Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 22
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum álíta að kjarnanum í al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Sádi-Arab- ans Osama bin Ladens, hafi verið sundrað en fjöldi þeirra sem styðja markmið samtakanna víða um heim geti hafa aukist á þeim 12 mánuðum sem liðnir eru frá árásunum á Bandaríkin. Al-Qaeda er að mestu úr sögunni í Afganistan en sumir af liðs- mönnum og leiðtogum samtakanna komust til Pakistan og hafast við í af- skekktum landamærahéruðum þar sem ættflokkar, vinsamlegir sam- tökunum, búa. Bandarískir sérsveitarmenn hafa með aðstoð Pakistana leitað að al- Qaeda-mönnum á þessum slóðum en einnig hafa þeir reynt að uppræta vopnaðar sveitir heittrúarmannsins Gulbuddins Hekmatyars, stríðs- herra í Afganistan, sem sagður er eiga samstarf við leifar talíbana og al-Qaeda og hvetja til uppreisnar gegn stjórn Hamid Karzais forseta í Kabúl. Fyrir nokkrum mánuðum reyndu Bandaríkjamenn að drepa Hekmatyar með flugskeyti en hann slapp. Al-Zawahri í landamærahéruðunum? Um tugur helstu leiðtoga al-Qaeda hefur annaðhvort verið felldur eða handsamaður, einn af æðstu foringj- um samtakanna, Abu Zubaydah, var gómaður í borginni Faisalabad í Pakistan í mars sl. Talið er að egypski læknirinn Ayman al-Za- wahri, næstráðandi bin Ladens, hafi sést í landamærahéruðunum í ný- liðnum mánuði en ekki er vitað hvort bin Laden er sjálfur lífs eða liðinn. Sumir al-Qaeda-menn hurfu til heimalanda sinna, Jemens, Sádi-Ar- abíu, Sýrlands, Líbanons og Mar- okkó. Embættismenn í bandarísku utanríkisþjónustunni segja að vís- bendingar séu um að nokkrir hafi gengið til liðs við Hezbollah-skæru- liða í Líbanon sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Ein- hverjir eru sagðir dveljast í Íran en þeir virðast ekki stýra þaðan neinum aðgerðum. Al-Qaeda-leiðtogarnir sem virðast nú láta mest til sín taka eru Khalid Shaikh Mohammed er margir telja hafa verið helsta hugmyndasmið árásanna 11. september og Abd al- Rahim al-Nashiri. Eru þeir báðir taldir hafast við í Pakistan eða Afg- anistan. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera í smá- ríkinu Qatar við Persaflóa segist hafa tekið með leynd viðtal við Mo- hammed og annan al-Qaeda-mann, Ramzi bin al-Shibh, í júní í Pakistan og hyggst stöðin birta viðtalið í dag, fimmtudag. Einnig hyggst stöðin birta myndbandsupptöku þar sem bin Laden er sagður nafngreina marga af flugræningjunum er réðust á Bandaríkin og hrósa þeim fyrir dirfsku og fórnfýsi. Stöðin hefur áð- ur birt hljóðupptökuna með ummæl- unum en ekki er hægt að slá neinu föstu um það hvort raunverulega er um að ræða rödd bin Ladens, hún er þó sögð líkjast henni mjög. Þótt al-Qaeda hafi orðið fyrir miklu áfalli er samtökin misstu bækistöðvar sínar og þjálfunarbúðir í Afganistan eru þau enn sögð vera hættuleg. Vitað er að al-Qaeda hefur átt aðild að a.m.k. tveim árangurs- ríkum tilræðum frá 11. september í fyrra, sprengjuárás á fornt sam- kunduhús gyðinga í Túnis og árás á skrifstofu ræðismanns Bandaríkj- anna í Karachi í Pakistan. Tekist hefur að kæfa mörg önnur tilræði í fæðingunni. En sérfræðingar í bar- áttu gegn hermdarverkum segja að hnignun al-Qaeda geti haft í för með sér að samstarfið milli hinna ýmsu hópa íslamskra hryðjuverkamanna verði lausara í reipunum og hópar eða jafnvel einstaklingar sýni meira frumkvæði sjálfir. Það merkir að hættan sem við er að etja hefur alls ekki minnkað en eðli hennar breyst, baráttan orðið enn flóknari og líklegt að árásirnar verði ekki jafn um- fangsmiklar og áður. Sumir telja að stuðningsmenn al- Qaeda eigi nú auðveldara en fyrr með að finna nýja liðsmenn meðal múslíma á svæðum eins og Bosníu, Suð-Austurasíu og Norður-Afríku og efla tengslin við herskáa hópa þar. Þegar hafa verið handteknir all- margir múslímar í þessum löndum sem reynst hafa haft tengsl við al- Qaeda. Al-Qaeda aðeins ein af uppsprettunum Einn þekktasti sérfræðingur Evr- ópumanna í baráttunni gegn hryðju- verkum er franski dómarinn Jean- Louis Bruguiere sem nú stjórnar rannsókn um 30 mála af því tagi. Hann varð á sínum tíma frægur fyrir að finna felustað hryðjuverkamanns- ins Carlos, öðru nafni Sjakalans. Mannréttindahópar hafa fett fingur út í aðferðir dómarans en Bruguiere hefur ekki hikað við að láta hlera síma þeirra sem hann grunar um samskipti við hryðjuverkamenn, hann lætur gera húsleit, handtekur menn og yfirheyrir þá. Meðal þess sem er á hans könnu er mál Bretans Richards Reids sem reyndi að sprengja farþegaþotu með sprengju sem hann hafði falið í skósóla. Einnig kemur Bruguiere að máli Zacarias Moussaoui, fransks ríkisborgara, sem Bandaríkjamenn telja að hafi átt aðild að undirbúningi árásanna 11. september. Dómarinn, sem er 58 ára gamall, ræddi nýlega í París við fréttamann AP-fréttastofunnar og minnti á að liðsmenn hryðjuverkahópa gætu verið víða. „Óvinurinn gæti verið í íbúð í 50 metra fjarlægð héðan,“ seg- ir hann. Bruguiere segir að al-Qaeda sé aðeins ein uppspretta hryðju- verkaógnarinnar. „Aðrir hópar eru að verki. Það getur verið að þeir séu lauslega tengdir al-Qaeda en þeir lúta ekki sömu forystunni.“ Hann segir að árásirnar 11. sept- ember hafi vakið marga af svefni. „Nýtt árþúsund hófst raunverulega 11. september, menn hafa orðið með- vitaðir [um hættuna] um allan heim. Sumar þjóðir sem höfðu ekki einu sinni gert sér grein fyrir því að þær gætu verið skotmark eru nú mun betur á varðbergi.“ Brugiere sagðist enn áhyggjufyllri en fyrir ári. Marg- ir herskáir, íslamskir hópar tengdir al-Qaeda væru enn virkir, „einkum í Evrópu“. Hernaðurinn í Afganistan hefði breytt baráttunni í landfræði- legum skilningi en alls ekki dregið úr hættunni. Spáði hann m.a. því að Kákasus-svæðið gæti orðið nýtt Afg- anistan. Kjarninn sundraður en al-Qaeda enn virk Aukin hætta talin stafa af minni hópum herskárra múslíma ’ Sumar þjóðir sem höfðu ekki einu sinni gert sér grein fyrir því að þær gætu verið skotmark eru nú mun betur á varðbergi. ‘ ÁR LIÐIÐ FRÁ HRYÐJUVERKUNUM Í BANDARÍKJUNUM 22 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÆTTINGJAR fólks sem dó þegar hryðjuverka- menn flugu farþegaflugvélum á tvíburaturnana í New York 11. september í fyrra komu saman í gær á þeim stað þar sem World Trade Center stóð áður. Fólkið myndaði hring og fór með bæn- ir í tilefni þess, að eitt ár var liðið frá árásunum. Reuters Minntust ástvina á vettvangi ódæðisins SENDIRÁÐUM Bandaríkjanna í Jakarta og Surabaya í Indónesíu, Kuala Lumpur í Malasíu, Hanoi og Ho Chi Minh í Víetnam og Phnom Penh í Kambódíu var lokað í gær í öryggisskyni en borist höfðu vísbendingar um að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hygðu á hryðjuverk í tilefni þess, að ár er liðið frá árásunum á New York og Washington. Þá var öllum sendibústöðum Bandaríkjanna í Pakistan lokað en lögregla og her í land- inu var í viðbragðsstöðu vegna hættunnar á hryðjuverkum þar. Stóðu þessir lögreglumenn vörð um bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Karachi í gær en íslamskir hryðjuverkamenn hafa á undanförnum mán- uðum ítrekað staðið fyrir ódæðisverkum í Pakistan. AP Sendiráðum lokað víða í SA-Asíu ÍBÚAR Asíuríkja minntust at- burðanna í Bandaríkjunum í gær, eins og aðrir jarðarbúar, og fór þessi japanska stúlka með bænir í Tókýó vegna fórnar- lamba hryðjuverkanna. Minningarathafnir voru haldnar jafnt í Kabúl í Afganist- an, Seoul í Suður-Kóreu, Víet- nam, Kína, Pakistan, Kína og á Filipsseyjum. Jafnvel í Burma gátu menn sameinast á þessari stundu en í gær sótti Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, athöfn í Rangoon ásamt háttsettum foringjum í hernum. Þetta er í fyrsta skipti sem Suu Kyi kemur fram opin- berlega með fulltrúum herfor- ingjastjórnarinnar en henni var sleppt úr 19 mánaða löngu stofufangelsi í maí. AP Asíubúar sýndu sam- hug í verki Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.