Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN er dáður á óperu-sviði um allan heim, enþrátt fyrir að það sésöngur hans í ítölskum og frönskum óperum sem vekur slíka aðdáun, er það athygli um- heimsins á íslenskri menningu sem kviknar þegar hann syngur kraft- mikilli tenorrödd sinni aríur úr þekktum óperum eftir Verdi, Pucc- ini, Mascagni, Leoncavallo, Catalani, Cilea og Giordano í óperuhúsum í Mílanó, Róm, Flórens, Napólí, Ver- ónu, Bologna, Palermo, Madrid, Vín, Münchan, Frankfurt, Hamborg, Berlín, Lundúnum, New York, Chic- ago, Baltimore, Tel Aviv, Tókýó og Peking. Alls staðar er hann þekktur sem „íslenski tenorinn“, og íslenskur uppruni hans er ætíð nefndur hvort sem er í kynningu eða dómum um söng hans á sviði. „Þess vegna hefur það valdið mér ákveðinni beiskju, í það minnsta talsverðum vonbrigðum, í áranna rás að komast að raun um að menn- ing, ekki síst sá geiri menningar- innar sem ég tilheyri – óperan, býr við hneykslanlega bág kjör heima á Íslandi,“ segir Kristján Jóhannsson við blaðamann Morgunblaðsins í Peking. Á laugardag söng hann fyrir þús- undir gagntekinna óperugesta, þeirra á meðal aðstoðarutanrík- isráðherrann, og marga háttsetta embættismenn úr mennta- málaráðuneyti Kína. Þetta er í ann- að skiptið sem Kristján syngur í höf- uðborginni, Peking. Hann kom þangað fyrst í september 1998, og söng þá hlutverk Calafs í Turandot eftir Puccini í uppfærslu utanhúss í gömlu keisarahöllinni í Forboðnu borginni. Það var einn frægasti kvik- myndaleikstjóri Kínverja, Zhang Yimou sem setti óperuna upp, og stjórnandi var sjálfur Zubin Mehta. Satt að segja höfðu þá fáir Kínverjar heyrt getið um Kristján Jóhannsson. Turandot-sýningin naut gríðarlegra vinsælda, ekki síst fyrir söng Krist- jáns. Hann varð eftirsóttur í alls konar viðtöl í kínverskum fjöl- miðlum, og þá lofaði hann að koma aftur til Kína. Og það gerði Kristján svo um síðustu helgi. Það var ekki heil ópera í þetta sinn, heldur tón- leikar, þar sem hann söng úrval þekktra óperuaría við undirleik Kín- versku þjóðarsinfóníuhljómsveit- arinnar. Þetta átti að vera einsöng- skonsert, en Kristján gaf ungri efnilegri kínverskri sópransöng- konu, Liu Honglin, tækifæri til að syngja með sér tvo dúetta, úr Aidu og Madame Butterfly. „Fyrsta heimsókn mín til Kína, 1998, var hreint út sagt stórkostleg og kynnin af Kínverjum höfðu mikil áhrif á mig og voru mér ógleymanleg. Þá var konan mín, Sigurjóna Sverrisdóttir, með í för og við eyddum 20 dögum hér í Peking. Við fengum ekki bara að sjá alla þekktustu ferðamanna- staðina, heldur fengum við líka að upplifa hversdagslífið meðal Kín- verja, og okkur var tekið með mikilli vinsemd og hjálpsemi. Við vorum sammála um að þetta yrði ekki síð- asta heimsókn okkar til Kína,“ segir Kristján. En það voru ekki bara fjölmiðl- arnir sem fengu áhuga á Kristjáni haustið 1998. Kínverski óperuheim- urinn, sem er í mikilli sókn, og tón- leikaskipuleggjendur fengu líka augastað á honum, og áður en hann yfirgaf Peking var hann með boð uppá vasann um að koma aftur og halda einsöngskonsert. Sjálfur hafði hann gert sér í hugarlund að ef til vill kæmist hann þangað aftur strax árið eftir, en annríki og önnur verk- efni á óperusviði annars staðar komu í veg fyrir að af heimsókninni gæti orðið – þar til nú. Í þetta sinn hafði hann syni sína tvo, Sverri og Víking, með, til að leyfa þeim að upplifa landið sem hafði heillað hann sjálfan svo mjög. Hefur búið á Ítalíu frá 1976 Fjölskylda Kristjáns býr á Ítalíu, en sjálfur hefur hann búið þar allt frá árinu 1976. „Ég fór til Ítalíu til að mennta mig í óperusöng, en það á sinn þátt í von- brigðum mínum með Ísland, að ég skyldi hafa þurft að hlaupast af landi brott, til að geta lifað af óperusöng. Það er ekkert sem heitir ótvírætt óperulíf á Íslandi, og framlög til menningarmála eru svo lág, að óp- erusöngvarar hafa ekkert lifibrauð. Við eigum marga góða söngvara, en þeir eru á þönum milli veisla og kirkjuathafna við að syngja allt ann- að en óperu, bara til að eiga salt í grautinn. Ef ég man rétt er bara einn atvinnuóperusöngvari á Íslandi í dag. Það er allt of aumt að pólitíska kerfið skuli aðeins leggja 2% fjár- laga sinna til menningarmála þegar hin Norðurlöndin leggja 10–12% af fjárlögum sínum í menninguna,“ segir Kristján. „Fólk spyr mig oft hvers vegna ég búi ekki heima á Íslandi, og ég skammast mín fyrir að þurfa að segja hversu bágborið menningar- lífið á Íslandi er,“ segir Kristján. Hann bætir því þó við að hann bindi vonir við það að komandi kyn- slóðir listamanna fái betri tækifæri á Íslandi. „Nú á að fara að byggja nýtt Tón- listarhús í Reykjavík, og það gæti orðið fyrsta stóra skrefið í átt að því að meiri áhersla verði lögð á menn- ingarlífið,“ segir Kristján bjartsýnn. Menning getur líka „selt“ Ísland Kristján telur að menning sé nokkuð sem Ísland gæti „selt“ úti í hinum stóra heimi, en að tækifærin séu ekki nægilega vel nýtt. „Þeir eru allt of fáir í opinbera geiranum sem skilja þýðingu þess að nýta þau tækifæri sem bjóðast með menningarsamskiptum og það er nánast ekki gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlunum. Ég tel að bara við þessa heimsókn mína hingað til Peking, fái Ísland gríðarmikla um- fjöllun bæði í fjölmiðlum og milli manna. Sendiherrann hér, Ólafur Egilsson, skilur mikilvægi þess að nýta þennan áhuga til að styrkja enn frekar vinaböndin milli Íslands og Kína. Íslenskar kvikmyndir, íslensk- ar bókmenntir þýddar á kínversku, íslensk málaralist og íslensk tónlist – þetta á allt upp á pallborðið hjá Kín- verjunum. Smám saman fara þeir að skilja að við erum annað og meira en fiskur,“ segir Kristján. Hann hefur það einnig á tilfinningunni að menn- ingarlegt vægi óperunnar eigi eftir að aukast á komandi árum, og að þjóðir heims opni dyr sínar upp á gátt með nýjum stórum óp- eruhúsum, í Kaupmannahöfn, í Tók- ýó – og í Peking! „Ég fór eitt sinn í söngferðalag til Japans, og nú hafa þeir boðið mér að koma aftur og syngja í Ótelló eftir Verdi í vígsluuppfærslu nýja óp- eruhússins í Tókýó næsta sumar. Í tengslum við heimsókn mína hingað til Peking höfum við rætt um samn- ing þess efnis að ég syngi Ótelló hér eftir þrjú ár, í opnunaruppfærslu í nýju – og reyndar fyrsta óperuhúsi í Kína,“ segir Kristján. Það var einmitt þetta sem kín- verskir fjölmiðlamenn spurðu mikið um á blaðamannafundi með Krist- jáni, sem sendiherrann, Ólafur Eg- ilsson bauð til, fyrir tónleikana á laugardaginn. 45 fjölmiðlamenn mættu til fundarins. Eftir margra ára alvarlega íhugun og umræður eru Kínverjar nú að byggja mjög stórt og nýtískulegt óp- eruhús, í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Peking. Húsið er teiknað af frönskum arkitekt og á að verða tilbúið árið 2005, tímanlega fyrir Ólympíuleikana 2008, þegar at- hygli heimsbyggðarinnar beinist öll að Peking. „Í óperuheiminum skipuleggjum við starf okkar langt fram í tímann. Ég reikna fastlega með því að mér takist að halda mér á toppnum sem tenor, í að minnsta kosti áratug í við- bót,“ segir Kristján. Ef litið er skemmra fram í tímann kemur Kristján fram á gestasýningu í Mil- waukee í Bandaríkjunum nú í októ- ber, þar sem Aida er á dagskrá. En hann fer líka í tónleikaferð til Króat- íu. „Einn af mínum góðu vinum, Sut- ej, stjórnandi Þjóðarsinfóníu- hljómsveitarinnar í Króatíu, hefur árum saman reynt að fá mig til að halda tónleika í Zagreb. Og nú er hann búinn að bjóða mér upp á svo- lítil vöruskipti. Ég held jólatónleika í Zagreb 29. desember, en í staðinn fæ ég stúdíó, afnot af hljómsveitinni og „master“ til eigin ráðstöfunar til að gefa út á geisladiski. Á honum verða sönglög sem ýmis tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir mig, þar á meðal eitt íslenskt. Ég reikna með að diskurinn verði tilbúinn næsta vor,“ segir Kristján, sem þeg- ar hefur sungið inn á 16 geisladiska og 7 óperumyndbönd. „En það veldur mér enn sársauka að fá ekki fleiri tækifæri til að syngja heima á Íslandi,“ segir Krist- ján Jóhannsson, eftir að hávær lófa- tök gagntekinna óperugesta í Pek- ing eru um síðir þögnuð. Kristján með Li Xincao, stjórnanda Kínversku þjóðarsinfóníuhljóm- sveitarinnar, Ólafi Egilssyni sendiherra og söngkonunni Liu Honglin. Kristján Jóhannsson með sonum sínum, Víkingi og Sverri, sem voru með í för. Í bakgrunni er veggspjald sem notað var til að auglýsa tónleikana. Hægt að „selja“ íslenska menningu úti í heimi Kristján Jóhannsson sló í gegn í Peking um helgina, en segist óánægður með stöðu óp- erunnar á Íslandi. Fréttaritari Morgunblaðs- ins í Peking, Niels Peter Árskóg náði tali af Kristjáni eftir vel lukkaða tónleika og ræddi við hann um óperuna heima og heiman. VETRARDAGSKRÁ Salar- ins, Tíbrártónleikaröðin, hófst sl. laugardag með söngtón- leikum mezzósópran-söngkon- unnar Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og gítarleikarans Francisco Javier Jáu- regui, er fluttu spönsk þjóðlög og zarzuelu söngva. Fyrst voru átta söngvar undir nafninu Canc- iones Sefardi- tas, sem eru söngvar gyð- inga, er hraktir voru frá Spáni á 16. og 17. öld. Upphaflega voru lögin útsett af Manuel Valls, fyrir söngrödd, flautu og vihuelu (frumgerð gítars- ins) en hér flutt í umritun Jáuregui, fyrir gítar. Þetta eru falleg og sérkennileg lög, sem voru einstaklega hlýlega flutt. Guðrún Jóhanna á til þá tóna, er gera söng hennar sér- lega aðlaðandi og kom þessi eiginleiki hennar mjög vel fram í sjö spönskum þjóðlög- um í gerð Manuels de Falla, og var Vögguvísa (Nana) og Sönglag (Canción) sérlega fal- lega flutt. Gítarleikarinn lék einn grafarljóð til minningar um Debussy, sem er eina gítar- verkið eftir de Falla. Jáuregui lék þetta verk, sem og undir- leikinn í söngverkunum á sér- lega hógværan og áferðarfal- legan máta. Eftir hlé voru útsetningar á fimm spönskum þjóðlögum, eftir Federico Garcia Lorca, sem trúlega hafa ekki heyrst fyrr á tónleikum hérlendis. þessar tónsmíðar eru mjög skemmtilegar og leikandi. Þær voru ásamt tveimur „tónadillum“ eftir Granados sérlega vel fluttar. Tvö síð- ustu viðfangsefnin voru tvær „zarzuelur“, sú fyrri eftir Serrano en seinni eftir Gimé- nez, skemmtileg gamanverk er voru afburða vel sungin. Það er ekki fyrir hvern sem er að syngja svo sérstæða þjóðlega tónlist og þá spönsku, því það er ekki að- eins lagferlið, heldur radd- beitingin og tónskreytingar, sem gera spánska tónlist sér- stæða, ásamt leik þeirra með hljóðfall. Allt þetta var fallega mótað hjá söngkonunni, sem sýndi að hún er efnileg lista- kona og sýndi auk þess mikla kunnáttu í að móta þessa söngva án þess að stæla þann flutningsmáta og raddbeit- ingu (cante jondo), sem Spán- verjar eru frægir fyrir og er all sérstæð. Þrátt fyrir að flestir söngv- arnir séu upprunalega samdir fyrir píanóundirleik, kom gít- arumritun og leikur Jáuregui vel út, þó hann hefði mátt vera skarpari og hrynsterkari í sumum lögunum. Samstilling Jáuregui og Guðrúnar Jó- hönnu var mjög góð en það sem munað verður sérstak- lega er falleg rödd söngkon- unnar og listfengi hennar. Listfengi og falleg rödd TÓNLIST Salurinn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui fluttu spönsk þjóðlög og zarzuelu söngva. Laugardagurinn 7. sept- ember, 2002. SÖNGUR OG GÍTARLEIKUR Jón Ásgeirsson Guðrún Jóhanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.