Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFylkir sjö mínútum frá meistaratitlinum / B7 Ísland og England skildu jöfn á Laugardalsvelli / B3 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Þýskir dagar frá Þýsk- íslenska verslunarráðinu. Blaðinu verður dreift um Suðvest- urland. UMTALSVERÐUR munur er á skólasókn ungmenna eftir landsvæð- um samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman um skóla- sókn fólks á aldrinum 16–29 ára haustið 2001. Þannig var skólasókn 16 ára ungmenna í dagskóla áber- andi minnst á Suðurnesjum eða 80% þessa aldurshóps á því landsvæði, samanborið við 92% skólasókn 16 ára ungmenna í sveitarfélögum í ná- grenni Reykjavíkur og 90% skóla- sókn þessa aldurshóps í Reykjavík og á Norðurlandi eystra. Skólasókn 16 ára drengja á Suð- urnesjum var 75%, sem er talsvert minni skólasókn en stúlkna á sama svæði. Stunduðu 87% þeirra nám í dagskóla, sem er 2% undir lands- meðaltali. Við 18 ára aldur er helm- ingur drengja á Suðurnesjum við nám, 58% drengja í þessum árgangi á Norðurlandi eystra og á Austur- landi voru við nám en 70% 18 ára drengja á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi vestra. Eiríkur Hermannsson, fræðslu- stjóri í Reykjanesbæ, telur marga samverkandi þætti skýra minni skólasókn á Suðurnesjum en á öðr- um landsvæðum. Hann bendir m.a. á að ungmenni á Suðurnesjum hafi um langa hríð átt auðveldan aðgang að atvinnumarkaði og töluvert verið sóst eftir vinnuafli þeirra. ,,Í öðru lagi hefur árangur á samræmdum prófum verið heldur dapurlegur og það gefur augaleið að þegar krakkar koma með lágar einkunnir út úr grunnskólum er ekkert sérlega hvetjandi fyrir þau að fara áfram í framhaldsnám. Í þriðja lagi þá þurf- um við Suðurnesjamenn að skoða mjög alvarlega viðhorf til menntunar og náms. Mér segir svo hugur um að ástæða þess að krakkarnir sækja svona mikið í vinnu endurspegli hugsanlega þann lífsstíl sem hér við- gengst. Við þekkjum dæmi þess að unglingar hafa skráð sig í fjölbrauta- skólann en eru jafnframt í vinnu vegna þess að þau eru að kaupa bíl eða eitthvað álíka. Þau reka sig síðan á að þau ná ekki að sinna náminu og flosna jafnvel upp úr námi. Þetta er því líka hugsanleg skýring en það eru margir þættir sem spila inn í þetta,“ segir hann. Fremur jákvæð viðhorf í garð skólans samkvæmt könnunum Fræðsluyfirvöld á Suðurnesjum hafa látið kanna viðhorf og vænting- ar unglinga til skóla. Kannanirnar leiddu í ljós að ungmennin eru ekki neikvæð í garð skólans heldur eru viðhorf þeirra þvert á móti fremur jákvæð, að sögn Eiríks. ,,Þarna eru því einhverjir aðrir þættir að verki. Þetta veldur okkur miklum áhyggjum. Við höfum staðið mjög myndarlega að húsnæðismál- um og aðbúnaði skóla en einbeitum okkur núna að innra starfinu.“ Hagstofan aflaði upplýsinga um skólasókn ungmenna eins og hún var á miðju haustmisseri á síðasta ári. Var upplýsingunum safnað beint frá skólunum. Sé litið á landið allt voru 90% allra 16 ára ungmenna í skóla en strax á fyrstu tveimur árum fram- haldsskólans dregur úr skólasókn. Þannig var skólasókn 17 ára ung- menna 80% og við 18 ára aldur voru 70% árgangsins við nám í dagskólum framhaldsskólanna. Við 20 ára aldur er skólasókn í framhalds- og sérskól- um komin niður í 48% yfir allt landið. ,,Minnkandi skólasókn með hækk- andi aldri skýrist að hluta til af því að sumir nemendur hafa lokið prófum og brautskráðst af 1–4 ára náms- brautum en aðrir hugsanlega tekið sér tímabundið hlé frá námi. Við 24 ára aldur eru 30% árgangsins við nám í dagskólum framhalds- og há- skóla og 10% við 29 ára aldur,“ segir í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Talsvert fleiri stúlkur sækja skóla en piltar samkvæmt þeim upplýsing- um sem Hagstofan hefur aflað. Sá munur kemur strax fram við 16 ára aldur en þá eru 90% stúlkna við nám og 88% pilta í þessum aldurshópi. Mismunur á skólasókn kynjanna fer svo vaxandi til 19 ára aldurs en þá er munurinn um 10 prósentustig. Við 20 ára aldur snýst þetta við og er skólasókn pilta þá ívið meiri eða 50% á móti 46% hjá stúlkum. Þegar komið er fram yfir tvítugt eru stúlkur aftur orðnar fleiri en drengir meðal dagskólanema. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um skólanám ungmenna á aldrinum 16–29 ára á Íslandi Skólasókn mismikil eftir landsvæðum                                             ! "   ! #      HJÓLABRETTI hafa fyrir löngu unnið sér sess og má víða sjá unga sveina – og stúlkur en þær eru mun færri – leika listir sínar. Stundum mætti halda að brettin væru límd við fæturna á færustu iðkendunum. Morgunblaðið/Þorkell Á brettaflugi um borgina HREPPSNEFND Skeiða- og Gnúp- verjahrepps samþykkti í gær að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu til umhverfisráðherra. Minni- hlutinn var mótfallinn því að kæra úr- skurðinn, taldi kæru aðeins verða til þess að seinka framkvæmdum og skaða hagsmuni sveitarfélagins. Már Haraldsson, oddviti meirihlut- ans, segir að kæran verði líklega send umhverfisráðherra í dag, en frestur til að kæra úrskurðinn rennur út á morgun. Kæran mun verða byggð á fjórum atriðum. Að mótvægisaðgerðir, sem nái langt út fyrir skilgreind áhrifa- svæði framkvæmdarinnar, séu settar sem skilyrði fyrir framkvæmdinni. Þær hafi þó hvorki verið metnar og kynntar í matsskýrslu, né þeim gerð skil í matsáætlun. Niðurstaða í 5. kafla úrskurðarins sé að umhverfis- áhrifin séu umtalsverð, en samt sem áður sé fallist á framkvæmdina. Reglu um varúðar- og verndarsjón- armið sé ekki fylgt í úrskurðinum auk þess sem umfjöllun um lón 578 m.y.s. sé mun minni og ónákvæmari en um lón 575 m.y.s. „enda er sú hæð sett fram af framkvæmdaraðila eingöngu til viðmiðunar en ekki sem raunhæfur valkostur. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að minni þörf sé fyrir mótvæg- isaðgerðir við þá lónhæð,“ segir í til- lögunni sem var samþykkt. Því verði gerð krafa um að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og framkvæmdinni hafnað, en til vara að málinu verði vís- að aftur til Skipulagsstofnunar. Kæra kostar 300–500 þúsund Þrír fulltrúar A-lista Framfara- sinna voru mótfallnir tillögunni og lagði Þrándur Ingvarsson, oddviti minnihlutans, fram kæru þar sem gagnrýnt er að lögmaður og lands- lagsarkitekt hafi verið fengnir til að vinna að málinu, án þess að hrepps- nefnd hefði samþykkt undirbúnings- vinnu þeirra. „Ljóst er að málarekstur verður sveitarfélaginu dýr og teljum við þeim fjármunum betur varið til ann- arra nota. Við teljum kæru aðeins verða til þess að seinka framkvæmd- um og verði til þess að skaða hags- muni sveitarfélagsins.“ Mótmælti Már því að ferill málsins væri athugunarverður og taldi að kæra myndi kosta sveitarfélagið 300– 500 þúsund krónur. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mun kæra úr- skurð um Norð- lingaölduveitu FJÖRUTÍU og fimm prósenta munur var á meðalheildarlaun- um kennara í þeim skóla þar sem þau voru lægst á síðasta ári samanborið við þann skóla þar sem þau voru hæst. Launin eru frá kr. 234.002 til kr. 341.138 að því er fram kemur á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Samkvæmt gögnum sem unnin hafa verið upp úr launa- könnun Kjararannsóknar- nefndar opinberra starfs- manna, KOS, voru meðaldag- vinnulaun kennara í framhaldsskólum í fyrra kr. 206.528 á mánuði. Heildarlaun- in voru að meðaltali kr. 298.829 á mánuði. Um 15% munur er á meðaltali dagvinnulauna í þeim skóla þar sem launin eru lægst og þeim skóla þar sem þau eru hæst. Dagvinnulaunin eru frá 187.434 krónum til 215.495 króna á mánuði. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að mismunur á dagvinnulaun- um skýrist að verulegu leyti af ákvæðum kjarasamnings um mat á menntun, kennslurétt- indum og kennsluferli. Laun framhalds- skólakennara Mismun- andi eftir skólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.