Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÚMLEGA fimmta hver stúlka og tæplega tíundi hver drengur eru beitt kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur, samkvæmt fyrstu tíðni- könnun á umfangi kynferðislegrar misnotkunar barna sem gerð hefur verið hér á landi og Hrefna Ólafs- dóttir félagsráðgjafi hefur unnið. Alls sögðust 17% svarenda í rann- sókn Hrefnu hafa verið misnotuð, 23% kvenna og 8% karla. Eru þetta hærri tölur en hafa komið fram í rannsóknum á hinum Norðurlöndun- um. Í 67% tilvika taldist misnotkunin hafa verið gróf eða mjög gróf, þ.e. kynmök eða snerting kynfæra barnsins. Stúlkum virðist standa mest ógn af körlum tengdum fjöl- skyldunni en drengjum af körlum ókunnum fjölskyldunni. 66% ger- enda tengdust fjölskyldum fórnar- lamba sinna. Hrefna segir að margir telji að þolendur kynferðislegrar misnotk- unar séu einkum börn á unglings- aldri. „Í rannsókninni kemur aftur á móti í ljós að fjórðungur þolenda er sex ára eða yngri þegar misnotkun hófst og þriðjungur sjö til tíu ára. Meirihlutinn er því börn tíu ára og yngri, sem gera sér ekki grein fyrir því að þetta sé bannað og eitthvað sem ekki má,“ segir Hrefna. Í flest- um tilvikum beitti gerandi ekki beinu líkamlegu ofbeldi til að fá sitt fram, heldur notfærðu gerendur sér valdastöðu sína gagnvart barninu til að fá það til samvinnu við sig. 60% þolenda í rannsókn Hrefnu sögðu ekki frá misnotkuninni á þeim tíma sem hún átti sér stað. Fjórð- ungur þeirra þorði ekki að segja frá, 17% fannst skömmin of mikil og átt- uðu önnur 17% sig ekki á því að þetta væri eitthvað sem ekki mætti. Eftir að fullorðinsaldri er náð hafa 88% sagt frá misnotkuninni, flestir maka eða góðum vini, en 12% halda mis- notkuninni enn leyndri. Í rúmlega helmingi tilvika liðu meira en tíu ár frá því misnotkun lauk þar til þol- endur sögðu frá henni. Hrefna segir að margir þolendur nái að lifa með misnotkuninni, en aðrir séu að kljást við afleiðingar hennar allt lífið eða þar til þeir leita sér aðstoðar sér- fræðings. Þannig séu sjálfsvígstil- raunir mun algengari í hópi þolenda en þeirra sem ekki hafa verið mis- notaðir auk þess sem skilnaðartíðni sé hærri og þolendur segist eiga erf- itt með að tengjast öðru fólki. Misnotkun kærð í fjórum tilvikum af 122 Einungis fjórir þolendur af 122 sögðu að misnotkunin hefði verið kærð til lögreglu. Einn þeirra sagði hvað hefði gerst í kjölfarið og hafði ákæruvaldið vísað kærunni frá í því tilviki. Rannsókn Hrefnu er unnin upp úr póstkönnun sem var send til 1.500 manna úrtaks á aldrinum 18– 60 ára úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 50%. 17% barna misnotuð fyrir 18 ára aldur Fimmta hver/26–27 KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari syngur í opnunarupp- færslu nýs óperuhúss í Tókýó næsta sumar. Ennfremur hefur komið til tals að hann syngi í samskonar opn- unaruppfærslu í Peking þegar fyrsta sérhannaða óperuhúsið í Kína verður vígt árið 2005. Þetta kemur fram í viðtali fréttaritara Morgunblaðsins í Peking við Krist- ján í blaðinu í dag. Kristján er nú staddur þar í borg, en á laugardaginn hélt hann fjöl- sóttan einsöngskonsert, þar sem hann söng úrval þekktra óperuaría við undirleik Kínversku þjóðar- sinfóníuhljómsveitarinnar. Við- tökur áheyrenda voru ákaflega góðar. Kristján kom fyrst til Kína árið 1998, þegar hann söng í Tur- andot eftir Puccini í hallargarði Forboðnu borgarinnar í Peking. Eftir það hefur áhugi á söng Krist- jáns í Kína verið mikill, og honum var strax boðið að koma aftur til tónleikahalds. Fjölmiðlar í Kína hafa sýnt Krist- jáni mikinn áhuga, og 45 fjölmiðla- Kristján Jóhannsson í Peking. Hægt að selja /22 menn sóttu blaðamannafund sem sendiherra Íslands í Peking, Ólafur Egilsson efndi til á laugardag í til- efni af tónleikunum. Í viðtalinu seg- ir Kristján að menning sé nokkuð sem Ísland gæti „selt“ úti í hinum stóra heimi og telur að bara við heimsókn hans til Kína fái Ísland gríðarmikla umfjöllun bæði í fjöl- miðlum og manna á milli. Hins veg- ar segir hann að í opinbera geir- anum á Íslandi séu tækifæri sem þetta ekki nægilega vel nýtt. Kristján slær í gegn í Kína SNARPUR jarðskjálfti varð kl. 18.48 í gærkvöldi um 100 km norð- ur af mynni Eyjafjarðar. Skjálft- inn, sem mældist 5,5 stig á Richt- er-kvarða fannst víða um Norðurland en ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið af völdum hans. Allmargir eftirskjálftar, sumir yfir 3 á Richter, mældust í kjölfar- ið. Jarðeðlisfræðingar á Veðurstofu Íslands búast við að jörð skjálfi áfram í dag á þessum slóðum en ólíklegt að skjálfta verði vart í landi. Grímseyingar fundu vel fyrir jarðskjálftanum enda er eyjan að- eins um 45 km frá upptökum hans. Helga Mattína Björnsdóttir, frétta- ritari Morgunblaðsins í Grímsey, segir að skjálftinn hefi verið stutt- ur og snarpur. „Fyrst kom þytur og titringur og síðan kom mikil hreyfing á allt húsið.“ Skjálftinn var þó ekki nægilega öflugur til að hreyfa við hlutum í hillum „en hann minnti mann á aflið sem þarna er.“ Eins og þungur niður Jón Konráðsson, varðstjóri lög- reglunnar á Ólafsfirði, heyrði greinilegan hvin um 10 sekúndum áður en jarðskjálftinn reið yfir. Hann segir erfitt að lýsa hljóðinu en það líkist því helst að stórum vörubíl sé ekið fram hjá. „Hérna niðri í bænum var skjálftinn ekki mjög snarpur. Það byrjaði allt að hreyfast og rugga til. En þetta stóð ótrúlega lengi yfir, ég hugsa að þetta hafi staðið í hálfa mínútu eða meira,“ sagði hann. „Þetta voru engin högg heldur hægar hreyfingar en það hreyfðist allt til og frá. Það var engu líkara en mað- ur væri kominn á sjó.“ Ragnar Stefánsson, jarðeðlis- fræðingur sem býr í Dalvíkur- byggð, fann vel fyrir skjálftanum. „Skjálftinn stóð lengi yfir og var eins og þungur niður,“ segir hann. Upptök skjálftans voru í rúmlega 100 km fjarlægð frá bænum og segir Ragnar að eftir því sem fjar- lægðin er meiri finnist betur fyrir hægari bylgjuhreyfingum skjálft- ans en þeim styttri og snarpari sem dofna fyrr. Hann telur ljóst að skjálfti á borð við þennan geti valdið skemmdum nálægt upptök- um. Í þessu tilviki voru þau þó langt úti í hafi, á þekktu jarð- skjálftasvæði sem tilheyrir svo- nefndu Tjörnesbrotabelti. Aðspurð- ur segir Ragnar að ekkert sérstakt bendi til þess að von sé á stærri skjálftum eða öðrum umbrotum. „Engu líkara en maður væri kominn á sjó“ 6    2.  B>                 Jarðskjálfti upp á 5,5 á Richter- kvarða fannst víða á Norðurlandi NORSKI listamaðurinn Odd Nerdrum hefur keypt fyrrum hús- næði aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur við Þingholtsstræti og hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni meirihluta ársins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Húsið heitir Esjuberg og einka- hlutafélag með sama nafni í eigu Guðjóns Más Guðjónssonar, stofn- anda Oz, keypti húsið af Reykjavík- urborg fyrir 70 milljónir króna haustið 2000 með það að markmiði að koma þar upp frumkvöðlasetri fyrir ungt fólk. Nerdrum er þekktur listamaður í heimalandi sínu. Hann hefur ferðast mikið um Ísland og notað landið sem bakgrunn í verkum sínum. Hann hélt sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum misserum. Norskur lista- maður kaup- ir Esjuberg OLGA Færseth og Erla Hendriks- dóttir skoruðu sitt markið hvor í leik Íslands og Englendinga í und- ankeppni heimsmeistaramóts kvenna á Laugardalsvelli í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Þjóðirnar mætast aftur í Birm- ingham á sunnudaginn og sig- urvegarinn mætir síðar Frökkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafntefli í boltastríði Eigum enn/B1 ÁÐUR en haustið færist yfir af al- vöru er ekki úr vegi að huga að við- haldi á húseignum sínum og þá er ekki óalgengt að sjá menn að störf- um við málningarvinnu eins og þessa sem voru að dytta að húsi í miðborginni. Á þetta eru húseig- endur minntir þegar kólnar í veðri rétt eins og við erum daglega minnt á að framfylgja umferðarreglum og sumir ganga ekki undir stiga sem búið er að reisa upp við vegg. Morgunblaðið/Þorkell Málað í miðborginni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.