Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 45 Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Stór krá í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar. ● Þekkt innrömmunarfyrirtæki með eigin innflutning. Ársvelta um 20 m. kr. Meðeign eða sameining möguleg. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr. ● Trésmiðja í nágrenni Reykjavíkur. Eigið húsnæði. Ágæt tæki. ● Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. ● Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Hag- stætt verð. ● Ein stærsta og besta myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting. ● Kaffihús við Laugaveg. Velta 1,5 m. kr. á mánuði. Auðveld kaup. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning. ● Þekkt myndbandasjoppa í Breiðholti með góða velta. Auðveld kaup. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja. ● Lítil rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr. ● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr. ● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. ● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. ● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af- komu. ● Lítill söluturn - myndbandaleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. ● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Stór snyrtistofa við Laugaveg. Góð aðstaða og tæki fyrir tvo snyrtifræð- inga og einn nuddara. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Kennsla í byrjenda- og framhaldsflokkum hefst dagana 23. til 28. september nk. 10 vikna námskeið. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00 - 19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00 - 12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslugögn innifalin í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn ... 60 ára og eldri Grundvallaratriði upplýsingatækni Windows stýrikerfið Word ritvinnsla Notkun Internetsins Nánari upplýsingar og innritun í síma 544 4500 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Helstu námsgreinar Námskeið fyrir eldri borgara... n t v . is nt v. is n t v .i s Næsta námskeið hefst 16. september Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 13:00 - 16:00 LEYFIÐ mér að vekja athygli les- enda Morgunblaðsins á sýningu minni þar sem gefur að líta myndir er ég tók á Íslandi í septembermán- uði 2000. Sýningin nefnist „Road into the Rainbow“ en á henni eru bæði landslagsmyndir og myndir af Ís- lendingum. Sýningin er í Blue Mountains, vestur af Sydney, en Vináttufélag Ís- lands og Ástralíu hefur verið svo vin- samlegt að koma upp vefsíðu þar sem myndirnar eru allar birtar ásamt textum. Vefslóðin er: www.iaa.asn.au/art- show.htm. Þeir sem vilja mega gjarnan senda mér línu en tölvupóst- fang mitt er: thatlot@zeta.org.au. Sími minn er +612-4787-6870. Kærar þakkir og bestu kveðjur til vina minna á Íslandi. PAUL GOSGRAVE, 54 Boreas St, Blackheath, Australia. Myndir frá Íslandi á Netinu Frá Paul Gosgrave: ÞEIR eru iðnir við að láta „ljós sitt skína“ stuðningsmenn Sharons á Ís- landi sem og eflaust annars staðar og eins og ævinlega þegar menn reyna að verja vondan málstað þá er aðeins hluti sannleikans sagð- ur, rangtúlkaður og slitinn úr sam- hengi. Oftast er farið með helber ósannindi, alger- an þvætting. Þessi hjörð virðist taka sér til fyrirmyndar löngu geng- inn áróðursmeistara, hann sagði ein- hverju sinni að það þyrfti bara að endurtaka sömu lygina nógu oft, þá færi fólk að trúa. Nýlega birtist hér í Mbl. langloka eftir formann KFUM og K og fellur hann vel inn í þessa ógæfulegu hjörð sem lofsyngur Sharon og dáta hans. Þar sem Sharon fer þar fer ill- mennskan eins og hún gerist verst. Þar fer myrkrahöfðinginn sjálfur holdi klæddur. Það er illa komið fyrir félagi mannvinarins Friðriks Frið- rikssonar þegar þar hefur valist til forystu maður er lætur slík skrif frá sér fara. Þetta lið á sér góðan bak- hjarl, já heldur betur. Ljósvakamiðl- arnir og blöðin eru þar, fréttaflutn- ingur þeirra er alveg með ein- dæmum, alverstir eru þeir á Stöð 2 og Bylgjunni, það er engu líkara en fréttir þeirra tengdar Palestínumál- inu séu samdar af Ísraelsmönnum sjálfum. Þegar Palestínumenn drepa einhverja af kúgurum sínum, að ekki sé nú talað um þegar sumir grípa til þess að sprengja sjálfa sig til þess að reyna að taka með sér sem flesta úr röðum herraþjóðarinnar, gera þær baráttuaðferðir aðeins illt verra og auka enn frekar á hörmungar Palest- ínumanna. Þarna er farið út fyrir öll mörk enda hér á ferð einstaklingar sturlaðir af hatri. Þegar sem sé Ísr- aelsmenn falla, og oftast er það á landi Palestínumanna sem þeir her- setja, þá er sagt frá þessu ítarlega og margsinnis reynt að gera sem allra mest úr öllu og lýsingarorðin ekki spöruð. Hryðjuverk, illvirki, morð- ingjarnir, ódæðismennirnir og hver veit hvað. Dæmið snýst heldur betur við þegar Ísraelsdátar eru að drepa Palestínumenn, fangelsa, berja til óbóta og leggja byggðir þeirra í rúst. Fréttalesararnir, ef þeir þá á annað borð segja frá þessu, flýta sér að hespa þetta af til að geta komið „skýringum“ Ísraelsmanna að. Þetta voru hryðjuverksmenn. Það var skot- ið á okkur, þeir voru að undirbúa árás, þeir féllu í átökum við ísraelska hermenn, þeir urðu fyrir byssukúlum og annað í slíkum dúr. Aldrei er talað um hryðjuverk eða illvirkja þegar dátar Sharons eða landræningjar eru að verki. Það var náttúrlega ekki hryðjuverk þegar þeir vörpuðu sprengju á íbúðahúsið á Gaza fyrir h.u.b. þremur vikum en þar létust m.a. 11 börn eða þegar þeir drápu konu og átta ára son hennar á ferð í leigubíl þremur dögum seinna, konu, tvo syni hennar og frænda þeirra í sömu borg fyrir fjórum dögum, drenginn Abdel Hadi þrettán ára sem var að leik ásamt félögum í rústum húss foreldra sinna eða þegar þeir skutu eldflaug á bifreið 31. ágúst. Ég er einmitt að ljúka við þennan pistil þegar þetta er lesið í Ríkisútvarpinu, þarna voru fjórir drepnir og eins og vanalega um „hryðjuverkamenn“ að ræða, tvö börn voru einnig meðal fórnarlambanna. Sjónvarpsstöðvarn- ar minntust ekki einu orði á þessi dráp. Ég get vitanlega haldið áfram að telja í það óendanlega, slík eru ódæðisverk þessara fanta. Nei, þetta eru bara aðgerðir hersins, það verður ekki komist hjá því að nokkur hundr- uð kvenna og barna falli, það tekur varla að minnast á þetta nema auðvit- að þegar konur og börn hernámsliða falla. Hvílíkur fréttaflutningur, hvílík misþyrming á sannleikanum! Palestínumenn eru fórnarlömbin, það er staðreynd, menn komast aldr- ei framhjá staðreyndum. Skipting SÞ á Palestínu á sínum tíma þegar gyð- ingarnir fengu meirihluta landsins og flestir komnir þangað örfáum árum áður en arabískir íbúar landsins, sem höfðu búið þar kynslóð eftir kynslóð öldum saman, fengu minnihlutann. Fyrir utan að SÞ höfðu engan rétt til að ráðstafa landinu. Þetta sjá hirð- sveinar Sharons ekkert athugavert við. Arabaríkin, sem voru hinn opin- beri málsvari Palestínumanna, reyndu að hindra með vopnavaldi að þetta óréttlæti næði fram að ganga. Þetta er ekki inni í myndinni hjá þessu liði, bara talað um að arabarík- in hafi ráðist á litla saklausa Ísrael. Herir araba voru ekki aðeins illa bún- ir og sumir lítið þjálfaðir, þeir voru heldur ekki fjölmennari en herir gyð- inga eins og klifað er á. Gyðingarnir náðu fljótlega algerum yfirburðum enda fengu þeir ógrynni vopna bæði frá Vesturlöndum og A- Evrópu og þúsundir sjálfboðaliða streymdu til landsins þeim til stuðnings. Araba- leiðtogar skipuðu Palestínumönnum að fara meðan þeir rækju gyðingana úr landinu er fullyrt. Skjöl frá skjala- söfnum í Ísrael svo og stríðsdagbók Gurions staðfesta þvert á móti að Æðsta nefnd araba hafi lagt sig í líma við að reyna að hindra flóttann. Ísr- aelsmenn hafa aldrei boðist til að skila aftur seinustu herteknu svæð- unum. Í þeim drögum sem Barak og Clinton suðu saman var gert ráð fyrir að þeir héldu eftir að minnsta kosti 7% af Vesturbakkanum og A-Jerú- salem átti ekki að skila, auk þess voru væntanleg svæði Palestínumanna ekki samfelld og flóttamenn áttu ekki að fá að snúa aftur heim. Það fossar blóð í Frelsarans slóð segir m.a. í ljóð- inu, já, sem beljandi stórfljót. Palest- ínsku þjóðinni er að blæða út. Hinir réttsýnu leiðtogar Vesturlanda láta það ekki raska ró sinni, þeir halda bara áfram að hittast í glæstum veislusölum stórborga heimsins og klingja glösum, brosa sínu blíðasta og skála fyrir sínu eigin ágæti. GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON, Helgalandi 5, 270 Mosfellsbæ. Hirð Sharons á Íslandi og fjölmiðlarnir Frá Guðjóni V. Guðmundssyni eftirlaunaþega: Guðjón V. Guðmundsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.