Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁBÚENDUR á Ökrum á Hellnum sendu nýverið út boðsbréf til sveit- unga sinna. Þar var þeim boðið að mæta að Ökrum laugardaginn 7. september og þiggja veitingar og fagna með þeim fertugsafmæli hvors um sig. Sveitungarnir brugðust vel við og mættu um kvöldverðarleytið að Ökrum í blíðskaparveðri. Ábú- endur höfðu tjaldað veglegu sam- komutjald utan um gamlan trébát sem heitir Glaður og bróðir Krist- ins á Ökrum hafði eitt sinn gert út. Báturinn var löngu búinn að tapa haffærisskírteini en fékk nú það göfuga hlutverk að þjóna sem bar. Afmælið breyttist í skírnarveislu… Framan við stefni bátsins svign- uðu veisluborð af matföngum sem Pétur Þórðarson matreiðslumaður hafði útbúið og mátti þar finna hrátt hangikjöt, grafið lambakjöt, harðfisk, hákarl, fiskisúpu, ýmiss konar pottrétti og grafinn kola svo nokkuð sé nefnt. Um það leyti sem borðhaldi lauk voru allir beðnir um að flytja sig úr samkomutjaldinu og út í uppgerða hlöðu. Þar var dregið fram borð og á það sett skál og kanna. Veislugestir fóru nú að pískra sín á milli um hvað skyldi gerast næst. Ekki leið á löngu áður en í ljós kom að meiningin var að skíra yngstu dóttur ábúendanna og hlaut hún nafnið Kristín María, en Kristínarnafnið er í höfuðið á móð- ur Ólínu á Ökrum. …og svo í brúðkaup Varla var skírnin afstaðin þegar sóknarpresturinn, séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað, tók upp stráknippi sem lá við skírn- arskálina og rétti Ólínu. Fór þá mikill kliður um salinn því ljóst var að Ólína Gunnlaugsdóttir og Krist- inn Jón Einarsson ætluðu að láta gefa sig saman í hjónaband þarna á staðnum. Björgvin Gíslason hljómlistarmaður reiddi fram ljúfa tóna áður en athöfnin hófst og á eftir ríkti mikil gleði meðal veislu- gesta, en hinum nýbökuðu hjóna- kornum hafði tekist svo vel að halda ætlun sinni leyndri að jafnvel systkini þeirra vissu ekki af henni. Eftir athöfnina spilaði hljóm- sveitin Hundslappadrífa með Þor- kel Símonarson í fararbroddi en sú hljómsveit hefur einmitt haldið tónleika víða um land með Ólínu. Þegar Hundslappadrífa hafði lokið tónleikahaldi sínu færðu meðlimir hennar Ólínu og Kristni að gjöf tónleika með Helga og hljóðfæra- leikurunum sem héldu uppi stemmningu langt fram á nótt. Var leikur þeirra tvisvar rofinn af veislugestum. Í annað skiptið þeg- ar saumaklúbbsvinkonur Ólínu fluttu henni brag en þær töldu sig hafa mætt í afmæli hennar en ekki brúðkaup og í hitt skiptið þegar Karl Roth söng hugljúfan söng til brúðhjónanna. Að sjálfsögðu döns- uðu brúðhjónin sinn brúðarvals en hann var jafnóhefðbundinn og ann- að í þessari veislu. Himinguðirnir sendu þeim heillaóskir sínar með dansandi norðurljósum og stjörn- um stráðum himni og Jökullinn stóð hljóðan vörð fyrir ofan pláss- ið. Morgunblaðið/Guðrún Frá hjónavígslunni, frá vinstri: Ólína Gunnlaugsdóttir, Kristinn Ein- arsson með dóttur þeirra, Kristínu Maríu, systir Kristins, Sigríður Ein- arsdóttir, með dóttur þeirra, Katrínu, og sr. Guðjón Skarphéðinsson. Afmælis- veislan sem varð að brúðkaupi Hellnar NÚ ER smalamenska komin í fullan gang hjá bændum. Fyrri leitardagar voru hinn 6. og 7. september og var þá smalað norðursvæðið, Ófeigs- fjarðarsvæðið, farið norður í Ey- vindarfjörð fyrri daginn og smalað í Ófeigsfirði og féð geymt þar í girð- ingu. Seinni daginn var smalað frá Ófeigsfirði og kringum Ingólfsfjörð og réttað í Melarétt. Hjalti Guðmundsson leitarstjóri sagði að það hefði smalast ágætlega og fé kæmi sæmilegt af fjalli. Síðari réttir verða 13. og 14. og þá leitað syðra svæðið, það er frá Kaldbak og í Reykjarfjörð og réttað í Kjós í Reykjarfirði laugardaginn 14. sept- ember. Flesta daga milli lögbund- inna leita eru smöluð heimalönd. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Frá Melarétt þar sem réttað var fyrir síðustu helgi, en um næstu helgi verður réttað í Kjós í Reykjarfirði. Leitir hafnar í Árneshreppi Árneshreppur SÍÐASTLIÐINN föstudag varð það óhapp á Tálknafirði, að fólks- bíll lenti út af götunni sem liggur með smábátahöfninni. Bifreiðin, sem er af gerðinni Audi, lenti á vegriði og lagði það út af og rann síðan niður brattan grjótgarð nið- ur í höfnina. Bifreiðin stöðvaðist áður en hún lenti í sjónum, en lágsjávað var þegar óhappið varð. Ökumaðurinn slapp ómeiddur og bifreiðin er lítið skemmd. Notast var við gaffallyftara til þess að ná bifreiðinni upp á göt- una aftur, en þegar þangað var komið settist ökumaðurinn undir stýri og ók burt. Ekki er ljóst hvað olli óhappinu, en nýlögð klæðning var á götunni og mikil lausamöl. Morgunblaðið/Finnur Vildi til að lágsjávað var Tálknafjörður NÝTT íþróttahús var formlega tek- ið í notkun á Hvammstanga 4. sept- ember. Húsið er sambyggt sund- laugarhúsinu og myndar þannig íþróttamiðstöð. Skúli Þórðarson, nýráðinn sveitarstjóri, bauð gesti velkomna og lýsti hann ánægju sinni með þennan merka áfanga. Elín R. Líndal, formaður byggða- ráðs, lýsti byggingunni og fór yfir byggingarsögu hússins, sem var nokkuð storma- söm. Skiptar skoðanir voru um framkvæmdina innan héraðsins. Einnig komu upp mótmæli arki- tekts sundlaugar- innar við gerð hússins, sem fyrst var valið. Lausn fannst á málinu og ný húsgerð valin. Gerður var samningur við byggingarfélagið Tvo smiði ehf. á Hvammstanga. Byggt var hús frá Atlas W. Bu- ilding Ltd. að stærð 882,6 m2 skv. hönnun Eggerts Guðmundssonar. Undirverktakar voru Ben. Á. Benediktsson með jarðvinnu og steinsteypu, Ólafur Stefánsson með pípulagnir og Skjanni ehf. með raflagnir. Bygg- ingarstjóri var Daníel Karlsson og eftirlitsmaður verkkaupa Ráðbarð- ur sf. Allir verktakar eru heima- menn í Húnaþingi vestra. Samningurinn við Tvo smiði ehf. var uppá 74,3 milljónir króna. Gólf- efni var frá Á. Óskarssyni ehf. og kostaði ákomið um 7 milljónir. Bún- aðarkaup frá P. Ólafssyni ehf. eru orðin 5,3 milljónir og hefur UMF Kormákur lagt fram 2,2 milljónir króna. Byggingarreikningur er því nú alls 86,6 milljónir króna. Í húsinu eru sex badmintonvellir og keppnisvellir fyrir körfubolta, blak og tennis. Þessir vellir eru allir af löglegri keppnisstærð með til- heyrandi öryggissvæðum. Einnig hand- og fótboltavöllur 20x28 m auk æfingavalla. Húsinu má skipta í tvo hluta með tjaldi. Enn vantar að- stöðu fyrir áhorfendur og ýmsa aðra aðstöðu. Elín sagði framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vera kr. 28,5 milljónir, þannig að framlag sveitarfélagsins yrði hærra en upphaflega var gert ráð fyrir. Samt væri staðreynd að húsið væri komið upp fyrir hag- stætt verð. Miklu skipti einnig að verkið var unnið af heimamönnum og væri því hagur fyrir byggðarlag- ið. Sóknarprestar héraðsins, Sigurð- ur Grétar Sig- urðsson og Guðni Þór Ólafsson, blessuðu húsið og leiddu söng gesta. Þá fluttu gestir ávörp og árnaðar- óskir, þeir Björn G. Jónsson frá UMFÍ, Ellert B. Scram frá ÍSÍ og Björn Leóson frá KKSÍ, sem gaf húsinu kassa af körfuboltum. Sparisjóður Húna- þings og Stranda gaf stigatöflur í húsið og kveikti hann á þeim. Már Hermannsson kynnti íþróttastarf sem er nú þegar í héraðinu og sagði þessa nýju að- stöðu eflaust stórefla áhuga og virkni ungmenna og annarra íþróttamanna. Fjögur ungmenna- félög eru í héraðinu, eitt sundfélag og hestamannafélag. Gott samstarf er einnig við önnur héruð í íþrótta- starfi. Góð aðstaða til íþróttaiðkunar Að loknum ræðum voru kaffiveit- ingar og síðan stuttir körfubolta- leikir. Þess má geta, að daginn bar uppá 20 ára afmæli sundlaugarinnar á Hvammstanga. Fyrir skömmu var einnig tekinn í notkun nýr fótbolta- völlur á íþróttasvæðinu í Kirkju- hvammi ofan Hvammstanga. Er það grasvöllur, sem hefur verið í und- irbúningi um nokkurt skeið. Má því telja að vel sé búið að íþróttaiðkun í Húnaþingi vestra. Morgunblaðið/ Karl Ásgeir Sigurgeirsson Páll sparisjóðsstjóri afhendir Skúla sveitarstjóra gjöf spari- sjóðsins. Nýtt íþróttahús tekið í notkun Hvammstangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.