Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 29 greindri heimild fór fram hjá sókn- araðila síðdegis sama dag og lauk henni þá um kvöldið. Samkvæmt gögnum málsins var Tryggva Jónssyni, forstjóra sóknaraðila, í upphafi aðgerða gerð grein fyrir sakarefni á hendur honum, að hverju rannsókn beindist og hvar leit þyrfti að fara fram. Þá hafi ver- ið viðstaddir leitina lögmenn Tryggva Jónssonar og Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og einnig hafi síðar komið þar að og verið við- staddir lögmenn sóknaraðila. Í framlagðri lögregluskýrslu um rannsóknina er gerð grein fyrir hvaða gögn var lagt hald á. Auk þess afrituðu starfsmenn sóknar- aðila fjölda gagna úr bókhaldi sóknaraðila og fékk Baugur hf. af- rit af þeim gögnum jafnóðum. Fyrrgreind krafa var um leit í húsnæði sóknaraðila og fór leitin fram í húsakynnum hans, þar sem m.a. var lagt hald á gögn í hans eigu. Í ljósi þess verður að telja að sóknaraðili geti verið aðili máls samkvæmt 75. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Ber því að hafna kröfu varnaraðila um frávísun þeirrar hluta kröfugerðar sóknaraðila, er byggir á 75. gr. laga nr. 19/1991. Með því að héraðsdómari hefur með fyrrgreindum úrskurði, dag- settum 28. ágúst sl., heimilað varn- araðila húsleit, verður réttmæti þess úrskurðar ekki borinn undir héraðsdómara á grundvelli 75. gr. laga nr. 19/1991 eða með öðrum hætti. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991, verður úskurður héraðsdómara ekki kærður til Hæstaréttar Íslands, ef athöfn sem kveðið er á um í úrskurðinum, hefur þegar farið fram eða ástand, sem leitt hefur af ákvæðum hans, er þegar um garð gengið. Af sömu ástæðu getur sóknaraðili ekki beitt ákvæðum 75. gr. eða 79. gr. fyrr- greindra laga til þess að fá leyst úr atriðum er varða framkvæmd hús- leitar, sem þegar er lokið. Vegna þessa geta ekki komið til skoðunar í máli þessu röksemdir sóknaraðila hvort annmarki hafi verið á stjórn húsleitarinnar eða hvort meðalhófs hafi verið gætt við leitina. Ber því að hafna kröfu sóknaraðila um að aðgerðir lögreglu við húsleit í höf- uðstöðvum sóknaraðila hinn 28. ágúst 2002 verði úrskurðuð ólög- mæt. Sóknaraðili hefur og krafist þess annars vegar að öllum gögn- um sem hald var lagt á við um- rædda leit verði skilað, þar sem húsleitin hafi verið ólögmæt, og hins vegar að skilað verði þeim gögnum, sem hald hafi verið lagt á og tengist ekki sakargiftum á hendur forstjóra og formanni stjórnar sóknaraðila. Eigi þetta við um skjöl og tölvugögn, þ.á m. upp- lýsingar úr fjárhagsbókhaldi fé- lagsins. Samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur var veitt heim- ild til þess að leita að og finna gögn, sem hald skyldi lagt á í þágu rann- sóknar á meintum brotum þeirra Tryggva Jónssonar og Jóns Ás- geirs Jóhannessonar. Var varnar- aðila því rétt vegna rannsóknar sinnar og í skjóli húsleitarheimild- ar að taka afrit af gögnum í tölvu- búnaði sóknaraðila í þágu rann- sóknar á meintum brotum og leggja hald á gögn í þágu rann- sóknarinnar. Umdeild húsleit fór fram fyrir rúmri viku og kveðst lögregla ekki hafa lokið skoðun allra þeirra gagna sem afrituð voru og því ekki geta gert sé grein fyrir þýðingu þeirra fyrir rannsókn málsins. Þó svo að ekki verði horft fram hjá því að varnaraðili kunni að hafa tekið í vörslur sínar gögn sem í ljós gæti komið að ekki varða rannsókn hans hefur ekki verið sýnt fram á að svo sé og að með haldlagningu hafi varnaraðili farið út fyrir þá heimild sem honum var veitt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 28. ágúst sl. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður kröfu sóknaraðila, Baugs Group hf., hafnað. Úrskurðinn kvað upp Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ: Kröfu sóknaraðila, Baugs Group hf., er hafnað. hennar í opinberu máli, sem kunni að verða höfðað í framhaldi af rannsókninni, eða með því að höfða skaðabótamál á grundvelli XXI. kafla laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili geti því ekki beitt ákvæðum 75. gr. og 79. gr. laga nr. 19/1991, um með- ferð opinberra mála, til þess að fá úrskurð dómstóla um hvort rétt hafi verið að úrskurða heimild til húsleitar hjá félaginu eða fá úr- lausn dóms um atriði er varði fram- kvæmd húsleitar sem þegar sé lok- ið, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 178/2002. Þá sé einnig til þess að líta að 75. gr. eigi við um úrræði sem lögregla framkvæmi án atbeina dómstóla, en hér sé ver- ið að bera undir dómstóla aðgerðir sem framkvæmdar séu á grund- velli úrskurðar dómstóls. Varnaraðili byggir kröfu sína um að hafna beri kröfu sóknaraðila byggða á 79. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, á því, að ekki hafi verið lagt hald á önnur gögn en þau sem tengst gætu rann- sókn lögreglu á sakarefninu. Varnarðili telur kröfu sóknarað- ila um að fá lista yfir alla tölvu- póstsendingar sem haldlagaðar hafi verið í tölvu Tryggva Jónsson- ar vera fráleita og ekki í samræmi við tilgang 81. gr. laga nr. 19/1991, auk þess sem Tryggva hafi verið afhent tölvan aftur. Í skýrslu lög- reglu til lögmanna Baugs hf. komi fram hvaða gögn hafi verið tekin. Gögn sem afrituð hafi verið úr bók- haldi félagsins hafi ekki enn verið skráð sérstaklega af endurskoð- endum, sem nú vinni að rannsókn þeirra, auk þess sem ekki sé þörf á skráningu þeirra sérstaklega þar sem þau hafi ekki verðgildi heldur séu einungis hluti af sönnunar- gögnum málsins og það aðeins í ljósriti. Þá hafi starfsmenn Baugs hf. haldið eftir ljósritum af öllum þessum gögnum svo að lögmönn- um félagsins megi vera ljóst hvaða gögn hafa verið afrituð. Varnaraðili mótmælir því og sér- staklega að sóknaraðili málsins, sem sé þriðji aðili og brotaþoli, geti borið fyrir sig a-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Mikilvægt sé að yfirvöld taki til rannsóknar mál er varði ætluð brot stjórnenda gegn félagi eins og Baugi hf. sem sé skráð á markaði og í eigu margra, svo sem annarra hluta- félaga, lífeyrissjóða og einstak- linga, sem verði að geta treyst því að yfirvöld bregðist við er grunur um misferli beinist að stjórnendum félagsins. Félagið þurfi ekki að verja sig rannsókn eða halda uppi vörnum. Jafnvel þótt tölvupóstur starfsmanna eða aðrar viðkvæmar upplýsingar frá félaginu eða starfsmönnum þess hafi verið teknar sé það hvorki brot á 71. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem þar greind réttindi megi skerða með dómsúrskurði, né 8. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu sem sæti sambærilegum takmörkunum. IV Samkvæmt gögnum málsins leit- aði varnaraðili eftir heimild Hér- aðsdóms Reykjavíkur til þess að mega gera húsleit hjá sóknaraðila vegna gruns um að Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformaður Baugs hf., og Tryggvi Jónsson, for- stjóri Baugs hf., hafi brotið gegn 247. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa dregið sér fé hjá Baugi hf., sem kunni að nema rúm- lega einni milljón USD, eða um eða yfir 90 milljónum ÍKR, og brot á bókhaldslögum með því að þeir hafi gjaldfært ranglega í bókhaldi Baugs hf. reikninga vegna einka- neyslu og 107. gr. laga um tekju- skatt og eignarskatt með því að þeir hafi lækkað tekjuskatt félags- ins með óheimilum gjaldfærslum sem ekki vörðuðu rekstur þess. Með úskurði Héraðsdóms Reykja- víkur 28. ágúst 2002 var fallist á beiðni varnaraðila og tekið þar fram, eins og hann hafði krafist, að heimild hans næði til leitar og hald- lagningar á munum og gögnum í húsnæði og læstum hirslum sókn- araðila. Húsleit samkvæmt framan- Þegar ákveðið hafi verið að hefja leitina hafi vofað yfir umfjöllun um málið í fjölmiðlum. T.d. hafi tíma- ritið Séð og heyrt birt frétt um skipið Thee Viking daginn eftir leitina. Lögreglu hafi verið kunn- ugt um þetta og að lögmaður Jóns Geralds væri að byrja lögsókn á hendur Baugi hf. Hafi og komið í ljós þegar lögregla kom á vettvang að Tryggvi Jónsson hafi verið bú- inn að taka til í möppu gögn um við- skipti Baugs hf. við Nordica Inc. Ekki hafi komið til greina að lög- regla óskaði eftir því við félagið að það hefði milligöngu um afhend- ingu gagna þar sem fyrirsvars- menn Baugs hf. séu sakborningar í málinu. Slíkri ósk verði ekki beint til undirmanna sakborninga án þess að þeir fái fregnir af því og með því skapast hætta á sakar- spjöllum. Leit á starfsstöð Baugs hf. hafi einkum beinst að skoðun á bókhaldi félagsins og hafi starfs- menn Baugs veitt aðstoð á staðn- um við afhendingu gagna, sem hafi bæði gengið hratt og vel fyrir sig. Varnaraðili kveður að farið hafi verið yfir öll gögn sem haldlögð hafi verið. Hafi tölvu Tryggva Jónssonar verið skilað hinn 29. ágúst sl. auk þess sem gögnum sem númeruð hafa verið A-2, A-3 og A-4 í haldlagningarskýrslu hafi verið skilað til lögmanns Baugs hf. hinn 30. ágúst sl., eftir að yfirferð yfir gögnin hafi leitt í ljós að þau vörð- uðu ekki rannsókn málsins. Ástæða þess að þessi gögn, sem fundist hafi á skrifstofu Tryggva Jónssonar, hafi verið tekin til frek- ari skoðunar sé sú að þau hafi verið merkt „anaconda“ og „op topgun“ sem reyndust vera dulnefni og því ekki á staðnum hægt að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra fyrir rannsóknina. Hvað varði önnur gögn sem handlögð hafi verið kveðst lögregla ekki nú geta tekið afstöðu til þýðingar þeirra fyrir rannsóknina og ekki fyrr en þau hafi verið skoðuð frekar. Gögn sem hafi verið afrituð úr bókhaldi Baugs hf. og útprentanir af bókhaldi þess hafi verið afrituð af starfsmönnum Baugs hf. og fé- lagið jafnóðum fengið afrit af þeim gögnum. Þessi gögn varði öll fram- angreinda 33 reikninga, færslu á þeim í bókhaldi og fylgiskjöl úr bókhaldinu, svo sem afrit af reikn- ingum og greiðslugögnum. Þessar færslur séu listaðar upp í kröfu- gerð lögreglu vegna húsleitarinn- ar. Varnaraðili mótmælir því að tekin hafi verið afrit af öllum tölvu- gögnum Baugs Group hf. og kveð- ur afritun gagna hafa verið bundna við sakborninga og tvo aðra starfs- menn sem talið sé að hafi komið að viðskiptum Nordica Inc. og Baugs hf. Þá hafi lögmenn sakborninga verið viðstaddir er hald hafi verið lagt á gögn á skrifstofum þeirra. Varnaraðili byggir aðalkröfu sína, um að vísa frá dómi kröfu sóknaraðila, um lögmæti aðgerða lögreglu, á aðildarskorti. Úrræði 75. gr. laga nr. 19/1991, um með- ferð opinberra mála, séu eingöngu heimild til handa lögreglu, sak- borningi eða verjanda hans sem þriðji aðili, brotaþoli, geti ekki beitt fyrir sig. Í greinargerð með 75. gr. segi að það þyki „nauðsyn- legt að aðilar (rannsóknari, sak- borningur eða verjandi hans) geti borið undir dómara ágreiningsefni er kunna að geta risið við rann- sóknina. Athugasemdir þessar séu í samræmi við orðalag ákvæðisins og geri lögin ekki ráð fyrir að þriðji aðili, sem þurfi að þola húsleit, geti borið rannsóknaraðgerðir lögreglu undir dómstóla á grundvelli þess eins að hann hafi þurft að þola hús- leit. Varakröfu sína byggir varnarað- ili á því að eina úrræði laga um meðferð opinberra mála til að fá endurskoðun dóms á lögmæti hús- leitarúrskurðar héraðsdóms sé með kæru til Hæstaréttar. Er hús- leitin hafi verið um garð gengin, að kvöldi 28. ágúst sl., hafi sú heimild að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Ís- lands fallið niður. Sóknaraðili hafi því ekki önnur úrræði en að láta reyna á lögmæti heimildar húsleit- arinnar og atriði við framkvæmd gögnum sem fjarlægð hafi verið úr húsakynnum sóknaraðila verði þegar í stað skilað. Um lagarök vísar sóknaraðili til 75. gr. og 79. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands, dagsett- an 30. september 1999, í málinu nr. 391/1999. Einnig vísar sóknaraðili til 71. gr. stjórnarskrárinnar sem og 6. gr. og 8. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þá vísar sóknar- aðili til 10. gr. og 12. gr. stjórn- sýslulaga og 14. gr. lögreglulaga. III Í greinargerð ríkislögreglu- stjóra hefur framkvæmd leitarinn- ar verið lýst með þeim hætti að hún hafi verið framkvæmd að Skútu- vogi 7, að kvöldi 28. ágúst sl. Við leitina hafi verið beitt vægustu úr- ræðum sem lögreglu hafi verið möguleg. Valið hafi verið að hefja leitina skömmu fyrir lokun skrif- stofu Baugs hf. til að trufla sem minnst starfsemi félagsins. Tryggva Jónssyni, forstjóra fé- lagsins, hafi verið gerð grein fyrir sakarefninu á hendur sér strax í upphafi leitar, á fundi með þremur starfsmönnum efnahagsbrota- deildar. Hafi honum þar verið gerð grein fyrir að hverju rannsókn beindist og hvar leit þyrfti að fara fram. Aðrir sem tekið hafi þátt í leitinni hafi ekki komið inn í hús- næði Baugs hf. fyrr en Tryggva hafi verið gerð grein fyrir tilefninu. Tryggvi og Jón Ásgeir hafi báðir haft verjendur sína viðstadda við leitina. Auk þess hafi lögmenn fé- lagsins, Hreinn Loftsson hrl. og Þórður Bogason hdl., komið á vett- vang nokkru eftir að leit byrjaði og verið viðstaddir hana. Lögmönnum félagsins hafi verið gerð grein fyrir tilefni húsleitarinnar í tíma til þess að þeir gætu tekið ákvörðun um til- kynningu til Kauphallarinnar dag- inn eftir. Lögregla kveður að afla hafi þurft gagna úr bókhaldi Baugs hf. og hafi lögregla haft sér til aðstoð- ar tvo löggilta endurskoðendur í því skyni. Hafi þurft að afrita tölvugögn á netþjóni til að tryggja sönnunargögn sem þar kynnu að finnast, svo sem gögn á heima- svæði sakborninga, sem varpað gætu ljósi á sakarefnið. Hafi komið í ljós að framangreind gögn hafi verið að finna á útstöðvum netkerf- isins, þ.e.a.s. í tölvum hvers starfs- manns, og hafi því verið lagt hald á tölvu Tryggva. Eini tölvupósturinn sem lögregla hafi lagt hald á hafi verið í tölvu Tryggva. Tölvu þess- ari hafi nú verið skilað eftir að harði diskur hennar hafi verið af- ritaður í þágu rannsóknarinnar. Auk þessa hafi lögregla tekið afrit af svæðum á netþjóni sem sak- borningar hafi haft aðgang að auk afrita af heimasvæðum tveggja lykilstarfsmanna Baugs hf. Þá hafi lögregla fengið afhent afritunar- band með afriti af bókhaldi Að- fanga hf. frá nóttinni áður og lög- regla tekið afritunarband af bókhaldi Baugs hf. því til viðbótar. Daginn eftir hafi lögmaður Baugs afhent annað afritunarband með bókhaldi Aðfanga hf., en hann kvað starfsmenn Baugs hf. hafa gert mistök þegar afritunarbandið hafi verið afhent kvöldið áður. Auk framangreindra hafi sjö starfs- menn efnahagsbrotadeildar tekið þátt í leitinni. Hafi það verið gert til að tryggja að hægt væri að ljúka leitinni sem fyrst og á þann hátt að fara yfir gögnin á staðnum, en leggja hald á sem fæst gögn af skrifstofum sakborninga. Varnaraðili kveður að ekki hafi verið unnt að fresta aðgerðum án þess að eiga á hættu sakarspjöll. Gerald. Lögreglan hafi hins vegar notað þessa heimild til þess að ná viðkvæmum upplýsingum úr tölvu- kerfi fyrirtækisins um alla þætti starfsemi þess og öll persónuleg samskipti starfsmanna. Með því hafi gróflega verið brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum sóknaraðila og starfsmanna hans um friðhelgi einkalífs, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944 og 8. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en ákvæðið um frið- helgi einkalífs taki einnig til starfs- stöðva lögaðila. Krefst sóknaraðili þess að dóm- urinn úrskurði um réttmæti þess- ara aðgerða lögreglunnar jafn- framt því sem úrskurðað verði að öllum gögnum sem gerð hafi verið upptæk og tengist ekki sakargift- um á hendur forstjóra og formanni stjórnar með beinum hættti verði þegar í stað skilað, bæði skjölum og tölvugögnum, þ.á m. öllum upp- lýsingum úr fjárhagsbókhaldi fé- lagsins. Þá telur sóknaraðili að fram- ganga lögreglu á vettvangi hafi verið ámælisverð. Umboðsmönn- um Baugs hafi lengi verið haldið í óvissu um efni og tilgang rann- sóknarinnar og aldrei verið gerð grein fyrir réttindum félagsins þannig að unnt væri að halda uppi réttum vörnum. Lögreglan hafi birst eingöngu með ljósrit af úr- skurðarorði héraðsdóms og gefið mjög takmarkaðar upplýsingar um efni sakargifta og tilgang húsleitar og ekki fyrr en húsleitinni hafi u.þ.b. verið að ljúka. Lögreglan hafi ekki upplýst umboðsmenn sóknaraðila um lögvarinn rétt þeirra til að bera undir dómara lög- mæti ákvörðunar um haldlagningu einstakra muna, sbr. 79. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Húsleitin hafi því verið ólög- mæt og krefst sóknaraðili að öllum og fram vettvangi æmi við r eins og u til Hér- Lögregla rt magn eð neinu annsókn- dlagning óknarað- af öllum p hf. þar ngum og Auk þess mikið af t tengist ndvallar ri í huga ráð félag rðir sem skaðleg g þá um ölmörgu oðsmenn algerri sókn lög- afi verið num. Sé r. 6. gr. Evrópu, r segi að kum um á, án taf- m um eðli em hann erið talið orningur gi einnig igi veru- reglu til kynnt að beinast di Baugs hvernig ærðir til staðfest- u við Jón lögreglu við húsleit hjá Baugi undir dóm þar sem húsleitin er þegar um garð gengin ómur hafnar augs Group Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.