Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 49
EastEnders, hvar hann lék Harry Slater, Harry frænda, sem hafði hræðilega fortíð að fela er hann nauðgaði ungri frænku sinni og barnaði hana. Elphick viðurkenndi síðla 9. áratugar að hann ætti við áfengisvanda að stríða en 1993 var hann fallinn aftur. Hann missti eiginkonu sína til þriggja áratuga, Julilu Alexander, fyrir sex árum en þau skilja eftir sig 25 ára gamla dóttur. Segja nákomnir að eiginkonumissirinn hafi verið honum óyfirstíganlegt áfall. Elphick lék í allnokkrum kvikmyndum og má þar nefna The First Great Train Robbery þar sem hann lék á móti Sean Connery og Donald Sutherland, Who-myndina Quadrophenia hvar hann lék pabba aðalpersónunnar Jimmy, The Elephant Man, Withnail and I og The Krays. BRESKI leikarinn Michael Elphick, sem lék m.a. óbreyttan Schultz í samnefndum seinni heimsstyrjaldarþáttum sem sýndir voru við góðar undirtektir í Sjónvarpinu á fyrri hluta 9. áratugarins, er látinn 55 ára að aldri. Elphick, sem var eitt af þekktustu andlitum í bresku sjónvarpi, glímdi stóran hluta ævi sinnar við alkóhólisma en varð á endanum að játa sig sigraðan er hann fékk hjartaáfall um helgina. Í heimalandinu er hann kunnastur fyrir að hafa leikið hlutverk einkaspæjarans Ken Boon. Séreinkenni Elphick voru stórskorið andlit og strigarödd og alþýðlegt fas hans vann hug og hjarta milljóna áhorfenda. Síðasta stóra hlutverkið sem hann fór með var jafnframt eitt hans erfiðasta. Var það í langvinsælustu framhaldsþáttum Bretlandseyja, Baráttan við Bakkus tók sinn toll og síð- ustu æviárin voru áverkarnir sem rimm- an sú skildi eftir sig greinilegir. Á hægri myndinni er Elphick fyrir tutt- ugu árum í hlutverki hins óbreytta Schultz og á vinstri myndinni er hann í sínu hinsta hlutverki sem ómennið Harry Slater í EastEnders. Óbreyttur Schultz allur FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 49 Hljómsveitin JAPONIJAZZ mun halda jazz tónleika í SALNUM, Kópavogi sunnudaginn 15. september kl. 21.00 í boði Sendiráðs Japans. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Louvre-draugurinn (Belphégor: Le fantome du Louvre) Hrollvekja Frakkland 2001. Bergvík VHS. (93 mín) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Jean- Paul Salomé. Aðalhlutverk: Sophie Mar- eau, Michael Serrault. BYGGÐ á skáldsögu Frakkans Arthur Bernéde um Belphégor, drauginn á Louvre-safninu. Vinsæl- ir sjónvarpsþættir voru gerðir eftir bókinni fyrir nokkrum áratug- um, og verður ekki séð að kvikmynd þessi bæti miklu við. Bókin sem um ræðir er ævintýra- leg saga, sem tvinnar saman fornleifafræði, draugasögu og hina glæsilegu innviði Louvre-safnsins. Hér er tölvutækni notuð stirðbusa- lega til að búa til drauga og aðra óværu. Útkoman meðalævintýra- mynd sem vel er hægt að glápa á, en allt dulmagn og spennu vantar. Heiða Jóhannsdóttir Reimt í Louvre Leigumorðinginn Contract Killer/Sat sau ji wong Bardagamynd Hong Kong 1998. Skífan VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Wei Tung. Aðalhlutverk Jet Li, Eric Tsang. JET Li er ein heitasta bardaga- hetja kvikmyndanna í dag eftir að hafa hrifið unnendur slíkra mynda upp úr (kína)skón- um í myndunum Romeo Must Die, Kiss of the Dragon og The One. Um- rædd var hans síð- asta áður en hann sló í gegn vestra en þá hafði hann þeg- ar leikið í á fjórða tug mynda! Hér er sem sagt alveg ekta aust- urlensk bardagamynd, hraðinn óg- urlegur, leiknin aðdáunarverð og leikurinn skelfilegur – allt eins og það á að vera í slíkri mynd. Eða hvað? Vissulega býr sjarmi yfir þess- um miður vel gerðu og leiknu bar- dagamyndum, en nú orðið þegar menn hafa loksins eru farnir að sýna þessari tegund mynda virðingu og leggja almennilegt púður í þær þá opinberast hinar fjöldaframleiddu fyrir það sem þær eru: alveg svaka- lega lélegar. Og það er hún svo sann- arlega þessi. En mikið er ég viss um að það sé hellingur af liði, sem vilji einmitt hafa það þannig.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Áður en Li sló í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.