvarsmanna fyrirtækis- ins. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Í greinargerð ríkislögreglustjóra um húsleitina kemur fram að ekki hafi verið unnt að fresta aðgerðum vegna hættu á sakarspjöllum. Þegar ákveðið hafi verið að hefja leitina hafi vofað yfir umfjöllun um málið í fjölmiðlum. „Ekki hafi komið til greina að lögregla óskaði eftir því við félagið að það hefði milligöngu um afhendingu gagna þar sem fyrir- svarsmenn Baugs séu sakborningar í málinu. Slíkri ósk verði ekki beint til undirmanna sakborninga án þess að þeir fái fregnir af því og með því skapist hætta á sakarspjöllum,“ seg- ir m.a. í greinargerðinni. Í úrskurðinum kveðst varnaraðili, ríkislögreglustjóri, hafa farið yfir öll gögn sem hald var lagt á. Hafi tölvu Tryggva Jónssonar, forstjóra Baugs, verið skilað auk fleiri gagna eftir að yfirferð yfir þau leiddi í ljós að þau vörðuðu ekki rannsókn máls- ins. Ástæða þess að gögnin sem fundust á skrifstofu Tryggva hafi verið tekin til frekari skoðunar sé sú að þau hafið verið merkt „anaconda“ og „op topgun“ sem reyndust vera dulnefni og því ekki á staðnum hægt að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra fyrir rannsóknina. Fram kem- ur einnig í úrskurðinum að lögreglan hafi leitað eftir húsleitarheimild hjá Baugi vegna gruns um brot Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, stjórnarformanns Baugs, gegn 247. gr. almennra hegningar- laga með því að hafa dregið sér fé hjá Baugi sem kunni að nema rúmlega 90 milljónum króna. Grunur sé einn- ig um brot á bókhaldslögum og brot á 107. gr. laga um tekju- og eign- arskatt. Í kæru Baugs til Hæstaréttar heldur kærandi því fram að héraðs- dómur hafi ekki tekið tillit til mik- ilvægra atriða sem m.a. komu fram við flutning málsins hinn 6. septem- ber sl. Ekki farið fram á endurskoðun húsleitarheimildar Meðal annars segir kærandi það rangt að hann hafi með beiðni sinni til héraðsdóms farið fram á það við dóminn að hann endurskoðaði úr- skurð um húsleitarheimild lögreglu. Þá segir kærandi að hæstaréttar- dómur frá 3. maí 2002, sem ríkislög- reglustjóri vísaði til í greinargerð sinni, eigi ekki við í þessu máli, en forsendur úrskurðar héraðsdóms virðast að meginstofni til byggðar á röksemdum Hæstaréttar. Tilvitnað- ur dómur lúti að rannsókn Sam- keppnisstofnunar vegna meintra brota á samkeppnislögum en mál Baugs snúist um rannsókn lögreglu vegna meintra brota á almennum hegningarlögum. Kærandi telur í öðru lagi að héraðsdómur hafi vikið sér undan því að taka afstöðu til lög- mætis haldlagningar á gögnum. Kröfu Baugs um úrlausn um lögmæti aðgerðar lögreglu hafnað Húsleit ekki frest- að vegna hættu á sakarspjöllum  Röksemdir/6  Héraðsdómur/28 Íslenskur markaður kærir Leifsstöð til Samkeppnisstofnunar Telur að starfsemin hafi skaðleg áhrif á samkeppni FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið Ríkisendurskoðun að yfirfara þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þegar ákveðið var að ganga til við- ræðna við eignarhaldsfélagið Samson ehf. vegna sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ástæða þessa er þær ávirðingar sem fram koma í bréfi Steingríms Ara Arasonar, sem hefur sagt sig úr einkavæðingarnefnd. Í bréfi sínu til forsætisráðherra segir Steingrímur Ari meðal annars um uppsögnina: „Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhuga- samir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mæli- kvarða. Ég hef setið sem fulltrúi fjár- málaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnu- brögðum.“ Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, segir að ekki megi gleyma því að eftir sé að semja við Samson. „Við erum ekki sammála Steingrími þegar hann seg- ir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða. Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér ályktun vegna þessa máls í gær þar sem segir m.a. að einkavæðingarnefnd sé rúin trausti á meðan ávirðingar Steingríms Ara standi óhraktar. Val á Samson ehf. vegna sölu á hlut í Landsbankanum Ríkisendurskoðun yf- irfari vinnubrögðin  Málefni Landsbankans/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.